Morgunblaðið - 06.05.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
Sjómannadagsráð og Hrafnista, sem hafa frá því í
maí 2019 annast stjórn hjúkrunarheimilisins
Skógarbæjar í samstarfi við Reykjavíkurborg,
tóku formlega að fullu við stjórn heimilisins 1.
maí sl.
Í mars 2019 undirritaði sjálfseignarstofnunin
Skógarbær, sem átti og rak samnefnt hjúkrunar-
heimili við Árskóga, skammt frá Mjódd í Reykja-
vík, samning við sjómannadagsráð, eiganda
Hrafnistu, um að Hrafnista tæki við rekstri hjúkr-
unarheimilisins hinn 2. maí 2019. Rekstur og
skuldbindingar starfseminnar hvíldu áfram hjá
Skógarbæ, en Hrafnista tók yfir stjórn og rekstur.
Á samningstímabilinu, sem var til að byrja með
til ársloka 2020, var Skógarbær sjálfstæður hluti
rekstrarsamstæðu sjómannadagsráðs. Í samn-
ingnum fólst einnig nýting og rekstur á hluta af
húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Árskóga, sem
samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin af
Reykjavíkurborg.
Hrafnista tekur við Skógarbæ að fullu
Skógarbær Gengið frá samkomulaginu, sem tók gildi í byrjun maí, frá vinstri: Ari Karlsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Ellý Alda Þor-
steinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Örn Þórðarson, Aríel Pétursson, María Fjóla Harðardóttir, Rebekka Ingadóttir og Oddur Magnússon.
913 einstaklingar með tengsl við
Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega
vernd hér á landi frá áramótum,
þar af 63 á síðastliðinni viku. Alls
hefur 1.391 einstaklingur sótt um
vernd hérlendis það sem af er ári
og eru Úkraínumenn því í miklum
meirihluta hvað umsóknir varðar.
Þetta kemur fram í stöðu-
skýrslu landamærasviðs ríkislög-
reglustjóra. Næstflestir eru ein-
staklingar með tengsl við
Venesúela. Þeir eru 274 talsins.
Alls hafa einstaklingar frá 36
löndum sótt um alþjóðlega vernd
hér á landi á árinu. Samkvæmt
skýrslunni hefur fjöldi fólks á
flótta frá Úkraínu til landa Evr-
ópusambandsins dregist saman á
síðustu vikum.
„Fyrstu tíu dagana eftir að
átökin í Úkraínu hófust var fjöld-
inn 180.000 manns á dag sem síð-
an fækkaði niður í að meðaltali
50.000 manns á dag. Undanfarnar
tvær vikur hefur sá fjöldi minnkað
niður í um 30.000 manns að með-
altali á dag,“ segir í skýrslunni.
3. maí síðastliðinn sneru um
29.000 manns aftur til Úkraínu frá
löndum innan Evrópu, þar af
26.000 úkraínskir ríkisborgarar.
„Frá upphafi átakanna í Úkraínu
til 26.04.2022 hafa 242.705 rík-
isborgarar Rússlands farið yfir til
ESB-landa og að stærstum hluta
til Finnlands og Eistlands eða
154.756 manns,“ segir í skýrsl-
unni.
Tæplega
þúsund frá
Úkraínu
- Fólk frá 36 löndum
sótt um vernd á árinu
Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýj-
unarbeiðni karlmanns sem dæmdur
var í sex ára fangelsi fyrir tilraun
til manndráps og brot í nánu sam-
bandi.
Í héraðsdómi var karlmaðurinn
sakfelldur fyrir líkamsárás en ekki
var fallist á að háttsemin yrði heim-
færð undir ákvæði laga um tilraun
til manndráps þar sem ásetningur
til þess var ekki talinn sannaður.
Með dómi Landsréttar var karl-
maðurinn aftur á móti sakfelldur
fyrir tilraun til manndráps og stór-
fellt brot í nánu sambandi. Refsing
hans var ákveðin fangelsi í sex ár
og honum gert að greiða brotaþola
2.500.000 krónur í miskabætur.
Samkvæmt lögum skal Hæsti-
réttur verða við ósk ákærða um
leyfi til áfrýjunar hafi ákærði verið
sýknaður af ákæruefni í héraðs-
dómi en sakfelldur fyrir Landsrétti,
nema Hæstiréttur telji ljóst að dómi
Landsréttar verði ekki breytt.
Manndrápstilraun
fer fyrir Hæstarétt
HJÁLMADAGAR
HJÓLAÐU Í VINNUNAMEÐÖRUGGANHJÁLM
Skoðaðu úrvalið á orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
20%
FSLÁTTUR
TVEIR HJÁLMARÁ
25%
AFSLÆTTI
ÞRÍRHJÁLMARÁ
30%
AFSLÆTTI
MARGARGERÐIR OG LITIR TIL
FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890