Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 56

Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is SAG EIN RAFHLAÐA + Öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn A vfs.is „Við erum á frábærum stað, inni á aðalsvæði tvíæringsins. Frá 2005 höfum við verið hér og þar um Fen- eyjar, sem hefur líka verið frábært, í sérhúsnæði en núna erum við inni í þessari stóru sýningu þannig að við reiknum með að fá alla vega tuttugu þúsundum fleiri gesti þannig að allir sem fara inn á tvíæringinn renna í gegn á ein- hverjum tímapunkti,“ segir Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, stödd í Feneyjum. Opnun fyrir fjölmiðla fór fram á þriðjudegi og segir Auður að Sig- urður hafi líka fengið góða umfjöll- un um sýningu sína fyrir fram. „Það hefur verið fjallað um verkið og tekin viðtöl við hann í fagtíma- ritum þannig að þetta hefur þegar vakið mikla forvitni blaðamanna.“ Vart þarf að fjölyrða um mik- ilvægi Feneyjatvíæringsins fyrir myndlistarmenn og heiðurinn verður vart meiri en að fá að sýna fyrir þjóð sína á þessari viðamiklu og merku hátíð. Tvíæringurinn verður opnaður gestum 23. apríl og stendur hann yfir til 27. nóv- ember. Síðast þegar hann var haldinn, 2019, sóttu hann um 600.000 gestir. Í dag, fimmtudag, fer fram foropnun á tvíæringnum fyrir útvalda og verður íslenski skálinn opnaður ásamt fjölda ann- arra. Auður segir viðburðinn ein- stakan, þann eina í heimi mynd- listar þar sem fólk komi fram undir sínum þjóðarfána. „Á frábærum stað“ UM 600.000 GESTIR ÁRIÐ 2019 Í Feneyjum Auður Jörundsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Mónica Bello. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sigurður Guðjónsson er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist sem átti að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kófsins. Verk Sigurðar ber titilinn „Ævarandi hreyfing“ og fer sérstök foropnun fram á sýningu hans og tuga annarra í Feneyjum í dag en aðalopnun verður á laugardag, 23. apríl. Má búast við að mörg hundr- uð þúsund manns streymi um svæðið næstu sjö mánuði þar sem tvíæringnum lýkur 27. nóvember. Þessi umfangsmesta, alþjóðlega myndlistarhátíð heims er nú haldin í 51. sinn og er verk Sigurðar stór fjölskynjunarskúlptúr. Í honum er hljóði og mynd „ofið saman á kraft- mikinn hátt og skapast þannig heillandi rými fyrir gesti skálans“, svo vitnað sé í fréttatilkynningu frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Mónica Bello er sýningarstjóri íslenska skálans en hún gegnir starfi sýningarstjóra við CERN, Evrópsku rannsóknastofnunina í öreindafræði í Genf. Koma þar saman listamenn, öreindafræðingar og verkfræðingar og einbeitir Bello sér að frásögnum í tækni- og vís- indamenningu nútímans og hvernig listamenn koma af stað nýjum rannsóknum á fyrirbærum sem eru í deiglunni. Segist Bello í tilkynn- ingu afar ánægð að fá að vinna með Sigurði, þar fari listamaður sem veki forvitni og hvetji hana áfram með „djúpstæðri hrifningu sinni á eðli efnis og einstöku sköpunarferli þar sem hann notar látlaust um- hverfi, auðgað með hljóði og mynd“ og verkið „Ævarandi hreyfing“ beini athygli að stöðugu flæði orku og efnis og sé hylling til myndavél- arinnar, sjónræns efnis, tilrauna- starfsemi og skynræns rýmis. Allt að fara í gang „Hún er frábær, stórkostleg,“ svarar Sigurður þegar hann er spurður hvernig stemningin sé í Feneyjum. „Það er sól og fullt af fólki að detta inn núna, allt að fara í gang,“ bætir hann við en þegar blaðamaður ræddi við hann, á þriðjudegi, var verið að opna tvíær- inginn fyrir fjölmiðlamönnum. Verk Sigurðar er myndbands- innsetning á tveimur sex metra flekum og sjá má svífandi járnryk, stækkað og magnað upp með myndavélarlinsu listamannsins, eins og því er lýst í tilkynningu, og geta gestir „sökkt sér ofan í hreyfingu abstrakt efnisins þegar það skekk- ist og afmyndast svo að til verða ný form og myndir, líkt og yfirborð á órafjarlægri plánetu“. Sigurður er beðinn að lýsa þessu frekar fyrir lesendum Morgun- blaðsins sem hafa ekki kost á því að upplifa það í Feneyjum. „Ég hef verið að tala um þetta sem risastór- an fjölskynjunarskúlptúr, þetta er verk sem þarf að ganga inn í og upplifa og taka inn í sýningarrým- inu. Það er að vissu leyti svolítið innblásið af salnum líka. Ég felli strúktúrinn inn í sýningarrýmið,“ útskýrir Sigurður. Verkið sé í raun í nokkrum hlutum, þ.e. rýmið, strúktúrinn, hljóðheimurinn og vídeóið. „Grunnurinn er málmryk og seg- ull sem ég filma með ofur-makró- linsu þannig að þetta verði eins og óreiðukennt landslag af efni sem fellur inni í vídeóinu sem fer í bein- an abstrakt díalóg við hljóðheiminn í rýminu,“ útskýrir Sigurður. – Er þetta ekki tæknilega flókið verk í framkvæmd? „Já og nei, það fer eftir því hvernig þú horfir á það, mér finnst það ekki en jú, það eru tæknileg element þarna í gangi. Hvernig við mögnum upp þennan rykmassa og umbreytum honum svo aðeins í tölvu og svo er önnur stækkun í rýminu og þá fer þetta yfir í hug- leiðingar um skala og hvernig þú upplifir hann, míkró og makró,“ svarar Sigurður. Þarna sé á ferð- inni tilraunamennska með efni, hljóð, vídeó og rými. „Þessi hugleið- ing, samsetning hljóðs og myndar og rýmis, er alltaf útgangspunktur í verkunum mínum á einhvern hátt en þetta er skynjunar- og upplif- unarrými.“ Sigurður segir hvern þátt verks- ins hafa jafnmikið vægi og um hljóðheim þeirra Valgeirs Sigurðs- sonar, tónlistarmanns og tónskálds, segir hann að þar fari rafhljóðmassi sem þeir hafi unnið með. „Þetta eru allt rafhljóð sem er svo umbreytt í gegnum alls konar forrit,“ útskýrir Sigurður, tækni sem brjóti hljóð- heiminn upp í agnir sem eigi í beinu, ljóðrænu samtali við málm- rykið í vídeóinu. Um leið sé þetta mikill hljóðmassi sem tengist því hvernig verkið gangi í gegnum sýn- ingarrýmið, hreyfingunni í verkinu. Mikil áhersla lögð á Arsenale Íslenski skálinn er á Arsenale sem er eftirsóttur staður á tvíær- ingnum. Aðalsýningasvæðið er í garðinum, Giardinu della Biennale, þar sem finna má fjölda skála ólíkra þjóða og í hinni miklu bygg- ingu Arsenale er svo umfangsmikil sýning sem stýrt er af sýningar- stjóra. Sá velur listamenn eða -hópa til sýningahalds og til hliðar við Arsenale eru svo nokkrir þjóðarskálar, þeirra á meðal sá ís- lenski. Sigurður segir mikla áherslu lagða á sýninguna í Arsenale og því liggi þangað mikill straumur gesta. Hann segist finna fyrir þessum straumi nú þegar, á foropnunardegi fyrir fjölmiðla. Þá fer fram mikil tengslamyndin á tvíæringnum við áhrifafólk í myndlistarheiminum og segir Sigurður ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þátttaka hans í tvíæringnum muni hafa á hans feril. Hann hafi þegar fengið athygli víða og þá m.a. í mikilvægum myndlist- armiðlum. Að lokum má geta þess að á opn- unardegi íslenska skálans kemur út ný sýningarskrá um feril og list- sköpun Sigurðar og er bókin hönn- uð af Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur hjá Studio studio á Íslandi og gefin út af Dist- anz-útgáfufyrirtækinu í Berlín. Í útgáfunni má sjá myndir af inn- setningunni auk valinna nýlegra og eldri verka Sigurðar. Þar má einnig finna grein sýningarstjórans Món- icu Bello um listamanninn. Margt smátt gerir eitt stórt - „Ævarandi hreyfing“ Sigurðar Guðjónssonar í íslenska skálanum í Feneyjum - Foropnun í dag og almenn opnun á laugardag - Stór fjölskynjunarskúlptúr þar sem hljóð og mynd eru ofin saman Ljósmynd/Ugo Carmeni Tilkomumikið Verk Sigurðar í íslenska skálanum í Feneyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.