Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Kynni okkar við Magnús hófust fyr- ir fyrir nokkrum áratugum þegar Freyja gerðist fé- lagi í samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur, þar var Maggi fyr- ir ásamt Möggu og var hann um tíma formaður kórsins og fórst það vel úr hendi sem og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Meðal kórfélaga var mikil sam- heldni, sameiginlegar skemmt- anir, söngferðir innanlands sem utan og útileguferðir í smærri hópum. Við eigum það Magga að þakka að hafa komið á marga staði utan alfaraleiða, farartækið var jeppinn hans, kallaður Gráni gamli. Leiðir lágu meðal annars í Lakagíga, Núpsstaðaskóg, Flat- eyjardal og Fjörður svo eitthvað sé nefnt, og aldrei kom annað til Magnús G. Ólafsson ✝ Magnús G. Ólafsson fædd- ist 21. janúar 1942. Hann lést 3. apríl 2022. Útför hans fór fram 12. apríl 2022. greina en að Maggi væri fararstjóri. Sérstaklega er okkur minnisstæð ferðin í Drekagil og Öskju í góðum hópi. Lagt var upp frá tjaldsvæðinu í Vaglaskógi upp úr hádegi í blíðskapar- veðri sem entist alla ferðina, komið til baka kl. fjögur um nóttina og Gráni gamli renndi inn í Vaglaskóg á síðasta bens- índropanum. Þessar minningar eru okkur öllum fastar í minni. Maggi var einstakur hagleiks- maður og ber þar hvað hæst fjöl- breyttan tréútskurðinn ýmissar gerðar, sannkölluð listaverk sem hann mörg hver gaf vinum og vandamönnum og prýða þeirra heimili. Okkur gaf hann tvær heiðlóur svo listilegar gerðar að minnstu munar að heyrist í þeim dirrindíið. Ævinlega voru hlýjar móttökur þegar litið var inn í Heiðargerðinu, Magga einstök húsmóðir og garðurinn og heim- ilið með þeim hætti að engum duldist að þar voru á ferð sann- kallaðir snyrtipinnar og fagur- kerar. Nú að leiðarlokum þökkum við vináttu og samfylgd gegnum árin og sendum Möggu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðj- ur, en hún hefur verið hinn trausti klettur í gegnum veikindaferl- ið og megi æðri máttarvöld styðja þau nú á sorgartímum. Það er mikil eftirsjá að þessum mæta manni og minningin verð- ur ætíð í heiðri höfð. Sigurgeir og Freyja. ✝ Helen Bára Brynjarsdóttir, „Bíbí“, fæddist 10. maí 1938 á Ak- ureyri. Hún lést á heimili sínu Ferju- bakka 6 í Reykjavík 23. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Bárðardóttir, f. 8.11. 1916, d. 9.1. 2001 og Brynjar Eydal, f. 22.10. 1912, d. 9.10. 1995. Samfeðra systkini hennar eru Anna Inger, f. 13.3. 1942, Guðfinna, f. 27.2. 1946, Matt- hías, f. 24.5. 1952, d. 5.5. 2021, Margrét Hlíf, f. 8.7. 1958. Helen giftist Eyjólfi Veturliða Jónssyni matreiðslumanni, f. 16.9. 1939 í Reykjavík, d. 12.10. 2021, þau skildu. Helen og Eyj- ólfur eignuðust fimm börn: 1) Sigurður Eyjólfsson Sigurdal sálfræðingur, f. 10.12. 1965, giftur Margréti Kristjánsdóttur Sigurdal sálfræðingi, f. 8.3. 1970, þau eiga þrjú börn: Helen læknanema, f. 31.8. 1997, Áróru læknanema, f. 23.9. 1999 og Óríon nema, f. 9.12. 2007. 2) Sig- rún María verkakona, f. 7.7. 1967. Hún á af fyrra sambandi dæturnar Guðrúnu Maríu starfskonu, f. 1.6. 1990 og Ingi- björgu Helgu starfskonu, f. 9.4. 1992. Sigrún María er gift Óskari Haukssyni, húsa- og húsgagnasmið, þau eiga tvo syni: Eyjólf Hauk verka- mann, f. 23.6. 1986 og Ingólf Jón Ágúst smið, f. 10.11. 1998. 3) Eyjólfur Brynjar viðskiptafræðingur, f. 1.9. 1969. Sonur hans er Christi- an Eyjólfur nemi, f. 17.9. 2009. 4) Jón Þór viðskiptafræðingur, f. 9.3. 1971, giftur Guðrúnu Unni Rikharðsdóttur viðskipta- fræðingi, f. 31.5. 1971, þau eiga þrjú börn: Guðnýju Lenu, BA sálfræði, f. 2.8. 1994, maki Phil- ipp Hollenhorst og eiga þau Ölbu Emilie, f. 2019, Kristófer Örn atvinnuflugmann, f. 25.11. 1996, maki Gabríela Gunn- arsdóttir, Arnór Gauta nema, f. 31.5. 2002, kærasta Eva Smára- dóttir. 5) Kristín, f. 4.7. 1978, d. 7.5. 2000. Helen var jörðuð frá Foss- vogskapellu í kyrrþey að eigin ósk þann 7. apríl 2022. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Sigurður Eyjólfsson Sigurdal, Sigrún María Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson og Jón Þór Eyjólfsson. Helen Bára Brynjarsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AGNES JÓHANNSDÓTTIR, Efstaleiti 12, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 7. apríl, verður jarðsungin frá Langholtskirkju laugardaginn 23. apríl klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/h9EQlPkWFI0. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat. Soffía Haraldsdóttir Ásdís Haraldsdóttir Jóhann Haraldsson Gréta Pape Sveinn Haraldsson Haraldur Agnes Civelek Marta Eiríksdóttir Benoit Branger Daníel Jóhannsson Amber Allen Naomi Grace Jóhannsdóttir Agnes Jónasdóttir Hans Margrétarson Hansen og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði 6. apríl. Útför fer fram í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. apríl klukkan 14. Streymt verður frá athöfn og verður það auglýst síðar. Katrín Hjartar Jónsdóttir Anna Jónsdóttir Konráð Einarsson Halldóra Jónsdóttir Eiríkur Böðvarsson Jóhannes Jónsson Íris Björk Felixdóttir Íris Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Sóltúni 2 í Reykjavík, föstudaginn 15. apríl. Jarðarförin verður í Bústaðakirkju föstudaginn 29. apríl klukkan 10. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Sóltúni. Vilhjálmur Vilhjálmsson Steinunn Ósk Guðríður Vilhjálmsdóttir Sigurbergur Björnsson Sigurður Vilhjálmsson Ingunn Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI SIGURGEIRSSON, áður til heimilis í Lindasíðu 4, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 14. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. apríl klukkan 13. Margrét Skúladóttir Sigurður Bjarklind Svanhildur Skúladóttir Einar Ólafsson Ragnheiður Skúladóttir Árni V. Kristjánsson barnabörn og langafabörn Ástkær eiginkona og móðir, KRISTÍN JÓHANNA KJARTANSDÓTTIR, Stína frá Bakka, tækniteiknari, lést á GE-11 Landspítala Hringbraut sunnudaginn 17. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju 2. maí klukkan 13. Stefán Hans Stephensen Kjartan Á. Guðbergsson Bróðir okkar, HÖRÐUR B. SIGURÐSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sunnudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju, Snæfellsnesi, laugardaginn 30. apríl klukkan 14. Guðrún Sigurðardóttir Auður Sigurðardóttir Kristján Sigurðsson Trausti Sigurðsson og aðrir aðstandendur Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, SNJÓLFUR HÖRÐUR PÁLMASON, fyrrv. lögregluþjónn frá Helgastöðum, Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu, lést á hjúkrunarheimili í Svíþjóð laugardaginn 16. apríl. Pálmar Þór Snjólfsson Anna Maggý Óskarsdóttir Björg Snjólfsdóttir Haraldur Snjólfsson Rúna Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG SVEINSDÓTTIR meinatæknir, lést á Borgarspítalanum 20. apríl. Útför verður auglýst síðar. Frosti Bergmann Eiðsson Sólveig Haraldsdóttir Logi Bergmann Eiðsson Svanhildur Hólm Valsdóttir Hjalti Bergmann Eiðsson Sindri Bergmann Eiðsson Elfa Björk Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri, SÆVAR ÁRNASON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 19. apríl. Útför hans verður auglýst síðar. Hildur Ellertsdóttir Örn Úlfar Sævarsson Ásta Andrésdóttir Ellert Sævarsson Aldís Ósk Sævarsdóttir Ómar Kristófersson barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR, Burknavöllum 3, Hafnarfirði, lést 3. apríl á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 27. apríl klukkan 13. Sverrir V. Guðmundsson Þröstur Sverrisson Sigríður María Jónsdóttir Fjölnir Sverrisson Kristina Sverrisson Dagný Sverrisdóttir Jóhannes G. Erlingsson Alvar Sverrisson Laleet Abreo Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.