Morgunblaðið - 25.04.2022, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
gamla daga?“ Ég var svolítið
montinn þarna enda 30 ár síðan
og taldi þetta merki um hversu
vel ég hefði elst. Svo kom bara í
ljós að hún þekkti bara eftirnafn-
ið mitt og taldi mig son þinn og
talaði svo allt kvöldið um
„skemmtilegasta vinnustað sem
hún hefði unnið á“ undir forystu
„pabba míns Davíðs“ sem hún
sagði besta vinnuveitanda sem
hún hefði kynnst.
M.ö.o. hún mundi ekkert eftir
mér. Hún mundi bara eftir þér,
sjarmatröllinu sem labbaðir
gegnum fyrirtækið hvern dag kl.
9 og heilsaðir öllum og þekktir
hvern starfsmann með nafni.
Ég þakka þér samfylgdina
elsku frændi og ef ég þekki þig
rétt ertu núna að kynna Soda
Stream, Svala, Trópicana og
Ljómasmjörlíki á himnum. Þú
ert nefnilega fæddur sölumaður
og sjarmatröll.
Þinn vinur og frændi
Björn Sch. Thorsteinsson.
Elsku Davíð hefur nú kvatt
hið jarðneska líf. Hann verður
ávallt í huga okkar systkinanna
sem einhver merkasti maður
sem við höfum kynnst. Davíð var
einstaklega hjartahlýr, fróður,
áhugasamur, eiginlega bara um
allt, og án efa einhver merkasti
frumkvöðull sem Ísland hefur al-
ið.
Davíð var sterkur karakter og
fyrirmynd okkar á svo mörgum
sviðum. Hann m.a. hvatti okkur
áfram með mikilli elju og áhuga.
Hann hafði skoðanir á öllu og
ögraði okkur oft með óþægilega
krefjandi spurningum og þá var
eins gott að koma með almenni-
leg svör og vel rökstudd.
Áhugamál hans voru mörg og
illskiljanlegt hvernig hann kom
þessu öllu fyrir í dagskrá sinni.
Skíði, veiði, tónlist, leiklist,
myndlist, mannkynssaga, dýr og
matseld er meðal þess sem situr
í minningu okkar, en þau voru
klárlega margfalt fleiri. Síðan sat
hann í endalaust mörgum stjórn-
um, en sinnti öllu af alúð og
áhuga.
Kvöldverðarboðin hjá Steffí
og Davíð í Mávanesinu, þar sem
Davíð meðal annars ofnbakaði
kalkún á áramótunum og grillaði
nautalund á sumrin, eru afar
minnisstæð. Þegar Davíð fór yfir
málin með Geir bróður eitt sum-
arkvöldið þá varð ekki aftur snú-
ið: „Maður stendur sig í grillinu
og víkur aldrei frá, því þetta er
hárnákvæm list.“ Geir er enn að
vinna með þetta og eins og alltaf
hafði Davíð rétt fyrir sér.
Oft og tíðum gat Davíð verið
uppátækjasamur og í bland við
að vera með eindæmum metn-
aðarfullur gat það verið neisti af
góðri upplifun. Hann átti til með
að etja fólki saman í keppni. Eitt
skiptið á Mávanesinu vorum við
saman sem oft áður. Í minning-
unni voru þarna amerískir vinir í
heimsókn. Einn þeirra var sterk-
ur sem naut. Hann var fenginn
til að að gera armbeygjur á ann-
arri hendi. Davíð þótti nú ekki
mikið til þess koma og hvatti
Önnu systur til að koma niður á
blettinn. Þar tók hún flikkflakk
og arabastökk eftir endilöngu
túninu og Grettir sterki varð að
lúta í lægra haldi. Þá var Davíð
skemmt!
Einhverju sinni kom Anna á
Trabbanum sínum í heimsókn í
Sól á sama tíma og Davíð ætlaði
að leggja af stað til Keflavíkur að
sækja mikilvægan erlendan for-
stjóra. Svo illa vildi til að sprung-
ið var á Reinsanum. Það lá auð-
vitað beinast við að bjóða Davíð
Trabbann og þar sem húmorinn
var aldrei langt undan þáði Dav-
íð boðið. Kalt var í veðri og þá
gat oft verið smá vesen með
hurðina farþegamegin og því var
hún bundin föst. Erlendi for-
stjórinn þurfti því að brölta yfir
bílstjórasætið til að komast inn í
bílinn. Það sem Davíð hló þegar
hann lýsti þessu fyrir okkur.
Vinátta pabba og Davíðs var
einstök og djúpstæð. Það sem við
systkinin upplifðum á fallegan
hátt traustið og kærleikann. Öll
löngu símtölin og samtölin sem
þeir áttu í gegnum áratugina.
Þeir unnu saman í Sól um ára-
raðir og oft og tíðum við krefj-
andi aðstæður. Aldrei nokkru
sinni var annað en stuðningur og
kærleikur þeirra á milli.
Elsku hjartans Steffí og fjöl-
skylda, hugur okkar og hjarta
eru hjá ykkur. Megi guð og engl-
ar umvefja ykkur og gefa ykkur
ljós. Minningin um elsku hjarta-
hlýja stórbrotna Davíð mun lifa
um ókomna tíð.
Anna Borg og Geir Borg.
Látinn er í Reykjavik Davíð
Sch. Thorsteinsson, bekkjar-
bróðir og ævivinur, 92 ára að
aldri. Við höfum þekkst alla ævi
og borið gæfu til þess að vera
vinir frá því að við gengum út í
sumarið vorið 1949 með stúd-
entshúfurnar og alls staðar sást
til vega. Við vorum 35 stelpurnar
og strákarnir voru 67 talsins. Af
stelpunum voru sex úr stærð-
fræðideild en hinar allar úr
máladeild eins og þótti eðlilegt
fyrir stúlkur á þeim tímum. Það
er til marks um tíðarandann að
þegar þessar sex innrituðu sig í
stærðfræðideild vakti það at-
hygli í bænum og umtal.
Við höfum borið gæfu til þess
að rækta vináttu öll þessi rúmu
sjötíu ár og það tel ég vera lífs-
gæði. Fyrir utan starfandi
saumaklúbba sem við stelpurnar
höfum rekið og smíðaverkstæðin
sem sumir strákanna komu á fót
höfum við jafnan minnst júbíl-
afmæla með ýmsu móti hér á
landi og erlendis. Yndislegt var
að heimsækja þau Stefaníu í
sumarhús þeirra fyrir vestan og
þiggja höfðinglegar móttökur
þeirra.
Maðurinn minn, Hjalti Geir
Kristjánsson, og Davíð voru góð-
ir vinir og unnu saman að ýms-
um hagsmunamálum svo aldrei
bar skugga á. Þeir störfuðu sam-
an að málum sem varða land og
þjóð og áhrif þeirra á þróun ís-
lensks iðnaðar urðu samfélaginu
til heilla. Þeir unnu náið saman í
stjórn kjörræðismanna í áratugi.
Kjörræðismenn Norðurlanda
skiptast á um að halda árlega
fundi og eftir einn slíkan í Hel-
sinki héldum við til St. Péturs-
borgar og áttum ógleymanlega
daga með góðum ferðafélögum.
Hugur minn er hjá Stefaníu
og fjölskyldunni. Megi allar ynd-
islegu minningarnar um góðan
dreng verma og hjálpa í sorg-
inni.
Sigríður Theodóra
Erlendsdóttir.
Fyrst kynntist ég Davíð Sch.
Thorsteinssyni meðan ég var í
sumarvinnu hjá Félagi ísl. iðn-
rekenda á árunum í kringum
1980. Hann var þá orðinn einn af
forystumönnum félagsins, metn-
aðarfullur, hugrakkur og víð-
sýnn og áfram um að efla ís-
lenskan iðnað með framsæknum
alþjóðlega samkeppnishæfum
fyrirtækjum. Það var allt að ger-
ast í kringum Davíð og hann
hvatti okkur til dáða sem unnum
fyrir félagið. Hann var líka einn
af forystumönnum Vinnuveit-
endasambandsins þegar ég hóf
þar störf að loknu námi. Þá
kynntist ég því hversu auðvelt
hann átti með að ná góðum
tengslum við fólk og hann var
mjög öflugur í kjaraviðræðum.
Hann og forystumenn iðnverka-
fólks og Verkamannasambands-
ins náðu sérlega vel saman og
þegar Guðmundur J. hafði sett
fram stífar kröfur sem erfitt var
að ráða við og allt komið í harð-
an hnút og deilan orðin „nægi-
lega þroskuð“ að mati Guðmund-
ar var besta ráðið að þeir Davíð
færu í góðan bíltúr og upp úr því
komust málin á hreyfingu.
Davíð var með marga bolta á
lofti og náði að byggja upp frá-
bært fyrirtæki. Hann var snjall
markaðsmaður og kunni á fjöl-
miðla. Hann tefldi um síðir of
djarft í rekstrinum og þá hallaði
undan fæti og hann hvarf frá
honum. En í framhaldinu varð
hann mikill happafengur fyrir
Verslunarráð Íslands þar sem
hann kom til starfa til að vinna
að kynningu á möguleikum Ís-
lands til að laða að sér alþjóðlega
starfsemi með hagstæðum
ákvæðum í skattalögum. Við
unnum þá þétt saman en ég var
framkvæmdastjóri ráðsins á
þessum tíma. Davíð var ótrúlega
fljótur að byggja upp virkt
tengslanet erlendis og starfið
skilaði góðum árangri þegar upp
var staðið.
Davíð var einstaklega góður
vinnufélagi, jákvæður og styðj-
andi. Hann var hafsjór af fróð-
leik um íslenskt atvinnulíf og sí-
fellt að miðla af þekkingu sinni
til samstarfsmanna. Hann var
góður sögumaður og allir fengu
að njóta þess. Gott sýnishorn er
saga hans af því þegar Ólafur
Ragnar Grímsson var stoppaður
í tollinum á Keflavíkurflugvelli.
Tollvörðurinn var ung kona í
sumarstarfi sem fór mjög ná-
kvæmlega í gegnum allan far-
angur Ólafs en þetta var fyrir
forsetatíð hans og hver sá sem
fór yfir landamærin var skil-
greindur sem hugsanlegur
smyglari og ógn við fjárhagslegt
öryggi ríkisins. Ekkert var at-
hugavert við farangur Ólafs og
samstarfsmenn konunnar fóru
að spyrja hana af hverju hún
hefði verið að leita hjá honum.
Þá kom svarið: „Ég vissi að það
var allt í lagi en mig langaði til að
vita hvernig nærbuxurnar hans
voru á litinn.“ Gullkorn af þessu
tagi voru daglegt brauð og eng-
um gat leiðst í vinnunni.
Davíð og Steffí voru nágrann-
ar okkar í sumarbústaðnum á
Þingvöllum og þar áttum við
margar ánægjustundir saman.
Gaman er að minnast þess þegar
Davíð kom siglandi á báti með
gasgrillið sitt í sumarferð starfs-
manna Verslunarráðsins í bú-
staðinn hjá okkur Pálu til þess að
tryggja að grillþjónustan gengi
vel.
Við Pála minnumst Davíðs
með virðingu, gleði og þakklæti
og vottum Steffí og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúð.
Vilhjálmur Egilsson.
Kveðja frá Samtökum
atvinnulífsins
Með fráfalli Davíðs Scheving
Thorsteinssonar iðnrekanda og
frumkvöðuls hverfur á braut
einn öflugasti forystumaður í ís-
lensku atvinnulífi á síðari hluta
20. aldar. Liðlega tvítugur var
Davíð ráðinn verksmiðjustjóri
við fyrirtæki í matvælafram-
leiðslu. Þar með var teningunum
kastað og árið 1957 tók hann við
sem framkvæmdastjóri Smjör-
líkis og síðar Sólar og gegndi
þeim störfum til 1994.
Þegar horft er yfir starfsferil
Davíðs Scheving Thorsteinsson-
ar, sem spannar rétt tæpa hálfa
öld, kemur glögglega fram
hversu öflugur og framsýnn
hann var í öllum störfum sínum.
Hann átti sæti í stjórn Félags ís-
lenskra iðnrekenda 1968-1982
(forvera Samtaka iðnaðarins) og
var þar af formaður síðustu átta
árin. Þá átti hann sæti í stjórn
Vinnuveitendasambands Íslands
(forvera Samtaka atvinnulífsins),
var þar í framkvæmdastjórn og
samningaráði um árabil auk þess
að taka virkan þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum sem tengdust ís-
lensku atvinnulífi. Með öflugri
aðkomu Davíðs Scheving í for-
ystusveit atvinnulífsins kvað við
nýjan og breyttan tón í umræðu
um starfsumhverfi atvinnulífsins
og við gerð kjarasamninga á al-
mennum vinnumarkaði. Mikil
verðbólga var ráðandi á þessu
tímabili og endurspegluðu sam-
skipti forystu atvinnurekenda og
stéttarfélaga á vinnumarkaði
þann raunveruleika. Það var því
ekki auðvelt, hvorki á þeim tíma
né síðar, að semja um skiptingu
kökunnar í kjarasamningum.
Davíð var boðberi breyttra
tíma og valdi á sínum starfsferli
að fara ótroðnar slóðir í íslensku
viðskipta- og atvinnulífi. Það
kom glöggt fram í samskiptum
hans við forystumenn stéttar-
félaga við gerð kjarasamninga á
almennum vinnumarkaði. Ís-
lenskt sjónvarp hafði á þeim
tíma verið starfrækt í liðlega
áratug og minnast margir vask-
legrar framgöngu hans í um-
ræðu í sjónvarpi og prentmiðl-
um. Sannfæring og gleði
einkenndi jafnan framgöngu
hans.
Í málflutningi hans og nýrrar
forystu atvinnurekenda um 1980
var athygli beint að því sem til
skiptanna væri og möguleikum
íslensks atvinnulífs til að standa
undir bættum lífskjörum. Þessi
boðskapur skilaði sér síðar með
þjóðarsáttarsamningum í árs-
byrjun 1990. Þar tókst að ná
þeirri samstöðu milli aðila á
vinnumarkaði og stjórnvalda
sem var grundvöllur þess að ná
niður verðbólgu sem hafði verið
gríðarlegt vandamál á Íslandi
um langt árabil.
Á persónulegum nótum var
mér verðmætt að kynnast Davíð
Scheving. Hann tók vel á móti
mér sem ungum hagfræðingi hjá
Verslunarráði Íslands og reynd-
ist ráðagóður sessunautur sem
var óspar á tíma sinn. Auk þess
var hann svo skemmtilegur, eft-
irminnilegur í fasi og með ein-
staklega hlýja nærveru.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
hönd Samtaka atvinnulífsins
Davíð Scheving fyrir mikilvægt
og ósérhlífið starf í þágu samtak-
anna og forvera þeirra. Á
kveðjustund sendum við fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Davíðs Scheving Thorsteinsson-
ar.
Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Davíð Scheving Thorsteinsson
var ævivinur móður okkar Sig-
ríðar Th. Erlendsdóttur. Milli
þeirra ríkti djúp vinátta og órofa
tryggð allt frá því að þau voru
lítil börn. Ævin löng og ævintýr-
in mörg, innanlands og utan á
sameiginlegum ferðalögum, oft
með skólafélögunum sem urðu
stúdentar frá MR 1949 og héldu
hópinn alla tíð. Davíð var einnig
góður vinur og samherji föður
okkar, Hjalta Geirs Kristjáns-
sonar. Saman börðust þeir fyrir
meira frelsi í viðskiptum og
höfðu báðir mikil áhrif á íslenskt
samfélag.
Davíð Scheving setti svip á líf-
ið svo um munaði. Hann var
þekktur fyrir skoðanir sínar,
hann breytti leikreglunum og
umræðunni og orðum hans
fylgdu athafnir. Hann var áhrifa-
valdur og fyrirmynd sem mark-
aði djúp spor. Hann fylgdi sann-
færingu sinni og sannfærði
samtíð sína. Persónutöfrar Dav-
íðs fylgdu honum hvert fótmál
hans.
Milli fjölskyldna okkar ríkti
dýrmæt vinátta. Við systur nut-
um góðs af þeirri vináttu. Hon-
um var annt um velferð okkar og
hvatti okkur til dáða. Gæða-
stundir með Davíð bar aldrei
skugga á.
Að leiðarlokum þökkum við
Davíð Scheving samfylgdina
ómetanlegu. Við sendum Stefan-
íu, börnunum og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi minningin um
Davíð Scheving lifa björt og fal-
leg.
Ragnhildur og Jóhanna
Vigdís Hjaltadætur.
Kveðja frá Félagi
kjörræðismanna
Þegar Ísland varð fullvalda
fyrir ríflega einni öld fór fljót-
lega að fjölga í sveit kjörræð-
ismanna erlendra ríkja í landinu.
Í dag eru starfandi yfir sextíu
ræðismenn á Íslandi með starfs-
stöðvar víða um land sem sinna
mikilvægri aðstoð við erlenda
ríkisborgara þegar sendiráði
heimalandsins er ekki til að
dreifa, en hafa auk þess ákveðna
frumkvæðisskyldu varðandi
samskipti á sviði viðskipta og
menningar.
Davíð Scheving Thorsteinsson
var skipaður ræðismaður fyrir
Írland árið 1977 eftir sviplegt
fráfall Ásgeirs Magnússonar og
ári síðar aðalræðismaður.
Gegndi hann starfi ræðismanns í
ríflega fjörutíu ár eða lengur en
nokkur annar Íslendingur að
þeim Arent Claessen og Karli
Þorsteins undanskildum. Hann
sat í stjórn Félags kjörræðis-
manna í tuttugu og sjö ár, þar af
síðustu átta árin sem formaður
félagsins. Skipaði hann það sæti
með þeim áreynslulausa mynd-
ugleik sem honum var í blóð bor-
inn.
Davíð Scheving var einkar vel
til þess fallinn að gegna starfi
ræðismanns og síðar að vera í
forsvari fyrir félag þeirra. Kom
þar margt til. Hann var aðsóps-
mikill og glæsilegur á velli en
jafnframt glaðsinna og einstak-
lega hlýr í viðmóti. Kraftmikill
persónuleiki hans laðaði fólk að
honum og gerði hann ósjálfrátt
að miðpunkti og hróki alls fagn-
aðar. Hann kunni öðrum fremur
þá tvöföldu list að segja frá – en
einnig að hlusta og láta viðmæl-
endum sínum eftir sviðið.
Þótt Davíð Scheving hafi um
langt skeið verið forystumaður
og frumkvöðull í íslensku sam-
félagi bar aldrei á því að hann
teldi að sú staða ætti að skapa
honum einhverja sérstöðu um-
fram aðra. Samkennd hans með
öðru fólki með ólíkan bakgrunn
hans eigin reyndist honum enda
mikilvægt veganesti í starfi ræð-
ismanns, ekki síst gagnvart þeim
sem stóðu á einhvern hátt höll-
um fæti eða áttu á brattann að
sækja.
Fyrir hönd Félags kjörræðis-
manna á Íslandi færi ég fjöl-
skyldu Davíðs Schevings samúð-
arkveðjur starfssystkina hans er
minnast nú mikilhæfs félaga að
leiðarlokum.
Ögmundur Skarphéðinsson
formaður.
Það var á tímum þegar hug-
takið nýsköpun var ekki komið
fram. Og flestar hugmyndir sátu
fastar í þjóðfélagi sem hreyfðist
hægt. Sagt var að svo mikill ár-
angur hefði nást áratugunum á
undan, eins og frjáls innflutning-
ur á eplum, að það væri allt í lagi
að þokast hægt áfram. Þetta var
í upphafi níunda áratugarins og
mín kynslóð að klára framhalds-
skóla og óþolinmóð.
Davíð Scheving Thorsteinsson
virtist þó skilja betur þessa óþol-
inmæði okkar en flestir sam-
ferðamenn hans. Hann stóð upp
úr skaranum; hávaxinn og glæsi-
legur maður sem sífellt kom á
óvart með hreinskiptnar skoðan-
ir og baráttu fyrir ýmsum frels-
is- og framfaramálum, stórum og
smáum. Hann kynnti „róttækar“
hugmyndir um að allir ferða-
menn ættu að fá að kaupa áfengt
öl í fríhöfninni, Íslendingar gætu
keppt við alþjóðleg gosdrykkja-
merki, flutt út íslenskt vatn í
stórum stíl og svona mætti lengi
telja.
Ég man vel eftir því þegar
hann fór að setja hálfgert appels-
ín í litlar fernur og kalla það
Svala. Það þótti mörgum und-
arlegt. Auglýsingarnar fyrir
Svala voru framúrstefnulegri en
við áttum að venjast. Þær og
auglýsingar Iðnaðarbankans um
að vera með á nótunum þóttu
bestar. Davíð var reyndar
stjórnarformaður Iðnaðarbank-
ans á þessum árum.
Svo mörgum árum seinna hóf
ég störf hjá Viðskiptaráði Ís-
lands og þar var þá Davíð Schev-
ing partur af starfsliði og enginn
smá partur. Við náðum strax
mjög vel saman. Það var alltaf
gaman að koma í vinnuna á
mánudagsmorgnum í Hús versl-
unarinnar. Þá birtist þessi virðu-
legi maður með sitt glaðlega fas
og einstakt viðmót og hafði þá
haft alla helgina til að upphugsa
eitthvað nýtt. „Hvernig væri að
koma upp tollafrísvæði á Kefla-
víkurflugvelli?“ „Það eru allir að
tala um betri stjórnir í alþjóða-
viðskiptalífinu!“ Svo var farið af
stað í alls kyns pælingar og
hljóðalaust lagði hann með Við-
skiptaráði grunninn að ýmsum
framfaramálum eins og nýjum
stjórnarháttum fyrirtækja og
auknu frelsi í útflutningsmálum.
Eitt sinn fórum við Davíð
saman að kynna hugmyndir um
frísvæði fyrir stórum sjóði og
eftir fundinn sá ég á svipnum á
honum að eitthvað var að angra
hann. Þegar ég spurði hann hvað
það væri sagði hann mér að í
fundaherberginu hefðu verið
málverk sem hann hefði þurft að
láta frá sér á erfiðum tímum.
Davíð Scheving Thorsteins-
son ánafnaði okkur kynslóðun-
um, sem á eftir komu, einstaka
dýrgripi; framsýni, hugrekki og
þor. Þá munum við varðveita.
Ég votta Steffí og fjölskyldunni
allri mína innilegustu samúð.
Minningin um athafnaskáldið
Davíð Scheving Thorsteinsson
mun lifa.
Þór Sigfússon.
Davíð Scheving Thorsteins-
son var alla tíð í orði og verki
boðberi frelsis og íslenskt sam-
félag á honum margt að þakka.
Hann var brautryðjandi í at-
vinnustarfsemi og snjall mark-
aðsmaður sem kynnti margs
konar nýjungar fyrir lands-
mönnum, en ekki síst var hann
óþreytandi í baráttu sinni fyrir
viðskiptafrelsi og betra rekstr-
arumhverfi.
Davíð var gerður að heiðurs-
félaga Viðskiptaráðs Íslands ár-
ið 2012, eftir áratuga starf í og
fyrir íslenskt viðskiptalíf. Hann
var einn af þessum mönnum sem
virðast hafa fleiri tíma í sólar-
hringnum en annað fólk og þótti
gott að leita til hans. Sumarið
2003 hóf Viðskiptaráð Íslands
vinnu við leiðbeiningar um
stjórnarhætti fyrirtækja og tók
Davíð að sér að leiða það verk-
efni. Um haustið fékk ráðið
Kauphöll Íslands og Samtök at-
vinnulífsins að borðinu með það
fyrir augum að skapa breiða
samstöðu meðal fyrirtækja og
komu leiðbeiningar um stjórn-
arhætti fyrirtækja út í mars
2004. Sýn Davíðs og þeirra sem
stóðu að þessari fyrstu útgáfu
var skýr, eins og kemur fram í
inngangsorðum leiðbeininganna.
Viðskiptalífið ætti sjálft að taka
frumkvæði að því að setja sér
reglur og auka þannig innra eft-
irlit og aðhald innan fyrirtækja.
Á árunum fram að útgáfunni
hafði frelsi í viðskiptum farið
vaxandi og – eins og sagði einnig
í inngangsorðunum – fylgir frelsi
ábyrgð. Höfundum leiðbeining-
anna var umhugað um að fyrir-
tækin öxluðu þá ábyrgð og var í
þessari fyrstu útgáfu réttilega
bent á að með því að auka traust
hluthafa, starfsmanna, við-
skiptavina og almennings mætti
skapa fjölmörg tækifæri til
lengri tíma litið. Þannig væri
gagnkvæmt traust almennings
og viðskiptalífs lykill að bættri
samkeppnisstöðu Íslands og
betri lífskjörum. Þótt leiðbein-
ingarnar hafi síðan verið endur-
skoðaðar og endurútgefnar með
reglubundnum hætti var þarna
lagður ákaflega mikilvægur
grunnur að starfsreglum um
betri stjórnarhætti.
Við hjá Viðskiptaráði Íslands
minnumst Davíðs Scheving
Thorsteinssonar með virðingu
og þakklæti og votta ég fjöl-
skyldu hans samúð fyrir hönd
ráðsins.
Ari Fenger, formaður
Viðskiptaráðs Íslands.