Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Ánægjuábyrgð Bindur lykt hratt Klumpast vel Rykast ekki Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is SUMARSKÓRNIR SEM KRAKKARNIR ELSKA Vortex Flash 9.995 kr./ st. 27-35 Glimmer Kicks 9.995 kr./ st. 27-35 Adventure Track 9.995 kr./ st. 27-35 Microspec Max - Airy color 8.995 kr./ st. 27-35 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS SKECHERS Í dag fæst bara ein- fyrir-tvær-tilboð í íbúðakaupum í Reykjavík. Til að fá eina íbúð þarf að borga fyrir tvær, íbúðina sem þú vilt fá, gamla húsið sem var fyrir og var rifið, fé- lagslegar íbúðir ná- granna sem borgin lætur þig borga með í, innviðagjald vegna borgarlínu og jafnvel pálmatré. Hamingju- stundin við að flytja inn í sína fyrstu íbúð verður æ trega- blandnari. En svona hefur þetta ekki alltaf verið, því miðað við bygging- arkostnað hefur íbúðaverð hækkað um 80-90% frá aldamótum. Þegar allt er of dýrt tapa allir. Leigjandinn tapar þegar leigan hækkar, kaupandinn tapar þegar fasteignaverð hækkar og verktakinn tapar þegar fólk hættir að hafa efni á íbúðinni sem það var að byggja. Af hverju er ekki allt morandi í bygg- ingarkrönum í Reykjavík nú í hæsta fasteignaverði sögunnar? Vilja verk- takar ekki græða? Svarið er einfalt: Hækkunin er vegna kostnaðar en ekki vegna gróða. Byggjum aftur ódýrt Fyrsta skrefið í að leysa húsnæð- isvandann er að átta sig á því að það er ekki hlutverk borgaryfirvalda að ákveða hvar og hversu dýrt borg- arar búa. Þvert á móti gegnir borgin þjónustuhlutverki og þarf að sjá til þess að allir geti fundið húsnæði við sitt hæfi. Auka þarf lóðaframboð strax og auðvelda uppbyggingu þar sem ódýrast og fljótlegast er að byggja. Bestu svæðin fyrir stórfellda hraða uppbyggingu eru í landi Keldna og Korpu; stór auð svæði með litlu flækjustigi. Þessi svæði þarf að byrja að skipu- leggja strax, en meðan á því stendur þarf jafn- framt að flýta fyrir upp- byggingu innan skipu- lagðra hverfa svo hægt sé að byrja strax að byggja. En til að halda lóða- verði niðri til lengdar þarf að skoða nýjar leið- ir. Viðeyjarleiðin Viðeyjarleið er sam- göngulausn sem mun breyta borginni til langrar framtíðar. Í henni er Viðey tengd við land á þremur stöðum; við Laugarnes, Brimnes og Gufunes. Hjólað út í Viðey Tenging Laugarness við Viðey verður gegnum steypt botngöng. Þessi tegund ganga hentar mjög vel fyrir styttri innanbæjartengingar og lítið mál væri að hafa sérhjólaakrein í slíkum göngum, sem myndi búa til alvörumiðbæjartengingu þar sem fólk gæti líka hjólað út í Viðey og notið náttúru og sögu sem þar er. Sundabraut óþörf með Viðeyjarleið Tenging Viðeyjar til suðurs við Gufunes væri einföld landfylling því afar grunnt er þarna á milli. Með slíkri tengingu frá Laugarnesi væri í raun kominn fyrsti áfangi Sunda- brautar, sem myndi leysa umferð- arvandamál á Sæbraut og Miklu- braut. Tvöföldun Reykjavíkur til norðurs Tenging Viðeyjar til norðurs væri um hefðbundin göng eins og Hval- fjarðargöngin en áhrif þessarar tengingar væru jafnvel enn áhuga- verðari, því með henni mun stærð Reykjavíkur nánast tvöfaldast þar sem fýsilegt óbyggt byggingarland í borginni verður orðið jafnstórt byggðu borgarlandi. Ferðin úr bæn- um mun styttast um 20 mínútur og aðeins taka 10 mínútur fyrir íbúa Grundarhverfis að renna niður í miðbæ. Kjalarnesbúar sem ynnu í bænum myndu spara sér 40 mínútur á dag í akstri. Byggð á Kjalarnesi væri orðin nær miðbænum í tíma en þau úthverfi Reykjavíkur sem verið er að byggja í dag og 40-50 km löng óbyggð strandlengja yrði aðgengileg Reykvíkingum þegar Viðeyjarbraut og tengdar framkvæmdir væru komnar. Viðeyjarleið myndi þannig tryggja að um langa framtíð geti all- ir sem vilja búa í Reykjavík fundið sér heimili við hæfi. Leysum húsnæðis- vandann strax Húsnæðisvandamál borgarinnar er í dag alvarlegasta samfélagsmein sem Íslendingar glíma við. Tvöföld- un húsnæðisverðs veldur því að þús- undir festast í fátæktargildrum á meðan sífellt færri hafa efni á að koma þaki yfir höfuðið. Það er löngu kominn tími til að taka á þessum vanda með alvörulausnum sem duga. Meginástæðan fyrir framboði Ábyrgrar framtíðar í borgarstjórn- arkosningunum er einmitt að koma með lausnirnar og verður öllum til- tækum ráðum beitt til að tryggja að ástandið verði aftur eðlilegt. Hver veit nema draumahús margra bíði þeirra við sjávarsíðuna á Kjalarnesi! Nýtt 40 milljóna einbýlishús við sjávarsíðuna í Reykjavík Eftir Jóhannes Loftsson Höfundur er oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík. abyrgframtid@gmail.com Jóhannes Loftsson Nýtt byggingarland verður jafnstórt núverandi byggð Íslenska fasteignabóluhagkerfið Hlutfall vísitalna markaðsverðs og byggingarkostnaðar (%) 200% 180% 160% 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% 2000 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020 78% yfirverð »Með Viðeyj- arleið má leysa húsnæð- isvandann til frambúðar. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.