Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 60

Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 LOGN Barna hettupeysa Kr. 6.990.- SEYÐISFJÖRÐUR Hettupeysa Kr. 11.990.- KLETTUR húfa Kr. 2.490 -. Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is LOGAN Bolur Kr. 2.990.- SKRÚÐUR Ullarsokkar Kr. 2.990 Gleðilegt sumar REYKJANES Ullarjakki með íslenskri ull Kr. 33.990.- RANGÁ Ullarjakki með íslenskri ull Kr. 33.990.- HELLA Sundpoki Kr. 2.590.- DÖGG Regnkápa Kr. 11.990.- .- Þ að eru líkin í lestinni sem knýja gamanleikina, með dyggri aðstoð frá beina- grindunum í skápunum. Það eina sem þarf til að virkja elds- neytið er að láta eins og það sé ekki þarna, og ljúga ef einhver spyr. Svo skemmtilega vill til að þetta er ekki síður hagnýtur orkugjafi fyrir drama og harmleiki. Fyrir vikið er oft hægt að sleppa bæði og halda: láta glitta í grímu grátsins bak við fíflalæti hlátursgrímunnar. Verra auðvitað þegar það er á hinn veginn: að háalvarlegur harmleikur kveikir fliss yfir kjánaganginum sem býr að baki ógæfunni. Þetta snýr allt rétt í Fyrrverandi. Skopið í forgrunni, harmurinn und- ir, og að mestu á ábyrgð áhorfenda að koma auga á hann og velta fyrir sér. Sýningin byggist á viðtölum og annarri rannsóknarvinnu handrits- höfundar og leikstjóra, Vals Freys Einarssonar, sem hverfðist um hjónaskilnaði, eftirköst þeirra og áhrif á það líf sem tekur við. Tísku- straumar leikhússins hafa á und- anförnum árum skilað okkur sýn- ingum þar sem rannsóknarvinnan sjálf er í forgrunni framsetning- arinnar, jafnvel hreinlega umfjöll- unarefnið. Vel hefði mátt ímynda sér þannig afrakstur, sérstaklega þar sem Common Nonsense- hópurinn sem stendur að baki sýn- ingunni hefur frá upphafi verið leit- andi og óhræddur í verkefnum sín- um. En kannski ber það einmitt vott um listrænt hugrekki að synda gegn „rannsóknarstraumnum“ og nýta forvinnuna sem efnivið í handrit sem fer ansi nærri því að vera ein- faldlega formfastur, hefðbundinn og jafnvel pínu gamaldags gaman- leikur. Líklega er óhjákvæmilegt að árétta að þetta meina ég sem hrein- ræktað hrós. Því bæði er Fyrrver- andi vel heppnað dæmi um slíkan gamanleik, leikandi létt og hæfilega fléttubundið, og um leið fullt af grát- hlægilegum sannleika um þetta sjálfselska og grunnhyggna, en sér- kennilega sjarmerandi dýr sem nú- tímamanneskjan er. Og það kemur í ljós að það er hægt að segja heil- mikið um þetta allt í þessu langjask- aða og hálf-fyrirlitna formi þrátt fyrir allt. Veldur hver á heldur, greinilega. Í klassískum gamanleikjaanda gerist Fyrrverandi i partíi. Vinahóp- ur (þrjú pör) kemur saman á heimili eins parsins, mögulega í tilefni af yfirvofandi trúlofun gestgjafanna. Þær áætlanir fara fljótlega af tein- unum, og þótt ætlunin sé ekki endi- lega að helga kvöldið vangaveltum um fyrri maka og stöðu mála hvað þá varðar hjá pörunum í partíinu kemst á endanum fátt annað að. Óhjákvæmilega leysast alls kyns vandamál og núningar úr læðingi, leyndarmál eru afhjúpuð og inni- stæðulaus sjálfsöryggi brenna yfir. Áhorfendur hlæja og flissa. En finna líka til og hugsa sitt. Allt eins og það á að vera. Þetta er kostulegur mannsöfnuð- ur. Það er mestur raunsæisblær á húsfreyjunni Unu í flottum og öruggum meðförum Kötlu Mar- grétar Þorgeirsdóttur, sem er sett- leg og mögulega langþreytt á að reyna að stilla til friðar í borgara- styrjöldinni sem geisar milli barnanna hennar og þeirra sem fylgdu nýja kærastanum, hálf- mislukkaða jakkafatajógagúrúnum Togga, sem Þorsteinn Bachmann gerir sannfærandi og pínu hrollvekj- andi skil. Óneitanlega skilur maður að syninum Bjarti, lítið hlutverk sem Árni Þór Pálsson leysir með prýði, lítist ekki meira en svo á ráða- haginn og setji fléttuna í gang með andmælum sínum. Þorsteinn er síð- an á heimavelli í smámynd af fyrr- verandi eiginmanni Unu, sem er greinilega skapaður til að skilja við hann. Annars kynnumst við þessum miklu örlagavöldum, fyrrverandi mökum, aðeins í lýsingum þeirra sem við mætum á sviðinu. Gróteskan í persónugalleríinu rís mögulega hæst hjá Karli og Gígju, krabbameinslækninum og sjúk- lingnum sem hann læknaði og tók síðan saman við. Halldór Gylfason og Þórunn Arna Kristjánsdóttir eru flinkir týpusmiðir, sem er nákvæm- lega það sem þarf til að skapa per- sónur eins og þau hjónin. Vala Kristín Eiríksdóttir er löngu búin að ná meistaratökum á sjálfhverfum einfeldningum eins og sjónvarps- stjörnunni Huldu og Jörundur Ragnarsson er manna flinkastur með nett-taugaveiklaða lúða í að- stæðum sem þeir ráða ekki við, en það er nákvæmlega staðan sem Bjarni er lentur í, í sínu opna sam- bandi við Huldu, sem ljóst er að nýt- ur sín betur í þannig fyrirkomulagi. Eða hvað? Fyrir utan fyndnina og fáránleikann tekst Vali Frey að gefa öllum persónunum sínum sannfær- andi fortíðarsár, eitthvað sem er dregið fram í dagsljósið í gangverki sýningarinnar. Sama hvað þetta er fráleitt fólk fer aldrei á milli mála að þetta er fólk. Meira að segja hinir dýrðlega sundurgerðarlegu bún- ingar Ilmar Stefánsdóttur ná ekki að gera þetta að hreinræktuðu skrípói, þótt þeir ýti vissulega undir tilfinninguna fyrir að þetta sé leik- hús en ekki hrár samtímaveruleiki sem hér er til sýnis. Sama með hina smekklegu en skemmtilega fortíðar- legu – og leikmyndalegu – stofu á heimili Unu og Togga. Tónlist og hljóðmynd Davíðs Þórs Jónssonar og Sölku Valsdóttur var ágæt og viðbót við stemninguna, að sjálf- sögðu þarf að brjóta þetta hefð- bundna drama upp með smá dansi, svona til að þetta verði ekki alveg eins og hefðbundið stofuleikrit. Besta uppbrotið er án efa dálítið groddaleg a cappella-útgáfa af Mezzoforte-slagaranum Garden Party sem rímaði fullkomlega við áferð sýningarinnar. Fyrrverandi er þrælskemmti- legur gamanleikur. Ekki djúprist greining eða djörf. Fortíðarvandinn Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Fortíðarsár Fyrir utan fyndnina og fáránleikann tekst Vali Frey að gefa öllum persónunum sínum sannfærandi for- tíðarsár, eitthvað sem er dregið fram í dagsljósið í gangverki sýningarinnar, skrifar gagnrýnandi um Fyrrverandi. Borgarleikhúsið Fyrrverandi bbbbn Handrit og leikstjórn: Valur Freyr Einarsson. Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Tónlist og hljóðheimur: Davíð Þór Jónsson og Salka Valsdóttir. Lýsing: Ingi Bekk. Myndband: Ingi Bekk og Elmar Þórarinsson. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir og Ilmur Stefánsdóttir. Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran. Leikendur: Árni Þór Pálsson, Halldór Gylfason, Jörundur Ragnarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vala Kristín Ei- ríksdóttir, Þorsteinn Bachmann og Þór- unn Arna Kristjánsdóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhúsinu laugardag- inn 9. apríl 2022, rýnir sá 2. sýningu, sunnudaginn 10. apríl. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út nýtt lag í fyrradag, „This Happiness“, sem finna má á EP- plötunni TÍU sem gefin er út sam- hliða samnefndri heimildarmynd sem var tekin upp hér á landi á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Leikstjóri hennar er Kanadamaðurinn Dean Deblois sem á m.a. að baki tónlistarmynd Sigur Rósar, Heima, og teikni- myndirnar Lilo & Stitch og How to Train Your Dragon. Fylgdi hann hljómsveitinni um Ísland eftir að alheimstónleikaferð hennar var stytt vegna Covid-faraldursins. Flutti hljómsveitin ný lög víða um landið og úr varð heimildarmyndin TÍU sem og fyrrnefnd EP-plata. Myndin verður frumsýnd á Tri- beca-kvikmyndahátíðinni í New York 9. júní næstkomandi og kem- ur platan út degi síðar. 10 ára afmælisútgáfa hinnar vin- sælu breiðskífu hljómsveitarinnar, My Head Is an Animal, kom út í lok síðasta árs og er vínilútgáfa væntanleg í verslanir á næstu dög- um. Loks má geta þess að mynd- band við lagið „This Happiness“ kemur út samhliða útgáfu lagsins og er það fyrsta myndbandið sem Arnar Rósenkranz, trommuleikari sveitarinnar, leikstýrir. Hlusta má á lagið á Spotify og sjá mynd- bandið á YouTube. OMAM Hljómsveitin í blíðviðri á Íslandi þar sem TÍU var tekin upp. Heimildarmynd á Tribeca og plata gefin út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.