Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Árið 2014, eft-
ir að Rúss-
ar innlim-
uðu Krímskagann,
setti Evrópusam-
bandið viðskipta-
bann á Rússland og hefur hald-
ið því síðan og bætt í nokkrum
sinnum eftir innrás Rússlands
í Úkraínu. Íslandi var boðið að
taka þátt í viðskiptabanninu
árið 2014 og ákvörðun um að
segja já við því boði rann í
gegn umræðulaust og án nokk-
urrar gagnlegrar athugunar á
banninu, hvort sem er þegar
þátttakan var fyrst samþykkt
eða síðar.
Hvernig er hægt að fullyrða
þetta? Jú, þær upplýsingar
sem fram hafa komið um bann-
ið frá árinu 2014 greina frá því
að það hafi náð til einstaklinga
og tiltekins hóps fyrirtækja,
frystingu fjármuna, banns við
ákveðnum þjónustuviðskiptum
og vissum fjárfestingum, auk
þess sem bannað var að flytja
vopn og búnað fyrir olíuiðnað
til Rússlands, svo nokkuð sé
nefnt.
Nú um helgina upplýsti
breska dagblaðið The Tele-
graph svo að þessu hefði ekki
verið framfylgt, sem kemur út
af fyrir sig ekki á óvart því að
bannið virtist hafa verið hrip-
lekt, eins og bent hefur verið á,
en það kemur þó á óvart að ríki
Evrópusambandsins, einkum
Þýskaland og Frakkland, sem
stóðu fyrir viðskiptabanninu,
hafa selt mikið magn vopna-
búnaðar til Rússlands allt frá
því bannið var sett á. Og ekki
nóg með að vopnin hafi verið
sent til Rússlands fram að inn-
rásinni í Úkraínu, vopnaút-
flutningurinn hélt áfram til 8.
apríl síðastliðins!
Innrásin dugði sem sagt
ekki til að Evrópusambands-
ríkin lokuðu glufunum sem þau
höfðu skilið eftir fyrir vopna-
framleiðendur sína – og fjölda
annarra auðvitað – það var
ekki fyrr en þrýstingurinn frá
Eystrasaltsríkjunum og öðrum
Evrópusambandsríkjum í
austurhluta Evrópu varð
óbærilegur sem Þýskaland og
Frakkland sáu að sér og hættu
að senda vopnabúnað til Pút-
íns.
Hluta þessa búnaðar er líka
hægt að nota í borgaralegum
tilgangi og það er meðal þess
sem vopnaframleiðendunum
var leyft að nota til að lauma
búnaðinum til Rússlands. En
sprengjurnar og eldflaugarnar
sem einnig voru sendar til
Rússlands frá árinu 2014 til 8.
apríl síðastliðins og gera má
ráð fyrir að séu nú notaðar til
voðaverka í Úkraínu verður
seint hægt að réttlæta.
Íslensk stjórn-
völd hafa engar
fullnægjandi skýr-
ingar gefið á þátt-
töku sinni í við-
skiptabanninu á
Rússland vegna innlimunar
Krímskagans, hvernig það
kom til eða hvernig það var
hugsað. Hvert var markmiðið?
Hvernig átti að ná því mark-
miði? Hvað lögðu þjóðirnar af
mörkum? Hvernig gættu aðrar
þjóðir hagsmuna sinna?
Hvernig gætti Ísland hags-
muna sinna?
Síðastnefndu spurningunni
er auðsvarað en því er líka auð-
svarað hvernig ríki Evrópu-
sambandsins, einkum þau tvö
stærstu, gættu hagsmuna
sinna. Þau gættu þess vel að
verða sjálf fyrir sem minnstum
skakkaföllum vegna viðskipta-
bannsins.
Nú stendur heimurinn
frammi fyrir skelfilegri innrás
Rússlands í Úkraínu þar sem
fjöldi almennra borgara hefur
fallið, auk ungra hermanna
beggja vegna víglínu sem ef-
laust vildu flestir annars stað-
ar vera, og borgir hafa verið
jafnaðar við jörðu í brjálæðis-
legum bardögum. Ekki verður
fullyrt að það gatasigti sem
kallað var viðskiptabann vegna
Krímskagans hafi valdið inn-
rásinni, en í því fólust hins veg-
ar þau röngu skilaboð til Pút-
íns að ríki Evrópusambandsins
og þau sem elta athugasemda-
laust meini ekki það sem þau
segja. Sýndarmennskan sé
allsráðandi og alvaran fjarri.
Pútín fékk raunar fleiri slík
skilaboð, til dæmis með hrak-
smánarlegri brottför banda-
ríska hersins frá Afganistan
eftir fyrirmæli Bidens forseta,
og niðurstaðan varð sú að Pút-
ín taldi sig komast upp með
ódæðið gagnvart Úkraínu. Og
hann fær enn að halda opnum
þeim viðskiptum sem skipta
hann mestu, olíu- og gassöl-
unni til ríkja ESB, sem skila
honum um einum milljarði
evra á dag. Hann hlýtur enn að
efast um að ríkjum Evrópu-
sambandsins sé full alvara.
Vitaskuld réttlætir það ekki
verk Pútíns en þessi atburða-
rás kallar á skýringar á Vest-
urlöndum. Það sem að okkur
snýr í þeim efnum er hið göt-
ótta viðskiptabann sem Ísland
samþykkti að taka þátt í, ber-
sýnilega án þess að kanna
framkvæmdina, enda verður
því ekki trúað að íslenskum
stjórnvöld hafi verið kunnugt
um það frá árinu 2014 til 8.
apríl síðastliðins að ríki Evr-
ópusambandsins væru að
laumast við vopnasendingar til
Rússlands.
ESB seldi vopn til
Rússlands allt til
8. apríl síðastliðins}
Vopn til Rússa þrátt
fyrir viðskiptabann
Þ
að hefur verið athyglisvert að
fylgjast með viðbrögðum ráð-
herra vegna harðrar gagnrýni á
framkvæmd sölu á hlut almenn-
ings í Íslandsbanka. Afstaða ráð-
herra, allra nema innviðaráðherra sem ekki
hefur náðst í síðustu vikur, hefur breyst frá
degi til dags og er nú um það rætt að fram fari
gaslýsing af áður óþekktri stærðargráðu af
þeirra hálfu. Auðmjúk birtust þau Katrín og
Bjarni eftir birtingu kaupendalista, sögðust
vilja velta við hverjum steini, að salan yrði
rannsökuð að forskrift fjármálaráðherra og að
þangað til niðurstaða fengist yrði beðið með
frekari aðgerðir.
Á þriðjudegi eftir páska birtist frétta-
tilkynning frá formönnum stjórnarflokkanna
um að framkvæmd sölunnar hafi ekki staðið
undir væntingum stjórnvalda og að ríkisstjórnin hafi
ákveðið að leggja til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins
verði lögð niður. Verði frumvarp þess efnis lagt fram svo
fjótt sem auðið er. Þá verði ekki ráðist í frekari sölu að
sinni.
Það var ekki ríkisstjórnin sem ákvað þetta enda hafði
ekki verið haldinn ríkisstjórnarfundur í tvær vikur. Það
er því beinlínis ósatt að ríkisstjórnin hafi ákveðið þetta.
Þá er það líka ósatt að tekin hafi verið ákvörðun um að
ráðast ekki í frekari sölu að sinni, enda hafði verið gefið
út löngu áður að síðasti hluti sölunnar yrði árið 2023. Þá
verðum við líka að hafa það á hreinu að armslengd-
arsjónarmið á milli Bankasýslu ríkisins og ráðherra snýr
að daglegum rekstri ríkisbankanna en alls
ekki sölu þeirra, enda beinlínis skráð í sérlög
um sölu á fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins
hver aðkoma fjármálaráðherra er í hverju
skrefi sölunnar fyrir sig. Þar er ekki um
neina armslengd að ræða og það því einnig
ósatt. Í viðtali í Sprengisandi í gær örlaði svo
ekki á auðmýkt hjá fjármálaráðherra sem
sagði þvert á móti að ríkisstjórnin hefði náð
öllum markmiðum sínum með sölunni, sagði
hann upplifun almennings vera að gera sér
erfitt fyrir og spurði loks hvort pabba hans
hefði verið bannað að kaupa, þegar bent var á
að það þætti merki um spillingu.
Forsætisráðherra vill að við vöndum okk-
ur, hlaupum ekki til og drögum ályktanir um-
fram þau gögn sem við höfum, en gera verður
þá kröfu að gaslýsing sé ekki viðhöfð gagn-
vart þeim sem gagnrýna þessa sölu. Þá hljótum við að
gera þá kröfu að forsætisráðherra fari eftir skýru
ákvæði 17. gr. stjórnarskrár um að haldinn sé rík-
isstjórnarfundur um mikilvæg stjórnarmálefni, en
Landsdómur dæmdi þáverandi forsætisráðherra, Geir
H. Haarde, fyrir brot á einmitt þessu ákvæði í aðdrag-
anda bankahrunsins 2008. Það er ekki hægt að komast
undan þessari skyldu með því að segjast hafa haldið fund
ef hann var ekki haldinn. Ríkisstjórn er ekki þrír ráð-
herrar heldur ríkisstjórnin öll. Við hljótum að vera sam-
mála um það. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Er upplifunin vandamálið?
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
B
orgaryfirvöld í kínversku
stórborginni Shanghaí
greindu frá því að 39
hefðu látist þar af völdum
kórónuveirunnar á laugardag. Er
það mesti fjöldi andláta í fimm vik-
ur, frá því að útgöngubann var sett
á í borginni.
Kínverjar hafa haldið sig við núll-
stefnu í baráttunni við veiruna, ólíkt
flestum öðrum löndum, með ströngu
útgöngubanni. Sú leið virðist lítið
ganga í baráttunni við Ómíkron-
afbrigði veirunnar og er þolinmæði
margra íbúa fyrir löngu á þrotum.
Þúsundir smita hafa komið upp í
Shanghaí undanfarnar vikur en
fyrstu dauðsföllin voru ekki tilkynnt
fyrr en 18. apríl. Alls hafa 87 ein-
staklingar látist með Covid-19 síðan
þá.
Vestrænir sérfræðingar hafa lýst
efasemdum með áreiðanleika Covid-
tölfræðinnar í Kína, sér í lagi með
tilkomu Ómikron-afbrigiðins og
telja smit og andlát mun fleiri en op-
inberar tölur segja til um.
Matarskortur í borginni
Margir upplifa nú matarskort í
Shanghaí, vegna skerts aðgengis að
mat og dæmi er um að fólk hafi
greitt 400 júan, eða um átta þúsund
íslenskar krónur, fyrir pakka af
núðlum og eina gosflösku. Út-
göngubannið þýðir að flestir þurfa
að fá sendan mat og vatn með heim-
sendingarþjónustu en ríkið útvegar
þannig grænmeti, kjöt og egg. Þá er
einnig skortur á heilbrigðisþjón-
ustu.
Yfirvöld hafa reynt að banna
myndband sem hefur dreifst víða
um samfélagsmiðla sem sýnir frá
ástandinu í borginni. „Við höfum
ekki borðað í marga daga,“ sagði
einn viðmælandi í myndbandinu.
„Þessi veira getur ekki drepið okk-
ur. Hungursneyð getur þó gert
það,“ sagði annar. Andóf gegn yf-
irvöld er sjaldgæft í Kína en und-
anfarna daga hafa íbúar Shanghaí
lýst óánægju sinni á samfélags-
miðlum.
Reisa háar girðingar
Borgaryfirvöld hafa reist tveggja
metra háar girðingar fyrir utan
íbúðarhús og sett viðvörunarkerfi á
útidyr sýktra einstaklinga til þess
að koma í veg fyrir að þeir yfirgefi
heimili sín. Þeim sem búa á þessum
heimilum, en eru ekki sýktir, er
einnig bannað að yfirgefa heimilið.
„Enginn sagði okkur ástæðuna
fyrir því að girðingin var reist. Það
kemst enginn út. Mér finnst ég vera
hjálparlaus. Ég veit ekki hvenær út-
göngubanninu mun ljúka,“ sagði
íbúi í samtali við BBC. Þá benti
hann á að fólk væri innikróað ef eld-
ur brytist út.
Íbúðarhús hafi einnig verið rýmd
til þess að sótthreinsa rýmin. Allir
sem greinast með veiruna, og þeir
sem hafa verið í nánu samneyti við
sýkta, þurfa að sæta einangrun í
húsnæði borgaryfirvalda. Um 100
slík húsnæði má finna í borginni. Í
hverju og einu má finna um 50 þús-
und rúm.
Hægt á hagvexti
Shanghaí er þéttbýlasta borg
Kína en 25 milljón manns búa þar.
Borgin gegnir mikilvægu hlutverki í
viðskipta- og efnhagslífi landsins.
Vegna útgöngubannsins hefur mikið
hægst á hagkerfinu. Verg lands-
framleiðsla í borginni óx um 3,1% á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Sem
er umtalsvert minna en 4,8% vöxt-
urinn á landsvísu. Á síðasta ári óx
landsframleiðslan í Shanghaí um
8,1% á sama tíma.
Þolinmæði íbúa
Shanghaí á þrotum
AFP
Kína Óttast er að útbreiðsla kórónuveirunnar sé að aukast í ríkinu.
Hópur sérfræðinga á vegum Al-
þjóðaheilbrigðsmálastofnunar-
innar (WHO) telur að um síðustu
áramót hafi tala þeirra sem lát-
ist hafa með Covid-19 verið kom-
in í 15 milljónir. Það eru rúmlega
helmingi fleiri dauðsföll en kem-
ur fram á vef Johns Hopkins-
háskólans. Skýrsla hópsins hefur
þó ekki verið birt vegna þess að
Indverjar neita að gefa upp dán-
artölurnar. Narendra Modi, for-
sætisráðherra Indlands, heldur
því fram að 520 þúsund manns
hafi orðið veirunni að bráð. Sér-
fræðingar WHO reikna út að
rúmar 4 milljónir hafi látist með
sjúkdóminn þar í landi.
Helmingi fleiri
dauðsföll
Á HEIMSVÍSU
AFP
Covid-19 Óvíst er hversu margir
hafa látist af völdum veirunnar.