Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
✝
Elma Ósk
Hrafnsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 4. febrúar
1956. Hún lést í
faðmi fjölskyld-
unnar 2. apríl
2022. Foreldrar
hennar eru Finn-
laug Óskarsdóttir,
f. 20. febrúar 1938,
og Hrafn Bene-
diktsson, f. 14. des-
ember 1933. Systkini Elmu eru
þau Sólveig, Benedikt, Auður,
Gísli Egill, Bjarni og Hrafn-
hildur.
Fyrrverandi eiginmaður
Elmu er Benóný Ólafsson; þau
skildu. Hinn 1. febrúar 1980
kynntist Elma eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Jóni Arnarr
Elín Krista, f. 19. ágúst 2001,
b) Ágúst Ingi, f. 5. mars 2007,
og c) Eva Dagbjört, f. 27. júní
2011. Stjúpbörn Elmu úr fyrra
hjónabandi Jóns Arnarr og
Sigrúnar Guðmundsdóttur eru:
1) Orri, f. 5. nóvember 1970;
eiginkona hans er Þórdís
Valdimarsdóttir og börn
þeirra eru: a) Eyja, f. 11. des-
ember 1995, b) Kári, f. 13. des-
ember 1997, c) Flóki, f. 29. maí
f. 2007, og d) Þorri, f. 1. maí
2009. 2) Arnarr Þorri, f. 12.
mars 1975, d. 2. júní 2001;
dóttir hans og Svanhvítar
Tryggvadóttur: a) Salka, f. 21.
júlí 1998. Dóttir Jóns Arnarr
og Ingunnar Ásdísardóttur er:
3) Ásdís Gríma, f. 7. desember
1979; sonur hennar og Ásgeirs
Guðmundssonar: a) Úlfur Kári,
f. 28. febrúar 2007.
Útför Elmu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 21. apríl 2022, klukkan
15.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Einarssyni, f. 12.
febrúar 1949. Þau
bjuggu í óvígðri
sambúð til 22.11.
2001 er þau gengu
í hjónaband.
Einkadóttir þeirra
hjóna er: 1) Kristín
Birta, f. 6.júní
1982; dóttir henn-
ar og Sigurðar
Samík Davidsen, f.
30. nóvember
1980, er a) Sesselja Sól, f. 19.
janúar 1999; sambýlismaður
hennar er Kristján Alfreð
Kristinsson, f. 16. ágúst 1998.
Eiginmaður Kristínar Birtu er
Sigurður Ágústsson, f. 12. júlí
1982. Stjúpbörn Kristínar Birtu
frá fyrra hjónabandi Sigurðar
og Ragnheiðar Blöndal eru a)
Ég er ekki oft orðlaus elsku
mamma mín, ef einhver veit það
manna best, þá ert það þú. En ég
veit bara ekki hvað ég á að segja
til að lýsa því almennilega hvað
þú skilur eftir stórt skarð í hjört-
um okkar, nú þegar þú ert farin.
Það eina sem ég get sagt er að
ég væri ekki sú manneskja sem
ég er í dag ef þín hefði ekki notið
við.
Ég gleymi því aldrei hvað þið
pabbi voruð sorgmædd þegar
Siggi greindist með krabbamein.
Ég sá hræðsluna og sorgina
skína úr augum ykkar beggja.
En þegar þú greindist varstu
full af hugrekki og stóískri ró. Ég
sagði þér, strax og ég heyrði að
krabbameinið væri á fjórða stigi,
að þú þyrftir ekki að berjast fyrir
mig. Því ég vissi að af tveimur
hræðilegum valkostum væri líkn-
andi meðferð auðveldari kostur-
inn fyrir þig.
En uppgjöf var ekki í þínum
orðaforða. Þú vildir berjast – því
þú þráðir að sjá sumarið.
En ég veit að þú barðist ekki
til að sjá sumarið, elsku mamma.
Þú barðist til að eiga lengri tíma
með pabba, því þú vissir að hjarta
hans væri í þúsund molum. Þú
barðist fyrir Sólina þína, því þú
vissir að hún gæti ekki hugsað
sér lífið án þín. Og þú barðist fyr-
ir mig því þú vissir svo vel, þó
vildi virðast hugrökk fyrir þig, að
innst inni þráði ég ekkert heitar
en að fá aðeins lengri tíma með
þér.
Þú varst trú sjálfri þér fram á
síðasta dag og gerðir allt sem í
þínu valdi stóð til að reyna að láta
okkur öllum líða betur. Ég veit að
þú varst líka hrædd og sorg-
mædd og við spjölluðum stund-
um um hvað það væri skrýtin til-
hugsun að þú þyrftir að kveðja
alla. En aldrei léstu bilbug á þér
finna eða vildir að einhver væri
að vorkenna þér. Þeirri hetjudáð
sem þú drýgðir síðustu vikur lífs
þíns er ómögulegt að koma í orð.
Þá barðist þú til síðasta blóð-
dropa til að fá að komast heim, í
faðm fjölskyldunnar, þó að það
yrðu síðustu skrefin þín í þessu
lífi.
Ég kveð þig, elsku mamma,
svo full þakklætis fyrir allar
stundirnar okkar saman og allt
það sem þú kenndir mér. Þakklát
að öll börnin mín hafi fengið að
kynnast þér og að þú hafir fengið
að sjá mig blómstra úr ódælum
unglingi í hamingjusama mömmu
og eiginkonu. Takk fyrir allar
fórnirnar sem þú færðir til að ég
gæti eignast það líf sem ég á í
dag. Já og fyrir að kenna mér að
vera hugrökk – eins og þú.
Ég skrifa um konu
sem kynntist ég ung.
Um hríð henni ævin
reyndist svo þung.
En eins og klettur
úti við ballarhaf.
Stóð hún allt af sér
og hafði það af.
Hún er konan sem aldrei,
dró kost minn í efa.
Sú sama og kenndi mér,
hvað það er að gefa.
Hún er sú, sem að
þerraði öll tárin mín.
Ein sú sama, og
græddi öll sárin mín.
Þetta er konan,
sem með kvölum mig ól.
Og alla tíð síðan,
hefur verið mitt skjól.
Þetta er konan, sem
kenndi mér flest er ég kann.
Elsku mamma mín,
þér um eilífð ég ann.
Sú eina kona, sem
fram á síðasta dag.
Hugsaði frekar um minn,
en sinn eigin hag.
(Birta)
Þín
Birta.
Harmi þrungin kveðjum við
elstu dóttur okkar Elmu Ósk sem
var kölluð burtu svo skjótt. Það
eru þung spor að kveðja barnið
sitt en ótal margar góðar minn-
ingar ylja.
Í hugann kemur mynd af
þessu fallega barni með galopin
augun í vöggunni. Hún var svo
slétt og falleg og hún var alltaf
fíngerð.
Það má segja að Elma hafi ver-
ið tilbúin að sigra heiminn strax á
fyrsta árinu, hún var bráðger,
óttalaus, fim og elskaði að hlaupa
og klifra. Hún setti okkur vand-
lega inn í foreldrahlutverkið og
gaf ekkert eftir.
Það mátti ekki hafa af henni
augun eitt augnablik því hún var
svo kraftmikil sem barn. Hún
byrjaði ekki að máta sig við eitt
og eitt orð heldur hrundu út úr
henni heilu setningarnar þegar
hún byrjaði að tala. Hún vildi
taka af skarið og segja okkur fyr-
ir um hvað skyldi gert og hvert
skyldi haldið.
Hún var listræn og naut sín
með handavinnu eða saumaskap
og fékk útrás fyrir eigin hug-
myndir og sköpun í gegnum
handverkið.
Hún saumaði forláta kjóla á
móður sína, púða og seinni árin
varð heklið hennar grein og njót-
um við fjölskyldan dýrmætra
gripa sem prýða heimili okkar á
jólahátíð.
Með aldrinum einkenndi þó
stilling og hógværð fas hennar.
Jákvæð afstaða til lífsins, hæg-
læti, vandvirkni og mildi í garð
meðborgara sinna lýsa henni vel.
Hún var hvetjandi, lausnamið-
uð, hafði frumkvæði og tilbúin að
rétta hjálparhönd ef þörf var á.
Iðulega hvatti hún móður sína til
dáða varðandi hekl og handa-
vinnu.
Við kveðjum gullfagra barnið
okkar með orðum Heine. Okkar
tengsl eru órjúfanleg eins og
Benedikt afi hennar orðar svo vel
í ljóði sem alltaf er í heiðri haft á
okkar heimili. Elmu dóttur okkar
þökkum við fyrir samveruna,
stuðninginn og hvatninguna.
Minning um einstaka konu lifir.
Elsku Jón, Birta, Siggi og fjöl-
skylda, Sól, Kristján, Orri, Þór-
dís, Gríma og fjölskyldur ykkar
og börnin okkar öll, við biðjum
guð að gefa okkur öllum styrk til
að takast á sorgina.
Þú ert sem bláa blómið
svo blíð og hrein og skær.
Ég lít á þig og löngun
mér líður hjartað nær.
Mér er sem leggi ég lófann
á litla höfuðið þitt,
biðjandi Guð að geyma
gullfagra barnið mitt.
(Benedikt Gröndal (Heine)
---
Við kveðjum þig – svo hljóðar harmsins
mál.
En hitt er þögul vissa, að okkar sál
hún kveður aldrei, hvorug aðra í
heimi,
og hefur engin mörk á lífsins ál.
Við skiljumst eigi. Okkar beggja leið
er ein og söm um þrotlaust tímans
skeið.
Og þó að fundi beri að sinni sundur,
við sjáumst yfir draumahöfin breið.
(Benedikt Gíslason frá Hofteigi)
Mamma og pabbi.
Elsku Elma systir mín er látin.
Hún fékk ekki langan tíma eftir
að hún greindist með illvígan
sjúkdóm sem tók hana frá okkur.
Við vorum varla búin að átta okk-
ur þegar hún var farin.
Við Elma vorum framan af ævi
okkar frekar eins og tvíburar en
systur. Við vorum alltaf saman.
Við bjuggum til okkar eigin
leiki, gengum í eins fötum,
fermdumst saman, giftum okkur
saman, fórum á útihátíðir og til
útlanda saman svo eitthvað sé
nefnt.
Kær minning sem hefur verið
mér ofarlega í huga er þegar við
fengum ferðaplötuspilara saman
í fermingargjöf. Þennan dag var
yndislegt veður, sól og logn á
Kópaskeri. Við systur klifruðum
upp á þak og sátum þar með spil-
arann og sungum með „Let it be“
með Bítlunum. Þetta er dýrmæt
minning sem ég geymi.
Elma mín var alltaf svo góð og
tilbúin að hjálpa. Þegar ég varð
ólétt að Kollu minni þá sagði hún:
„Ég skal hjálpa þér.“ Það var
mér mikilvægur stuðningur á
þeim tíma. Hún passaði líka
Siggu mína þangað til hún komst
á leikskóla. Ég á henni margt að
þakka.
Hún Elma mín hefur sent mér
á hverjum jólum í mörg ár listi-
lega heklaðar stjörnur, snjókorn,
bjöllur og grýlukerti. Þessir fal-
legu munir munu minna mig á
hana alltaf á jólum.
Hún systir mín var listrænn
snillingur í höndunum, dugleg og
vildi öllum vel. Hennar skarð
verður seint fyllt.
Elsku systir, takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér. Ég kveð
þig með sárum söknuði.
Elsku Jón, Birta, Siggi, Sól,
mamma og pabbi og aðrir að-
standendur, guð gefi ykkur styrk.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
(Björn Halldórsson í Laufási)
Sólveig systir (Solla).
Heyr þú, Hérað.
Heyrið, Austfirðir:
Gleymið aldregi
góðum konum.
Þær eru guðs
gróðrarreitur,
ókomins vors
og ættlands sómi
Þannig orti Matthías Jochum-
son um formóður okkar hana
Margréti frá Geirólfsstöðum sem
var amma Benedikts afa. Þau orð
eiga vel um þig systir mín sem
settir svo sannarlega kjarnmik-
inn svip á mannlífið og snertir
strengi samferðamanna þinna.
Það er eins og það hafi verið
skrifað í skýin að þú munir hvíla í
Hólavallakirkjugarði með
tengdaforeldrum þínum svo stutt
frá heimilum þínum á Suðurgötu
8 og Hólatorgi 2. Suðurgata var
líka ástarbraut foreldra okkar
þegar þau gengu milli Mjóstrætis
8 og Lóugötu 2 og mun leiði þitt
verða staðsett miðja vegu milli
fyrrverandi heimila þeirra.
Í þessum fagra garði muntu
hvíla systir góð í ansi hreint góð-
um félagsskap. Mesta sorgin sem
þið Jón, Birta, Sól, Orri og Gríma
tókust á við var fráfall elsku besta
Þorra ykkar sem hvílir steinsnar
frá leiði ykkar Einars Braga og
Stínu. Það verða fagnaðarfundir
og á milli hvíla líka turtildúfurnar
Páll og Ragnheiður og svo Guð-
rún langamma steinsnar frá. Þeg-
ar dóttir mín kvaddi þig í síma
rétt fyrir andlát þitt heyrðist þér
hún kveðja þig með orðunum
góða skemmtun. Þú hlóst og
sagðir já, þetta er rétti andinn,
góða skemmtun.
Þú varst sextán ára gömul þeg-
ar ég kom í heiminn, sjöunda
barnið. Þú áttir tillöguna að nafni
mínu og þannig varð ég stúlkan
þín.
Þegar ég heimsótti þig á bana-
beðinn varstu enn svo fögur og
þokkafull, þó að sjúkdómurinn
hefði tekið alla fyllingu úr andliti
þínu, að þú minntir mig á drottn-
ingu.
Eftir að þú fluttir á Selfoss
dvaldir þú oft nokkra daga í Hlé-
skógunum hjá foreldrum okkar
og fjölskyldu minni og þá styrkt-
ust systraböndin enn. Þegar dótt-
ir mín Elma Finnlaug var skírð
eftir formæðrum okkar, eins og
þú, varstu stolt og þú varst börn-
um mínum alltaf svo góð. Það er
fallegur samhljómur í því að þú
kveður nú á sumardaginn fyrsta
Elma Ósk
Hrafnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Elma mín. Þetta
eru orðin sem koma þegar
ég hugsa til þín: Mikil fjöl-
skyldumanneskja, orð-
heppin og listræn. Það lék
allt í höndunum á þér.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín.
Birna Helga Garðarsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma okkar,
EVA SÓLEY RÖGNVALDSDÓTTIR
kennari,
lést á heimili sínu Hömrum, Mosfellsbæ,
miðvikudaginn 13. apríl í faðmi
fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá
Bessastaðakirkju mánudaginn 25. apríl klukkan 12.
Magnús Sveinsson
Cecilía Magnúsdóttir Örn Arnarson
Íris Magnúsdóttir
Sveinn Snorri Magnússon Elín Málmfríður Magnúsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HÓLMFRÍÐUR ÞÓRA
GUÐJÓNSDÓTTIR,
sem andaðist á Hjúkrunarheimilinu DAS
við Brúnaveg sunnudaginn 27. mars, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
22. apríl klukkan 10 árdegis.
Ragnar Friðriksson Þórhalla Snæþórsdóttir
Sólveig Erla Ragnarsdóttir Jón Steinar Jónsson
Hlynur Ívar Ragnarsson Vigdís Braga Gísladóttir
og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar og amma,
KRISTÍN EIRÍKA GÍSLADÓTTIR,
Markarflöt 10,
andaðist mánudaginn 11. apríl.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
fimmtudaginn 28. apríl klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni á streyma.is.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Brynja Hrönn Jónsdóttir
Hildur Edda Jónsdóttir
Sverrir Már Jónsson
Gunnar Hrafn Jónsson
Helgi Hrannar, Brynjar Orri og Birgir Hrafn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN BRIEM,
lést mánudaginn 18. apríl á
Landspítalanum.
Snorri Briem Rachel Briem
Kjartan Briem Erla Jóhannsdóttir
Axel Jóhannsson
Bodil Fich
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR A. JÓNSSONAR
klæðskera.
Guðrún H. Gunnarsdóttir
Vinný Magnúsdóttir Hreinn Sigtryggsson
Björgvin Örn Jóhannsson Sóley Hallgrímsdóttir
Vala Magnúsdóttir Einar Sigurjónsson
og barnabörn