Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 52

Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 50 ÁRA Friðgerður er Skagamaður en býr í Kópavogi. Hún er hjúkrunarfræð- ingur að mennt frá HA og er aðstoðar- deildarstjóri á líknardeild L5 á Landakoti. Hún syngur í Kór Lindakirkju og söng í Jesus Christ Superstar á skírdag í Hörpu, einnig starfar hún í Oddfellow á Akranesi. Hún er einnig mikil íþróttamanneskja og hefur verið í hlaupahópum, crossfit, kennt jóga o.fl. Friðgerður spilaði fótbolta með ÍA og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún þjálfaði einnig stúlknaflokka í Noregi. FJÖLSKYLDA Maki Friðgerðar er Daníel Arason, f. 1972, forstöðumaður stjórnsýslu í Vogum. Börn Friðgerðar eru Kristrún, f. 1997, Haukur, f. 2000, og Edda Guðnabörn, f. 2004. Foreldrar Friðgerðar voru Jóhann Lárusson, f. 1937, d. 1991, húsasmiður, en vann á Skattstofu Vesturlands, og Svanheiður Ólöf Friðþjófsdóttir, f. 1939, d. 2020, vann á dvalarheimili aldraðra. Þau voru búsett á Akranesi. Friðgerður Ólöf Jóhannsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þér finnst hægt miða með starfs- framann en vertu róleg/ur. Sýndu vinum skilning og þér mun verða launað þótt síðar verði. 20. apríl - 20. maí + Naut Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undrast þín eigin við- brögð. Búðu þig undir óvæntar fréttir. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú blómstrar þessa dagana og nýtur þess að vera í félagsskap fjölskyldu og vina. Varastu að gera of mikið úr hlutunum eða ganga of langt. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þér tekst nú loksins að ná eyrum þeirra sem hingað til hafa skellt skollaeyrum við málflutningi þínum. Einhver spyr þig spjörunum úr. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er mikil hætta á töfum og trufl- unum í dag og næstu daga. Samskipti við einhvern nákominn færast upp á hærra plan. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgala. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu ekki draga þig inn í þrætur eða leiðindi. Ekki láta neinn leggja stein í götu þína. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er líklegt að einhver misskilningur eigi sér stað í samskiptum við annað fólk í dag. Nú er kominn tími til að þú haldir ferð þinni áfram af einurð og sjálfsöryggi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Varastu stóryrtar yfirlýsingar og skuldbindingar sem kunna að koma þér í koll. Gættu þín í öllu sem snýr að fjármálum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Áður en þú setur afrek einhvers annars á stall, skaltu hugleiða þín eigin. Hverjar sem undirtektirnar við málflutningi þínum verða, máttu vita að þú hefur lagt þitt af mörkum og mátt vel við una. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú gætir þurft að segja vini frá vandamálum þínum, eða hlusta á vandamál annarra í dag. Haltu áfram að lifa drauminn. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er farsælla að segja hug sinn en að byrgja allt inni. Reyndu allt sem þú getur til að halda friðinn við unglinginn á heimilinu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert svo ákafur/áköf að sólar- hringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Margir skilja ekki hvað þú ert að ganga í gegnum, en það er allt í lagi. fjallanna mest. Auðvitað væri ánægjulegt að hafa fjölskylduna nær en samfélagsmiðlarnir bæta þar úr skák. Á mínum námsárum í Svíþjóð og Bandaríkjunum var rándýrt að hringja heim svo það gerðist einu sinni á ári. Nú er nánast ókeypis og þráðlaust samband endalaust. Danir eru glaðværir, vinafúsir og seinir til vandræða. Ég hef lesið tals- vert um samskipti þeirra og Íslend- inga frá fyrri tíð. Ég tel að aðrar kirkjunnar og að margs háttar fé- lagsmálum. Ekki má heldur gleyma norrænu, evrópsku og alþjóðlegu háskóla- og vísindasamstarfi. Ég treysti því að störf mín í HÍ hafi orðið til þess að auka veg hans og vanda. Kannski lagði ég þar mest af mörkum fyrir og eftir rektors- starfið. Mér tókst að innleiða rann- sóknaleyfi fyrir kennara þegar ég var varamaður í kjaradómi og síðar sem formaður í Félagi prófessora kom ég því til leiðar ásamt með- stjórnendum míinum að fella kaup og kjör undir kjaranefnd. Það varð til mikillar hækkunar á launum pró- fessora og allra annarra háskóla- kennara í kjölfarið. Áður fengu pró- fessorar ekki meira en þeir sem stóðu við bensíndælu. Nú dæla menn sjálfir en kennarar verða seint að vélmennum.“ Danir glaðværir og vinafúsir Guðmundur er búsettur í Dan- mörku. „Það henti nokkurn veginn samtímis að ég fór á eftirlaun, kvæntist danskri konu og flutti á sveitabýli í Danmörku. Ég er stund- um spurður að því hér í Danmörku hvort ég hafi ekki heimþrá. Auðvitað sé ég fyrir mér sólskinblett í heiði og bárur smáar rísa. En ég sakna G uðmundur Kristján Magnússon fæddist 21. apríl 1937 í Reykjavík og ólst upp á Laugar- nesvegi 34 í húsi sem var reist á Kirkjubólstúninu. „Ég var að átta mig á því að ég hef verið að leika mér allt lífið. Núna byrjum við hjónin daginn með borð- tennis og á sumrin leikum við tennis úti við – auk þess að þjálfa börn og fullorðna. Ég spila vikulega brids í tveimur klúbbum með góðum árangri. Leikir af öllu tagi eru góð leið til þess að samlagast þjóðfélag- inu. Ég stóð að stofnun körfubolta- félags bæði í menntaskóla og há- skóla. Ég spilaði brids í unglinga- stúku og gekkst fyrir bæði brids- og taflæfingum í háskóla. Í HÍ sótti ég leikfimi með blakívafi hjá Valdimari Örnólfssyni þrisvar í viku og æfði körfubolta tvisvar í viku.“ Guðmundur gekk í Laugarnes- skóla, varð stúdent frá MR 1957, fil.kand. frá Uppsalaskóla 1961, fil- .lic. frá sama skóla 1965 og fil.dir. í hagfræði þaðan 1969. Hann stundaði framhaldsnám við MIT í Cambridge í BNA 1965. „Ég vildi helst verða at- vinnumaður í körfubolta en ég var ei nógu hár í loftinu til þess. Næsta val var læknisfræði en hún tók of langan tíma. Þessu næstu komu tungumál en ég sá fyrir mér að enda sem fá- tækur kennari. Það endaði með hag- fræði til þess að geta séð fyrir mér og fjölskyldu. Ég nam svo þjóð- hagfræði í lengri tíma en læknis- fræðin hefði tekið og ég endaði sem kennari. Nám mitt var leikur að tölum, táknum og orðum. Í doktorsritgerð minni studdist ég við bókina Leikja- fræði og hagsýni eftir von Neumann og Morgenstern. Þar átti ég við kenninguna um hámark vonnytja.“ Guðmundur kenndi meðfram námi við Uppsalaháskóla og var lektor þar 1963-66 og sérfræðingur 1967-68. Hann varð prófessor við Háskóla Íslands 1968 og rektor HÍ 1979-85. „Það má segja að ég hafi haft mörg járn í eldinum. Auk kennslu- og rektorsstarfa í HÍ hef ég setið í stjórnum banka, fyrir- tækja og sjóða, unnið á vettvangi þjóðir geti lært af því hvernig staðið var að sjálfstæði Íslendinga. Stærsti munurinn sem ég fann á Dönum og Íslendum við komu mína hér var að á Íslandi spyrjum við: „Hvað get ég gert sjálfur?“ Hér spyrja menn gjarnan: „Hvað getur sveitarfélagið og stóri bróðir gert fyrir mig?“ Ég hygg að þetta megi að hluta til skýra með háum sköttum hér sem menn vilja endurheimta. Svo er reginmunur á vöxtum af fé. Guðmundur Magnússon, fv. prófessor í hagfræði og rektor Háskóla Íslands – 85 ára Á Sjálandi Sveitabýlið Strandagergård sem þau hjónin, Guðmundur og Lisa, búa á. Lífið er kær leikur Hjónin Lisa von Schmalensee og Guðmundur Magnússon. Til hamingju með daginn Hella Kornelia Kacperska fæddist 21. apríl 2021 kl. 2.00 á HSU á Selfossi. Hún á því eins árs afmæli í dag. Kornelia vó 3.182 g og var 48 cm löng við fæðingu. Foreldrar hennar eru Pawel Kacperski og Anna Kacperska. Nýr borgari AUDI A3 SPORTBACK E-TRON Raðnúmer 122324 Nýskráning 3/2019 Bensín/Rafmagn Akstur 27.000 km. Næsta skoðun 2023 Sjálfskipting 6 gírar 150 hestöfl Þyngd 1.593 kg. Litur: hvítur Álfelgur 4 heilsársdekk Aðgerðahnappar í stýri Hiti í stýri Aksturstölva Spólvörn Stöðugleikakerfi Hraðastillir Lykillaust aðgengi Lykillaus ræsing Bakkmyndavél Handfrjáls búnaður Bluetooth símatenging Hiti í framsætum Kr. 3.990.000 Ásett verð 4.290.000 Selhellu 5, 221 Hafnarfjörður Sími 522 4466 bilasala@hertz.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.