Morgunblaðið - 21.04.2022, Page 53

Morgunblaðið - 21.04.2022, Page 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is MiniMax Ø: 33 cm, H: 50 cm Verð 159.900,- Large Ø: 33 cm, 1688 cm2 Verð 249.900,- X-Large Ø: 61 cm, 2919 cm2 Verð 359.900,- BIG GREEN EGG KAMADO KERMAMIK GRILL Þú getur gert allt á Egginu – grillað, bakað, steikt, gufusoðið og reykt. „ÉG HELD AÐ FIÐLA SÉ EKKI HLJÓÐFÆRIÐ FYRIR ÞIG.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að gefa honum séns. STÆRÐFRÆÐIKENNSLA GRETTIS: SEX KLEINU- HRINGIR PLÚS SEX KLEINU- HRINGIR ERU SAMTALS… TVEIR TÓMIR DISKAR! HA, HA, HA! STOPP! ÞETTA KITLAR! HVAÐ ER Í GANGI HJÁ SIGGA SÓÐA? HEE HEE HEE ! ! MAURAR! „NIÐUR MEÐ HÖNDINA. „ERTU ALGER HÁLFVITI“ VAR EKKI BEINT SPURNING.“ STARFSMANNASTJÓRI Vaxtabyrði hefur sligað margan manninn á Fróni en hér eru mínus- vextir af húsbréfum. Danska krónan fylgir evrunni eins og skugginn en íslenska krónan sveiflast eins og hagvindurinn blæs. Margt hefur breyst í hagfræðinni frá því ég tók að nema hana. Fyrsta setningin í kennslubókinni var að hagfræðin fjallaði um ráðstöfun knappra gæða. Sum gæði væru reyndar ókeypis – eins og andrúms- loftið. Í þá tíð fengu menn að veiða fisk ótakmarkað og vatnið var svo ódýrt að það var næstum frjáls gæði. Nú er öldin önnur. Það má segja að það sé ekki lengur ókeypis að draga andann. Við eigum að lifa visthæfu lífi. Ég tel að hvort sem menn trúa á eilíft líf eða ekki, hvort sem þeir eru trúaðir eða guðleysingjar, eigi þeir að höndla eins og lífið sé eilíft.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Lisa von Schmalensee, f. 30.12. 1951, mag.art. í norrænum bókmenntum. Þau eru bús. á Sjálandsodda við Ísa- fjörð, um 90 km norðvestur af Kaup- mannahöfn. Fyrri kona Guðmundar er Valdís Árnadóttir, f. 16.6. 1938. Dætur Guðmundar og Valdísar eru 1) Hanna Valdís, f. 10.3 1962, pí- anókennari, bús. í Reykjavík; 2) Arndís, f. 24.7. 1966, mannfræð- ingur. Maki Einar Hallvarðsson, bús. í Reykjavík; 3) Margrét, f. 16.9. 1968, tannsmiður. Maki: Arnar Hilmarsson, bús. í Reykjavík; 4) Hulda Kristín, f. 5.5. 1973, markaðs- fræðingur. Maki: Árni Haukur Árnason, bús. í Reykjavík. Barna- börn Guðmundar eru níu og langafa- börnin ellefu. Dóttir Lisu er Menja, 29.2. 1972, líffræðingur. Maki: Róbert Arnar Stefánsson, búsett í Stykkishólmi. Barnabörn Lisu eru þrjú. Tvíburasystur Guðmundar: Mar- grét Halla, f. 14.5. 1939, d. 2.9. 2003, og Sólveig Magnea, f. 14.5. 1939, bús. í Bandaríkjunum. Foreldrar Guðmundar voru hjón- in Magnús Júníus Jón Magnússon, f. 2.6. 1912, d. 10.2. 1998, vélstjóri og Kristín Lilja Collin Guðmundsdóttir, f. 11.8. 1913, d. 9.7. 2010, húsfreyja. Þau voru bús. í Reykjavík. Guðmundur Magnússon Hallgerður Snorradóttir húsfreyja í Melshúsum Oddur Erlendsson bóndi í Melshúsum á Álftanesi Margrét Oddsdóttir Collin húsfreyja á Brú og í Reykjavík Guðmundur Eiríksson bóndi á Brú í Biskupstungum Kristín Lilja Collin Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja á Tortu og Eiríksstöðum Eiríkur Jónsson bóndi á Tortu og Eiríksstöðum í Biskupstungum Margrét Gunnarsdóttir húsfreyja í Nýjabæ Jón Brandsson bóndi í Nýjabæ á Álftanesi Sólveig Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Magnús Vigfússon verkstjóri í Reykjavík Sigríður Narfadóttir húsfreyja í Reykjakoti Vigfús Ólafsson bóndi í Reykjakoti í Mosfellssveit Ætt Guðmundar Magnússonar Magnús Júníus Jón Magnússon vélstjóri í Reykjavík Á sumardaginn fyrsta kemur þessi braghenda Páls Ólafs- sonar upp í hugann, en hann orti hana á Nes-hálsi í ágúst 1898: Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini og hlær við sínum hjartans vini honum Páli Ólafssyni. Ingólfur Ómar sendi mér góðan póst: „Mér datt í hug að gauka að þér vorljóði sem eru fjórar brag- hendur. Veðrið er bjart og ynd- islegt og heiðskír himinn þar sem ég er staddur núna, nánar tiltekið uppi í Borgarfirði.“ Morgunsunna mild og fögur merlar voga geislum vefur grund og móa, glöðum rómi syngur lóa. Töfraskikkju skrýðist fold úr skarti blóma mógul stráin blakta í blænum blístrar fugl á kvisti grænum. Á heiðum morgni heyrist kvak úr heiðaveri álftir úti á síki synda seytlar streymi dýjalinda. Bjarmi sólar birtu slær á brúnir fjalla blundar lygnt og ládautt hafið loga gyllt er skýjatrafið. Helgi R. Einarsson minnist þess, að fyrir allmörgum árum steig hann gæfuspor 15. apríl og því varð þessi til: Þakklæti Enga ég aðra vil fremur, hún örlög mín samdi og semur. Við ýttum úr vör í þessa för fyrir árum nú 53. Og síðan þessar: Ef lít ég yfir liðin ár, sem ljúfar myndir veita, veit ég alveg upp á hár að engu vildi breyta. Hitt og þetta þakka ber, þó sé margs að sakna, á hverju kvöldi er halla mér ég hlakka til að vakna. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um „vorannir“: Bændur nú brasa og saga og brotgjarnar vélar þeir laga. Aðrir sá byggi en aumingja Siggi er úti með ærnar í haga. Og hér er „Andrúms er þörf“ eft- ir Davíð Hjálmar: Ég kem fram við konur af virðingu. Við kornskurð og mjaltir og hirðingu og öll þeirra störf andrúms er þörf. Mín er í mannheldri girðingu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sólskinsljóð og gæfuspor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.