Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 36

Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 ÁSKAP TILBOÐ Húðfegrun býður upp á fjölbreytt úrval áttúrulega húðmeðferða án skurðaðgerða. Ve 13 Við to réttu Pe 21 re Við ta 13 Gelísprautun náttúruleg húðmeðferð sem fyllir upp í hrukkur og línur, mótar varir og andlitsdrætti. HollywoodGlow þéttir húð á andliti og hálsi ásamt því að gefa henni samstundis aukinn ljóma. 20% afsláttur af Hollywood Glow 30% afsláttur af Gelísprautun Nýttu þér Páskatilboðin okkar! Ferðalög á Edith Gunnars edithgunnarsdottir@gmail.com Það fer ekki á milli mála að útivistar- áhugi landsmanna hefur aukist til muna undanfarin ár. Við sjáum það á bílastæðunum við þessi hefðbundnu fjöll við borgina sem og auðvitað á sjálfum fjöllunum. Það eru þó ótal fleiri leiðir sem hægt er að ganga en við erum vanaföst og göngum því iðu- lega þær leiðir sem við þekkjum. Það getur því verið sniðugt að skrá sig í gönguhóp til að prófa nýjar leiðir og græða í leiðinni bæði fróðleik og skemmtilega göngufélaga. Í byrjun maí eru til að mynda tveir hópar að fara af stað hjá Ferðafélagi Íslands, undir stjórn Edithar Gunn- arsdóttur leiðsögukonu. Annar þeirra einbeitir sér að Þingvöllum og svæðinu þar um kring og hinn að Bláskógabyggð. Edith stýrir verk- efninu FÍ Göngur og gaman og er markmiðið með því að fara skemmti- legar gönguleiðir á ákveðnum svæð- um og fræðast í leiðinni um sögu þeirra. Hóparnir hafa farið um ýmis svæði, eins og Esjuna, Hengilinn, Hvalfjörð, Reykjanes og Ölfus. FÍ Göngur og gaman Þingvellir Við þekkjum flest sögu Þingvalla, þar sem Alþingi var stofnað og Þor- geir Ljósvetningagoði ákvað að Ís- lendingar yrðu kristin þjóð. Við lærð- um líka um flekaskilin, sem sjá má meðal annars af toppi Ármannsfells. En færri vita kannski að Þingvalla- vatn er eitt merkilegasta vatn á norð- urhveli og eitt það mest rannsakaða á alþjóðlegum vettvangi, til dæmis af dr. Pétri M. Jónassyni vatnalíffræð- ingi, sem segir það vera fjársjóð framtíðarinnar. Það kemur úr Lang- jökli og er 2.500 ára gamalt sam- kvæmt mælingum og tekur 20-30 ár fyrir vatnið að renna í Þingvallavatn. Það er því afar áhugavert að ganga á þessu svæði og virða það fyrir sér frá ólíkum sjónarhornum en fyrirhug- aðar eru göngur á Arnarfell, Ár- mannsfell, Hrafnabjörg, Lágafell, Miðfell og Stóra-Reyðarbarm. Þá verður einnig sumarsólstöðuganga á Skjaldbreið og þjóðleiðin um Leggja- brjót gengin. FÍ Göngur og gaman Bláskógabyggð Bláskógabyggð varð til við samein- ingu Þingvallahrepps, Laugardals- hrepps og Biskupstungnahrepps. Þar er að finna mörg afar tignarleg fjöll sem búa yfir mörgum tröllasög- um sem við trúum að sjálfsögðu. Það toppar fátt Högnhöfða í góðu skyggni því af honum sést í tólf sýsl- ur. Á leiðinni á toppinn er farið í gegnum Brúarskörð, ein stórbrotn- ustu gljúfur á Íslandi. Hlöðufellið er önnur perla, formfagur móbergs- stapi, sem er umkringd tignarlegum fjöllum eins og Högnhöfða, Skjald- breið og Jarlhettum. Af toppnum er stórkostlegt útsýni á góðum degi. Fleiri skemmtileg móbergsfjöll eru á svæðinu eins og Kálfstindar sem eru hluti af löngum fjallgarði en þaðan er magnað útsýni um allt Suðurland og jökla landsins. Í þessu verkefni verð- ur gengið á öll fyrrgreind fjöll sem og á Hrútafjöll, Kvígindisfell, Lágafell og Súlufell. Þá verður einnig farið í sumarsólstöðugöngu á Ok. Það er óhætt að mæla með báðum þessum hópum fyrir fólk sem vill fræðast um svæði í skemmtilegum göngum en frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, www.fi.is. Kynningarfundur um báða hópana verður svo á facebook-síðu Ferða- félagsins mánudaginn 25. apríl kl. 20. Göngur og gaman Það getur því verið sniðugt að skrá sig í gönguhóp til að prófa nýjar leiðir og græða í leiðinni bæði fróðleik og skemmtilega göngufélaga. Höfundur er leiðsögumaður, ráðgjafi og jógakennari. Göngur og gaman Sumarsólstöðuganga á Skjaldbreið. Gleði Hópur að ljúka göngu um Leggjabrjót með viðkomu í Brynjudal. Á toppnum Endalaus gleði á toppi Búrfells. Fararstýrur Edith Gunnarsdóttir og Dögg Ármannsdóttir hjá Göngum og gamni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.