Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
✝
Gunnar Maron
Þórisson fædd-
ist á Garði í Mos-
fellssveit 13. ágúst
1943 en ólst upp á
Fellsenda í Þing-
vallasveit. Hann
lést á HVE
Hvammstanga 6.
apríl 2022.
Foreldrar hans
voru Dóra Helga-
dóttir, f. 4.12.
1919, d. 10.3. 2007, og Þórir
Haraldsson, f. 29.3. 1921, d.
25.2. 1995. Systkini Gunnars
eru albróðirinn Helgi, d. 6. apr-
íl 1998, hálfsystkinin Hafberg,
Ásmundur, Halldóra, Sigurður,
Þórir, Benedikt og Bjarni Þór-
isbörn og stjúpsystirin Hall-
fríður.
Hinn 19. apríl 1973 kvæntist
Gunnar Unu Vil-
hjálmsdóttur, f. 23.
júlí 1949. Dætur
þeirra eru: 1) Jóna
Elín, f. 6. janúar
1973, frá fyrra
sambandi á hún a)
Gunnar Þorgeir
Guðnason, f. 9.
febrúar 2000. Maki
Jónu er Jónas Jón-
asson, f. 30. maí
1965. Þau eiga tvö
börn, b) Jónas Helga, f. 24.
september 2004, og c) Guðveigu
Fanneyju, f. 15. apríl 2007. 2)
Dóra Sigrún, f. 8. maí 1982,
maki Helgi A. Guðbrandsson.
Þau eiga eina dóttur, Unu
Bellu, f. 25. júlí 2005.
Útför Gunnars fer fram frá
Reynivallakirkju í Kjós í dag,
21. apríl 2022, klukkan 14.
Gunnar frá Fellsenda í
Þingvallasveit var góður
granni, vinur og frændi. Þegar
þau Una fluttu rúmlega mið-
aldra norður í Hrútafjörð hafði
ætt hans búið í Fellsenda hátt í
heila öld. Afi hans og amma,
Helgi Jónsson og Jónína Sig-
urðardóttir, hófu þar búskap
árið 1910. Ábúendaskipti höfðu
þá orðið níu sinnum frá því
jörðin var byggð út úr Stíflisdal
árið 1847. Þeim hjónum og af-
komendum þeirra var greini-
lega betur lagið en öðrum að
sitja þessa snjóþungu fjallajörð,
þaðan sem útsýni er ægifagurt.
Seint á 19. öld var lagður vagn-
fær vegur yfir Mosfellsheiði,
gamli Þingvallavegurinn. Helgi
réðst í að gera svokallaðan
plógveg, sem tengdi hin mjög
svo ágætu engjalönd í Fells-
enda við gamla Þingvallaveg-
inn. Engjaheyskapur á Fells-
endajörðinni varð um tíma
eftirsóttur, og umfangsmiklir
heyflutningar til Reykjavíkur
og nærsveita.
Þeir pabbi og Gunnar voru
fjórmenningar, rekja má ætt-
irnar í beinan karllegg pabba
og beinan kvenlegg frá móður
Gunnars að Málfríði Gunn-
laugsdóttur og Jóni Halldórs-
syni á Vestri-Leirárgörðum í
Leirársveit. Þegar pabbi fór til
náms á Hvanneyri, rétt innan
við tvítugt, var langt í frá sjálf-
sagt að það væri hægt. Afi var
orðinn heilsulaus og pabbi að-
almaðurinn í útiverkunum. Því
var það að Gunnar, sem þá var
rétt innan við fermingu, var
fenginn sem vetrarmaður að
Heiðarbæ. Einnig var hann há-
seti á murtuvertíð frá Heið-
arbæ í nokkur haust. Það telst
til mannkosta við Þingvallavatn
að geta ekki bara veitt, heldur
líka étið mikið af murtu. Það
sem í þessum efnum skilur á
milli meðalmanna og afburða-
manna er ekki bara átgetan
heldur líka afköstin við að bein-
hreinsa murtuna. Hjá pabba
gerðist þetta eins og af sjálfu
sér, allt í einu var komin risa-
stór beinahrúga, hann búinn að
sporðrenna 15 murtum og
hreinsa ofan í smáfólkið. Gunn-
ar var sá eini sem hafði nokkuð
í pabba að gera í murtuáti, og
tilþrifin voru gríðarleg, hann
beinhreinsaði 3-4 murtur, stakk
gafflinum í gegnum þær allar í
einu og sporðrenndi; endurtók
þetta nokkrum sinnum.
Gunnar vann mörg haust við
sauðfjárslátrun í Grindavík.
Lækningamáttur Bláa lónsins
hafði þá verið uppgötvaður og
tók Gunnar upp á því af góð-
mennsku sinni að koma þar við
á ferðum sínum og færa pabba,
sem hafði slæmt exem, galdra-
glundrið úr lóninu. Gunnar
hafði ýmis embætti í sveitinni,
var til dæmis formaður bún-
aðarfélagsins svo lengi að það
var lagt niður eftir að hann
flutti úr sveitinni. Hann var
bólusetningameistari sveitar-
innar og stjórnaði um árabil
áburðardreifingu fyrir sína
sveit í landgræðsluflugi með
„þristinum“ Páli Sveinssyni.
Bróðir minn Kolbeinn minnist
þess með mikilli gleði þegar
hann fékk að fara með Gunnari
í áburðarflug. Gunnar var lyk-
ilmaður í söfnun upplýsinga til
byggðasögu sveitarinnar í rit-
röðina um Sunnlenskar byggð-
ir. Hans merkasta sagnaritun
var þó í gegnum ljósmyndun, er
þar fjársjóður geymdur.
Fyrir hönd míns fólks þakka
ég Gunnari góða samfylgd og
votta Unu, dætrunum og fjöl-
skyldunni allri okkar innileg-
ustu samúð.
Jóhannes Sveinbjörnsson,
Heiðarbæ.
Það er orðið harla langt síð-
an leiðir okkar Gunnars á
Fellsenda lágu fyrst saman.
Foreldrar mínir eignuðust jörð-
ina Stíflisdal í Þingvallasveit
þegar ég var á fyrsta ári en
Stíflisdalur er næsti bær við
Fellsenda. Það var venjan á
þessum árum að foreldrar mín-
ir gistu með okkur börnunum
aðeins yfir sumarið í Stíflisdal.
Bóndi á Fellsenda var þá Helgi
Kristinn Jónson ásamt dætrum
sínum Margréti og Dóru, móð-
ur Gunnars. Fellsendi liggur
hátt, líklega hæsti bærinn í
sýslunni, og þar er oft afar
snjóþungt og þess eru dæmi að
snjór gat legið á túnum fram að
þjóðhátíð.
Þarna ólst Gunnar upp með
Helga yngri bróður sínum. Á
æskuárum mínum fór ég stund-
um fótgangandi að hitta þá
bræður enda vorum við fé-
lagarnir á svipuðum aldri.
Húsakynnin voru lítil, hesthús
sambyggt við íbúðarhúsið en
fjárhús og fjós voru úr torfi og
grjóti. Þrátt fyrir kröpp kjör
hjá Helga og dætrunum var
gestrisni þeirra við brugðið.
Ekki var bíll á bænum, ekki
dráttarvél, hesturinn var þarf-
asti þjónninn og Helgi átti góða
hesta. Hestur dró sláttuvélina
og rakstrarvélina og önnur
heyvinna var upp á gamla móð-
inn. Það var gaman að taka
þátti í henni. Þá fórum við
Gunnar oft saman út með
Sauðafellinu til að ná í kýrnar.
Helgi fellur frá 1958 og þá
færist búskapurinn til Dóru og
Gunnar er farinn að undirbúa
að taka við þótt ungur sé. Hann
fer því í Bændaskólann á
Hvanneyri. Húsin á Fellsenda
eru úr sér gengin og að falli
komin og nýtt íbúðarhús er
reist um 1960. Veturinn 1958-
1959 fær Fellsendafjölskyldan
inni hjá okkur í Stíflisdal.
Eftir að Gunnar tekur við
búsforráðum og kvænist Unu
Vilhjálmsdóttur og eignast dæt-
urnar Jónu og Dóru þá vinnur
hann að því að stækka túnin, en
allt kemur fyrir ekki, landið er
harðbýlt og sækja þarf slægjur
annað.
Gunnar lét sér mjög annt um
sveitina sína og kom að ritum,
gagnasöfnun og myndaöflum
kaflans um Þingvallasveitina í
ritverkinu „Sunnlenskar byggð-
ir“.
En það var gott að eiga góð-
an nágranna eins og Gunnar að.
Eftir að við hjónin reistum
sumarbústað okkar við Stíflis-
dalsvatn kom Gunnar næstum á
hverju sumri með skít í Mikla-
skóg og einu sinni kippti hann
jeppanum okkar upp er við
höfðum næstum misst hann of-
an í Fúsalæk sem snjór var yf-
ir. Fyrir um það bil áratug
brugðu þau Una og Gunnar búi
hér fyrir sunnan og fluttu í
Hrútafjörðinn. Eftir það hitt-
umst við sjaldnar. Nú að leið-
arlokum sendum við hjónin
Unu og öðrum ættingjum inni-
legustu samúðarkveðjur okkar.
Sigfús A. Schopka.
Meginstoðir fæðuöryggis
þjóðarinnar hvíla á íslenskum
landbúnaði. Þó virðist suma
skorta skilning á lykilhlutverki
bænda sem eru að framleiða
margvíslegar búvörur fyrir sí-
stækkandi hóp neytenda. Gunn-
ar fjárbóndi á Melum í Hrúta-
firði, og áður á Fellsenda í
Þingvallasveit, var einn þeirra
fjölmörgu bænda sem hafa lagt
hönd á plóginn við framleiðslu
hollra og góðra matvæla um
fjölda ára. Honum kynntist ég
m.a. við störf mín hjá Búnaðar-
félagi Íslands og síðar hjá
Bændasamtökum Íslands.
Gunnar var ætíð dyggur tals-
maður bænda, skoðunarmaður
ársreikninga hjá Landssamtök-
um sauðfjárbænda um margra
ára skeið, auk þess að vera
lengi á meðal aðalfundarfull-
trúa hjá samtökunum. Þá var
Gunnar skeleggur höfundur
stuttra og hnitmiðaðra greina
um margvísleg efni tengd sauð-
fjárræktinni og landbúnaði al-
mennt, einkum í Bændablaðinu.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
málunum og lét gjarnan í sér
heyra, alltaf jákvæður og stutt í
bros og góðlátlega glettni.
Við fráfall Gunnars hugsa ég
til hans með hlýhug eftir
margra áratuga kynni, lengst af
sem eigendur sauðfjár í land-
námi Ingólfs Arnarsonar. Þeg-
ar hann var á ferðinni í Bænda-
höllinni leit hann gjarnan við á
skrifstofunni hjá mér, Una
kona hans oft með í för. Mest
var rætt um kindur og fjárbú-
skap, greint frá heimtum á
haustin, stuttar sögur sagðar
og oft hlegið dátt. Ræktun for-
ystufjár bar gjarnan á góma og
áttum við Gunnar og Una
nokkra samvinnu um þau efni
fyrr á árum. Þá áttum við
Gunnar annað sameiginlegt
áhugamál, mörk og marka-
skrár, en hann hafði mikla
ánægju af söfnun og lestri
slíkra öndvegisrita. Honum var
ætíð annt um reglubundna og
góða skráningu fjármarka og
hvort sem þau Una bjuggu í
Árnessýslu eða Strandasýslu
áttu þau alltaf mörg mörk. Þá
deildum við stundum með okk-
ur fréttum um kindur sem
höfðu komið fram í réttum á
ólíklegustu stöðum, sannkallað-
ar flökkukindur, jafnvel úti-
gengnar. Oftast komu við sögu
ær með lömb. Voru kindurnar
búnar að fara í gegnum eina
eða fleiri sauðfjárveikivarnalín-
ur, misvel við haldið, og því
kallaðar línubrjótar. Alltaf var
ánægjulegt að spjalla við Gunn-
ar um þessi og önnur mál.
Ég minnist Gunnars með
virðingu og þökk og votta Unu
og öllum öðrum aðstandendum
innilega samúð.
Ólafur R. Dýrmundsson.
Síðasti ábúandinn á Fells-
enda er fallinn frá. Hann hafði
að vísu flutt sig um set fyrir all-
mörgum árum, en í mínum
huga var hann alltaf Gunnar á
Fellsenda. Fellsendi í Þing-
vallasveit er kostarýr jörð, en
þar bjó afi okkar Gunnars
lengst allra, eða í hartnær hálfa
öld. Þar ólust mæður okkar
Gunnars upp við kröpp kjör á
öldinni sem leið. Dóra Helga-
dóttir móðir Gunnars tók við af
föður sínum og Gunnar tók svo
við af móður sinni. Þannig var
jörðin Fellsendi í Þingvallasveit
í ábúð sömu fjölskyldu í hart-
nær heila öld.
Gunnar Þórisson sleit barns-
skónum á Fellsenda og átti þar
heima lungann úr sinni ævi.
Hann var einn af þessum ís-
lensku sauðfjárbændum sem
leggja mikið á sig við þá iðju,
en hafa of litla eftirtekju. Hann
gekk í Bændaskólann á Hvann-
eyri og sótti sér þar menntun
við hæfi. Gunnar kvæntist eft-
irlifandi eiginkonu sinni Unu
Vilhjálmsdóttur árið 1973 og
tók þá við búi móður sinnar.
Eins og fram hefur komið er
jörðin Fellsendi kostarýr og
liggur hátt yfir sjó. Heyskapur
var því alla tíð erfiður og m.a.
af þeim ástæðum þurfti að
sækja slægjur langt að.
Þau Gunnar og Una ákváðu
því að flytjast búferlum að Mel-
um í Hrútafirði árið 2005 og
hafa búið þar síðan.
Gunnar var hvers manns
hugljúfi og ávallt brosandi þótt
á móti blési. Hann hafði fleiri
áhugamál en búskapinn, t.d.
hafði hann áhuga fyrir ljós-
myndun og stundaði það þegar
færi gafst frá búskapnum.
Einnig hafði hann áhuga fyrir
gömlum fróðleik af ýmsu tagi
svo sem ættfræði, safnaði um
það ýmsum gögnum. Hin síðari
ár ferðuðust þau Una talsvert
innanlands þegar heyönnum
sleppti. Hann hafði unun af því
að heimsækja frændur og vini.
Ég minnist Gunnars frænda
míns sem lífsglaðs náunga sem
öllum vildi vel og var fús til að
leggja góðum málum lið. Hann
var gegnheill og heiðarlegur
eins og flestir sveitamenn sem
við þekkjum, verðugur fulltrúi
þeirra mörgu sem alltaf unnu
af heilindum og alltaf vildu hafa
það sem sannara reyndist.
Helgi Gunnarsson.
Látinn er Gunnar Maron
Þórisson, fv. bóndi á Fellsenda
Þingvallasveit.
Fyrir nokkrum árum hætti
Gunnar og eiginkona hans Una
Vilhjálmsdóttir búskap á Fells-
enda og fluttu að Melum í
Húnavatnssýslu til búreksturs
og aðstoðar á stórfjárbúi dóttur
þeirra hjóna og fjölskyldu.
Gunnar hafði átt við veikindi
að stríða sl. ár en var duglegur
að koma við á bæjum í Þing-
vallasveit og Grafningi til að
rækta vinatengsl ásamt því að
koma í haustréttir á Heiðarbæ
og víðar í hreppunum.
Hann var ávallt með mynda-
vél í ferðum sínum og hefur því
væntanlega átt margar góðar
myndir af mannlífinu eystra
fyrr og síðar og víðar að sem og
úr ferðum erlendis.
Gunnar var duglegur að
sækja fundi og ráðstefnur og
sat í nokkrum nefndum og
stjórnum um landbúnaðarmál
o.fl.
Hann var ávallt léttur í lund
og hafði gaman af því að fara
með léttar eftirhermur við viss
tækifæri og frásagnir af
skondnum atvikum.
Tíminn líður og þeir sem
hafa átt mörg sporin í sveit-
unum eystra hverfa af vett-
vangi mannlífsins þar með eft-
irsjá, en eftir lifa minningar um
skemmtilegar samverustundir
og eftirminnilegt samferðafólk.
Það sannar hið fornkveðna,
að nota skal hverja stund sem
best meðan heilsa og geta leyfir
og það reyndi Gunnar að gera.
Gunnar undi sér vel í há-
fjallasal Þingvallasveitar, Fells-
enda, þótt þar væri oft snjó-
þungt á vetrum og voraði
stundum seint.
Því ljúfari var vorboðinn
þegar hann kom með morgun-
roða og fuglasöng í túni og við
heiðarbrún með undirleik álfta í
fjarska á Stíflisdalsvatni. Slíkar
stundir gáfu Gunnari gleði inn í
amstur dagsins við sauðburð og
fleiri verk.
Guð verndi Gunnar og minn-
ingu hans.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar næturfrið.
(Hulda.)
Vottum eiginkonu Gunnars,
dætrum, fjölskyldu og vinum
innilega samúð okkar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
frá Nesjavöllum,
Ómar G. Jónsson.
Gunnar Maron
Þórisson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN VALUR TRYGGVASON,
lést fimmtudaginn 7. apríl
á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Útför hans fer fram í Víðistaðakirkju
mánudaginn 25. apríl klukkan 13.
Stella Rut Vilhjálmsdóttir
Vala Jónsdóttir Hjörtur Haraldsson
Eygló Jónsdóttir
Sjöfn Jónsdóttir Magnús Gíslason
Tryggvi Jónsson Árný Sveina Þórólfsdóttir
Hrönn Jónsdóttir Sigurður Harðarson
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
RUTH GUÐJÓNSDÓTTIR
bankaritari,
lést föstudaginn 15. apríl á
Droplaugarstöðum.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 28. apríl klukkan 15.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir góða
umönnun.
Arna S. Mathiesen Eyjólfur K. Emilsson
Guðjón Þór Mathiesen Auðný Vilhjálmsdóttir
Theódóra Mathiesen Arnór Þ. Gunnarsson
Kristín Anna, Úlfur Kjalar, Theodór Árni, Sigríður Erla,
Aron Bjarni og Arnór Alex
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR HELGI KRISTJÁNSSON,
Stekkjarholti 5, Ólafsvík,
lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi
miðvikudaginn 13. apríl. Útförin fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 30. apríl klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HVE Akranesi fyrir hlýhug og
yndislega umönnun. Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Hjartavernd.
Björg Magnúsdóttir
Hallfríður G. Einarsdóttir Þór Sigurðsson
Theodóra S. Einarsdóttir
Magnús A. Einarsson Svanhildur Ólafsdóttir
Rut Einarsdóttir Sigurjón Hilmarsson