Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001)
Sindrastóllinn er bólstraður
með íslenskri lambagæru.
Verð frá: 229.000 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Skatttekjur Reykjavíkurborgar
hækkuðu í fyrra um átta
milljarða króna, nær 8%, á milli
ára. Á sama tíma
hækkuðu skuldir
borgarinnar um 24
milljarða króna,
eða tvo milljarða
króna á mánuði. Ef
aðeins er horft á
skuldir borgarsjóðs
sjálfs, A-hlutans
svokallaða, er
skuldaþróunin svipuð. Skulda-
söfnunin stafar sem sagt ekki af
fjárfestingum fyrirtækja borgar-
innar.
- - -
Skuldahlutfall borgarinnar er
komið í 150-200% eftir því
hvernig er reiknað og engar horf-
ur eru að óbreyttu á að það batni
á næstu árum. Þvert á móti hefur
borgin uppi áform um stórkost-
legar framkvæmdir við svokallaða
borgarlínu sem engu munu skila
borgarbúum öðru en umferðar-
töfum, hærri skuldum og hærri
gjöldum.
- - -
Á morgun fer fram í borgar-
stjórn fyrri umræða um árs-
reikning borgarinnar. Hætt er við
að hún muni einkennast af sömu
veruleikafirringu og frétta-
tilkynning borgarinnar og bókun
meirihlutans í borgarráði, þar
sem lögð var áhersla á að afkom-
an hefði verið jákvæð. Þar er
horft fram hjá því hvernig „hagn-
aðurinn“ var til, sem var með því
að hækka verðmat eigna Félags-
bústaða og endurmeta álafleiður,
sem sagt með bókhaldsæfingum.
- - -
Það sorglega er að borgin er
þrátt fyrir mikinn vöxt skatt-
tekna rekin með tapi og skulda-
söfnun. Kosningarnar í næsta
mánuði ættu ekki síst að snúast
um þetta, en meirihlutaflokkarnir
munu gera sitt ýtrasta til að
spinna umræðuna í aðrar áttir.
Skatttekjur vaxa
en skuldir einnig
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjöldi íslenskra göngugarpa lagði á
laugardaginn af stað á Hahn-jökul,
sem tilheyrir Grænlandsjökli sem
hópurinn hyggst þvera á 20 dögum.
Einar Torfi Finnsson fjallaleiðsögu-
maður leiðir hópinn, sem lagði af
stað um hádegisbil á sumardaginn
fyrsta með flugi til Kulusuk og var
þaðan flogið til Tasillaq. Þá var flogið
með þyrlu að jöklinum í fyrradag en
hópurinn varð veðurtepptur í Kulu-
suk á föstudaginn var, að því er fram
kemur á Facebook-síðu ferðalagsins,
þar sem hægt er að fylgjast með leið-
angrinum.
Um er að ræða rúmlega tuttugu
daga ferðalag á ákjósanlegum árs-
tíma, þar sem hvorki er of hlýtt í
veðri né bjart. Leiðin er í kringum
550 kílómetra löng og stefnir hóp-
urinn á að ljúka göngunni á 21 til 24
dögum. Hópurinn, sem kallar sig
Gönguskíðagengið, er vel búinn og
pakkaði miklum mat fyrir förina,
sem ætti að nýtast honum í um 30
daga.
Tilheyrir hann félagsskap fólks
sem hittist reglulega yfir veturinn og
fer á skíði auk þess að fara saman í
ferðir. Er þetta í fimmta skipti sem
Einar Torfi fjallaleiðsögumaður
þverar jökulinn og er því óhætt að
segja að hópurinn sé í góðum hönd-
um.
Lögð af stað yfir Grænlandsjökul
- Íslenskur gönguhópur hóf göngu á
Grænlandsjökul á laugardag
Morgunblaðið/RAX
Jökullinn Um er að ræða 21 til 24
daga ferðalag, þvert yfir jökulinn.
Leifur Hauksson út-
varpsmaður er látinn,
sjötugur að aldri, eftir
veikindi.
Leifur fæddist 11.
október 1951 í Kópa-
vogi og foreldrar hans
voru Haukur Jóhann-
esson Lynge og Auður
Helga Jónsdóttir.
Leifur gekk í Kárs-
nesskóla og Þinghóls-
skóla áður en hann
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1971. Í
Háskóla Íslands lærði
Leifur fyrst sálfræði og síðan ís-
lensku og heimspeki.
Leifur flutti síðan ásamt konu
sinni, Guðrúnu Bachmann, norður á
Strandir þar sem hann kenndi við
Klúkuskóla. Leifur var jafnframt
skólastjóri þar um hríð og rak
garðyrkjubýli á bænum Bakka í
Bjarnarfirði ásamt vinafólki sínu.
Leifur lék á gítar í hljómsveitinni
Þokkabót. Hann var ásamt Valgeiri
Guðjónssyni höfundur laga á plöt-
unni Lög unga fólksins sem út kom
1977, sem var samstarfsverkefni
Þokkabótar og Spilverks þjóðanna
sem saman kölluðu sig Hrekkju-
svín.
Leifur lék eitt burðarhlutverk-
anna í Litlu hryllingsbúðinni þegar
hún var sett upp um miðjan níunda
áratuginn og var einn
leikara í söngleiknum
Hárinu þegar hann
var sýndur í Glaum-
bæ. Leifur lék enn
fremur í nokkrum
kvikmyndum en sein-
ast lék hann í sjón-
varpsþáttunum Kötlu.
Í lok níunda áratug-
arins hóf Leifur störf
á ríkisútvarpinu og
sinnti dagskrárgerð á
báðum rásum útvarps-
ins um margra ára
skeið og var einn af
reyndustu útvarps-
mönnum landsins. Stjórnaði hann
meðal annars morgunútvarpi Rásar
2 ásamt Kristínu Ólafsdóttur, og
Samfélaginu í nærmynd á Rás 1
ásamt fleira dagskrárgerðarfólki
útvarpsins.
Leifur tók sér stutt hlé frá ríkis-
útvarpinu til að huga að ritstörfum
í byrjun aldarinnar. Hann gaf út
bækurnar Með leyfi forseta og
Lykilorðin.
Börn Leifs og Guðrúnar eru
Hugi og Lára Guðrún. Leifur átti
fyrir tvö börn; Auði Elísabetu, lát-
in, og Lísu. Barn Auðar Elísabetar
er Sindri Már. Guðrún átti fyrir
soninn Svein, börn hans eru Anna
Sif og Vignir Nói. Barnabörn Leifs
eru því þrjú, auk eins barna-
barnabarns.
Andlát
Leifur Hauksson