Morgunblaðið - 06.05.2022, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Zumba Gold
60+ kl. 10.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl. 10.10,
Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda 40 kl. 10.20. Upphitun fyrir
Söngvakeppnina, spurningakeppni, 2 lið, kl. 13.30, hvetjum alla til að
taka þátt, kostar ekkert. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma
411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með
Milan kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Pílukast kl. 9. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12.Thai Chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Bíósýning kvikmyndahóps Hæðargarðs kl. 13. Opin Listasmiðja
kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Kl. 10 gönguhópur frá Jónshúsi, kl. 13-16 Vorsýning í
Jónshúsi, kl. 13-15.30 kaffiveitingar, kl. 14 Zumba-danssýning heldri
borgara, kl. 13-16 smiðjan opin, allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa, kl. 9-11.15 botsía-
æfing, kl. 9-11.30 postulínsmálun, kl. 13-15.30 tréskurður, kl. 13-15.30
opið í pílukast, kl. 20-22 félagsvist.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10. Brids kl. 13. Dansleikur kl.
20, Dansbandið spilar.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa-
vinna, opin vinnustofa frá kl. 10. Brids kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–
12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Pílukast í Borgum kl. 9.30. Gönguhópar frá Borg-
um og inni í Egilshöll, tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu
við sitt hæfi kl. 10. Brids kl. 12.30. Hannyrðahópur kl. 12.30.Tréút-
skurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Góða helgi. Gleðin býr í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffikrókur opinn frá kl. 9. Mætum öll í SUMARSALSA
í dag salnum á Skólabraut kl. 11-11.30. Hildigunnur salsa- og zumba-
dansari leiðir dansinn. Mætum í einhverju litaglöðu og léttum íþrótta-
skóm. Dönsum salsa inn í sumarið með suðrænni tónlist. Allir vel-
komnir. Kl. 13 verður svo söngstund í salnum á Skólabraut undir
stjórn Bjarma Hreinssonar. Allir velkomnir og kaffi á eftir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar aukahlutir
Ferðabox til sölu
Thule Pacific 700.
Verð 50.000 kr.
Uppl. í síma: 697-9192
alltaf
allstaðar
mbl.is
✝
Sigríður Sig-
urðardóttir
fæddist í Reykjavík
28. janúar 1945.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 18. apríl
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Einarsdóttir bók-
sali, f. 9. ágúst
1915, d. 23. júní
1999, og Sigurður Sveinsson sjó-
maður, f. 17. september 1916,
hann fórst með Goðafossi 10.
nóvember 1944. Sigríður var
elst systkina sinna. Sammæðra
eru Áslaug Jóhannesdóttir, f. 3.
janúar 1950, og Einar Már Jó-
hannesson, f. 6. desember 1951.
Sigríður giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Kjartani Björns-
syni, f. 14. mars 1945, hinn 26.
desember 1965. Börn þeirra
eru: 1) Ingibjörg, f. 8. október
1965, gift Rúnari Sigurðssyni,
synir þeirra eru a) Kjartan
ráðskona. Þaðan fluttu þær að
Merkisteini á Eyrarbakka þar
sem þær bjuggu til 1956 en
fluttu þá til Reykjavíkur þar
sem þær bjuggu ásamt yngri
systkinum Sigríðar. Eftir
grunnskóla lærði Sigríður til
fóstru í Fóstruskólanum og
starfaði á leikskólum á Seyðis-
firði og í Reykjavík. Sigríður og
Kjartan hófu búskap á Njáls-
götu 40 í Reykjavík. Þau bjuggu
í Reykjavík til 1970, en fluttu þá
austur í Hveragerði og bjuggu
þar til 1980 en þá tóku þau við
búi foreldra Kjartans á Völlum í
Ölfusi. Þau byggðu sér nýbýli á
Grásteini í Ölfusi 1995 þar sem
þau bjuggu þar til hún lést.
Sigríður vann í leikskólanum
Undralandi í Hveragerði, en
lengst starfaði hún á Heilsu-
stofnun NLFÍ og starfaði hún
þar til starfsloka.
Sigríður var söng- og listelsk
og söng lengi með kirkjukór
Hveragerðis og Kotstrandar-
sóknar og Söngsveit Hvera-
gerðis. Sigríður var félagi í
Leikfélagi Hveragerðis og starf-
aði með því um árabil.
Útför Sigríðar fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu frá
Kotstrandarkirkju 29. apríl
2022.
Helgi, í sambúð
með Eyrúnu Sif
Kragh, þau eiga
eina dóttur, b)
Sigurður Björn, í
sambúð með Sigríði
Jóhannesdóttir
Danner, þau eiga
tvö börn. 2) Björn,
f. 17. janúar 1968,
giftur Sigrúnu
Jónsdóttur, börn
þeirra eru a) Sig-
ríður María, gift Jóel Salomon
Hjálmarssyni, þau eiga einn son,
b) Guðmundur Pétursson, í sam-
búð með Ernu Sigurðardóttur,
fyrir á hann á þrjú börn, c)
Hanna Tara, framhaldsskóla-
nemi. 3) Helena, f. 19. ágúst
1972, gift Guðmari Jóni Tóm-
assyni, börn þeirra eru a) Tómas
Ingi, hann á eina dóttur, b) Kar-
en Dís söngnemi.
Sigríður bjó með móður sinni
í Reykjavík til fimm ára aldurs
er þær fluttu að Þórustöðum í
Ölfusi þar sem Ingibjörg var
Minning um móður
Í hjarta mínu er lítið ljós,
sem logar svo skært og rótt.
Í gegnum torleiði tíma og rúms
það tindrar þar hverja nótt.
Það ljósið kveiktir þú, móðir mín,
af mildi, sem hljóðlát var.
Það hefur lifað í öll þessi ár,
þótt annað slokknaði þar.
Og þó þú sért horfin héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr,
í ljósi þessu er líf þitt geymt,
– það logar þar eins og fyrr.
Í skini þess sífellt sé ég þig
þá sömu og þú forðum varst,
er eins og ljósið hvern lífsins kross
með ljúfu geði þú barst.
Af fátækt þinni þú gafst það glöð,
– þess geislar vermdu mig strax
og fátækt minni það litla ljós
mun lýsa til hinsta dags.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guð geymi þig, elsku
mamma, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Ingibjörg (Inga), Björn og
Helena.
Þrátt fyrir þá miklu sorg sem
fráfall ömmu hefur valdið lýsir
ljós hennar skært í gegnum alla
þá sem hún snerti. Ljósið sem
lifir áfram í mér og öllum þeim
sem fengu að upplifa ást, styrk,
visku og fegurð sálar hennar.
Amma átti stóran þátt í
æsku minni og uppeldi og er ég
einstaklega þakklát fyrir að
hafa átt hana að. Hún var stoð
mín og stytta í gegnum erf-
iðleika allt fram á síðasta dag.
Þegar ég lít til baka sé ég aug-
ljóslega þá óbilandi þolinmæði
og styrk sem hún bjó yfir og
heim til hennar og afa hef ég
ávallt getað leitað. Við fórum
alltaf með bænirnar saman áð-
ur en hún bauð góða nótt og
ræktaði hún með mér þá trú
sem ég er skírð til, því var það
henni afar kært þegar ég hóf
nám í guðfræði. Sumar af uppá-
haldsminningum mínum úr
sveitinni voru ferðir okkar í
gróðrarstöðina þar sem við
völdum sumarblóm sem við
settum svo niður saman í garð-
inum.
Hún hafði óteljandi kosti,
hélt fallegt heimili og átti allra
fallegustu garðana. En aldrei
kom henni til hugar að trana
sjálfri sér fram, ekki frekar en
að mismuna fólki, hún var ein-
faldlega ekki þannig mann-
eskja. Það var einmitt það sem
var svo heillandi við ömmu og
þá einstöku hæfni sem hún
hafði til þess að umvefja allt og
alla kærleik.
Sorg og kærleikur eru ná-
tengd fyrirbæri, svo tengd að
annað getur vart þrifist án
hins. Því er það mín ósk að allir
þeir sem nú upplifa sorg vegna
fráfalls ömmu minnist þess
kærleiks sem þeir áður fundu.
Minningarnar um elsku kær-
leiksríku og hjartahlýju ömmu
verða okkur huggun um
ókomna tíð.
Ég verð ævinlega þakklát
fyrir þig, amma mín.
Megi ljós og friður fylgja
þér.
Sigríður María
Björnsdóttir Fortescue.
Sigga var stóra systir mín.
Hálfsystir. Þegar mamma gekk
með Siggu drukknaði pabbi
hennar á Gamla Goðafossi.
Mamma var einstæð móðir og
árið var 1945. Sigga var á
vöggustofu fyrsta árið en var
svo í góðu atlæti hjá ömmu og
afa. Þar leið henni vel. Umvafin
stórfjölskyldunni. Því er haldið
fram að atlætið fyrstu árin móti
manneskjuna. Sigga var stór-
fjölskyldumanneskja. Hún hélt
utan börnin sín og barnabörn
og ekki síður börnin mín sem
hún reyndist svo vel. Sigga var
fimm ára þegar ég fæddist á
Þórustöðum í Ölfusi þar sem
mamma kynntist pabba mínum.
Mamma og pabbi fluttu á Eyr-
arbakka þar sem Sigga tók sín
fyrstu skref í skóla. Henni leið
ekki vel, hjónaband pabba og
mömmu alltaf í upplausn og ör-
yggið sem hún upplifði hjá
ömmu var hrifsað burt. Sigga
var 11 ára þegar við fluttum til
Reykjavíkur og pabbi og
mamma skildu. Fyrst bjuggum
við hjá ömmu og afa en svo
fluttum við á Langholtsveginn
og mamma fór að vinna á vökt-
um sem þjónn á Kaffi Höll og
Hressingarskálanum. Þá hófust
tengsl okkar Siggu fyrir alvöru
því hún passaði okkur, mig og
Einsa sem er sjö árum yngri en
Sigga. Hún var 12 ára, var í
ballett og hafði mikinn áhuga
fyrir dansi. Hún kenndi mér að
dansa. Tjútt og djæf. Um leið
og mamma lokaði hurðinni og
fór í vinnuna stillti Sigga á
kanaútvarpið og kallaði stik-
korðið: „Ása, komdu að dansa!“
Þetta var besti tíminn og við
nutum þess báðar. Svo verður
Sigga unglingur og eignast fullt
af vinkonum sem túberuðu hár-
ið og sóttu Vetrargarðinn. Þá
kynnti hún mig fyrir Ellu Fitz-
gerald, Neil Sedaka og öllum
þeim. Hún gaf mér líka Porgy
and Bess. Fór með mig litlu
systur í bíó. Ég var sem lömuð,
hafði aldrei upplifað blús fyrr,
en síðan er hún uppáhalds-
tónlistin mín.
Sigga var 17-19 ára þegar
hún flutti að heiman. Fékk
vinnu á Hrafnistu og leigði her-
bergi með Ólínu vinkonu sinni.
Þegar hún fékk fyrstu launin
útborguð keypti hún gjafir og
færði okkur, mér, mömmu og
Einsa bróður. Þá sá ég hvers
konar höfðingi hún var. Stór
manneskja full af margs konar
tilfinningum og snillingur í að
umgangast börn.
Þegar Sigga hitti hann
Kjartan sinn var ekki nokkur
vafi á að ástin hafði knúið dyra.
„Hefur einhver hringt?“ spurði
hún iðulega þegar hún kom
heim og ég skynjaði eftirvænt-
inguna og spennuna sem fylgir
fyrstu ástinni.
Við áttum börn á svipuðum
tíma og ég varð fljótlega ein
með mín og flutti norður en
Sigga flutti austur. Sigga var
mér stoð og stytta og börnin
mín voru alltaf velkomin. Ég er
henni ævinlega þakklát fyrir
það og alla aðra hjálp. Við vor-
um alla tíð ólíkar en á þessum
tíma fór að myndast gjá á milli
okkar. Fórum hvor í sína átt-
ina. Ég var aldrei eins og ég
átti að vera og hún ekki heldur.
En þakklæti og væntumþykja
eru einu tilfinningarnar sem ég
ber til hennar.
Elsku hjartans systir mín,
góða ferð til draumalandsins.
Ég veit að afi og amma tóku á
móti þér og að þú ert umvafin
ljósi og kærleika.
Ég sendi Kjartani, börnum
þeirra, barnabörnum og barna-
barnabörnum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ása systir,
Áslaug Jóhannesdóttir.
Sigríður
Sigurðardóttir
Gott er sjúkum að
sofna,
meðan sólin er
aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Ég vil kveðja bestu ömmu
sem hægt er að hugsa sér, bestu
ömmu í heimi, með örfáum orð-
um. Við fengum aðeins 4 ár sam-
an. Amma mín var alltaf vakin
og sofin yfir velferð minni. Þó
hún væri orðin veik var hún
Birgit Henriksen
✝
Birgit Henrik-
sen (Bigga)
fæddist 12. ágúst
1942. Hún lést 12.
apríl 2022.
Útför Birgitar
var gerð 28. apríl
2022.
óþreytandi að leika
við mig. Minningar
eru blessun. Og ég
á margar minning-
ar í formi óteljandi
mynda af okkur
saman og bókanna
sem amma las fyrir
mig. Ég vil þakka
fyrir ást, um-
hyggju, gjafmildi
og handleiðslu
ömmu. Ég sakna
þín.
Guð blessi ömmu mína, Birgit
Henriksen.
Jón Sæmundur Alfreðsson.
Í uppvextinum á Siglufirði
hlakkaði ég alltaf til þegar
Bigga frænka kom í heimsókn.
Þau Jón Sæmundur komu með
tískufatnað til okkar systkin-
anna frá Þýskalandi sem mér
þótti mjög flott að fá. Seinna
kom Ragnheiður í heimsókn líka
og þótti mér gaman að kynnast
litlu frænku minni. Þegar ég
flutti suður í nám var gott að
eiga Biggu frænku og hennar
fjölskyldu að. Mér þótti alltaf
gaman að heimsækja þau því
það var svo létt yfir heimilis-
haldinu. Hjá þeim fékk ég at-
hygli og umhyggju og spennandi
mat að borða.
Bigga var upptekin af fjöl-
skyldurótunum í Haugasundi í
Noregi og þegar ég flutti til
Noregs var gaman að ræða við
hana um dvöl hennar í Hauga-
sundi á unglingsárunum. Hún
sagði mér oft frá sínum tíma þar
og við skoðuðum gömul fjöl-
skyldualbúm. Í seinni tíð var
sambandið mest tengt heim-
sóknum mínum og minnar fjöl-
skyldu til Íslands. Allaf var tekið
vel á móti okkur í Hafnarfirð-
inum og mikið var spjallað. Við
Petter og fjölskyldan í Noregi
minnumst Biggu frænku með
söknuði, hlýhug og kærleika.
Þó hljótt sé nú orðið um hauður
og sjá,
eg hjarta míns óróa kenni.
Þá kemur hún til mín, hin hvikula þrá,
eg kemst ekki burtu frá henni.
Og ósjálfrátt hvarflar þá hugur
minn heim,
þar hrannir við ströndina drottna.
Eg saknandi þrái að sameinast þeim,
–
í sál minni öldurnar brotna.
Og þar eru fjöllin svo hátignar há,
svo hljómfagurt lækirnir niða.
Og þar eru útmiðin blikandi blá
með bjargráð – og öldurnar kliða.
Þar hef eg lifað og leikið mér dátt
með lífsglöðum vinum á kveldin.
Við trúðum á sjálfra’ okkar megin
og mátt.
Eg man, það var leikið með eldinn.
Og hvert sem fleyið mitt flækist
um mar,
þótt fram undan engin sé ströndin,
eg varðveiti allt, sem eg eignaðist þar,
meðan eygði í draumsjóna-löndin.
Og þegar leiðin mín loksins er öll
og leystur úr fjötrum er andinn,
þá bergmálið yfir mér, bláskyggðu
fjöll,
og bárur gjálpið við sandinn.
(Siglufjörður eftir
Signýju Hjálmarsdóttur)
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Jóns Sæ-
mundar, Ragnheiðar og Jóns
Sæmundar jr.
Sigrún og fjölskylda.
Það sem skiptir máli
er að lifa í núinu,
lifðu núna, því hvert
augnablik er núna.
Hugsanir þínar og
gjörðir á hverju augnabliki
skapa framtíð þína. Útlínur leiðar
þinnar
í framtíðinni eru þegar til, því þú
skapaðir
mynstur hennar með fortíð þinni.
(Sai Baba)
Það er ekki alltaf tímalengd
viðkynningar við fólk sem
skiptir máli, heldur innihald
þess tíma, sem kynnin veita.
Ég var á mannræktarfundum
með
Þórarni í nokkurn tíma, en
hitti hann svo ekki aftur fyrr
en nokkrum árum síðar og þá
var með honum einhver sú fríð-
asta og svipbesta stúlka sem ég
hef hitt á þessum vettvangi. Ég
hef aldrei gleymt henni og varð
mjög illa við þegar ég frétti að
hún væri dáin. Það er svo sann-
arlega ekki sama gæfa og
gjörvileiki. Síðan hef ég ekki
séð hann, en þegar ég frétti um
Þórarinn Baldursson
✝
Þórarinn Bald-
ursson fæddist
7. ágúst 1951. Hann
lést 5. mars 2022.
Útför Þórarins
hefur farið fram í
kyrrþey.
dauða hans fann
ég fyrir löngun til
að minnast þessa
vinsamlega manns
og þakka fyrir
kynni sem voru
ekki mikil en að
öllu leyti góð.
Ég held að hann
hafi stundum verið
þreyttur vegna
þess að hann virt-
ist eiga svo erfitt
með að skilja starfið eftir fyrir
utan dyrnar, en við hin nutum
svo sannarlega góðs af þeim
viðræðum.
Það þarf meiri kjark til að segja satt
en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa
djörfung til að mæla gegn múgsins
boðum,
manndóm til að hafa eigin skoðun.
Því þarf magnað þor til að vera
sannur maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans
daður,
fylgja í verki sannfæringu sinni,
sigurviss, þó freistingarnar ginni.
(Árni Grétar Finnsson)
Ég sendi ykkur fólkinu hans
mínar bestu samúðarkveðjur og
bið þess að góðar minningar um
hann og Sigurveigu megi ylja
ykkur um ókomna tíð.
Blessuð sé minning þeirra.
Rúna Knútsdóttir.