Morgunblaðið - 25.04.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
A
del Sol
At
h.
að
o
30. apríl í 9 nætur
C
Malaga
595 1000 www.heimsferdir.is
59.900
Flug báðar leiðir frá
Flugsæti
Flug & hótel frá
99.950
9nætur
Verð frá kr.
89.950
Hún segist ekki finna fyrir því að
brotum sem þessum hafi fjölgað og
að eðli atvika sé misjafnt. Alvarleg-
ustu sárin verða í mosajarðvegi að
sögn Sigrúnar og getur verið gríð-
arlega erfitt að laga þau.
„Stundum eru þetta ferðamenn
sem eru eitthvað smeykir við að fara
ofan í bleytu eða ef vegirnir eru lé-
legir, en síðan eru dæmi um hreinan
leikaraskap, svo þetta er frekar
breytilegt.“
Hún segir einnig að innviðir skipti
máli og þegar betur er búið að veg-
um, þá fækki brotum á borð við ut-
anvegaakstur í kjölfarið.
felist aðallega í fræðslu. Einnig leggi
stofnunin gríðarlega áherslu á frið-
lýst svæði, en þar fylgist landverðir
vel með. Fjöldi brota á sér þó stað
utan slíkra svæða og ýmist fær
stofnunin ábendingar eða verður var
við þau sjálf. Alla jafna tilkynnir
stofnunin hvers kyns náttúruspjöll
til lögreglu.
Ferðamenn stundum smeykir
„Förin geta setið ansi lengi í land-
inu og öll jörð er mjög viðkvæm
núna, þegar frostið fer á vorin. Þetta
er ansi viðkvæmur tími,“ segir Sig-
rún.
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
„Það eru alltaf hálfvitar þarna inni á
milli en ég myndi segja að flestir
beri virðingu fyrir landinu,“ segir
Þorbjörn Gestsson í samtali við
Morgunblaðið, um náttúruspjöll sem
hann gekk fram á er hann var á
göngu um Sveifluháls á Reykjanesi.
Þorbjörn telur líklegt að mót-
orkrosskappar hafi keyrt út af
göngustígnum við Sveifluháls, en
mótorkrossbraut er í grennd við
hálsinn.
Aðspurður segir hann að þessi
háttsemi komi sér ekki óvart þar
sem á göngum sínum síðustu ár hafi
hann gengið fram á fjölda nátt-
úruspjalla.
Hann kveðst telja það eina í stöð-
unni að koma upp myndavélaeftirliti
og að Umhverfisstofnun noti dróna
til þess að kortleggja náttúruspjöll á
Reykjanesi. „Ég held að það sé eina
vitið, myndavélavöktun.“
Erfitt að velja svæði
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri
Umhverfisstofnunnar, segir að því
miður sé alltaf eitthvað um svona
brot. Aðspurð segir hún stofnunina
ekki hafa skoðað það að setja upp
myndavélaeftirlit þar sem það yrði
of umfangsmikið.
„Ég held það yrði nokkuð erfitt að
velja svæðin, það er svo víða sem
þetta getur gerst.“
Spurð út í fyrirbyggjandi aðgerðir
stofnunarinnar segir Sigrún að þær
Ljósmynd/Þorbjörn Gestsson
Tillitsleysi Þorbjörn hefur einnig gengið fram á náttúruspjöll á svæðinu sem virðast vera eftir fjórhjól.
Gekk fram á náttúru-
spjöll við Sveifluháls
- Vill myndavélaeftirlit við svæðið og kortlagningu
Ljósmynd/Þorbjörn Gestsson
Náttúruspjöll Þorbirni blöskraði á göngu sinni um Sveifluháls þegar hann
sá umfangsmikil náttúruspjöll, líklega eftir ferðir manna á mótorhjólum.
Fuglaflensuveirur af gerðinni H5
greindust í átta sýnum af fimmtán
sem tekin voru úr villtum fuglum í
síðustu viku og rannsökuð. Af þeim
voru þrjú úr súlum sem fundust í
Njarðvík og Grindavík, þrjú úr súlum
á Búðum á Snæfellsnesi, eitt úr grá-
gæs á Akureyri og eitt úr svartbak á
Húsavík.
Brigitte Brugger, sérgreinadýra-
læknir alifugla hjá Matvælastofnun
(MAST), segir að þessi tilfelli bendi
til þess að flensan sé útbreidd um allt
land og í mörgum fuglategundum.
„Við erum í augnablikinu að vakta
fuglaflensu bara í þeim tegundum
sem verða veikir og drepast af veir-
unni,“ segir hún og bætir við að fjöldi
fuglategunda geti borið veiruna með
sér án þess að tekið sé eftir því. Því
séu þeir heilbrigðir smitberar.
„Við þurfum því að hafa í huga að
þetta getur verið í fleiri villtum fugl-
um en við finnum. Þess vegna skiptir
svo miklu máli að viðhafðar séu
strangar smitvarnir alls staðar þar
sem alifuglar eru, þar sem þetta
snýst fyrst og fremst núna um að
vernda þá.“
Birgitte segir að hingað til hafi ekki
greinst smit á alifuglabúum en ef það
gerist á búi þurfi að aflífa alla fuglana.
Annars vegar vegna dýravelferðar,
þar sem fuglarnir muni hvort sem er
drepast, og hins vegar í varúðarskyni
til að fyrirbyggja að smit breiðist út.
Birgitte segir að MAST vinni nú
náið með alþjóðlegum stofnunum.
„Við fylgjumst með í hvaða fuglateg-
undum þetta greinist á Norðurhveli,“
segir hún og bætir við að gögnin
bendi nú til að smithætta hér á landi
sé mögulega minni en í Evrópu.
urdur@mbl.is
Mjög erfitt að kort-
leggja útbreiðslu
fuglaflensunnar
- Átta smit greindust í villtum fuglum
- Stöðugar og strangar sóttvarnir
Morgunblaðið/Eggert
Alifugl Veiran hefur greinst í heim-
ilishænum en ekki á stóru fuglabúi.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Stjórn Eflingar boðaði seint í gær-
kvöldi til félagsfundar á miðvikudag,
að loknum fundi stjórnarinnar.
Anna Sigurlína Tómasdóttir, trún-
aðarmaður Eflingar hjá Kjörís,
kveðst munu leggja til á fundinum að
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður fé-
lagsins dragi til baka hópuppsögn
sem gripið var til á skrifstofu þess
fyrir skemmstu. Kveðst hún telja fáa
betri en Sólveigu til þess að leiða
kjaraviðræður en hópuppsögnin hafi
komið félags-
mönnum í opna
skjöldu. Hún
kveðst ekki vita til
þess að lagt verði
til að lýsa yfir van-
trausti á Sólveigu.
Anna er á meðal
þeirra trúnaðar-
manna sem skrif-
uðu bréf til stjórn-
ar Eflingar þar
sem krafist var félagsfundar, í krafti
493 undirskrifta félagsmanna.
„Þetta er mjög mikið hjartans mál
fyrir svo marga. Ég er fylgjandi
skipulagsbreytingum og breytingum
á skrifstofu Eflingar en í þær hefði
mátt fara með öðrum hætti,“ segir
hún.
Stjórn Eflingar fundaði í gærkvöldi
eins og áður sagði, þar sem ákveðið
var að halda félagsfund á miðvikudag.
Agniezka Ewa Ziólkowska, varafor-
maður Eflingar, skaut föstum skotum
að Sólveigu þar sem hún hefði ekki
fallist áður á að félagsfundurinn yrði
haldinn þann 22. apríl. Anna telur
skiljanlegt að stjórnin taki sér tíma til
þess að boða fundinn, sem verður að
vera haldinn samkvæmt lögum fé-
lagsins.
„Það er náttúrulega skylda stjórn-
ar að halda félagsfund, óski fé-
lagsmenn eftir slíku. Ég skil vel að
þau þurfi svigrúm til þess að ákveða
stað og stund. Fólki er heitt í hamsi
og það verða örugglega margir sem
mæta,“ segir Anna. En telur hún að
félagsmönnum verði smalað á fund-
inn?
„Ég hef enga vitund um það. En
hver og einn félagsmaður fer á fund á
sínum forsendum, með sína hagsmuni
að leiðarljósi.“
Lýsir ekki vantrausti á Sólveigu
- Vilji til að krefjast þess að Sólveig dragi til baka hópuppsögn - Stjórnin fundaði í gær - Félagsfund-
ur á næstu grösum eftir að trúnaðarmenn sendu erindi á stjórn þar sem 493 félagsmenn kröfðust fundar
Anna Sigurlína
Tómasdóttir
Efling Aðgerðir Sólveigar hafa vak-
ið ólgu á meðal félagsmanna.