Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
Sumardagurinn
fyrsti er í dag og með
honum fyrirheit um
bjarta sumardaga.
Flest okkar þekkja
þessa undursamlegu
tilfinningu sem fylgir
því að halla sér aftur
í litríka blómabreiðu
hæst á heiðum og
finna hvernig lífstakt-
urinn nær samhljómi
við náttúruna. Á því andartaki er
eflaust hægt að mæla geðheilsu
okkar sem góða en almennt eru fá-
ir mælikvarðar til á geðheilsu. Það
liggur í eðli hugtaksins „geðheil-
brigði“, sem er margvítt og bygg-
ist, ásamt frávikum þess, á hugsun,
einhverju sem við höfum þó aldrei
getað skilgreint og jafnvel ekki
skilið. Hver svo sem skilgreiningin
er, þá ætti viðleitni okkar í lífinu
ávallt að miða að því að bæta líðan
og forðast vanlíðan.
Síðasta starfsár í starfsemi Geð-
hjálpar hefur verið viðburðaríkt.
Stjórn samtakanna og starfsfólk
hefur unnið markvisst út frá því
hlutverki samtakanna að rækta
geðheilsu Íslendinga og unnið af
heilindum að framtíðarsýn samtak-
anna um mannréttindi, aukna
fræðslu og vandaða ráðgjöf, þar
sem þörfum allra hópa er mætt af
virðingu.
Þetta starf er ekki síst mikilvægt
nú þegar samfélag okkar stendur
frammi fyrir áskorun. Ljóst er að
fé til almannaþjónustu dregst sam-
an næstu misserin en á sama tíma
eru allar líkur á því að þörfin fyrir
þjónustuna aukist mikið. Því er
mikilvægt að huga bæði að sókn og
vörn. Sókn, í þeirri merkingu að
vinna með orsakaþætti geðheil-
brigðis, og vörn, í þeirri merkingu
að bæta og breyta viðbragðs-
kerfum okkar. Til verksins höfum
við hugmyndafræði þar sem rask-
anirnar fá að mínu mati of mikið
vægi, fjármagn og athygli í saman-
burði við heilbrigðið sem röskunin
(frávikið) er dregin af. Við verðum
að snúa hægt en örugglega af þess-
ari braut, endurskoða vitund okk-
ar, hugsun og hegðun gagnvart
geðheilbrigði og sálarlífi mannsins.
Það verður að vera rými fyrir öll
blóm jarðar, öll litbrigðin.
Velflestar greiningar benda til
þess að geðheilsa hafi orðið, og
verði áfram, fyrir ágjöf vegna
þeirra aðstæðna sem veirufarald-
urinn hafði í för með sér ofan í
hraðar samfélagsbreytingar. Því
verður mikilvægi mannlegra sam-
skipta og annarra félagslegra or-
sakaþátta geðheilbrigðis ekki nægi-
lega ítrekað á tímum sem bjóða
upp á æ auðveldari „aðskilnað“ frá
öðru fólki. Í þessu tilliti er sú hug-
mynda- og aðferða-
fræði, sem geðheil-
brigðiskerfið okkar er
byggt á, mikilvægari
en nokkru sinni fyrr.
Geðheilbrigðiskerfið
okkar á að taka mið af
sjónarhóli notenda og
aðstandenda. Við vilj-
um hafa áhrif á það og
erum reiðubúin til
samstarfs um mótun
t.a.m. geðheilbrigðis-
stefnu og aðgerðaáætl-
unar í geðheilbrigðismálum. Um-
bætur í mannréttindamálum og
endurskoðun viðhorfs til nauðungar
eru lóð á vogarskálar þeirra sem
vilja að geðheilbrigðisþjónustan
mótist á forsendum þjónustuveit-
enda en ekki þjónustunotenda.
Geðhjálp hefur styrkst í sínu
hlutverki en á sama tíma hefur fé-
lagið einnig styrkt aðra. Á síðasta
aðalfundi samtakanna var „Styrkt-
arsjóður geðheilbrigðis“ stofnaður
með það fyrir augum að styrkja
framfarahugmyndir innan geðheil-
brigðismála. Sjóðurinn, sem er
sjálfstæður með sér stjórn og fag-
ráði, hefur tekið á móti rúmlega
100 milljónum króna frá Geðhjálp
og er ásetningur núverandi stjórn-
ar samtakanna að halda áfram að
styrkja sjóðinn þannig að hann
verði sterkt vogarafl til framfara í
geðheilbrigðismálum. Með því nýt-
um við eigið fé samtakanna, sem í
lok árs 2020 nam tæplega 188
m.kr., til að skapa hreyfingu til
góðs í málaflokknum um leið og við
hvetjum opinbera aðila og einka-
aðila til að leggja okkur lið með
framlögum til sjóðsins. Það er
markmið núverandi stjórnar sjóðs-
ins að efla sjóðinn verulega á
næstu misserum og mikilvægi hans
er óumdeilt, það fundum við í
stjórninni gjörla þegar um tíu
milljónum króna var úthlutað í
fyrsta sinn á síðasta ári til marg-
víslegra verkefna.
Um leið og ég þakka stjórn og
starfsfólki Geðhjálpar kærlega fyr-
ir samstarfið vil ég sérstaklega
þakka öllum þeim fjölmörgu
styrktaraðilum sem hafa stutt okk-
ur í orði og efni sem og félags-
mönnum öllum. Þakka ykkur inni-
lega fyrir að vera með okkur á
þessari mikilvægu vegferð því án
ykkur næðum við ekki árangri. Án
ykkar væri blómabreiðan fátæk-
legri.
Litrík blómabreiða
Eftir Héðin
Unnsteinsson
Héðinn Unnsteinsson
» Geðhjálp hefur
styrkst í sínu hlut-
verki en á sama tíma
hefur félagið einnig
styrkt aðra.
Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Hlutfall eldri borg-
ara á Íslandi mun
hækka ört gangi
mannfjöldaspár eftir.
Samkvæmt miðgildi
mannfjöldaspár Hag-
stofu Íslands mun
hafa fjölgað í aldurs-
hópnum 70-100 ára
um 43 prósent árið
2030 og ætla má að sú
þróun haldi áfram. Fjölgunin er
langt umfram aðra aldurshópa á
sama tímabili. Svipaða sögu má
segja um fjölgun í elsta hópnum í
Evrópu en þó er svo að hlutfall
eldri borgara er víðast hvar hærra
í dag en hér á landi. Þetta kallar á
skýrari stefnumótun og aukið fjár-
magn.
Búsetuúrræði þarf í öllum
byggðakjörnum
Mikilvægt er að Fjarðabyggð
sem sveitarfélag hefji samtal og
leiti leiða til að byggja fjölbýlishús
fyrir eldri kynslóðir, t.d. á Eskifirði
og í Neskaupstað, svipað því sem
er á Reyðarfirði, það mun auka
framboð einbýlishúsa þar sem í dag
búa einn eða tveir í of stóru og
dýru húsnæði og vilja minnka. Þau
óhagnaðardrifnu búsetuverkefni
sem þegar eru í gangi á vettvangi
Húsnæðis- og mannvirkjastofn-
unnar þurfa að horfa í auknum
mæli til eldri kynslóða. Mikilvægt
er að skilyrði kaupa eða leigu á
íbúðum óhagnaðardrifinna húsnæð-
isfélaga séu hentug eldri borgurum
og tekið sé mið af því í tekju- og
eignaviðmiði.
Fjölga verður
hjúkrunarrýmum
Biðlistar eftir hjúkrunarrými eru
að lengjast. Forystumenn Fjarða-
byggðar mega ekki sofna á verð-
inum í kröfu um fjölgun hjúkr-
unarrýma. Brýnt er að horfa til
þess að hjúkrunardeildin í Nes-
kaupstað stenst í dag ekki nútíma-
kröfur og mikilvægt að endurnýja
með fleiri rýmum. Einnig þarf að
horfa til framtíðar varðandi stækk-
un Hulduhlíðar á Eskifirði og nýta
betur húsnæði Uppsala á Fá-
skrúðsfirði og endurbæta gamla
dvalarheimilishlutann.
Efling heimaþjónustu, dagþjón-
ustu og heimahjúkrunar gerir eldri
borgurum kleift að búa lengur á
sínu heimili og njóta viðeigandi
þjónustu þar. Fjarðabyggð er eft-
irbátur annarra samfélaga varðandi
dagdvalarþjónustu og úr því verður
að bæta. Af 833 dagdvalarrýmum
sem voru á landinu árið 2020 voru
einungis sex í Fjarðabyggð (fimm í
Breiðdalsvík og eitt í Neskaup-
stað). Hér verður að lyfta grettis-
taki. Á sama sama tíma er þetta
sóknarfæri fyrir samfélagið. Dag-
dvalarþjónusta er úrræði fyrir eldri
borgara sem hefur gefið góða raun.
Úrræðið er persónubundið þar sem
einstaklingur getur fengið þjónustu
ákveðna daga vikunnar allt eftir
þörfum viðkomandi. Þjónustan ger-
ir viðkomandi kleift að búa lengur í
heimahúsi án þess að það komi nið-
ur á daglegum athöfnum og gerir
bið eftir hjúkrunarrými bærilegri.
Virkjum betur mannauðinn
Öflug atvinnufyrirtæki í Fjarða-
byggð kalla á vinnuafl. Uppbygging
undanfarinna ára hefur eflt sam-
félagið, sem hefur vaxið og dafnað
með auknum umsvifum fyrirtækja.
Íbúum fjölgar en hvergi nærri nóg
til að mæta eftirspurn atvinnulífs-
ins. Fjarðabyggð er samfélag sem
þarf að hámarka framfarir og verð-
mætasköpun. Þar býr stór hópur
67 ára og eldri sem blessunarlega
býr við góða heilsu og fulla starfs-
orku og löngun til þátttöku í at-
vinnulífi. Þessi hópur býr yfir
þekkingu, reynslu og ástríðu til
samfélagsins, sem mætti miðla bet-
ur til yngri kynslóða. Hér þarf
Fjarðabyggð aukinn baráttuanda
fyrir fólk sem vill vinna en mætir
sífellt hindrunum eftir 70 ára aldur.
Eflum og stækkum vinnumark-
aðinn, hjálpum fólki að vinna.
Hlúum að eldri borgurum
í Fjarðabyggð
Eftir Ragnar
Sigurðsson og
Árna Helgason
» Fjarðabyggð leiti
leiða til að byggja
fjölbýlishús fyrir eldri
kynslóðir, t.d. á Eski-
firði og í Neskaupstað,
svipað því sem er á
Reyðarfirði.
Ragnar Sigurðsson
Ragnar er oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins í Fjarðabyggð og varaþingmaður.
Árni er framkvæmdastjóri og fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
Höfundar eru fyrrverandi fram-
kvæmdastjórar hjúkrunarheimila í
Fjarðabyggð.
Árni Helgason
Atvinna
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði