Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
VIKUR
Á LISTA
6
3
2
3
1
1
2
1
1
1
HUNDRAÐÓHÖPPHEMINGWAYS
Höf. Lilja Sigurðardóttir
Les. Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason
ásamt öðrum leikröddum
BRÉFIÐ
Höf. Kathryn Hughes
Les. Sara Dögg Ásgeirsdóttir
ÆVINTÝRI FREYJU OG FRIKKA
- DROTTNINGINAFGALAPAGOS
Höf. Felix Bergsson
Les. Felix Bergsson, Þuríður BlærJóhannsd.
HVARFIÐ
Höf. Johan Theorin
Les. Jóhann Sigurðarson
AÐ LÁTA LÍFIÐ RÆTAST
Höf. Hlín Agnarsdóttir
Les. Þórunn Lárusdóttir
NÁTTBÁL
Höf. Johan Theorin
Les. Jóhann Sigurðarson
KONANHANS SVERRIS
Höf. Valgerður Ólafsdóttir
Les. Margrét Örnólfsdóttir
BANNAÐAÐ EYÐILEGGJA
Höf. Gunnar Helgason
Les. Gunnar Helgason
HELKULDI
Höf. Viveca Stein
Les. Hanna María Karlsdóttir
MANNAVILLT
Höf. Anna Ólafsdóttir Björnsson
Les. Þórunn Erna Clausen
1.
2.
3.
4.
7.
8.
6.
10.
9.
5.
-
›
›
›
›
TOPP 10
VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI
VIKA 15
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Tónlistin er ástríða mín og síðan ég
var sex ára gömul hefur lífið mitt snú-
ist um hana,“ segir Ekaterina Kleb-
ensina, alltaf kölluð Kate, ung söng-
kona og píanisti frá Úkraínu sem kom
hingað til lands fyrir nokkrum vikum
eftir að hafa flúið stríð í heimalandi
sínu. Kate ræddi við blaðamann um
upplifun sína af stríðinu, af Íslandi og
draum sinn um að finna fólk til að
iðka tónlist sína með hér á landi.
Elskaði að kenna og ferðast
Kate bjó alla tíð í Zjytómýr, borg í
Norður-Úkraínu, þar sem hún út-
skrifaðist úr bæði söng- og píanó-
námi. Þar starfaði hún sem píanó-
kennari í tónlistarskóla og sem kon-
sertmeistari í listaskóla á fram-
haldsskólastigi. Auk þess ferðaðist
hún með ábreiðuhljómsveit sinni víðs-
vegar og hélt tónleika, meðal annars
víða um Úkraínu og í Kína og
Egyptalandi.
„Ég elskaði þennan möguleika á að
geta fundið tilgang í kennarastarfinu
og að geta líka ferðast um heiminn og
flutt tónlist. Þetta var draumurinn
minn alveg frá því ég var barn,“ segir
Kate. „Ég var með þetta allt í lífi mínu
fyrir stríðið,“ bætir hún við áður en
hún lýsir því hvernig óttinn við Rússa
jókst með hverjum deginum eftir inn-
rás þeirra í Úkraínu.
Flúðu heimalandið
„Enginn vissi hvað Rússarnir
myndu leggja undir sig næst. Svo ég
og fjölskyldan mín ákváðum að flýja
borgina okkar og land til að finna frið.
Við vorum kvíðnar og hræddar,“ segir
Kate sem lýsir því hvernig hún, móðir
hennar og amma sváfu í kjallara
fyrstu tíu daga stríðsins vegna ótta.
Ekki séð kærastann í tvo mánuði
Mæðgurnar ákváðu í kjölfarið að
ferðast til Póllands þar sem þær
dvöldu í mánuð en Kate þurfti að
skilja kærastann sinn, Volodymyr, og
tíkina sína, Lolu, eftir í Úkraínu en
Stuðningur Íslendinga
kom mest á óvart
Kate, ung úkraínsk tónlistarkona, flúði stríð í
heimalandi sínu alla leið til Íslands en hún segir Ís-
lendinga hafa tekið sér opnum örmum. Kate leitar
nú leiða til að iðka tónlist hér á landi.
Ást Kate ásamt tíkinni sinni, Lolu, sem hún
á með kærasta sínum, Volodymyr. Þau
eru bæði enn í Úkraínu og hefur hún
ekki séð þau í tæpa tvo mánuði.
Ísland Kate hefur
lengi dreymt um að
ferðast til Íslands en
óraði ekki fyrir því að
stríð í heimalandinu
yrði til þess að hún
kæmi hingað til lands.
þau hefur hún ekki séð í tvo mán-
uði.
Þá skildi leiðir mæðgnanna en
amma Kate þarfnaðist læknis-
hjálpar og vildi því fara aftur til
Úkraínu. Móðir Kate fylgdi
henni aftur til heimalandsins en
Kate ákvað þá að fara alla leið
til Íslands, ein á báti, en
hana hafði oft dreymt
um að heimsækja
landið.
„Ég ákvað að
fara til Íslands.
Hver einasti
dagur er ný
upplifun
fyrir mig.
Ég er
mjög
spennt fyr-
ir nátt-
úrufegurðinni á Íslandi,
mig dreymdi alltaf um að
sjá þetta fallega land. En
það er fólkið á Íslandi sem
hefur komið mér mest á
óvart. Þessi magnaði
stuðningur gefur
okkur von og til-
finninguna sem
við söknum svo
mikið – öryggi.
Við Úkraínu-
menn erum
ykkur allir
svo þakklátir.
Í dag finn
ég styrk
og mig
langar að deila því sem ég get. Ég er
að leita að tækifæri til að syngja og að
fólki sem hefur áhuga á að búa
kannski til tónlist saman,“ segir Kate
sem segist geta sungið alls konar tón-
list og ábreiður, hvort sem það er lo-
unge, djass, popp, diskó eða rokk.
Hún deilir myndbandi af sér að
syngja af öryggi og með hljómfagurri
röddu lagið Ain’t No Sunshine When
She’s Gone, upprunalega með Bill
Withers.
Dreymir um faðmlag
„Það væri frábært að geta æft hér
á Íslandi eins og ég var að gera í
heimalandi mínu,“ segir
hún.
Stærsti draumurinn
hennar er þó eins og
stendur að fá að faðma
fjölskyldu sína, kærasta
sinn og hundinn sinn.
Ástríða Tónlist hefur verið ástríða Kate frá því hún var
sex ára gömul. Hún syngur bæði og spilar á píanó og
nýtur þess bæði að læra, kenna og flytja tónlist.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Hlaðvarpið Vinnuskúrinn fjallar um allt tengt iðnaði en
þar spjalla Hjálmar Friðbergsson, stofnandi Iðnaðar-
manna Íslands, og Svavar Heimisson múrari við iðn-
aðarfólk úr öllum áttum.
„Umræðan fer mikið til fram í
vinnuskúrum og eldhúsum landsins
og þarna fannst okkur
kjörið að sameina hana í
eyrum landsmanna,“ segir
Hjálmar í samtali við
Morgunblaðið og K100.is en þeir Svavar
leggja áherslu á að spjalla ekki aðeins við fólk
á höfuðborgarsvæðinu heldur líka fólk af öllum
kynjum á landsbyggðinni.
„Þarna er klárlega stór hópur fólks sem hefur
gaman af að heyra hvað aðrir iðnaðarmenn eru
að sýsla,“ segir Hjálmar.
K100 fékk Hjálmar og Svavar til að mæla með
nokkrum áhugaverðum hlaðvörpum en báðir hlusta þeir
aðallega á hlaðvörp í vinnunni.
Iðan – Augnablik í iðnaði „Afar skemmti-
legir þættir um alls konar tengt iðnaði“
Ekkert rusl Áhugaverðir þættir um rusl.
Lena og Margrét fá okkur til hugsa um
hversu miklu við erum að henda.
Draugar fortíðar Með Baldri og Flosa.
Alveg hreint frábærir þættir. Fá mann oft
til að hlæja og nánast gráta á sama tíma.
Okkar á milli Áhugaverðir viðtalsþættir
þar sem rætt er við alls konar fólk. Til dæmis við
innflytjendur um upplifun þeirra hér á
landi.
HæHæ Helgi og Hjálmar eru alltaf
hressir og létta manni lundina í amstri
dagsins með aulalegu gríni í bland og
skemmtilegum gestum.
Umræðan úr vinnuskúrnum
Iðnaðarmennirnir Hjálmar og Svavar
Heimisson tóku hlutina í eigin hendur
þegar þeim þótti vanta ákveðna teg-
und hlaðvarpa í hlaðvarpsflóruna og
stofnuðu hlaðvarpið Vinnuskúrinn.
Vinnuskúrinn Hjálmar og Svavar spjalla við iðnaðar-
menn af öllu tagi í nýja hlaðvarpinu Vinnuskúrnum.