Morgunblaðið - 06.05.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
GUAVA LÍNAN
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup & á Heimkaup.is
Organic Guava ávöxturinn inniheldur
fjórfalt meira C-vítamín en appelsínur
Gefur húðinni raka, ljóma og orku
Léttur og ferskur sumarilmur
Endurvinnsla er eftirsóknarverð
en hún á sér þó einhver tak-
mörk. Endurvinnsla á óefndum
kosningaloforðum er dæmi um end-
urvinnslu sem seint verður talin til
fyrirmyndar en þó hefur Samfylk-
ingin í Reykjavík ákveðið að fara
þá leið.
- - -
Í leiðara
Viðskipta-
blaðsins í gær var
rifjuð upp ræða
Dags. B. Eggerts-
sonar frá því fyrir
fjórum árum og
hefði engum dottið
annað í hug en að
ræðan hefði verið flutt fyrir þessar
kosningar. Þar sagði borgarstjóri
meðal annars: „Borgarlína, Mikla-
braut í stokk, leikskóli fyrir 12-18
mánaða og húsnæði fyrir ungt fólk
og fyrstu kaupendur eru meðal
kosningamála Samfylkingarinnar í
vor.“
- - -
Viðskiptablaðið segir: „Borgar-
stjórinn sagði á þessum fundi
vorið 2018 að aldrei hefðu fleiri
íbúðir farið í uppbyggingu á
nokkru öðru kjörtímabili í sögu
borgarinnar og átti þá við kjör-
tímabilið 2014 til 2018. Í þessu sam-
bandi má benda á að ástandið á
fasteignamarkaðnum á kjör-
tímabilinu, sem borgarstjóri vísaði
í, var svipað og það er í dag. Við-
varandi skortur á íbúðum á þessum
árum varð til þess að íbúðaverð
hækkaði gríðarlega.“
- - -
Samfylkingin er með stuðningi
ýmissa vinstriflokka búin að
stýra borginni nánast samfellt frá
árinu 1995. Á hverju kjörtímabili
sígur meira á ógæfuhliðina og í
hverjum kosningum er lofað að
gera betur. Árangurinn er húsnæð-
isskortur, umferðartafir og skulda-
söfnun, svo nokkuð sé nefnt. Er
ástæða til að láta reyna aftur á end-
urvinnsluna?
Dagur B.
Eggertsson
Endurvinnslu-
pólitík
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bæjarráð Hornafjarðar fagnaði
flutningi formlegs aðseturs og lög-
heimilis Vatnajökulsþjóðgarðs til
Hafnar á síðasta fundi sínum. Nú eru
höfuðstöðvarnar í Garðabæ og starfa
þar fimm manns, en þær verða fluttar
næsta haust, samkvæmt ákvörðun
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um-
hverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Ákvörðunin var tekin í samráði við
stjórn þjóðgarðsins.
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfa
37 fastir starfsmenn og eru 32 þeirra
á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Á
sumrin bætast við um 80 starfsmenn
sem sinna landvörslu, þjónustu og
fræðslu og eru þau störf öll unnin á
landsbyggðinni.
Í frétt á vef ráðuneytisins segir að
meginstarfsstöðvar þjóðgarðsins séu
á Höfn, Kirkjubæjarklaustri, Skriðu-
klaustri, í Ásbyrgi, Mývatnssveit og
Skaftafelli. Með flutningnum er gert
ráð fyrir að starfsstöðin á Höfn verði
efld þar sem framkvæmdastjóri muni
hafa þar aðalstarfsstöð.
Magnús Guðmundsson, núverandi
framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð-
garðs, mun 1. september nk. flytjast í
starf sérfræðings í ráðuneytinu. Ingi-
björg Halldórsdóttir, staðgengill
framkvæmdastjóra og sviðsstjóri
stjórnsýslusviðs Vatnajökulsþjóð-
garðs, hefur verið sett í embætti
framkvæmdastjóra frá sama tíma
þar til skipað hefur verið í embættið.
„Vatnajökull er ekki á höfuðborg-
arsvæðinu og ég hef aldrei skilið
hvers vegna lögheimili þjóðgarðsins
er á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar
ég er í aðstöðu til að breyta þessu þá
geri ég það og flyt með því mikilvæg
störf á landsbyggðina,“ er haft eftir
ráðherra á heimasíðunni.
Fagna flutningi þjóðgarðsins
- Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs til Hafnar - Mikilvæg störf á landsbyggðina
Um 100 manns koma á dag á heilsu-
gæslustöðvarnar á höfuðborgar-
svæðinu til að fá bólusetningu gegn
Covid-19. Um 200 manns, 80 ára og
eldri, hafa þegið aðra örvunarbólu-
setningu, fjórðu sprautuna á heilsu-
gæslustöðvunum. Slíkar bólusetn-
ingar eru nú að hefjast um allt land.
Hjúkrunarheimilin bólusetja sitt
heimilisfólk með fjórðu sprautunni
og er reiknað með að þær bólusetn-
ingar hefjist nú í maí.
Flestir sem eru með bælt ónæmis-
kerfi eða ónæmissjúkdóma hafa þeg-
ar verið kallaðir inn til að fá fjórðu
sprautuna, að sögn Ragnheiðar Ósk-
ar Erlendsdóttur, framkvæmda-
stjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Fjórir mán-
uðir þurfa að vera liðnir frá síðustu
sprautu áður en fólk fær fjórðu bólu-
setninguna. Það hefur ekki áhrif
þótt fólk hafi nýlega smitast af
Covid-19. „Við viljum endilega að
viðkomandi fái fjórðu sprautuna þótt
hann hafi nýlega fengið Covid,“ seg-
ir Ragnheiður.
Töluvert er um að fólk í öðrum
aldurshópum komi í bólusetningu.
„Það er kominn ferðahugur í fólk og
þá áttar það sig á því að það vantar
örvunarskammtinn til að komast til
annarra landa. Svo kemur alltaf einn
og einn sem er óbólusettur. Mér
sýnist að það sé vel bókað hjá okkur
næstu vikurnar í bólusetningu.“
Hægt er að hringja í heilsugæslu-
stöðvar til að panta tíma eða hafa
samband í gegnum netspjall Heilsu-
veru og bóka bólusetningu.
Um 70 manns koma daglega í
PCR-próf í anddyri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins í Álfabakka.
Hraðpróf eru aðeins í boði á einka-
reknum prófunarstöðvum. Það eru
aðallega ferðamenn sem koma í
PCR-prófin. Þeir eru þá á leið til
landa sem krefjast nýlegrar niður-
stöðu úr slíku prófi. gudni@mbl.is
Áfram bólusett
gegn kórónuveiru
- 80 ára og eldri
fá annan örvunar-
skammt
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Ferðamenn eru oft
beðnir um bólusetningarvottorð.