Morgunblaðið - 06.05.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
30 ÁRA Jónas er frá Egilsstöðum en
býr í Garðabæ. Hann lauk laganámi frá
Háskóla Íslands og starfar sem lög-
fræðingur hjá Íslandsbanka. Áhuga-
málin eru íþróttir og ferðalög. Jónas
lék knattspyrnu með Hetti á Egils-
stöðum til ársins 2017 ásamt því að
leika körfuknattleik á sínum yngri
árum.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Jónasar er
Lejla Cardaklija, f. 1993, með meist-
aragráðu í alþjóðasamskiptum og
starfar sem einstaklingsráðgjafi hjá Ís-
landsbanka. Dóttir þeirra er Esma Dís,
f. 2021. Foreldrar Jónasar eru Ágústa
Björnsdóttir, f. 1962, fv. útibússtjóri á
Egilsstöðum, og Hafsteinn Jónasson, f.
1959, húsasmíðameistari með eigin
rekstur. Þau eru búsett á Egilsstöðum.
Jónas Ástþór Hafsteinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ert ekki gift/ur eigin skoðana-
heimi, og hefðir gott af því að kíkja inn í
skoðanaheim einhvers annars. Himinn og
jörð eru ekki að farast þótt dráttur verði á
afgreiðslu á hlut sem þú hefur beðið eftir.
20. apríl - 20. maí +
Naut Í dag ætti að rækta vinskap og blanda
geði við aðra. Farið á kaffihús eða bjóðið vin-
um ykkar heim. Þú færð boð í brúðkaup.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Í samstarfi hefst ekkert án mála-
miðlana. Reyndu að beina unglingi inn á nýja
braut. Margt smátt gerir eitt stórt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert ástfangin/n. Vertu opin/n fyr-
ir breytingum sem eru fram undan í þínu lífi.
Þú gerir allt sem þú getur til að gleðja aðra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Samkeppnisandinn er mikill og biðin
eftir langþráðum sigri ýtir undir eirðarleysi.
Axlaðu ábyrgð þína í vissu máli, þér líður
betur á eftir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú íhugar atburði sem gerast fyrir
framan þig, en líka tilfinningarnar á bak við
þá. Láttu það ekkert á þig fá þótt þú sért
milli tannanna á fólki.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Margir taka mark á draumum og þú ert
á þeim buxunum. Góðir vinir eru þeir sem
snúa aldrei við þér baki. Þú átt nokkra þann-
ig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þér verður gert tilboð sem
hljómar þannig að það sé of gott til að vera
satt. Reyndu að gefa þér tíma til svolítillar
einveru í dag.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Vandinn hverfur ekki þótt þú lítir
framhjá honum. Þér verður bent á úrbætur
og þú tekur þeim hugmyndum fegins hendi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Láttu ekki aðra hrifsa til sín það
sem í raun er þitt. Vertu óhrædd/ur við að
ganga í smiðju hjá öðrum til þess að klára
verkið. Hlustaðu á ráðleggingar annarra.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú gætir staðið frammi fyrir erf-
iðum málum á vinnustað en þú hefur alla
burði til að takast á við þau. Ræddu sameig-
inlega ábyrgð við maka, fínpússaðu og
gakktu frá smáatriðum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Til að endurheimta kraftana skaltu
njóta einveru og rólegheita í dag. Sumarið
verður skemmtilegt, fullt af ferðalögum og
gleði.
námskeið í nokkur kvöld hvert.“
Margrét var skólastjóri húsmæðra-
skólans 1971-1984, en þá rann hann
saman við aðra framhaldsskóla í
Verkmenntaskóla Akureyrar
(VMA). Átti Margrét mikinn þátt í
Til þess þurfti að eiga samstarf við
Matsveina- og hótelskólann í
Reykjavík. Svo buðum við upp á al-
mennt fimm mánaða hússtjórnar-
nám eftir áramótin. Auk þess fórum
við að bjóða upp á alls konar styttri
M
argrét Sigríður
Kristinsdóttir
fæddist 6. maí 1937
í Reykjavík og ólst
þar upp til níu ára
aldurs þegar fjölskyldan flutti í
Kópavog. „Við urðum þar hálfgerðir
frumbyggjar í ört stækkandi bæj-
arfélagi. Ég var í sveit á sumrin frá
sex ára aldri eins og tíðkaðist í þá
daga. Fyrstu fjögur sumrin voru í
miklu eftirlæti í Junkaragerði sunn-
an við Hafnir á Reykjanesi.“
Margrét var þrjú ár í Ísaksskóla
áður en fjölskyldan fluttist í Kópa-
vog. Þar voru skólamálin á byrj-
unarstigi og fluttist skólinn til á
hverju ári þar til Digraneskóli tók
til starfa á fjórða ári Margrétar í
skóla í Kópavogi. Frá 13 ára aldri
var hún síðan í heimavistarskólum.
Fyrst fór hún í Reykjanesskóla við
Ísafjarðardjúp, en frá 1951-1955 var
hún á Laugarvatni og lauk þaðan
gagnfræðaprófi. „Ég átti frábæran
tíma á Laugarvatni, þar var mikið
sönglíf og þar lærðum við körfu-
bolta, sem var alveg nýtt fyrir okkur
sem varð til þess að allir voru í
körfubolta.“
Eftir Laugarvatn þurfti Margrét
að vinna fyrir sér og sjá um móður
sína, sem átti við veikindi að stríða.
Margrét vann í þvottahúsi á veturna
og var kaupakona í Borgarfirði á
sumrin. Hún réð sig síðan sem mat-
ráðskonu í vegavinnu og komst eftir
það sumar í Húsmæðraskólann á
Blönduósi, átján ára. Hún vann síð-
ar sem matráðskona í Kleppjárns-
reykjaskóla og kokkur í Samvinnu-
skólanum á Bifröst áður en hún
gekk í Hússtjórnarkennaraskóla Ís-
lands, 28 ára gömul. Hún lauk hús-
mæðrakennaraprófi 1969 og síðar
stúdentsprófi frá MA 1976.
Eftir útskriftina 1969 fékkst
Margrét við kynningar hjá Osta- og
smjörsölunni í nokkur ár ásamt
matreiðsluþáttum fyrir sjónvarpið.
Hún rak einnig Edduhótelið á
Varmalandi í tvö sumur. Margrét
flutti síðan til Akureyrar til að taka
við og endurnýja Húsmæðraskóla
Akureyrar. „Eitt mitt fyrsta verk
var að setja upp námskeið fyrir mat-
sveina á fiski- og flutningaskipum.
því að koma VMA á legg. „Þetta
voru mikil mótunarár sem gaman
var að taka þátt í.“ Í VMA var hún
síðan kennslustjóri til 2003, og
sinnti fjarkennslu til sjötugs.
Margrét sat í bæjarstjórn fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í nokkur ár og
sat í fjölda nefnda. „Það var krefj-
andi og gefandi starf.“
Margrét kynntist Gunnari Sólnes
á Akureyri og gengu þau í hjóna-
band 1976. „Við bjuggum 21 ár í
húsi í yndislega Innbænum á Akur-
eyri en fluttum þaðan á Brekkuna
þar sem við bjuggum þar til Gunnar
dó. Gunnar var lengi formaður Golf-
klúbbs Akureyrar og með því fylgdi
meðal annars að taka á móti fjölda
gesta frá öðrum löndum þegar
Arctic Open var haldið árum saman
um Jónsmessuleytið, var því oft
mikið fjör í Aðalstrætinu. Helstu
áhugamál okkar voru laxveiði, golf
og ferðalög, sem kallar á fjölda fé-
laga og vina sem eru ómetanlegir
Margrét Kristinsdóttir, fv. skólastjóri og framhaldsskólakennari – 85 ára
Fjórar kynslóðir Hulda, Helga, Saga Marie, Margrét og Selma í áttræðisafmæli Margrétar.
Mótunarár í menntun á Akureyri
Fyrsti langömmustrákurinn Gunnar, Marina með Bastian og Margrét.
Til hamingju með daginn
Garðabær Esma Dís Cardaklija
Jónasdóttir fæddist 27. október 2021
kl. 04.18. Hún vó 3.798 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru Jónas
Ástþór Hafsteinsson og Lejla
Cardaklija.
Nýr borgari
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Fjallað er um
tískuna 2022
í förðun, snyrtingu,
útliti og fatnaði auk
umhirðu húðarinnar,
heilsu, dekur o.fl.
SMARTLAND
BLAÐIÐ
Kemur út 20. maí
– meira fyrir lesendur
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ