Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.04.2022, Side 2

Morgunblaðið - 25.04.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. EL PLANTIO GOLF RESORT ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS ÆFÐU SVEIFLUNA Á BETRA VERÐI Í MAÍ INNIFALIÐ Í VERÐI: ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI 28. APRÍL - 03. MAÍ VERÐ FRÁ 167.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA MEÐ BÓKUNARAFSLÆTTI 03. - 10. MAÍ VERÐ FRÁ 209.500 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA MEÐ BÓKUNARAFSLÆTTI 10. - 17. MAÍ VERÐ FRÁ 209.500 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA MEÐ BÓKUNARAFSLÆTTI 17. - 24. MAÍ VERÐ FRÁ 209.500 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA MEÐ BÓKUNARAFSLÆTTI 24. - 31. MAÍ VERÐ FRÁ 209.500 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA MEÐ BÓKUNARAFSLÆTTI Komdu með til Alicante, hitaðu upp fyrir sumarið á Spáni. Í þessum ferðum til El Plantio getur þú ráðið lengdinni á þinni ferð. Nýttu þér 10.000 kr. afslátt af ferðinni í maí með kóðanum GOLF05 10.000 KR.AFSLÁTTUR Á MANNMEÐ KÓÐANUMGOLF05* AFSLÁTTURINN GILDIR TIL OG MEÐ 30. APRÍL Á GOLF- FERÐUM Í MAÍ Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Mér finnst mikilvægast að börn og ungt fólk upplifi að þetta sé þeirra menningararfur. Að þetta sé það að- gengilegt að þau samsvari sig með Íslendingasögunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, en í laugardags- blaði Morgunblaðsins skrifaði Lilja um mikilvægi þess að gera Íslend- ingasögurnar aðgengilegar fyrir yngri kynslóðina. Hún nefnir sem dæmi að strax sé byrjað að kenna börnum í Banda- ríkjunum um sögu ríkisins er þau eru í leikskóla. „Það verður til svo mikil sögu- og menningarmeðvitund á jákvæðan hátt,“ segir hún og bendir á að fyrstu kynni íslenskra barna af Íslendinga- sögunum séu oft ekki fyrr en á efsta stigi í grunnskóla. Því vill hún að ís- lensk börn kynnist menningararf- inum miklu fyrr. Lilja segir að málið liggi henni nærri og nefnir að hún ætli að breyta sjóðnum Auði, sem er fyrir barna- og ungmennabókmenntir hjá miðstöð íslenskra bókmennta, þannig að ein- ungis verði styrktar bækur sem miða að íslenskum fornbókmenntum eða norrænni goðafræði til næstu þriggja ára. „Ég mun taka skref sem menningarmálaráðherra til þess að fylgja þessari stefnu eftir.“ Hún segist hvetja útgefendur til þess að endursegja sögurnar og gera þær aðgengilegri. „Þó að við gerum þær aðgengilegri þá erum við ekki að gefa afslátt af menningararfinum. Við erum frekar að dýpka skilning á honum.“ Segir fínar útgáfur þegar til Hildur Ýr Ísberg, íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, segir að mjög fínar skólaútgáfur séu til af Íslendingasögunum sem hafa verið færðar til nútímamáls og inni- halda skýringar. „Það er mjög mikið til af útgáfum af Íslendingasögunum og sögurnar eru alltaf það sem fólki dettur fyrst í hug að gefa út ef það á að gefa út miðaldaBókmenntir. Það er til svo mikið af miðaldabókmenntum sem er miklu minni útgáfusaga af, og væri miklu verðmætara, að mínu mati, að gefa út svo við getum haft breiðari aðgang að miðaldabók- menntum.“ Hildur hefur kennt Íslendingasög- urnar bæði í háskóla og mennta- skóla, og segir kennsluna hafa náð til mjög margra nemenda. „Þetta eru ævintýrasögur sem innihalda mjög æsilega viðburði. Því hafa þeir nem- endur sem lesa sögurnar yfirleitt mjög gaman af þeim,“ segir hún og bætir við að allur gangur sé á hvort nemendurnir lesi sögurnar yfir höf- uð. Innt eftir því hvort framhalds- skólanemar tengi almennt við efni sagnanna segir Hildur svo vera. Nemendurnir geti sett sig í spor per- sónanna og tengt við það mannlega. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, kveðst vera sammála Hildi um að endurútgáfa Íslendingasagnanna sé ekki endilega stóra málið heldur hvað sé hægt að gera til að halda sagnaarfinum betur á lofti. Hann nefnir að vandamálið er kemur að grunnskólunum sé ríkiseinokun á út- gáfu námsbóka, en menntamála- stofnun sér um útgáfu á námsbók- unum fyrir skólastigið. Það sé því ákveðinn þröskuldur. „Við komumst því lítið að þeim markaði,“ segir Heiðar og nefnir að bókaútgáfendur einblíni því heldur á námsbækur fyrir framhalds- skólanema. Allt jákvætt sem veki áhuga Lilja nefnir í þessu samhengi að námsbækurnar séu endurgreiddar um 25%. „Gallinn er að markaðurinn er svo lítill fyrir námsbækur, og þær eru svo mikið notaðar aftur, og því eru minni tækifæri í þessu.“ Lilja, Hildur og Heiðar eru öll sammála um að í grunninn sé allt sem veki áhuga á íslenskum menn- ingarbrunni jákvætt. Því sé mik- ilvægt að styrkja gerð annars konar efnis er kemur að sagnaarfinum, á borð við tölvuleiki, hlaðvörp eða aðr- ar leiðir til að miðla efninu til ungs fólks. Mikilvægt að sagna- arfurinn nái til barna - Menningarráðherra vill endurútgefa Íslendingasögurnar Morgunblaðið/Hari Kennsla Íslendingasögurnar hafa verið á aðalnámskrá skóla í háa herrans tíð. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Hermann Valsson, svartbeltingur í júdó sem slasaðist illa á júdóæfingu í fyrra, hélt mótmæli einn síns liðs við íþróttahúsið í Digranesi um helgina þar sem fram fór Norðurlandamót í júdó. Ástæðu mótmælanna segir Hermann vera meinta gerenda- meðvirkni júdódeildar Ármanns eftir slysið en Hermann var látinn liggja meðvitundarlaus í 48 mínútur á gólf- inu áður en hringt var á sjúkrabíl. Síðan þá segir Hermann að hann hafi aðeins mætt köldu viðmóti frá deild- inni, sem og Júdósambandi Íslands. „Mistök geta alveg gerst. Ég er ekki að kvarta yfir því. Ég vil bara að þau viðurkenni mistökin og segi: „okkur þykir þetta leitt“ og skrifi rétta skýrslu til tryggingarfélag- anna.“ Hann segir íþróttafélagið hafa falsað skýrslu sem varð til þess að hlaut ekki viðeigandi bætur en Hermann var óvinnufær í ár. „Þetta er gerendameðvirkni eins og hún gerist best.“ Þá skýtur Hermann föstum skot- um að Jóhanni Mássyni, formanni Júdósambands Íslands, og segir hann halda hlífisskildi yfir fram- kvæmdastjóra sambandisins, Þor- móði Árna Jónssyni, sem nýverið var sakfelldur í Landsrétti fyrir lík- amsárás sem átti sér stað árið 2018. „Við stöndum fyrir hugrekki“ Hermann segir að slíkt stangist á við siðareglur íþróttarinnar. „Fyrir hvað stöndum við? Við stöndum fyrir vináttu. Við stöndum fyrir hug- rekki. Gerðu það sem er rétt,“ segir Hermann. Hann vill þó ná sáttum við JSÍ. „Ég sagði Jóhanni að við gætum náð sátt. Þau þyrftu bara að gangast við því mistök hefðu átt sér stað og þau þyrftu að fordæma of- beldi í júdó-íþróttinni.“ Jóhann Máson formaður JSÍ sagðist, inntur eftir viðbrögðum, ekki vilja tjá sig um málið. Hann kvaðst þó sjálfur hafa boðið Her- manni sáttarhönd á föstudag. Íþróttadeild Ármanns hafi gefið út tilkynningu vegna málsins. „Við erum engir aðilar að þessu í sjálfu sér.“ Morgunblaðið/Ari Páll Mótmæli Hermann var látinn liggja í 48 mínútur áður en hringt var á sjúkrabíl eftir að hann missti meðvitund. Hann vill að JSÍ fordæmi ofbeldi. Mótmælir „yfir- hylmingu“ í júdó - Júdódeildin hafi snúið við sér baki Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmað- ur í fjárlaganefnd, segist hissa á framgöngu bankasýslu ríkisins. For- stjóri og stjórnarformaður banka- sýslunnar hugðust mæta á opinn fund nefndarinnar í dag en fundin- um var seint í gærkvöldi frestað fram á miðvikudag, þar sem banka- sýslan var ekki tilbúin með minnis- blað. Fyrir fundinn óskaði nefndin eftir minnisblaðinu sem inniheldur á fjórða tug spurninga. Hafði banka- sýslan ætlað að senda minnisblaðið á föstudaginn, og síðan í gær, en nefndarmönnum var tilkynnt sama dag að minnisblaðið myndi ekki skila sér í tæka tíð fyrir fundinn sem átti að vera í dag. Spyr fjárlaganefnd bankasýsluna meðal annars um hvernig staðið hafi verið að vali söluaðila á hlutabréfum ríkissjóðs í Íslandsbanka, hvers vegna fimm innlendir aðilar hafi ver- ið á meðal þeirra og hvernig samið hafi verið um þóknun til þeirra aðila. Þá er að auki spurt um kostnaðar- áætlun bankasýslunnar í þessari umferð, með hvaða hætti fjárfestar hafi verið valdir og hvort ráðuneytið telji að jafnræðis hafi verið gætt í lokaða útboðinu. Bryndís Haraldsdóttir segir mið- ur að minnisblaðinu hafi ekki enn verið skilað. „Ég er mjög hissa á framgöngu bankasýslunnar, þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Bryn- dís. Hún telur mikilvægt að öllum spurningum sé svarað og að ferlið sé gagnsætt, þegar um sölu ríkiseignar sé að ræða. Bankasýslan snúi út úr texta Björn Leví Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, segir í samtali við Morg- unblaðið að lögin séu almenns eðlis hvað varðar framkvæmdina á sölu bankans, hjá bankasýslunni. „Maður sér að þessi útfærsla var ekki eitt- hvað sem fólk var að búast við, miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Hins vegar er alltaf hægt að lesa þann texta og hægt að snúa út úr honum, líkt og bankasýslan er að gera,“ seg- ir hann. Mikilvægt sé að svör fáist við spurningum nefndarmanna. „Það sem eftir stendur er að fjár- málaráðherra seldi pabba sínum.“ Fundi um banka- söluna frestað - Bankasýslan ekki klárað minnisblað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.