Morgunblaðið - 06.05.2022, Page 18

Morgunblaðið - 06.05.2022, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 ✝ Leifur Hauks- son fæddist 11. október 1951 í Kópavogi. Hann lést á Landspít- alanum 22. apríl 2022. Foreldrar Leifs voru Haukur Jó- hannesson loft- skeytamaður, f. 15. febrúar 1915, d. 13. ágúst 1999, og Auð- ur H. Jónsdóttir, húsmóðir og leikkona, f. 8. september 1918, d. 24. september 2019. Systkini Leifs eru Geir, f. 1940, Auður, f. 1943, og Haukur, f. 1949. Árið 1971 kvæntist Leifur Eddu Sigurrós Sverrisdóttur, þau slitu samvistum. Eftirlifandi eiginkona Leifs er Guðrún J. Bachmann, vísindamiðlari við Háskóla Íslands. Foreldrar hennar voru Jón G. Hallgríms- son læknir, f. 15. janúar 1924, d. 8. janúar 2002, og Þórdís Þor- valdsdóttir borgarvörður, f. 1. janúar 1928, d. 13. desember 2020. Börn Leifs og Guðrúnar eru Hugi, f. 24. ágúst 1990, og Lára Guðrún, f. 17. apríl 1993. Leifur átti fyrir tvö börn, Auði Elísa- betu, f. 21. ágúst 1971, d. 6. október 2004, og Lísu, f. 2. júní 1986. Guðrún átti fyrir soninn unútvarp Rásar 2 og Samfélagið á Rás 1. Auk þess í Sjónvarpi RÚV, í Dagsljósi og Landanum. Einnig vann hann fjölmarga út- varpsþætti um margvísleg mál- efni, oft tengd umhverfismálum og vísindum. Auk þess vann hann talsvert við ritstörf, tók m.a. saman bækurnar Lykil- orðin og Með leyfi forseta. Leifur byrjaði ungur að aldri að leika hjá Leikfélagi Kópa- vogs, meðal annars í Fjalla- Eyvindi og Músagildrunni. Síðar meir lék hann burðarhlutverk í uppsetningu LK á Hárinu og Glötuðum snillingum. Hann lék einnig í Dags hríðar sporum í Þjóðleikhúsinu en síðustu stór- hlutverk hans á sviði voru í Hryllingsbúðinni, 1985, og Rauðhóla-Rannsí, 1986, sem settar voru upp af Hinu leikhús- inu. Leifur lék í nokkrum kvik- myndum, nú síðast í sjónvarps- þáttunum Kötlu, 2021. Leifur hafði einkar fallega söngrödd, var afbragðs gítar- leikari og lagasmiður. Þekkt- ustu lög hans komu út á Fráfær- um Þokkabótar og Lögum unga fólksins þeirra Hrekkjusvína. Um hríð lék hann með Þyrla- flokknum á Hólmavík. Leifur söng í rúma tvo áratugi með Dómkórnum og Kammerkór Dómkirkjunnar, einnig í Söng- fjelaginu. Útför Leifs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 6. maí 2022, klukkan 15. Svein, f. 2. sept- ember 1969, börn hans eru Anna Sif og Vignir Nói. Barn Auðar Elísabetar er Sindri Már, barnsmóðir hans er Iðunn Hulda, sonur þeirra er Flóki Blár. Maki Lísu er Guðmundur B. Hafþórsson, börn þeirra eru Elísabet Bóel og Alexander Haf- þór. Leifur bjó öll sín bernsku- og unglingsár í vesturbæ Kópa- vogs, gekk í Kársnesskóla og Þinghólsskóla en að loknu landsprófi lá leiðin í MR. Hann stundaði nám við Háskóla Ís- lands, í sálfræði, bókmennta- fræði og íslensku, sem var hans aðalfag. Að loknu háskólanámi 1977 gerðist Leifur kennari og síðar skólastjóri í Klúkuskóla í Bjarnarfirði. Hóf hann síðan bú- skap ásamt fjölskyldu og vina- fólki á Bakka í Bjarnarfirði. Ár- ið 1985 skipti hann um vettvang og næstu tvö ár starfaði hann í Hinu leikhúsinu og víðar. Árið 1987 var Leifur ráðinn til Ríkis- útvarpsins þar sem hann vann við dagskrárgerð nær samfellt allt til ársins 2021, meðal annars við Dægurmálaútvarpið, Morg- Fráfall Leifs bróður var ótímabært og þungt högg fyrir alla sem þekktu hann. Allt lék í lyndi í byrjun síðastliðins árs þegar hann og Guðrún voru önn- um kafin við að ljúka byggingu sumarbústaðar á sælureit fjöl- skyldunnar í Bjarnarfirði. Far- sælu og annasömu starfi Leifs hjá Ríkisútvarpinu var að ljúka á sjötugsafmæli hans í október. Fram undan var því frjálsræðið til að sinna áhugamálum og meiri samveru með fjölskyldunni. Síð- sumars breyttist allt þegar ill- vígur vágestur tók að herja á heilsu hans. Hin létta lund hans, æðruleysi og samheldni fjölskyldunnar hjálpaði mikið við að takast á við veikindin. Minnisstæðar eru ferðir okkar Leifs í bíltúra eða í æfingasalinn hjá Ljósinu. Þar var tekið á eins og mátturinn leyfði og alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Barnæskan hjá okkur Leifi var hamingjurík. Það voru tvö ár á milli okkar og við vorum mikið saman á þessum tíma. Í fámennu nágrenni æskuheimilis okkar á Skjólbraut 15 í Kópavogi var víð- átta, með Rútstúninu, holtum og hæðum. Þarna var ævintýra- heimur krakkanna í hverfinu. Í sveitardvöl okkar Leifs á Mið- fossum í Borgarfirði lærðust fyrstu vinnubrögðin og hollt samneyti við skepnurnar. Við fengum að fylgjast með leikara- störfum móður okkar hjá Leik- félagi Kópavogs. Þar steig Leifur sín fyrstu skref á leiksviði, en síðar átti hann eftir að leika stór hlutverk. Hjá mömmu lærði hann fyrstu gítargripin og var ótrúlega þolinmóður og iðinn við gítarnámið. Þarna var grunnur- inn að þátttöku í hljómsveitum og tónlistarsköpun. Árin liðu með skólagöngu okk- ar í menntaskóla og háskóla. Áhugasvið Leifs var á sviði bók- mennta, en verkfræðinám hjá mér. Við eignuðumst fjölskyldur, komum þaki yfir höfuðið og fund- um okkur starfsvettvang. Nýir félagar mynduðust hjá hvorum fyrir sig og samvera okkar því minni. Árið 1996 fluttu Leifur og Guðrún með börnum sínum á Skjólbrautina í gamla hús for- eldra okkar. Við hjónin höfðum áður byggt hús á sömu lóð. Við Leifur vorum því báðir komnir heim á æskureitinn. Það hefur verið yndislegt fyrir okkur Möggu að eiga Leif og Guðrúnu að nágrönnum, skemmtileg sam- vera og aðstoð á báða vegu. Leifur bróðir var vasklegur í framgöngu, léttur í lund og hug- aður við öll verkefni. Hann skipti varla skapi og kunni þá list að umgangast fólk og finna sáttaleið í hverju máli. Í löngu starfi hjá Ríkisútvarpinu varð hann vinsæll og hafa margir útvarpsmenn vitnað um frábæra kennslu hjá honum. Undir léttu yfirbragði bjó fræðimaðurinn með einbeit- ingu og nákvæmni í efnisöflun uns yfirsýn náðist yfir málefnið sem hann fjallaði um hverju sinni. Leifur, með sína þýðu rödd, varð landsþekktur útvarps- maður og missir þjóðarinnar er mikill. Nú er hin milda rödd Leifs Haukssonar þögnuð og eftir standa aðstandendur með sáran harm sinn. Ég er viss um að vilji hans er að við höldum ótrauð áfram á lífsins braut. Leifur minn, ég þakka þér fyr- ir allt sem þú gafst af þér. Við færum Guðrúnu, fjöl- skyldu hennar og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Leifs Haukssonar. Haukur, Magnea og fjölskylda. Ef ég hefði vitað að Leifur frændi minn myndi hverfa jafn skjótt á braut hefði tíminn verið nýttur til að ræða við hann um garðyrkjuna, sýnina á lífið, bók- menntirnar, ritlistina og leikhús- ið. Gaman hefði verið að heyra sögur af uppsetningum ömmu í Leikfélagi Kópavogs þar sem hann lék, eða frá Litlu hryllings- búðinni þar sem hann lék Baldur. Þá hefði ég viljað heimsækja Bakka og sjá með fullorðinsaug- um þá fallegu veröld sem þau Guðrún og börn hafa skapað sér og nýja húsið. Ómetanlegt hefði verið að hlusta á þættina hans í útvarpinu eins og amma gerði og fræðast, í stað síbyljunnar. Ég ólst upp í „garðinum“ hennar ömmu við Bankasel. Eft- ir að amma flutti á Sunnuhlíð fluttu Leifur og Guðrún í húsið. Það fór hlýja um barnshjartað að hafa bróður pabba, konu og fjöl- skyldu í næsta húsi. Leifturs- nöggur var hann í hreyfingum þar sem hann gekk um garðinn með pípuna í munninum og sím- ann í hinni hendinni. Hann sat sjaldnast auðum höndum. Þá var hann á undan sinni samtíð með lífræna ræktun. Á milli húsanna er engin girðing, þar tók ég gift- ingarmyndir af þér og Guðrúnu á steinum Borgarholtsins sem eru enn á milli húsanna, þökk sé afa og ykkur. Hann Leifur var einfaldlega síungur og hann var tekinn frá okkur allt of fljótt. Ávallt hress og lifandi og áhugasamur um til- veruna. Elsku Leifur, mikið er ég þakklát fyrir allan þann stuðning og hjálp sem þú veittir mér á dýrmætum stundum. Þú komst til bjargar er ég gerði lokaverkið mitt í listaháskólanum. Pappírs- verkið hafði litast við þornun í sólinni og þú komst og horfðir yfir og spurðir hvort það væri ekki fallegra svona. Verkið hjálp- aðir þú mér svo að hengja upp á útskriftarsýningunni sjálfri, ásamt því að lesa yfir ræðuna og lokaritgerðina. Eins og hjá ykk- ur öllum systkinunum var hjálp- semin þér í blóð borin. Ávallt til reiðu og nú síðast þegar „ég“ setti upp lítið garðhýsi í garð- inum sem við pabbi smíðuðum varstu mættur til að hjálpa. Óhefðbundið garðhýsi okkar pabba sem veitti hurðum og gluggum nýtt líf. „Þetta er flott,“ sagðir þú hrifinn. Ávallt varstu jákvæður og drífandi. Elsku Leifur, ég veit að Auð- arnar tvær taka vel á móti þér hinum megin við blæjuna. Þú markaðir dýrmæt spor fyrir næstu kynslóð með lífi þínu og starfi. Það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért ekki lengur í Bankaseli. Að sjá þér ekki bregða fyrir á 17. júní hjá mömmu, fá lánuð verkfæri hjá pabba, eða kíkja til ykkar Guð- rúnar á gamlárskvöld. Guð blessi öll þín spor elsku Leifur, „við hittumst öll aftur“ eins og amma sagði. Megi góður Guð veita Guð- rúnu og fjölskyldu styrk. Með þakklæti og kærleika. Þín frænka, Fjóla. Við andlát Leifs Haukssonar lítum við um öxl til áranna 1983- 1985. Þá bjuggum við í Bjarn- arfirði á Ströndum og önnuð- umst kennslu og skólastjórn í Klúkuskóla, þar var einnig heimavist með allt að 15 nem- endum. Beint á móti skólanum, hinum megin við Bjarnarfjarð- ará, bjó Leifur ásamt öðru góðu fólki á bænum Bakka. Leifur kenndi með okkur í Klúkuskóla, kom akandi á hverj- um morgni á vínrauða Peugeot- bílnum sínum, alltaf jafn lífsglað- ur og vingjarnlegur. Ekki var hægt að hugsa sér betri sam- starfsmann en Leif, hann var áhugasamur og hæfileikaríkur, jafnvígur á allar námsgreinar og nálgaðist nemendur sem jafn- ingja. „Kennarastofan“ var í eld- húsinu hjá okkur, þangað kom Leifur iðulega í frímínútum og við spjölluðum um allt milli him- ins og jarðar. Á þessum árum lék Leifur á gítar og söng með hljómsveitinni Þyrlaflokknum sem hélt uppi dansfjörinu á Ströndum, til dæmis á þorrablótum og góu- gleði. Stundum átti Leifur það til á miðju balli að leggja frá sér gít- arinn, stökkva út á gólfið og dansa. Síðan steig hann aftur á svið og flutti af hjartans lyst lag- ið fallega „Only you“ með hljóm- sveitinni The Flying Pickets sem var fastur liður hjá Þyrlaflokkn- um. Eftir farsælan kennsluferil sneri Leifur sér að fjölmiðlun og vann lengi að dagskrárgerð á Ríkisútvarpinu. Hann var yfir- burðamaður á því sviði, leitandi, víðsýnn og eldfljótur að setja sig inn í ólík viðfangsefni og jafn- framt örlátur að miðla þekkingu sinni til hlustenda á skýran og líflegan hátt. Síðastliðið sumar héldum við á gamlar slóðir í Bjarnarfirði. Klúkuskóli er fyrir löngu aflagð- ur, húsakynnin notuð undir hót- elrekstur en gömlu bújarðirnar eru enn í byggð: Svanshóll, Oddi, Klúka, Bakki og Kaldrananes. Ný einbýlishús hafa risið í firð- inum á síðustu áratugum og Leif- ur og Guðrún voru önnum kafin við að fullklára hús á fallegum stað í hlíðinni ofan við Bakka, með stórkostlegu útsýni yfir Bjarnarfjörðinn. En vágestur lá í leyni, veður skipuðust fljótt í lofti og Leifur háði skammvinna baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Hann lést 22. apríl síðastliðinn, þegar vorið var á næstu grösum. Það er svo sárt að missa en við minnumst Leifs Haukssonar með mikilli hlýju og færum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir. Tíminn líður, trúðu mér. Það er að verða aldarþriðjung- ur frá því við settumst fyrst sam- an við hljóðnema í rauðabítið í út- varpshúsinu við Efstaleiti. Margsjóaði tónlistarmaðurinn, leikarinn, útvarpsmaðurinn, ná- granninn fyrrverandi og æsku- vinur systur minnar og svo ég, hlutfallslegur léttadrengur við að stíga öldu ljósvakans. Stundum sér maður mögnuð listaverk sem engu að síður slá mann þannig að manni finnst maður nú alveg hafa getað gert þetta sjálfur. Að hlusta á hann Leif Hauksson í útvarpi er þann- ig. Einfalt, áreynslulaust, upp- lýsandi, forvitið, heiðarlegt. Ég komst hins vegar að því þarna um árið að listin að tala í útvarp er ekki meðfædd og við tóku ein- hver lærdómsríkustu misseri ævi minnar í umgengni við hljóð- nema. Það var ekki bara tilfinn- ingin sem Leifur hafði fyrir þögninni, öll afstaða hans til um- fjöllunar um landsins gagn og nauðsynjar, merkilega atburði eða ómerkilega, góða tíð eða slæma, heldur einna helst nálgun hans við fólkið sem við vorum að spjalla við sem var svo innilega til eftirbreytni. Og þetta var ekki bara í út- varpinu. Við áttum eftir að syngja saman í kórum um árabil, fást við tæpa færð á afturgöngu- slóðum Selkollu á Bjarnarfjarð- arhálsi, glíma við vatnsflóð úr fjölda sprunginna ofna í mið- stöðvarviðgerð og lifa af eitt- hvert alþurrasta þorrablót sem um getur. „Það er ekkert víst að þetta misheppnist“ er setning sem ég er nánast viss um að ég hafi fyrst heyrt frá Leifi fyrir þessum ald- arþriðjungi eða svo. Í henni felst kankvís og raunsæ bjartsýni. Þannig var Leifur, fjöllistamað- urinn sem gaf svo mörgum svo margt. Takk fyrir þig. Eiríkur Hjálmarsson. Áhugi á útvarpi og vinnufíkn, skrifar Leifur í umsókn um starf hjá Ríkisútvarpinu í janúar árið 1987. Orðin eru svar við spurn- ingunni um það af hverju sótt sé um starfið og auðvitað var Leifur ráðinn nokkrum dögum síðar. Og þetta voru sko engar ýkjur hjá Leifi. Hann hafði ódrepandi áhuga á útvarpi og var iðnari en flestir, stoppaði eiginlega aldrei, var á sífelldu iði, hvort sem hann sat við borð sitt og undirbjó þátt eða var kominn í útsendingu inni í stúdíói. Hugurinn var sömuleið- is síkvikur, alltaf leitandi. Í umsókninni frá því í janúar 1987 nefnir Leifur að meðal starfa sem hann hafi sinnt sé kennsla og búmennska á óðali sínu norður á Ströndum. Leifur hætti aldrei að kenna. Við sem unnum með honum á Rás 1 feng- um iðulega nokkurra mínútna fyrirlestra á morgunfundum um efni dagsins, oftast eitthvað um umhverfismál, trjárækt, lofts- lagsmál eða önnur efni tengd náttúruvísindum. Og auðvitað skein oft í búmanninn í þessum erindum. Á stuttum fundum gátu þessir fyrirlestrar orðið lengri en góðu hófi gegndi, enda ástríðan fyrir því að miðla efninu ekki endilega bundin stúdíóinu hjá Leifi. En þegar þangað var komið vakti það alltaf sömu aðdáun, bæði okkar samstarfsfólksins og hlustenda, hversu auðvelt Leifur átti með að miðla flóknum hlut- um á skiljanlegan hátt og hversu vel hann var að sér um óskyld efni. Ein af sérgreinum Leifs í útvarpsmennsku var þó að gera jafnvel hversdagslegustu og lítil- fjörlegustu tiltæki fólks áhuga- verð. Lykillinn var að nálgast hvert efni með opnum og skap- andi huga. Leiðir okkar Leifs lágu saman fyrir átta árum á Rás 1. Samstarf okkar var alltaf gott. Leifur var ráðagóður og lausnamiðaður þótt fyrstu viðbrögð bergmáluðu stundum langan starfsaldur hans á Ríkisútvarpinu. Hann hafði áður séð og reynt ýmislegt af því sem stungið var upp á í starfsem- inni. En hann var líka viljugur til þess að miðla af reynslu sinni og kunnáttu. Þess fengu margir að njóta. En líka sívakandi huga hans og forvitni. Mest munum við samstarfsfólkið þó sakna góðs félaga. Ég votta aðstandendum og vinum Leifs innilega samúð. Þröstur Helgason. Leifur Hauksson starfaði hjá Ríkisútvarpinu um áratuga skeið og var einn af reyndustu og virt- ustu útvarpsmönnum landsins. Hann sinnti dagskrárgerð á báð- um rásum Ríkisútvarpsins, þar á meðal í morgunútvarpi Rásar 2 og síðustu ár í Samfélaginu á Rás 1. Hann var einstök fyrirmynd, bæði í störfum sínum í útvarpinu og í lífinu sjálfu. Það var eftir því tekið hvernig hann sýndi öllum viðmælendum sínum áhuga, sökkti sér ofan í skýrslur, smá- atriði og ítarefni af ýmsum toga til að undirbúa viðtöl eða umfjöll- un um mál. Þannig bjó hann til traust og virðingu gagnvart við- mælendum sínum á fjölbreyttum sviðum og um leið einkar áhuga- verða og upplýsandi umfjöllun um fjölbreytta hluti. Hann hafði líka einstakt lag á því að gera hversdagslega og jafnvel óspenn- andi hluti að afar áhugaverðu umfjöllunarefni. Áhugi hans á verkefnum sínum og viðmælend- um var beinlínis smitandi eins og margir geta borið vitni um og starfsgleði hans sömuleiðis. Hæfileikar Leifs voru á ýms- um fleiri sviðum, þar á meðal á sviði leiklistar og tónlistar. Hann samdi til að mynda ásamt Val- geiri Guðjónssyni lögin á tíma- mótaplötunni Lög unga fólksins árið 1977 og hafði þannig mikil áhrif á okkur öll sem ólumst upp á þessum tíma og íslenska dæg- urtónlist. Fyrir hönd samstarfsfólks og vina hjá Ríkisútvarpinu færi ég Guðrúnu eiginkonu hans, börn- um og öðrum aðstandendum og vinum einlægar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk hans hjá Ríkis- útvarpinu þakkar fyrir dásam- lega samfylgd síðustu áratugi og mikilvæga leiðsögn sem við mun- um fylgja og halda á lofti um ókomna tíð. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Leifur Hauksson var góð manneskja. Minnisstæður sam- starfsmaður og vinur sakir mannkosta sinna, var einkar vel liðinn og mörgum kær fyrir hisp- urslaust og glaðlegt fas, einlægt viðmót og hlýju sem af honum stafaði. Heillandi brosið ljómaði oft og kímnin eðlislæg. Leifi kynntist ég fyrst árið 1987 þegar ég kom aftur til Út- varpsins og safnaði saman liði til að breyta Rás 2. Hann var þar í lausamennsku og ég man augna- blikið þegar ég staldraði andar- tak við fyrir utan hljóðver þar sem Leifur var í útsendingu og hugsaði samstundis: Þessi verð- ur að vera með. Hafði ekki einu sinni séð hann! Leifur var reynd- ar þá þegar orðinn nokkurt núm- er í tónlistarlífi og leiklist en það var gæfa okkar að hann gerði út- varpið að ævistarfi og köllun. Sinnti þó ævinlega ýmsu með sem bar vandvirkni og sköpunar- gáfu gott vitni. Á mínum eigin fjölmiðlaferli öfundaði ég hann opinskátt af einum góðum eiginleika sem mig skorti og er reyndar bara til hjá þeim sem við getum kallað „fjöl- miðlamenn af guðs náð“. Það var þessi þrotlausa forvitni um allt sem nöfnum tjáir að nefna og einlægi áhugi á að nálgast hvert viðfangsefni án fordóma. Hann var fluglæs á menn og málefni og miðlaði af heiðarleika og frásagn- argleði. Hann horfði líka skarp- lega gegnum holtaþokuna sem oft umleikur samfélagsumræð- una. Ég hef verið svo heppinn að margir fyrrverandi samstarfs- félagar hafa orðið ævivinir þótt leiðir skiljist þar sem starfinu sleppir og svo var með okkur Leif. Reyndar hafa þau Guðrún bæði reynst okkur hugleikin og kær. Við ræddum síðast saman vinirnir fyrir nokkrum vikum, þá gat jafnvel horft til betri vegar með sjúkdóminn en raun varð á og við flugum víða, en lentum með þann ásetning að hittast fyr- ir vestan í sumar. Það verður þá bara síðar einhvers annars stað- ar ef slík vídd er til. En mikið á maður kærar minningar um þennan góða samstarfsmann og vin. Guðrún fær hlýjar samúðar- kveðjur og fjölskyldan öll. Stefán Jón Hafstein. Hann kom glaður og bjartur til okkar á Ríkisútvarpið vetur- inn 1986-87. Ég hafði beðið hann að fylgjast með nokkrum þorra- blótum og gera útvarpsþætti um þær heimsóknir. Skömmu síðar var hann kominn í morgunút- varpið á Rás 1 og nokkru síðar lágu leiðir okkar saman í nýju dægurmálaútvarpi Stefáns Jóns Hafstein á Rás 2. Leifur var van- ur flytjandi tónlistar og texta og því reyndist honum auðvelt að setja sig í hlutverk gestgjafans í útvarpi, fá til sín gesti í morg- unútvarp, kynna tónlist og halda utan um sambandið við hlustend- ur. Hann efldist við hvert nýtt verkefni og hefur áratugum sam- an verið ástsæll og virtur út- varpsmaður, þekktur fyrir sí- unga forvitni um sérhvert málefni sem hann tók til umfjöll- unar. Nú þegar hann er fallinn frá Leifur Hauksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.