Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 ✝ Erna Sigríður Helgadóttir fæddist á Eskifirði 23. febrúar 1938. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað 14. apríl 2022. Foreldrar hennar voru Helgi Pálsson, f. 26. júní 1895, d. 12. desember 1980, og Mekkín Kristjana Guðnadóttir, f 7. febrúar 1913, d 23. janúar 1993. Erna giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Rögnvari Ragn- arssyni verkstjóra, 12. júní 1960. Börn Ernu og Rögnvars eru: 1) Grétar skipstjóri, f. 11. janúar 1957, búsettur á Reyðarfirði, sam- býliskona Inga Rún Beck fé- lagsráðgjafi. Börn Grétars og Guð- rúnar Lilju Eðvarðsdóttur, d. 9. apríl 2016, af fyrra hjónabandi eru Erna, Eðvarð og Rögnvar. 2) Guð- rún, f. 30. júlí 1960, sambýlismaður Björgúlfur Kristinsson bílstjóri. Barn Guðrúnar er Tinna Alavis. Barnabarnabörnin eru sjö talsins. Erna fór snemma að vinna við fiskvinnslustörf en lengst af vann hún sem leikskólakennari í leik- skólanum á Eskifirði. Útför Ernu fer fram í Eskifjarð- arkirkju í dag, 25. apríl 2022, klukkan 14. Systkini Ernu voru Haukur Helgi, f. 25. september 1933, d. 26. febrúar 1992; Rafn, f. 19. nóvember 1935, d. 16. desember 2016; Guðni, f. 27. mars 1940, d. 18. júní 2016; Páll, f. 17. sept- ember 1941, d. 28. apríl 2020; Hörður, f. 11. september 1945, d. 18. maí 2014. Eft- irlifandi systir er Kristbjörg María, f. 25. mars 1949. Elsku mamma mín, það hlaut að koma að því að þú tapaðir orrust- unni, en þvílíkur nagli þú varst í þín- um löngu veikindum, alltaf svo já- kvæð og horfðir björtum augum á lífið hvernig svo sem þér leið. Þú varst alltaf svo flott og fín alltaf vel til höfð og hugsaðir svo vel um þig fram á síðasta dag og fórst meira að segja í hárgreiðslu daginn áður en þú fórst í draumalandið. Þú varst fullkomin mamma og amma, allt svo fínt í kringum þig bakaðir besta brauðið og ég á eftir að sakna þess að fá ekki oftar heimabakað hjá þér. En á síðustu mánuðum fengum við okkur kaffi saman í Hulduhlíð og það var gott að koma þangað og þar hittumst við á hverjum degi þegar ég var heima, oftast vorum við þrjú, ég, þú og pabbi að spjalla og nú breytist ýmisleg hjá okkur og sá vani er farinn en ég veit að sökn- uðurinn er mikill hjá þeim gamla því hann var svo duglegur að heim- sækja þig og svo góður við þig, nú fer ég bara aftur að venja komur mínar á Steinholtsveginn eins og ég gerði áður en þú fórst þaðan, það var ýmislegt rætt í heimsóknum og þá vildir þú vita allt um barnabörnin og langömmubörnin og svo rædd- um við um skipin og alltaf vildir þú vita hvort strákarnir væru á sjón- um. Oft ræddum við um ferðalög og þá stóð ferðin til Danmerkur alltaf upp úr þegar við fórum öll þangað í tilefni 60 ára afmælis þíns, fórum í tívolí og hittum afkomendur Hauks bróður þíns. Þú hafðir gaman af því að ferðast og sem betur fer fóruð þið pabbi í nokkrar ferðir til útlanda áður en heilsan brast og einnig fórstu með Diddu, þinni bestu vin- konu og nágrannakonu sem þú saknaðir svo mikið eftir að hún dó, í borgarferðir. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn kom aldrei annað til greina en að skíra í höfuðið á þér og þið urðuð svo góðar vinkonur nöfnurnar alla tíð, barnabörnin dýrkuðu þig og Erna mín og Tinna voru mikið hjá ykkur og ég veit að söknuður þeirra er mikill og sár. Öll börn voru hrifin af þér og ég veit ekki hvað ég hef heyrt marga sem voru á leikskólanum hjá þér tala um hvað þú hafir verið góð við þau. Í minningunni varst þú dugnaðar- forkur alla tíð, vannst við að salta síld frá morgni til kvölds og um helgar á síldarárunum miklu þegar við vorum krakkar og stundum komum við Guðrún að hjálpa og fannst gaman að setja í tunnurnar með þér. Nú er komið að leiðarlok- um hjá okkur elsku mamma og von- andi hittir þú bræður þína, ömmu og afa og Diddu vinkonu þína í draumalandinu. Bænin sem þú lést okkur alltaf fara með þegar við vor- um lítil kemur nú oft upp í hugann á mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Bless elsku mamma mín. Grétar Rögnvarsson Elsku amma mín, það er ekki sjálfgefið að eiga ömmu fram á fimmtugsaldurinn. En ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að geta notið samvista við þig þar til ég varð 41 árs. Minningarnar eru margar, og allar góðar. Hugurinn reikar aftur í tímann, sérlega eru jól og áramót æsku minnar minnisstæð, alltaf allt í föst- um skorðum, hefðirnar góðar. Í æsku minni voru kökuborð og góð- ur ömmumatur sérlega minnis- stæð, perutertan, jarðarberjatert- an og brúnsan þín sérlega minnisstæðar, svo ég tali nú ekki um lagkökuna sem var einstaklega góð. Steinholtsvegur 9 var alltaf op- inn okkur barnabörnunum og ávallt tekið einstaklega vel á móti þeim er þar komu, „viltu ekki eitt- hvað geskur, á ég að smyrja handa þér brauð?“ var spurt og þaðan fór maður aldrei svangur, það var ekki til umræðu, við máttum aldrei líða nokkurn skort, fyrir því var séð. Árið 2003 fórum við öll fjölskyld- an til Danmerkur saman og var það einstaklega skemmtileg og eftir- minnileg ferð sem ég mun minnast alla tíð. Fjölskyldan okkar er ekki stór og er einstaklega samheldin, það ber að þakka fyrir þegar að leið- arlokum kemur, árið 2016 knúði sorgin dyra og stóðuð þið afi þétt við bakið á okkur, enda var fráfall móður minnar og tengdadóttur þinnar öllum mikill harmdauði, mér er einstaklega minnisstætt hversu sorgmædd og brotin þú varst. þú hafðir einstaklega gott jafn- aðargeð, og þegar að brottfarar- degi þínum kom hafði ég á orði við pabba og Gunnu að ég hefði aldrei séð þig í slæmu skapi, enda ávallt jákvæð og nærvera þín einstök hvað það varðar. síðustu árin glímdirðu við veik- indi sem höfðu mikil áhrif á daglegt líf, en alltaf varstu jákvæð og í léttu skapi. Þegar yngsti sonur minn fæddist vildi ég skíra hann í höfuðið á þér, það áttirðu svo sannarlega skilið, enda varstu ánægð með það. Nú slokknar ljósið sem að skinið hefur svo skært og lýst upp líf svo margra. En minninguna munum ávallt ég og þú geyma í hjarta okkar. Við kveðjum þig með sárum söknuði. Því þú gafst okkur svo margt. Nú leggur þú af stað. Í þitt hinsta ferðalag. Nú ég kveð þig. Góða ferð, til almættis. Ég bið að heilsa. Góða ferð í paradís. Við höldum áfram en sporin eru þung. Það er svo tómlegt án þín. En er ég hugsa um allt það góða sem þú gafst mér. Þá fyllist ég af gleði. Gangi lífsins fær enginn breytt né flúið örlög sín. Nú leggur þú af stað. Í þitt hinsta ferðalag. Nú ég kveð þig. Góða ferð, til almættis. Ég bið að heilsa. Góða ferð í paradís. Elsku amma mín, ég er afskap- lega þakklátur fyrir þig og þú munt lifa sterkt í minningunni, takk fyrir allt elsku amma mín, við höldum ut- an um elsku afa. Eðvarð Þór Grétarsson. Elsku amma mín, ég á svo fal- legar minningar um þig. Þú varst einstök og glæsileg kona, sérstak- lega hlý og barngóð. Þú varst alltaf til staðar og við vorum svo heppin að eiga þig að. Ég er þakklát fyrir öll góðu árin okkar saman á Eski- firði en hjá þér leið mér alltaf vel. Það var yndislegt að eiga ömmu á leikskólanum þegar ég var að alast upp. Ég man að öll hin börnin litu líka á þig sem ömmu og soguðust að þér. Þú kenndir mér svo margt og varst mér mikil fyrirmynd. Það er svo sárt að þurfa kveðja þig amma mín. Ég mun alltaf elska þig. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Þín Tinna. Nú er elsku besta amma mín farin frá okkur, betri ömmu hefði ég aldrei getað hugsað mér, ég var einhvern veginn svo heppin að fá eiginlega auka sett af foreldrum í ömmu og afa, hjá þeim mátti ég alltaf vera og bjó hjá þeim um tíma, ömmu og afa hús hefur í mín- um huga alltaf vera best. Amma var ekki flutt á hjúkrunarheimilið þegar ég kom þar síðast fyrir um ári síðan svo það verður ógurlega skrýtið að koma núna. Ég á svo góðar minningar um ömmu, mér fannst alltaf svo gaman að fylgjast með henni að naglalakka sig við eldhúsborðið og spjalla þegar ég var lítil, og líka svo gaman að spjalla við hana á meðan hún straujaði, amma var alltaf fín og flott og vel til höfð og það var henni mikilvægt og ég veit að hún var það til síðasta dags, og alltaf svo já- kvæð, amma bakaði bestu og flött- ustu kökurnar og einhvern tímann höfðum við frænkurnar á orði að það væri eins og þær bara birtust fyrirhafnarlaust inni í eldhúsinu hennar. Við amma vorum alltaf miklar vinkonur og þóttum oft ansi líkar í okkur enda var hún mér mikil fyrirmynd að mörgu leyti, þegar við spjölluðum saman var það alltaf eins og spjall milli vin- kvenna á sama aldri alveg sama þó hún væri að eldast þá var eins og ég væri að spjalla við jafnöldru mína, hún sagði við pabba í nánast hvert skipti sem hann heimsótti hana að hún þyrfti að fara að heyra í nöfnu sinni, og ég sagði við pabba kvöldið áður en hún kvaddi að ég ætlaði að hringja í hana daginn eft- ir en það varð því miður ekki af því símtali. Það verður erfitt að heyra ekki í henni meir og ég mun sakna hennar ógurlega og það verður svo tómlegt hjá elsku besta afa mínum að hafa ekki Ernu sína lengur, þau voru alla tíð óaðskiljanleg. Nú er amma komin í sumarland- ið þar sem sólin skín örugglega alla daga og við höfum alltaf átt það sameiginlegt að elska sólina, henni hefur verið þar vel fagnað af for- eldrum sínum og bræðrum sem voru henni alltaf svo kærir og mömmu, þær voru svo góðar vin- konur. Við sjáumst elsku amma þegar minn tími kemur. Englar eins og þú: Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Erna Hrund Grétarsdóttir. Erna Sigríður Helgadóttir ✝ Ingigerður Dóra Þorkels- dóttir fæddist 8. október 1931 á Hólmavík. Hún lést 13. apríl 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- kell Hjaltason kennari, f. 6. júní 1903 á Gilsstöðum í Selárdal á Ströndum, d. 11. mars 1987 í Reykjavík, og kona hans, Sigríður Tómasdóttir saumakona, f. 11. júní 1903 á Spáná í Unadal í Skagafirði, d. 5. janúar 1986 í Stykkishólmi. Systkini Ingigerðar eru Auður, f. 19. september 1933, d. 21. mars 1999, húsmóðir á Akra- nesi, Hjalti, f. 21. desember 1943, prestur á Akureyri, og Tómas, f. 11. mars 1949, búsett- ur í Bandaríkjunum. Ingigerður Dóra giftist 11. október 1952 Óla E. Björnssyni, kennara og síðar skrifstofu- manni, f. 17. apríl 1926 á Smá- hömrum í Steingrímsfirði, d. 20. febrúar 2013 á Hólmavík. Börn Ingigerðar og Óla eru 1) Úlrik, f. 4. júní 1952, d. 8. apríl 2008, kvæntur Margréti Á. Halldórsdóttur, f. 1. janúar 1951. Börn þeirra eru a) Andri, f. 13. janúar 1977, kvæntur Ás- dísi Kjartansdóttur, f. 27. októ- ber 1978. Þeirra börn eru Emma, f. 25. ágúst 2003, Kjart- an Úlrik, f. 30. janúar 2007, og Anna, f. 13. júní 2010, en áður átti Andri Gabríel, f. 6. júlí 1997, d. 1. nóvember 1997, og Agnesi, f. 11. febrúar 1999, með Dögg Hjaltalín, f. 22. febrúar 1977. b) Halldór Óli, f. 29. mars 1981, kvæntur Hildigunni Helgadóttur, f. 5. september 1983. Þeirra börn eru Hekla Margrét, f. 15. nóvember 2006, og Helgi, f. 10. ágúst 2012. Áð- ur átti Úlrik son- inn Örn, f. 12. mars 1976, með Kristínu G. Jóns- dóttur, f. 27. júní 1950. 2) Þorkell Örn, f. 23. sept- ember 1953. 3) Björn Valur, f. 25. september 1954, kvæntur Dísu Pálsdóttur, f. 10. mars 1937, d. 7. febrúar 2012. Seinni kona hans er Kristina Musiichenko, f. 9. maí 1970. 4) Sigríður, f. 15. maí 1960, gift Gunnlaugi Bjarnasyni, f. 8. desember 1950. Ingigerður Dóra gekk í barnaskóla á Hólmavík þar sem kennarar hennar voru Guðveig Brandsdóttir og Jón Krist- geirsson. Árin 1945-1947 stund- aði hún nám við Reykjaskóla í Hrútafirði og vann næsta vetur í eldhúsi á heimili fyrir fólk með þroskahömlun á Klepp- járnsreykjum í Borgarfirði. Hún gekk síðan í Húsmæðra- skóla Borgfirðinga á Varma- landi veturinn 1949-1950. Hún vann hjá Kaupfélagi Stranda- manna til 1952 og var húsmóðir á Hólmavík 1952-1958. Árið 1958 fluttist fjölskyldan til Keflavíkur og til Akraness 1963. Þar bjuggu þau hjón fram til ársins 2011, er þau fluttust aftur til Hólmavíkur. Ingigerð- ur Dóra vann á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi frá því skömmu eftir stofnun þess, þ.e. frá júlí 1978, með fastráðningu frá 9. ágúst 1978, og hætti þar störfum 31. maí 1999. Síðustu fimm árin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Hólmavík. Útför hennar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 25. apríl 2022, kl. 13. Nú er móðir okkar, Ingigerð- ur Dóra Þorkelsdóttir, eða Inga Dóra, eins og hún var löngum nefnd, fallin frá. Síðustu árin voru henni að ýmsu leyti erfið eftir nokkur áföll. Sem betur fer átti hún þó góða að á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík, en þar dvaldi hún frá árinu 2017. Við þökkum öllu starfsfólki þar kærleiksríka og þolinmóða umönnun, einkum síðustu mánuðina. Móðir okkar var þeim sjálf afar þakklát fyrir hvaðeina. Það er mikil blessun þessari þjóð að eiga það ein- valalið sem velst til slíkra starfa. Svo vill til að móðir okk- ar vann sjálf í um tuttugu ár á Dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi meðan hún bjó þar, svo hún þekkti af eigin raun hvað þarf til að sinna slíkum verkum. Þegar þessari áratuga sam- fylgd okkar lýkur er okkur systkinum þökk og gleði efst í huga fyrir að hafa átt svo góða móður, og föður raunar líka. Það rifjaðist upp fyrir okkur nýlega að aldrei heyrðum við foreldra okkar deila eða hækka róminn hvort við annað, þau voru ekki þeirrar gerðar. Það var jafnaðarlega glatt yfir fjöl- skyldunni og þar átti móðir okkar stóran hlut að. Þegar unglingsárin víðfrægu runnu upp var okkur gefinn laus taumur og ekki stjórnað með tilskipunum og bönnum, og það blessaðist allt furðanlega. Móðir okkar fylgdist vel með fréttum allt til hins síðasta og las mikið, bæði á íslensku og dönsku. Þótt hún væri ekki skáldmælt eins og móðir henn- ar, Sigríður Tómasdóttir, hafði hún gaman af hvers kyns kveð- skap, hélt dagbók árum saman og var orðsins kona. Að henni stóðu traustir stofnar, einn for- feðra hennar var Sveinn Sölva- son, lögmaður á Munkaþverá, og annar tengdasonur hans, Þorkell Ólafsson, dómkirkju- prestur á Hólum um tíma. Það er svo talsverð gráglettni örlag- anna að Sveinn vildi helst taka upp dönsku sem tungu Íslend- inga, og Hólaskóli var lagður niður í tíð Þorkels og bókasafn- ið selt. Það er okkur bræðrum minn- isstætt þegar við vorum eitt sinn á gangi barnungir í Kefla- vík í peysum sem móðir okkar hafði prjónað. Þá vék sér að okkur kona nokkur sem gat ekki orða bundist af aðdáun á flíkum okkar. Eins og nærri má geta réðum við okkur naumast fyrir stolti. Og þannig var raun- ar alla tíð þegar móðir okkar átti í hlut, hún var í svo mörgu aðdáunarverð, mátti ekkert aumt líta, var umtalsgóð og sannorð. Hún var barngóð svo af bar og reyndi af mætti að hygla ömmubörnum sínum og seinna langömmubörnum, eink- um með flíkum sem hún vann sjálf. Árum saman prjónaði hún býsnin öll af peysum og sokk- um og öðrum plöggum handa börnum og sendi Rauðakross- deildinni á Akranesi, sem sá svo um að koma því áleiðis til þurfandi fólks í löndum Austur- Evrópu, einmitt þeirra sem nú þjást af völdum hörmulegra og tilgangslausra átaka. Þar er talsverður munur á ráðagerð, hún að hjálpa af heilindum, stríðsherrarnir að drepa af illsku. Við börn hennar þökkum móður okkar að leiðarlokum kærleiksríka og góða samfylgd sem enginn blettur fellur á. Hún sofnaði í friði miðvikudag- inn 13. apríl síðastliðinn. Guð blessi minningu hennar. Þorkell Örn, Björn Valur og Sigríður. Ingigerður Dóra Þorkelsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN ANNA HERMANNSDÓTTIR, Neskaupstað, lést þann 6. apríl eftir skammvinn veikindi. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Runólfur Elís Axelsson Óttar Kári Runólfsson Jóhann Elís Runólfsson Eygló Reykjalín Linda María Emilsdóttir Heiðrún Ásta Torfadóttir Hafþór Freyr Jóhannsson Brynjar Daði Óttarsson Hrafntinna Ýr Jóhannsdóttir Sigurbjörg Eyrós Jóhannsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR húsmæðrakennari, lést á Hrafnistu á Laugarási sumardaginn fyrsta, 21. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. maí kl. 13. Egill Benedikt Hreinsson Áslaug Ásgeirsdóttir Kristján Jónasson Elín G. Helgadóttir Aðalbjörg Jónasdóttir Helgi Árnason Gunnlaugur Jónasson Sólveig Jóhannesdóttir Áslaug Jónasdóttir Þórir Magnússon barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.