Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Þingvellir Sumarið er komið og gróðurinn tekinn að vakna úr sínum vetrardvala. Ferðamannastraumurinn er hafinn og tók spegilslétt Silfra við Þingvallakirkju á móti þeim um helgina.
Eggert
París | Eftir að verð-
mæti hennar hrundi í
kjölfar innrásar Rúss-
lands í Úkraínu hefur
rúblan náð að klóra
sig aftur upp í það
gengi sem hún hafði
fyrir stríð. En þetta
ætti að vera skamm-
góður vermir fyrir
Kremlverja, því að
þættirnir sem stýrðu
endurkomu hennar boða einnig
frekari vandamál fyrir hagstjórn
Rússa.
Vesturveldin hafa sýnt nær for-
dæmalausa einingu og einurð í
svari sínu við stríði Vladimírs Pút-
íns Rússlandsforseta gegn Úkra-
ínu. Innan einungis þriggja daga
frá innrásinni höfðu stjórnvöld á
Vesturlöndum fryst mikið af
gjaldeyrisforða rússneska seðla-
bankans innan ríkja sinna.
Sú aðgerð ýtti undir fjár-
málaóróa innan Rússlands – og
kallaði á öfluga stefnubreytingu.
Hinn 28. febrúar setti seðlabank-
inn ströng gjaldeyrishöft, herti á
takmörkunum við viðskipti með
gjaldmiðla og hífði upp helstu
stýrivexti sína úr 9,5% upp í 20%.
Ríkisstjórn Rússlands skipaði
svo öllum rússneskum útflytj-
endum að kalla heim og skipta
80% af gjaldeyristekjum þeirra í
rúblur, og seðlabankinn setti á
30% umboðsgjald (sem síðar var
lækkað í 12%) á kaup á erlendum
gjaldmiðlum. Ýmsum hópum
kaupenda var bannað að kaupa
bandaríkjadali, og innistæðu-
eigendur erlendra gjaldeyrisreikn-
inga þurftu að yfirstíga stórar
hömlur til að taka út sparnað sinn.
Þrátt fyrir þessi snöggu við-
brögð færðist opinbert gengi rúbl-
unnar frá 81 rúblu á
bandaríkjadal fyrir
stríð upp í 139 rúblur
á hvern dal hinn 9.
nars (og gengið á
svarta markaðnum
var sagt vera mun
hærra). Verðbólga
jókst mjög, og var
hækkun hinnar op-
inberu vísitölu neyslu-
verðs upp í 2% á viku
(181% á árs-
grundvelli) fyrstu
þrjár vikur stríðsins,
áður en hún lækkaði í 1% á viku
(68% á ársgrundvelli).
Rúblan hefur frá þeim tíma náð
aftur í kringum 80 rúblur á hvern
bandaríkjadal. En styrking hennar
er ekki endilega raunveruleg. Ef
miklar hömlur eru á viðskipti með
gjaldmiðil, endurspeglar gengi
hans ekki markaðsvirðið. Á tímum
Sovétríkjanna greindi helsta dag-
blað Kommúnistaflokksins,
Pravda, iðulega frá því að op-
inbera gengi rúblunnar væri 0,6
rúblur fyrir hvern bandaríkjadal,
en enginn leit á það sem tákn um
raunverulegt gengi gjaldmiðilsins.
Vissulega eru áþreifanleg merki
um að þrýstingurinn á rúbluna sé
að minnka. Seðlabankinn fjarlægði
í lok síðustu viku 12% álagið á
kaup á bandaríkjadölum, slakaði á
vissum takmörkunum á innlagnir
á gjaldeyrisreikninga, og – það
sem skiptir mestu máli – lækkaði
stýrivexti sína úr 20% í 17%, og
gaf til kynna að frekari lækkunar
væri að vænta. Þessar aðgerðir
segja meira en opinberar yfirlýs-
ingar um styrk rússneska hag-
kerfisins.
Engu að síður eru hagvaxt-
arspár fyrir Rússland í ár enn
svartsýnar. Samkvæmt seðlabank-
anum mun landsframleiðslan
minnka um 8% á þessu ári; áður
en stríðið hófst gerðu spár ráð
fyrir vexti um 2,4%. Samtök al-
þjóðlegra fjármálafyrirtækja,
Institute of International Finance,
spá 15% falli á landsframleiðslu og
Endurreisnar- og þróunarbanki
Evrópu (EBRD) og flestir alþjóð-
legir fjárfestingabankar spá 10%
samdrætti. Alexei Kúdrín, formað-
ur endurskoðunar rússnesku dúm-
unnar, er sammála þeirri spá.
Hin nýlega styrking rúblunnar
ógildir ekki þessar svartsýnisspár,
því að hún endurspeglar einungis
fordæmalausar hömlur á innflutn-
ing og hærri verð á olíu og jarð-
gasi.
Vestræn stjórnvöld hafa sett
harðar refsiaðgerðir á útflutning
tækni til Rússlands, sem hafa ver-
ið styrktar með sniðgöngu einka-
geirans, þar sem rúmlega 600
vestræn fyrirtæki hafa dregið sig í
hlé frá Rússlandi. Heimili og
fyrirtæki hafa glatað aðgangi sín-
um að mörgum innfluttum neyslu-
vörum og aðfanganotkun heima
fyrir, á meðan lokanir á lofthelgi
og sniðganga Airbus, Boeing, og
stórra tryggingafélaga og flug-
vélaleigufyrirtækja þýða að það er
nær ómögulegt fyrir Rússa að
ferðast til Vesturlanda.
Þar sem þessar takmarkanir
hafa dregið verulega úr eftirspurn
Rússa á innflutningsvörum, segja
hagfræðingarnar Oleg Itskhókí og
Dmitrí Múkhín að þær hafi einnig
dregið úr eftirspurn á bandaríkja-
dölum (sem eru nauðsynlegir til
að kaupa þær vörur), og þar með
keyrt gengi rúblunnar upp á við.
En það eru ekki góð tíðindi fyrir
rússneska hagkerfið, sem er að
fara að hægja á sér.
Líkt og heimsfaraldur kór-
ónuveirunnar neyddi fyrirtæki um
allan heim að horfast í augu við
hversu háð þau voru alþjóðlegum
birgðakeðjum, hefur stríð Pútíns
sýnt rússneskum fyrirtækjum að
þau geta ekki verið án innflutn-
ingsvara. Jafnvel þau fyrirtæki
sem kaupa birgðir sínar innan-
lands hafa áttað sig á því að birgj-
ar þeirra treysta á innflutning úr
vestri. Þess vegna hefur bílaiðn-
aðurinn í Rússlandi þurft að snar-
hemla, og féllu sölutölur í mars
niður í þriðjung þess sem var í
mars 2021.
Það sem meira er, hefur eft-
irspurnin gagnvart bandaríkjadal
verið minnkuð enn frekar með við-
skiptaþvingunum sem gera það í
raun ólöglegt fyrir Rússa að nota
bandaríkjadali til að borga skuldir
sínar sem útgefnar voru í banda-
ríkjadölum. Þessar aðgerðir hafa
nú þegar leitt til tæknilegs
greiðslufalls rússneska ríkisins.
Hinn þátturinn sem hefur drifið
styrkingu rúblunnar er hátt olíu-
verð, sem hefur náð aftur þeim
hæðum sem það náði 2014. Á þeim
tíma fengust 38 rúblur fyrir hvern
bandaríkjadal eða 52 rúblur á
bandaríkjadal samkvæmt núver-
andi verði (eftir að búið er að
reikna með verðbólgu í bæði
Rússlandi og Bandaríkjunum). Ol-
íuverðið í dag gefur því í skyn að
rúblan gæti styrkst enn meira, ef
ekki væri fyrir þá staðreynd að
geópólitísk áhætta og fjármagns-
flótti hefur gert rúbluna veikari
en hún væri annars.
Gengið í dag bendir til þess að
greiðslujöfnuði Rússlands sé hald-
ið uppi af núverandi olíuverði, sem
aftur gefur til kynna að frammi-
staða ríkisfjármála séu einnig á
góðu róli. Þrátt fyrir að fyrstu
refsiaðgerðirnar hafi fryst mikið
af reiðufé Pútíns, hefur hátt olíu-
verð tryggt háar tekjur daglega.
En þetta gæti einnig orðið að
vandamáli fyrir Pútín. Líkt og Jo-
sep Borrell, æðsti fulltrúi Evrópu-
sambandsins í utanríkis- og varn-
armálum, benti nýlega á, hefur
ESB sent 35 milljarða evra (4.886
milljarða íslenskra króna) til
Rússlands frá upphafi stríðsins, en
bara einn milljarð evra (139,6
milljarða kr.) í aðstoð til Úkraínu.
Þessi hneykslanlegi munur hefur
ekki farið fram hjá leiðtogum Evr-
ópu, líkt og aukinn stuðningur við
bann á innflutning olíu og jarð-
gass sýnir. Evrópubúar eru enda
nú þegar farnir að ræða um hve-
nær, ekki hvort slíkt bann verður
sett á.
Ákvörðun sem næði til allra að-
ildarríkja ESB um að banna inn-
flutning á rússneskri olíu og jarð-
gasi myndi hafa geigvænlegar
afleiðingar fyrir fjárlög rússneska
alríkisins og gera hina nýlegu
styrkingu rúblunnar ósjálfbæra.
Eftir Sergei
Guríev »Ekki á að líta á
styrkingu rússnesku
rúblunnar upp í gengið
sem hún hafði fyrir stríð
sem merki styrkleika
eða þrautseigju. Rúblan
hefur frekar grætt á
þáttum sem munu á
endanum verða stórir
dragbítar á bæði rík-
isfjármálin og raun-
hagkerfið.
Sergei Guriev
Sergei Guriev var áður aðalhagfræð-
ingur Endurreisnar- og þróun-
arbanka Evrópu og er fyrrverandi
rektor New Economic School í
Moskvu. Hann er nú hagfræðipró-
fessor við Sciences Po-háskólann í
París. ©Project Syndicate, 2022.
www.project-syndicate.org
Hin ótrúlega þrautseigja rúblunnar