Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 64
TAX
FREE
afsláttur af öllum
vörum í dag*
Smáratorgi og
Holtagörðum
kl. 11-17
Extratilboð
30-40%afsláttur
af völdumvörum**
* Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti
og gildir af öllum vörum nema vörum frá
Simba. Gildir ekki ofan á önnur tilboð eða af
sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður
virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er
alfarið á kostnað Dorma
** Extratilboð gilda til og með 25. apríl 2022
Verslanir Dorma á Akureyri og Ísafirði eru lokaðar í
dag en vefverslun www.dorma.is er alltaf opin.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Jazzhátíð Garðabæjar verður sett í dag, 21. apríl, og
stendur hún yfir til og með 24. apríl. Hátíðin er
haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garða-
bæjar og listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið
Sigurður Flosason tónlistarmaður. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir og að þessu sinni fara
flestir tónleikar hátíðarinnar fram í
Sveinatungu, Garðatorgi 7. Hátíðin
hefst með tónleikum í kvöld kl.
20.30 og kemur söngkonan Ell-
en Kristjánsdóttir fram með
tríói. Annað kvöld kemur
danska djasssöngkonan
Cathrine Legardh fram
en þau Sigurður eiga
að baki langt sam-
starf. Dagskrá
hátíðarinnar
má finna á
Facebook.
Jazzhátíð Garðabæjar hefst í dag
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 111. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Karlalandslið Íslands í íshokkíi stendur vel að vígi í
B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins eftir sigur á
sterku liði Georgíu, 5:2, í Skautahöllinni í Laugardal. Ís-
lenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og er þegar
eina liðið í riðlinum sem hefur ekki tapað leik. » 55
Góð staða hjá íslenska landsliðinu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Trésmiðja Magnúsar hefur verið í
höndum þriggja ættliða sömu fjöl-
skyldu frá stofnun fyrir ríflega 75
árum. Hjónin Magnús Frímann
Jónsson og Guðfinna Björnsdóttir
hófu reksturinn, Ingimundur Bene-
diktsson, dóttursonur þeirra og hús-
gagnasmiður, tók við þegar Magnús
lést 1975 og hann hafði síðan stóla-
skipti við Magnús, son sinn og húsa-
smið, sem byrjaði að vinna með föð-
ur sínum 2006 og tók við rekstrinum
2016. „Lengst af hafa verið tveir að
störfum hverju sinni og samfella
hefur verið í framleiðslunni, yfirleitt
nóg að gera þrátt fyrir sveiflur í
samfélaginu,“ segir Ingimundur.
Magnús og Guðfinna brugðu
búi norður í Húnavatnssýslu, fluttu
suður 1944 og stofnuðu fyrirtækið
skömmu síðar. Þau bjuggu og voru
fyrst með verkstæðið á Bjargi á Sel-
tjarnarnesi en keyptu fljótlega býlið
Mávahlíð, sem var austan við Kamp
Knox, þar sem nú er parhús framan
við blokkina sem er sambyggð Mela-
búðinni við Hagamel í Reykjavík, og
héldu þar áfram þar til yfir lauk.
„Þau byrjuðu á því að framleiða hríf-
ur og orf fyrir bændur,“ rifjar Ingi-
mundur upp. Þess má geta að gest-
kvæmt var í Mávahlíð og auk
viðskiptavina hjá Magnúsi litu menn
eins og Þórbergur Þórðarson skáld,
Jóhannes Ásgeirsson innheimtu-
maður og Ágúst Vigfússon kennari
reglulega inn hjá hjónunum, en
Ingimundur flutti verkstæðið í
Súðarvog 54 1980 og þar hefur það
verið síðan.
Hanna eftir pöntun
Fyrstu áratugina fólst fram-
leiðslan einkum í hrífum og kúst-
sköftum, en feðgarnir hafa síðan
sérhæft sig í margs konar sívölum
stöngum. „Við framleiðum mikið af
ýmsum tegundum af handlistum,
bæði beinum og bognum, fyrir stofn-
anir, fyrirtæki og einstaklinga,“ seg-
ir Ingimundur til nánari skýringar.
Fyrirtækið er skráð við Súðar-
vog en gengið er inn Kænuvogs-
megin. Það á sína föstu viðskiptavini
og feðgarnir segja að þótt það sé
ekki vel sýnilegt og þeir láti lítið fyr-
ir sér fara fjölgi kúnnum reglulega.
Magnús segir að óskirnar séu mis-
munandi og þeir leggi sig í líma við
að uppfylla þær. Gjarnan þurfi að
blanda saman trélistum, gleri og
stáli og þá séu þeir í samstarfi við
glerframleiðendur og járnsmiði.
„Það eru ekki margir sem leggja
fyrir sig svona stúss en það er gef-
andi að sjá hlutina verða til og stöð-
ugt fleiri eru meðvitaðri um fram-
leiðsluna.“
Halda mætti að vinnan væri
einhæf en það er öðru nær. „Mikið
handverk felst í framleiðslunni,“
leggur Ingimundur áherslu á.
Magnús tekur í sama streng og bæt-
ir við að sérhæfingin haldi þeim
gangandi því þeir geti ekki keppt við
fyrirtæki í fjöldaframleiðslu. „Þetta
er skemmtileg og fjölbreytt vinna,
sem reynir oft á hugmyndaflugið.“
Úr hrífum í sérsmíði
- Mikið handverk í Trésmiðju Magnúsar í Súðarvogi
Morgunblaðið/Eggert
Í trésmiðjunni Ingimundur Benediktsson með forláta hrífur smíðaðar með gamla laginu og með Magnúsi til hægri.
Mávahlíð Húsnæði trésmiðjunnar
var jafnframt heimili eigendanna.