Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
40 ÁRA Hrafn ólst upp í Kópavogi og Dan-
mörku en býr í Mosfellsbæ. Hann er stjórn-
málafræðingur frá HÍ og með MBA frá Við-
skiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hrafn
er vörustjóri hjá Controlant. „Við framleiðum
mælitæki og vöktum hitastig matvæla og lyfja
í rauntíma,“ en Controlant þjónustar m.a. Pfi-
zer og hefur verið í veldisvexti undanfarin ár.
„Ég kláraði öll félagsstörfin þegar ég var
15-30 ára,“ segir Hrafn aðspurður. „Við vor-
um að byggja hús og núna er ég að lifa draum
úthverfapabbans og hjóla þegar ég hef tíma
til, bæði á götuhjóli og fjallahjóli.“
FJÖLSKYLDA Sambýliskona Hrafns er Rakel Sveinsdóttir, f. 1984, rekstr-
arstjóri hjá Avis bílaleigu. Börn þeirra eru Bjarki, f. 2013, og Vera, f. 2017.
Foreldrar Hrafns eru Árný Inga Pálsdóttir, f. 1956, skólastjóri í Borgaskóla,
og Stefán Guðmundsson, f. 1956, bóndi í Ásaskóla í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi.
Hrafn Stefánsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það færi best á því að þú sýndir
hlutleysi í deilu vina þinna. Í kvöld væri
upplagt að gera sér glaðan dag í góðra
vina hópi.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú gerir þér grein fyrir því að
samband þitt við einhvern þarf að breyt-
ast. Skoðanir þínar taka nýja stefnu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú verður að taka að þér
stjórnina á ákveðnu verkefni, því annars
verður það aldrei til lykta leitt. Styrkur
þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum
hindrunum úr vegi.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ástvinir þarfnast aðstoðar til
þess að yfirvinna neikvæðni. Hreyfingin
er holl og samvistin við náttúruna gef-
andi og græðandi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Einhver sem stærir sig af mætti
sínum, efast um hann innst inni. Taktu
upp hanskann fyrir vin sem á erfitt.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú nýtur þess að versla núna,
ekki síst þess að kaupa eitthvað handa
þér. Gerðu gott úr því sem fyrir er.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt þér séu allir vegir færir þarft
þú eins og aðrir að fá hrós og uppörvun
af og til. Settu markið nógu hátt.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Stundum eru það aðeins
smáatriði sem standa í veginum fyrir því
að árangur náist. Tilfinningar þínar eiga
það til að gjósa upp þegar síst skyldi.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft á hvíld að halda.
Láttu alla hlutaðeigandi í vissu verkefni
koma með hugmyndir og finndu svo
lausn sem allir geta sætt sig við.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú skynjar að eitthvað hefur
komið upp á milli þín og góðs vinar.
Hættu að gera lítið úr sjálfum/sjálfri
þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú kemst ekki hjá því að
hagræða í lífi þínu á næstunni. Minntu
aðra á þig og þína hæfileika. Þú stenst
prófraun sem einhver leggur fyrir þig.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú ert í aðstöðu til að dæma, en
ekki gera það. Hlustaðu á fólk með opn-
um huga. Öll óveðursský sem höfðu
hrannast upp hverfa og þú lítur tilveruna
björtum augum.
bankanum og hóf störf hjá Lands-
bankanum í desember árið 2003 og
vann þar sem aðstoðarmaður banka-
stjóra, sérfræðingur og deildarstjóri
og forstöðumaður á einstaklingssviði
þar til hún varð útibússtjóri í útibúi
Landsbankans í Hamraborg í maí
2018.
„Þessi ár sem ég hef unnið í banka-
geiranum hafa verið mjög lærdóms-
rík en gífurlegar breytingar hafa orð-
ið á bankaþjónustu á þessum tíma.
Ég hef gegnt stjórnunarstöðu í um 15
ár og kröfur til stjórnenda hafa einnig
breyst mikið samhliða og hafa undan-
farin ár snúist að mestu leyti um
breytingastjórnun og að leiða sam-
starfsmenn í gegnum breytingar.
Þrátt fyrir að stjórnunarstarfið hafi
og ég væri þá ekki að eyða óþarfa
tíma ef ég skyldi svo uppgötva að
áhuginn lægi annars staðar. Við
keyptum okkar fyrstu íbúð í Grafar-
voginum á 6,7 milljónir þegar ég byrj-
aði í Tækniskólanum, en íbúðaverð
hefur víst hækkað örlítið síðan þá.“
Í 25 ár í fjármálageiranum
„Ég útskrifaðist sem iðnrekstrar-
fræðingur af framleiðslusviði í janúar
1996, þá ólétt af fyrra barninu okkar.
Ég byrjaði svo í Búnaðarbankanum
árið 1997 sem sérfræðingur þegar
fæðingarorlofinu lauk og hef síðan þá
alltaf unnið í fjármálageiranum og á
einmitt 25 ára starfsafmæli á þessu
ári.“
Sigrún hætti störfum í Búnaðar-
S
igrún Sæmundsdóttir er
fædd 25. apríl 1972 á Höfn
í Hornafirði og ólst þar
upp. „Ég fæddist í
Brautarholti, heima hjá
ömmu og afa, en við bjuggum þar
fyrstu mánuðina þar til við fluttum á
Norðurbrautina þar sem ég bjó þar
til ég flutti að heiman. Pabbi hafði að
mestu byggt húsið sjálfur og þá var
ekkert verið að stressa sig á máln-
ingu, gólfefnum eða hurðum. Þetta
kom allt með kalda vatninu og eftir
því sem efni leyfðu.
Það var frábært að alast upp á
Höfn, í litlu samfélagi þar sem allir
þekktu alla. Frelsið var algert og allt í
göngufæri. Ég á góðar minningar frá
sumrunum þar sem krakkarnir hóp-
uðust út í ýmsa leiki, svo sem eina
krónu, brennó og skotbolta. Þá var
leikið úti frá morgni til kvölds en eng-
ar leikjatölvur voru að trufla og ekk-
ert sjónvarp var á fimmtudögum.“
Á sumrin var Sigrún í unglinga-
vinnunni og svo á humarvertíð hjá
frystihúsi Kaupfélags Austur-Skaft-
fellinga (KASK) á fermingarárinu.
„Ég vann svo eftir það lengst af hjá
KASK á Vesturbrautinni og leysti
þar verslunarstjórann af á sumrin
sem var fyrsta reynslan mín af
stjórnunarstörfum. Ég var aldrei
brjálaður djammari en það var mikið
í boði fyrir ungt fólk á þessum árum
og sveitaböllin í Sindrabæ og Lóns-
ball í Lóninu eru sérstaklega minnis-
stæð. Ég og Bjössi, maðurinn minn,
kynntumst einmitt á balli í Sindrabæ
þegar ég var 15 að verða 16 og höfum
verið saman síðan eða í um 34 ár og
gift í 27.“
Sigrún gekk í Grunnskóla Horna-
fjarðar, tók unglingastigið í Heppu-
skóla, gagnfræðaskólanum á Höfn,
og fór svo um haustið til Reykjavíkur
í Menntaskólann við Sund og útskrif-
aðist þaðan af stærðfræði/eðlisfræði-
braut vorið 1992. „Ég átti mjög erfitt
með að ákveða hvað ég vildi verða
þegar ég yrði stór en ég taldi að við-
skiptatengt nám myndi henta mér.
Ég hef alltaf verið frekar praktísk og
ákvað því að fara frekar í iðnrekstrar-
fræðina í Tækniskólanum en í Há-
skólann og var það aðallega þar sem
námið var bara tvö ár í stað fjögurra
oft verið krefjandi þá veit ég ekkert
skemmtilegra en að styðja frábært
fólk í að vaxa og dafna í starfi svo ég
virðist hafa fundið mína hillu í lífinu
sem stjórnandi.“
Sigrún útskrifaðist frá Háskólanum
í Reykjavík vorið 2006 með BS-próf í
viðskiptafræðum og sem markþjálfi
með áherslu á stjórnendamarkþjálfun
frá HR 2017. „Ég stunda nú meist-
aranám við Háskólann á Bifröst í for-
ystu og stjórnun, stefni að útskrift í
febrúar 2023 og er þá hætt í bili.
Mér líður langbest þegar ég er með
marga bolta á lofti og þegar það er
mikið að gera en boltarnir virðast þó
stundum verða of margir af einhverri
ástæðu. Ég hef fengið nokkrar ábend-
ingar, svo sem frá mínum nánustu, um
að ég gæti verið með ADHD en ég
held að það sé bara vitleysa. Ég myndi
segja að ég væri mjög skipulögð sem
hjálpar til þegar margt er í gangi og
tímastjórnunin þarf að vera í lagi.
Minn helsti galli er mikil fullkomn-
unarárátta sem ég hef þó náð að
dempa aðeins með árunum. Þegar ég
hef gengið aðeins of mikið á orku-
birgðirnar veit ég ekkert betra en að
henda mér upp í sófa og horfa á góða
mynd eða þátt, já og borða fullt af
nammi, en ég hef alltaf verið mikill
nammigrís.
Ég er mikil fjölskyldumanneskja og
það eina sem er betra en að vera
mamma er að vera amma. Ég hef allt-
af haft mikinn áhuga á innanhúss-
hönnun og veit ekkert skemmtilegra
Sigrún Sæmundsdóttir, útibússtjóri í Landsbankanum í Hamraborg – 50 ára
Fjölskyldan Sigrún, Anna Lilja, Sigurður Gylfi og Björn.
Líður best með marga bolta á lofti
Bankalífið Sigrún hefur verið útibússtjóri í Hamraborg frá 2018.
Amman Sigrún og Melkorka Blær.
Til hamingju með daginn
Grenivík Eldey Amelía Jónsdóttir
fæddist 5. september 2021 kl. 0.28.
Hún vó 3.660 g og var 50 cm löng.
Foreldrar hennar eru Steinunn Laufey
Kristjánsdóttir og Jón Kjartansson.
Nýr borgari
Góð heyrn glæðir samskipti
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is