Morgunblaðið - 25.04.2022, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
RAFHJÓL
BREKKA?
Ekkertmál.
Þú klárar hana á rafhjóli frá okkur
Faxafen 8 - www.orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Nýr kyrtill fyrir fjallkonu Skaga-
fjarðar var vígður með formlegri
athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði
sl. föstudag. Félagið Pilsaþytur í
Skagafirði saumaði búninginn en
við sama tækifæri var undirritaður
samningur milli sveitarfélagsins og
Pilsaþyts um afnot af kyrtlinum og
varðveislu hans. Við athöfnina
sungu Kvennakórinn Sóldís og
Karlakórinn Heimir en Heba Guð-
mundsdóttir brá sér í búninginn í
gervi fjallkonunnar og flutti ljóðið
Mælifellshnjúkur, eftir Jóhann Guð-
mundsson í Stapa. Kyrtillinn verð-
ur til sýnis í Safnahúsinu á Sauð-
árkróki þegar smíði á sýningarskáp
lýkur.
Félagið Pilsaþytur í Skagafirði
ar formlega stofnað í baðstofunni í
Glaumbæ árið 2019 en níu ár eru
liðin síðan hópur kvenna hittist
reglulega í prjónakaffi að ræða um
þjóðbúninga. Hafa konurnar m.a.
mætt í þjóðbúningum sínum við
setningu Sæluviku Skagfirðinga.
Tilgangur Pilsaþyts er að efla notk-
un þjóðbúninga og hvetja fólk til að
nota þá. Félagskonur eru í dag 27
talsins.
Pilsaþytur frumsýndi
nýjan fjallkonubúning
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Þjóðbúningur Nýi fjallkonubúningurinn frumsýndur en Heba Guðmundsdóttir brá sér í gervi fjallkonunnar. Á
myndinni t.h. eru Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Ásta Ólöf Jónsdóttir, formaður Pilsaþyts í Skagafirði.
Konan sem lög-
reglan lýsti eftir
fyrir helgina
fannst látin sl.
laugardagskvöld
eftir umfangs-
mikla leit lög-
reglu, björgunar-
sveita og að-
standenda. Var
þyrla Landhelgis-
gæslunnar einnig
kölluð til aðstoðar en á laugardegin-
um var m.a. leitað við Krýsuvíkur-
veg.
Konan hét Svanhvít Harðardóttir,
37 ára og búsett í Hafnarfirði. Hún
lætur eftir sig tvö börn. Í tilkynn-
ingu lögreglu var tekið fram að ekki
væri talið að andlát Svanhvítar hafi
borið að með saknæmum hætti.
Fannst látin eftir
umfangsmikla leit
Svanhvít
Harðardóttir
Stórmeistararnir Hannes Hlífar
Stefánsson og Hjörvar Steinn Grét-
arsson eru efstir og jafnir á Skák-
þingi Íslands, Íslandsmótinu í skák,
sem fram fer á Selfossi. Fjórða um-
ferð fór fram í gær en efstu menn
eru með þrjá vinninga.
Hannes Hlífar vann seiglusigur í
gær á Alexander Oliver Mai, að því
er fram kemur á skak.is. Skiptust
þeir á að vilja ekki vera skiptamun
yfir og Hannes stóð höllum fæti áð-
ur en hann sneri taflinu við í enda-
tafli. Þar segir einnig að Hjörvar
Steinn, ríkjandi Íslandsmeistari,
hafi teflt flókna skák gegn Símoni
Þórhallssyni og þurft mikið að hafa
fyrir vinningnum. Vignir Vatnar
Stefánsson vann sína fyrstu skák er
hann lagði Þröst Þórhallsson að
velli.
Þrír stórmeistarar eru jafnir í
3.-5. sæti með 2,5 vinninga.
Hannes Hlífar og
Hjörvar Steinn efstir
Ljósmynd/Skak.is
Íslandsmót Hannes Hlífar og Hjörvar
Steinn að tafli á Selfossi í gær.
Ekið var á tíu ára
dreng á reiðhjóli
skömmu fyrir
klukkan 15 í gær
á höfuðborgar-
svæðinu.
Fram kemur í
dagbók lögreglu
að drengurinn
hafi slasast á
fæti, en annars ekki hlotið skaða af.
Þá var maður handtekinn fyrir
eignaspjöll í Grafarvogi skömmu
fyrir klukkan 14 í gær, auk þess
sem ökumaður var stöðvaður grun-
aður um akstur undir áhrifum
vímuefna.
Ekið á dreng á hjóli