Morgunblaðið - 06.05.2022, Side 6
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rúmlega sex þúsund frambjóðendur
reyna nú að ganga í augun á þeim lið-
lega 277 þúsund íbúum landsins sem
eru á kjörskrá í sveitarfélögum
landsins. Svarar það til þess að 2,4%
kosningabærra manna séu í framboði
eða 1,7% landsmanna þar sem hvert
mannsbarn er talið.
Kosið verður til sveitarstjórna í 62
sveitarstjórnum eftir níu daga, laug-
ardaginn 14. maí. Sú breyting hefur
orðið eftir gildistöku nýrra kosninga-
laga að kjósa skal annan laugardag í
maí en áður var kosið fjórða laugar-
dag í maí, í báðum tilvikum miðað við
að kjördag bæri ekki upp á laugar-
dag fyrir hvítasunnu. Ástæðan fyrir
því að kjördagurinn var fluttur fram
um tvær vikur er sú að það þótti of
seint að láta nýjar sveitarstjórnir
taka við völdum um miðjan júnímán-
uð, með tilliti til sumarleyfa. Sá tíma-
frestur er óbreyttur, það er að segja
15 dögum eftir kjördag, sem þýðir að
valdaskiptin munu fara fram 29. maí í
ár.
Sveitarfélögin í landinu verða 64
eftir kosningar. Ástæðan fyrir því að
aðeins verður kosið í 62 er sú að
aðeins einn listi kom fram í Sveitar-
félaginu Skagaströnd og Tjörnes-
hreppi og var fólkið á honum því
sjálfkjörið. Er því ljóst hverjir muni
taka sæti í þeim sveitarstjórnum 29.
maí.
Bundið og laust
Lögin kveða á um að almennt skuli
fara fram bundnar kosningar til
sveitarstjórna, það er að segja að
kosið verði á milli lista. Ef ekki kem-
ur fram listi verði kosið óbundið. Það
þýðir að allir íbúar viðkomandi sveit-
arfélags eru í framboði, nema þeir
sem setið hafa í sveitarstjórn og
skorast undan kjöri. Þeir sem þannig
eru kjörnir eru því skyldugir til að
taka sæti í sveitarstjórn, hvort sem
þeir hafa sóst eftir því eða ekki. Rétt
er að geta þess að ekki er hægt að
setja neinn á framboðslista án hans
samþykkis. Við þessar kosningar
fara listakosningar fram í 51 sveitar-
félagi en sjálfkjörið er í tveimur
þeirra, eins og fyrr segir. Í framboði
eru 3.209 einstaklingar á 179 fram-
boðslistum. Aðeins 401 sæti er í boði.
Óbundnar kosningar verða í 13 sveit-
arfélögum og þar er 3.191 íbúi. 34
þeirra hafa skorast undan kjöri, sam-
kvæmt heimild í lögum, og eru því
3.157 í kjöri.
Flótti í kjörstjórnum
Vegna strangra hæfisreglna í nýju
kosningalögunum, sérstaklega
ákvæði um tengsl við frambjóðendur,
hafa margir reyndir kjörstjórn-
armenn hætt að starfa við kosning-
arnar þótt í sumum tilvikum séu
tengslin afar lítil. Var þetta talið sér-
staklega viðkvæmt í minni sveitar-
félögum þar sem óbundnar kosn-
ingar fara fram og allir íbúar eru því í
framboði. Landskjörstjórn túlkaði
lögin þannig að hæfisskilyrðin ættu
ekki við þar. Það dró úr vandamálum,
í bili að minnsta kosti, en ef mjótt
verður á munum er hugsanlegt að á
þessa túlkun verði látið reyna fyrir
dómstólum eftir kosningar. Þegar
þessi mál komu upp var talið of seint
að breyta lögunum. Nýtt fólk var
kosið í kjörstjórnir. Dæmi er um að
menn séu enn að segja af sér vegna
þessara ákvæða laganna. »10
Sex þúsund manns í framboði
- Kosið verður í 62 sveitarfélögum 14. maí en sjálfkjörið er í tveimur - 2,4% kosningabærra manna
í landinu eru í framboði í raun þótt aðeins hluti þeirra hafi samþykkt að taka sæti á framboðslista
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Vestfirðir Norðurland
vestra
Austur-
land
Vestur-
land
Suðurnes Norðurland
eystra
Suðurland Höfuðborgar-
svæðið
5.259 5.514 7.944 12.450 20.943 23.447 23.754
177.816
Fjöldi kjósenda á kjörskrá
eftir landshlutum
277.127 kjósendur eru á kjörskrá í
sveitarstjórnarkosningunum 14.maí
Þar af
31.703 erlendir
ríkisborgarar,
sem svarar til 11,4%
Karlar Konur Kynsegin/
annað
140.688 136.365
74
Tjörnesingar
í framboði
Tjörnesingar
sem eu ekki í
framboði
1,7% þjóðarinnar er í framboði, hlut-
fallslega flestir í Tjörneshreppi
eða 16% þeirra sem eru á kjörskrá
Einn listi barst í Tjörneshreppi
og er hann sjálfkjörinn
Sömuleiðis er sjálfkjörið á Skagaströnd
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga, Þjóðskrá
25 listabókstafir af 33
bókstöfum í stafrófinu eru
í notkun í kosningunum
Þeir bókstafir sem eru ekki í notkun
í kosningunum núna eru:
Listakosningar
Sveitarfélög 51
Framboðslistar 179
Frambjóðendur 3.209
Sæti í boði 401
Óbundnar kosningar
Sveitarfélög 13
Íbúar 3.191
Ekki í framboði 34
Frambjóðendur 3.157
Sæti í boði 69
6.366 frambjóð-
endur alls
470 sæti í boði
64 sveitarfélög
alls
Ð É Ó R Ú X ÝÆ
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
www.gamafelagid.is
Kosning utan kjörfundar gengur vel,
samkvæmt upplýsingum sýslu-
mannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Um hádegisbil í gær höfðu 3.507 kos-
ið hjá sýslumanninum og tæplega
5.300 á landinu öllu. Er það heldur
minna í heildina en var þegar níu
dagar voru til síðustu almennu kosn-
inga til sveitarstjórna.
Sigríður Kristinsdóttir, sýslumað-
ur á höfuðborgarsvæðinu, segir að
stígandi sé í fjölda þeirra sem greiða
atkvæði þar. Fyrsta daginn hafi um
30 kosið en 530 í fyrradag.
Á árinu 2018 kusu 13.484 utan
kjörfundar hjá sýslumanninum á
höfuðborgarsvæðinu. Þá stóð utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslan í átta
vikur en nú stendur hún í fjórar vik-
ur. Segir Sigríður að svo virðist sem
stytting tímans hafi ekki áhrif í
heildina en fleiri komi til að kjósa á
hverjum degi en þá.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
hjá sýslumanninum á höfuðborgar-
svæðinu fer fram í Holtagörðum, á
annarri hæð, og verður opið þar til
daginn fyrir kjördag. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Holtagarðar Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar kl. 10 til 22.
Stígandi í kosningu
utan kjörfundar
- Kosið í Holtagörðum fram að kjördegi
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR