Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.04.2022, Page 10

Morgunblaðið - 25.04.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is K 7 Premium Smart Control Háþrýstidæla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Bókin er fyrir fólk sem les og labbar og vill kynnast landinu sínu betur. Eftir eldgosið í Geld- ingadölum á síðasta ári opnuðust augu fólks betur fyrir því hvað margt áhugavert er að sjá og finna á Reykjanesi. Gönguleiðir um áhugaverð svæði og náttúru sem á sér óteljandi svipbrigði sem oft koma á óvart,“ segir Jónas Guðmundsson, leiðsögumaður og ferðamálafræðingur. Leiðir upp á fjöllin og um hraun og dali Í síðustu viku kom út hjá for- laginu Sölku ný bók Jónasar, Gönguleiðir á Reykjanesi. Þar er að finna lýsingar á nærri 30 gönguleiðum á Reykjanesskag- anum, svæði sem í kynningu for- lagsins er lýst sem „fjársjóðskistu útivistarfólks“. Nokkrar leiðanna sem segir frá eru upp á fjöll, aðr- ar um hraun og dalir en aðrar eru á láglendi og þá gjarnan hring- leiðir milli markverðra auðkenn- andi staða. Fyrsta kaflinn í bókinni fjallar um þær slóðir sem höfund- urinn kallar 100 gíga leiðina. Upphafspunktur hennar er við Gunnuhver sem er suður undir hælnum á Reykjanesinu. Alls er þessi leið um 12 km. hringur og á fjögurra til fimm klukkustunda göngu er gengið um hraun og að gígum við Sýrfell, í Sýrfellshraun og þar sem heita Stampar. Leiðarlýsingar, kort og hnit Gönguleiðir á Reykjanes- skaganum henta öllum, segir Jón- as. Hverri leið sem segir frá í bók hans fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit auk ljósmynda og upp- lýsingar um staðhætti og að- stæður. Þar er meðal annars til- tekið hvort best sé að ganga leiðina, hlaupa eða fara á reið- hjóli. Einnig hvort viðkomandi slóð henti börnum í fjölskyldu- ferðum. Þá er í hverjum kafla margvíslegur fróðleikur: saga og landafræði. „Ég er búinn að vera á ferða- lagi og í göngum um Reykjanesið í áratugi. Þekki svæðið og alla staðhætti þar mjög vel meðal ann- ars sem björgunarsveitamaður í verkefnum sem upp hafa komið á þessu svæði. Fyrir ári síðan, þeg- ar ég byrjaði á þessari bók, fannst mér þó mikilvægt að taka ákveðna núllstillingu. Fór því að nýju um allar leiðirnar sem sagt er frá. Skráði þá eitt og annað hjá mér, myndaði og mældi – og síð- ast en ekki síst upplifði í stórbrot- inni náttúrunni þarna sem sum- staðar er engu öðru lík. Þarna get ég til dæmis nefnt Ketilsstíg, en þá er gengið frá hversvæðinu í Seltúni við Krýsuvík yfir Sveiflu- háls og þar inn til landsins. Komið þar að gróinni hlíð sem kallast skemmtilega á við gróðurvana sandsléttu. Þetta er ótrúleg leið, stutt og greið,“ segir Jónas sem tekur einnig athygli á Dalaleið. Sú er frá Kaldárseli ofan við Hafnarfjörð, síðan vestan Helga- fells um Skúlatúnshraun, að Lönguhlíðum og svo austan Kleif- arvatns suður að Grænavatni. „Svona gæti ég haldið lengi áfram og sagt frá gönguleiðum á Reykjanesinu. Fjölbreytnin er mikil og sumt kalla ég tvíbura- leiðir, það er að í einum göngutúr má taka tvö fjöll. Varla verður betur boðið,“ segir Jónas sem á sl. ári sendi frá sér bók um göngu- leiðir í Friðlandi að Fjallabaki og nærri Landmannalaugum. Sú bók fékk góðar viðtökur og því var ákveðið að halda áfram. Góður göngutúr eftir vinnu „Reykjanesskaginn með öll- um sínum gönguleiðum er í út- jaðri höfuðborgarsvæðsins og því stutt að fara þangað fyrir stóran hluta landsmanna. Ef fólk leggur af stað eftir strax eftir vinnu síð- degis má ná góðum göngutúr á Suðurnesjunum og vera komin heim á miðju kvöldi. Þá gætum við verið að tala um göngur að Stað- arborg á Vatnsleysuströnd, á Vogastapa, við Garðskaga, að Selatöngum eða Krýsuvík- urbjargi. Allt eru þetta áhuga- verðir staðir og leiðirnar yfirleitt stikaðar og vel merktar. Reykja- nesið og göngur þar eru nokkuð sem ég mæli svo sannarlega með rétt eins og bókin nýja sýnir og segir vel.“ Gönguleiðir á Reykjanesi umfjöllunarefni í nýrri bók eftir Jónas Guðmundsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Göngugarpur Fjölbreytnin er mikil og sumt kalla ég tvíburaleiðir, það er að í einum göngutúr má taka tvö fjöll. Varla verður betur boðið,“ segir Jónas Guðmundsson um Reykjanesskagann og útivistarmöguleikana þar. Svipbrigði náttúrunnar koma á óvart - Jónas Guðmundsson er fæddur árið 1966. Leið- sögumaður, landfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt og hefur verið á ferð um landið árum saman. Höfundur fjölda greina og bóka um land og ferðalög. Björgunarsveitamað- ur í áratugi og nú verkefnis- stjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hver er hann? Ljósmynd/Jónas Guðmundsson Sögusvið Horft frá Grænudyngju yfir Djúpavatn. Frá þessum stað segir í bókinni nýju og eins áhugaverðum slóðum nærri hæl Reykjanesskagans. Þar er Gunnuhver og fleiri slíkir, margir öflugir svo jörð nánast kraumar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Við vorum svolítið í byrjun árs að finna taktinn og að ákveða hvað við vildum gera,“ segir Vigdís Hafliða- dóttir, söngkona hljómsveitarinnar FLOTT, en hún og Ragnhildur Veig- arsdóttir, hljómborðsleikari og pródúsent sveitarinnar, voru gestir í nýjasta þætti Dagmála. Sveitin hefur vakið athygli undan- farið og vann nýverið til tvennra verðlauna á Íslensku tónlistarverð- laununum: Bjartasta vonin og popp- lag ársins fyrir lag sitt „Mér er drull“. Vigdís segir að upprunalega hug- myndin hafi verið að spila mikið á við- burðum, vera nokkurs konar ball- band með frumsömdum lögum. Samkomubannið hafi þó sett strik í reikninginn. „Svo náttúrulega fór allt í lás þarna í mars, sælla minninga.“ Kannski mjög góð hugmynd í jan- úar 2020? „Já frábær hugmynd þá,“ segir Ragnhildur. Vigdís tekur undir. „Þá átti aldeilis að halda böll.“ Fókusinn hafi því breyst og lögin orðið útvarpsvænni en lagt var upp með í byrjun. ari@mbl.is Morgunblaðið/Ágúst Óliver Tónlist Vigdís og Ragnhildur skipa sveitina, sem nýverið vann til verðlauna. FLOTT hljómsveit - Stofnuðu ballband fyrir samkomu- bann - Faraldurinn ýtti þeim í stúdíóið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.