Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.04.2022, Page 7

Morgunblaðið - 25.04.2022, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 FRAMTÍÐIN VAR Í GÆR TÍMI AÐGERÐA ER NÚNA Morgunverðarfundur í Silfurbergi, Hörpu Flestar raunhæfar lausnir á loftslags- vandanum byggja á nýtingu og miðlun rafmagns. Á vorfundi Landsnets verður mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum til umfjöllunar. Svo orkuskipti geti átt sér stað er ekki nóg að vinna raforku, heldur verður hún að skila sér með öruggum og hagkvæmum hætti til notenda. Á fundinum verður leitað svara við því hvaða afleiðingar veikt flutningskerfi getur haft og kosti þess að styrkja kerfið. Öflugt flutningskerfi er grundvallarforsenda græns hagkerfis og það er kominn tími til aðgerða. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Opnunarávarp Guðmundur Ingi Ásmundsson Forstjóri Landsnets Framtíðin var í gær Ari Trausti Guðmundsson Jarðeðlisfræðingur Áskoranir í orkumálum Írís Baldursdóttir Ráðgjafi stýrihóps um stefnu- mótun hjá ENTSO-E Á tímum umbreytinga – evrópsk raforkuflutnings- fyrirtæki í miðjum orkuskiptum Sigrún Jakobsdóttir Stjórnarformaður Landsnets Tími aðgerða er núna Fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 8.30 – 10.30 Skráning á landsnet.is Verið öll velkomin. Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Krafa Kolbrúnar Baldursdóttir, odd- vita Flokks fólksins, um að finna lausnir á hávaðamengun og sóða- skap í miðbænum hefur vakið umtal, en hún segir borgaryfirvöld ekki sinna þessu máli. „Ég er sammála því að það er óvið- unandi að íbúar þurfi að þola ómenn- ingu og hávaða í miðborginni. Slíkt skerðir lífsgæði fólks. Heimildir eru til staðar og það á að beita þeim. Það þarf því að herða eftirlitið og fylgja því sem þegar er samþykkt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Hún segir að þrátt fyrir nokkra leit hafi hún ekki fundið tillögu Kolbrúnar frá því í nóvember 2018. Sýnileg löggæsla hefði áhrif „Ég hef fengið þær upplýsingar að öllum kvörtunum sem berast til Heilbrigðiseftirlitsins er sinnt en oft berast þær utan vinnutíma og þá tekur lögreglan við.“ Líf bætir við að sumir staðir séu ekki hannaðir fyrir háværa tónlist eða mannfjölda og þá þurfi að gera kröfur um breytingar á þeim og jafnvel stytta opnunartíma staða sem eru mjög nálægt heimilum eða gististöðum, en því þurfi að breyta í skipulagi. Hún bendir einnig á að öflug og sýnileg löggæsla í mið- bænum gæti haft jákvæð áhrif. Næturlífsstjóri ekki lausnin Hún telur lausnina ekki fólgna í því að búa til „party zone“ í útjaðri byggðar. „Það gæti jafnvel skapað enn önnur vandamál. Mér finnst hins vegar að við ættum að skoða vand- lega þau úrræði sem borgin hefur yf- ir að ráða eða getur fengið með laga- og reglugerðabreytingum svo það sé hægt að uppræta ofbeldi og hávaða þar sem það er mest.“ Meira á frjálsræðisvagninum „Við fylgjumst alltaf vel með stöð- unni í miðbænum,“ segir Pawel Bar- toszek, borgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn og annar maður á lista flokksins. „Í miðbænum starfa mörg öflug fyrirtæki og ég tel ekki rétt að veita þeim náðarhöggið með því að hóta miklum breytingum og óráðlegt að skapa óvissu hjá fyrirtækjum í bænum,“ segir Pawel og kveðst ekki myndu styðja styttan opnunartíma skemmtistaða eins og staðan er núna. „Þessi fyrirtæki eru núna fyrst að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma samkomutakmarkanna,“ segir hann. „Það er okkar skoðun í Viðreisn að það sé rétt að móta stefnuna og skoða umhverfi miðbæjarins með íbúum og fyrirtækjum með tilliti til samgangna og öryggis, en ég sjálfur er meira á frjálsræðisvagninum í þessum efnum og myndi ekki kom- ast að sömu niðurstöðu og Kolbrún Baldursdóttir í þessu máli.“ Hann bendir líka á að sumir velji miðborgina einmitt vegna þess ið- andi mannlífs sem þar er. „En ég skil alveg stöðu fjölskyldufólks og það þarf að skoða allar hliðar málsins.“ Morgunblaðið/Ari Páll Djammið Flestir skemmtistaðir borgarinnar eru á litlu svæði í miðbænum. „Óráðlegt að skapa óvissu hjá fyrirtækjum í bænum“ Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek - Ekki allir sam- mála um málefni miðbæjarins Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins í dag með fjórar F-35 orrustuþotur og 135 liðsmenn, til að gæta loftrýmisins við Ísland á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja bandalaginu til flugsveit vegna verkefnisins en síðast voru þeir hér fyrir tveimur árum. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum frá 26. apríl til 6. maí. Í tilkynningu frá Landhelgisgæsl- unni segir að fyrirkomulagið sé með sama hætti og síðustu ár og í samræmi við áætlun bandalagsins fyrir Ísland, en Gæslan annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Flugsveitin hefur aðsetur á ör- yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja einnig flugsveitir bandaríska sjóhersins við kafbáta- eftirlit. Loftrýmisgæslunni lýkur í lok júní. Ítölsk flugsveit gæt- ir loftrýmis Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.