Morgunblaðið - 06.05.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 06.05.2022, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 Dagskrá 2 Skýrsla stjórnar Ársreikningur Tryggingafræðileg úttekt Fjárfestingarstefna Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins Stjórnarkjör Skipun stjórnarmanna sem ekki eru kjörnir á ársfundi og laun stjórnarmanna Kjör endurskoðanda Önnur mál Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn föstudaginn 20. maí kl. 13 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með umræðu- og tillögurétti. Fundargögn má nálgast á vefsíðu sjóðsins, efia.is. Kosningaumfjöllun í Dagmálum, frétta- og dægurmálaþætti Morg- unblaðsins og mbl.is, hefur verið umfangsmikil undanfarnar vikur og fram að kosningum verður bætt enn frekar í. Daglega mun birtast um- fjöllun í Morgunblaðinu og á mbl.is með viðtölum við fulltrúa flokka í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu, auk viðtala í myndveri Dagmála við oddvita flokkanna í Reykjavík. Blaðamenninir Andrés Magn- ússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir hafa ferðast um landið, ásamt tæknifólki, og tek- ið upp þætti með viðtölum við fram- bjóðendur í þrettán sveitarfélögum á landsbyggðinni. Nálgast má þessa umfjöllun á mbl.is á slóðinni mbl.is/dagmal, auk þess sem flestir þættirnir eru á helstu hlaðvarpsveitum. Sveitarfélögin eru: . Múlaþing . Fjarðabyggð . Norðurþing . Akureyrarbær . Fjallabyggð . Svf. Skagafjörður . Borgarbyggð . Akranes . Stykkishólmur . Vesturbyggð . Ísafjarðarbær . Árborg . Vestmannaeyjar 5.000 kílómetrar að baki „Við erum búin að aka í tengslum við þessi ferðalög ríflega 5.000 kíló- metra, auk þess að taka okkur far með Breiðafjarðarferjunni Baldri og nýja Herjólfi,“ segir Stefán Einar en þeir Andrés flugu einnig til Akur- eyrar í vikunni og tóku upp einn þátt í myndveri með oddvitum flokkanna þar í bæ. Er sá þáttur nú aðgengi- legur á mbl.is. Upptökur hófust í gær með flokk- unum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem byrjað var á Garðabæ og Sel- tjarnarnesi, sem fjallað er um hér til hliðar í opnunni. Sams konar umfjöllun verður svo fram að kosningum um Mosfellsbæ, Kópavog, Hafnarfjörð og Reykjavík. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Dagmál Frá upptökum í Norðurþingi með frambjóðendunum Benóný Val Jakobssyni, Hjálmari Boga Hafliðasyni og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur. Dagmál á ferð og flugi um landið - Höfuðborgarsvæðið fram undan Spyrlar Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon í upptöku. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Miðflokkurinn í Reykjavík leggst gegn því að Reykjavíkurflugvöllur víki úr Vatnsmýrinni. „Þetta er hagsmunamál, ekki bara fyrir borg- arbúa heldur einnig fyrir alla lands- menn og gríðarlega mikilvægur samgöngumáti; að geta valið úr Reykjavík og út á land og einnig fyrir það fólk sem býr úti á landi og þarf að koma með börnin sín hingað til læknis eða í öðrum erindum að getað notað flugvöllinn okkar í Reykjavík. Þarna er allt til staðar og það væri algjör synd að kasta þessum fjármunum, sem eru í flug- vellinum í Reykavík út um gluggann,“ segir Ómar Már Jóns- son, oddviti Miðflokksins í Reykja- vík, sem er gestur í Dagmálum. Innanlandsflug leggist af Ómar segir ef að fram haldi sem horfi í skipulagsmálum í kringum flugvöllinn þurfi innanlandsflug að öllum líkindum að víkja til Keflavík- ur. „Þá hef ég verulegar áhyggur af því að innanlandsflug leggist af á Íslandi.“ Miðflokkurinn í Reykjavík vill að ráðningar til borgarinnar verði stöðvaðar. „Það er stórmerkilegt að fara yfir ársreikninga borgarinnar vegna þess að Reykjavíkurborg er í hömlulausu sukki, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Ómar og bætir því við að borgin hafi margfaldað skuldir sínar á síðast- liðnum tuttugu árum og skuldir á hvern íbúa séu of háar. „Ef við horfum bara á A-hlutann, þá er borgin að borga um 300 milljónir á mánuði í vexti og afborganir. Hún er auka skuldir sínar statt og stöð- ugt.“ Vill meira eftirlit Ómar gagnrýnir að slakað hafi verið á eftirliti með skuldaviðmiði sveitarfélaga í kjölfar heimsfarald- urs Covid-19 og vill að eftirlit með eyslu þeirra sé hert. „Það er látið eins og við höfum öll vaknað einn daginn og það vanti fjögur þúsund íbúðir, eins og eng- inn hafi séð þetta fyrir,“ segir Ómar og vill að skipulagt sé hraðar og þannig fleiri lóðum úthlutað. Eftir sem áður leggst Miðflokk- urinn gegn uppbyggingu borg- arlínu. Spurður hvað Miðflokkurinn vilji gera í umferðamálum segist Ómar vilja taka upp Samgöngu- sáttmálann og velja úr honum. Ómar kallar eftir meira frelsi á leigubílamarkaði og telur vera stutt í snjallalusnir á borð við Uber en vill þó að þeir sem fyrir eru í leigu- bílakerfinu eigi forgang í nýtt kerfi. Aftur á móti vill Ómar beita leiguþaki vegna ofþenslu á fast- eignamarkaði. „Þegar maður horfir á að það er komið í algjört óefni og það bitnar á íbúunum.[...] Þetta er í rauninni bjargráð, eina leiðin til að ná tökum á þessu er að setja leigu- þak. Það hefur verið gert mjög víða í Evrópu,“ segir Ómar. Hann sér þó fyrir sér að því yrði beitt til skamms tíma. „Stundum þarf að bregðast við. Þegar í óefni er komið getur þurft að grípa inn í þegar aðstæður á markaði eru orðnar óeðlilegar og þetta er ábyrgðarhlutverk, hjá ríki og sveitarfélagi, að taka á þessu.“ Ómar segist gera sér grein fyrir að á brattann sé að sækja fyrir sig og Miðflokkinn í borginni en að hann hafi heldur aldrei ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. „Mitt verkefni núna hefur verið að kynna mig í borginni. Þegar ég geng úti á götu á Ísafirði eðs Súða- vík þekkja mig allir, en þegar ég geng um Laugaveginn þekkir mig enginn.“ Morgunblaðið/Ágúst Ólíver Dagmál Ómar Már Jónsson er nýr oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Hann var áður sveitarstjóri á Súðavík. Vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og leiguþak - Oddviti Miðflokksins segir „hömlulaust sukk“ í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.