Morgunblaðið - 06.05.2022, Page 26

Morgunblaðið - 06.05.2022, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 Lengjudeild karla Fylkir – KV ............................................... 3:1 HK – Selfoss ............................................. 2:3 Lengjudeild kvenna Haukar – FH ............................................ 0:4 Víkingur R. – Augnablik.......................... 3:2 Evrópudeild karla Undanúrslit, seinni leikir: Eintracht Frankfurt – West Ham .......... 1:0 _ Frankfurt í úrslit, 3:1 samanlagt. Rangers – RB Leipzig ............................. 3:1 _ Rangers í úrslit, 3:2 samanlagt. Sambandsdeild karla Undanúrslit, seinni leikir: Roma – Leicester ..................................... 1:0 _ Roma í úrslit, 2:1 samanlagt. Marseille – Feyenoord............................. 0:0 _ Feyenoord í úrslit, 3:2 samanlagt. Ítalía Salernitana – Venezia............................. 2:1 - Arnór Sigurðsson lék ekki með Venezia vegna meiðsla og Jakob Franz Pálsson var ekki í hópnum. Staða neðstu liða: Sampdoria 35 9 6 20 42:57 33 Spezia 35 9 6 20 37:63 33 Salernitana 35 7 8 20 31:72 29 Cagliari 35 6 10 19 32:64 28 Genoa 35 3 16 16 25:55 25 Venezia 35 5 7 23 29:65 22 _ Þrjár umferðir eru eftir og þrjú neðstu liðin falla. Danmörk Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur: OB – SönderjyskE ................................... 3:0 - Aron Elís Þrándarson lék ekki með OB vegna meiðsla. - Atli Barkarson kom inn á sem varamað- ur á 65. mínútu hjá SönderjyskE en Krist- ófer Ingi Kristinsson var ekki í hópnum. _ OB áfram, 5:1 samanlagt, og mætir Midt- jylland í úrslitaleiknum. >;(//24)3;( Olísdeild karla Undanúrslit, annar leikur: Selfoss – Valur ...................................... 29:35 _ Staðan er 2:0 fyrir Val. Grill 66 deild karla Umspil, þriðji úrslitaleikur: ÍR – Fjölnir ........................................... 37:28 _ Staðan er 2:1 fyrir ÍR. Þýskaland Flensburg – Göppingen...................... 26:21 - Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg. - Janus Daði Smárason skoraði fimm mörk fyrir Göppingen. Melsungen – Hannover-Burgdorf..... 22:29 - Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson komust ekki á blað hjá Melsun- gen og Elvar Örn Jónsson er frá keppni vegna meiðsla. - Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Staðan: Magdeburg 50, Kiel 48, Flensburg 44, Füchse Berlín 42, Göppingen 33, Wetzlar 31, Leipzig 30, Melsungen 29, RN Löwen 28, Lemgo 24, Erlangen 23, Bergischer 23, Hamburg 22, Hannover-Burgdorf 21, Stuttgart 18, Balingen 15, Minden 13, N- Lübbecke 10. Liðin eiga eftir fimm til sjö leiki hvert. Svíþjóð Undanúrslit, þriðji leikur: Skövde – Kristianstad......................... 24:28 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 6 mörk fyrir Skövde sem leiðir 2:1 í einvíg- inu. Pólland Kielce – Piotrków................................ 39:21 - Haukur Þrastarson var ekki í leik- mannahópi Kielce og Sigvaldi Björn Guð- jónsson er frá keppni vegna meiðsla. E(;R&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur karla: Hlíðarendi: Valur – Tindastóll ............ 20.30 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, fyrsti leikur: Hlíðarendi: Valur – KA/Þór ..................... 18 Framhús: Fram – ÍBV......................... 19.40 KNATTSPYRNA Besta deild karla: Kaplakriki: FH – Valur............................. 18 1. deild karla, Lengjudeildin: Boginn: Þór – Kórdrengir ........................ 18 Varmá: Afturelding – Grindavík ......... 19.15 Vogar: Þróttur V. – Fjölnir ................. 19.15 2. deild karla: Sandgerði: Reynir S. – Haukar........... 19.15 3. deild karla: Fjölnisv.: Vængir J. – Kormákur/Hvöt... 19 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Sauðárkr.: Tindastóll – Grindavík ...... 18.30 Árbær: Fylkir – HK ............................. 19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson Guðmundur Karl Valur vann öruggan 35:29-sigur á Selfossi í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á Selfossi í gærkvöldi. Valur er þar með kominn í 2:0 í ein- víginu og þarf því aðeins einn sig- urleik til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Það geta Valsmenn gert á sunnudagskvöld á heimavelli sínum og þar með sópað Selfyssingum í snemmbúið sumarfrí. Selfoss er hins vegar kominn með bakið upp við vegg og þarf nauðsyn- lega á sigri að halda þá til þess að halda sér inni í einvíginu. Leikurinn í gærkvöldi var jafn og spennandi í fyrri hálfleik þar sem bæði lið lögðu mikið í leikinn. Selfyss- ingar töpuðu illa í fyrsta leiknum og ætluðu greinilega að sanna sig á heimavelli. Staðan í leikhléi var 16:15, Valsmönnum í vil, og því allt opið fyr- ir síðari hálfleikinn. Deildarmeist- ararnir komu hins vegar mun betur stemmdir í síðari hálfleikinn og gerðu nánast út um leikinn á upphafsmín- útum hans þegar þeir komust í 22:17. Þó að Selfyssingar hafi reynt allt til að svara fyrir sig í síðari hálfleik voru Valsmenn miklu öflugri, enda eru þeir illviðráðanlegir á góðum degi eins og í gær. „Þetta var svipað og í fyrsta leikn- um, þeir komu með svakalegt áhlaup í upphafi seinni hálfleiks og það tók rosalega mikið úr okkur. Við eigum að koma af miklu meiri krafti úr klef- anum í hálfleik,“ sagði Hergeir Grímsson, leikmaður Selfoss, í sam- tali við mbl.is í gær. „Við þurfum bara að halda okkar plani og skerpa á nokkrum hlutum. Við vorum aðeins slitnir á tímabili í kvöld en þegar leið á leikinn þá vor- um við með þetta,“ sagði Róbert Ar- on Hostert, leikmaður Vals, við mbl.is í gær. Markvarslan var fín hjá Selfossi í gærkvöldi þar sem Vilius Rasimas varði 17 skot. Richard Sæþór Sig- urðsson var markahæstur Selfyss- inga með 7 mörk og Atli Ævar Ing- ólfsson skoraði 6 mörk. Hjá Val var Arnór Snær Ósk- arsson markahæstur með 6 mörk og þeir Stiven Tobar Valencia og Finnur Ingi Stefánsson skoruðu 5 mörk hvor. Finnur Ingi var sérlega öflugur á lokakaflanum. Landsliðsmarkvörð- urinn Björgvin Páll Gústavsson varði þá 12 skot í marki Vals. Valur hafði aftur betur - Leiðir 2:0 í einvíginu gegn Selfossi Morgunblaðið/Óttar Geirsson Liðugur Stiven Tobar Valencia í þann mund að skora eitt af fimm mörkum sínum fyrir Val í öðrum leik liðsins gegn Selfossi í gærkvöldi. ÍR er komið í 2:1 í einvígi sínu við Fjölni í umspili um laust sæti í úr- valsdeild karla í handknattleik eftir öruggan 37:28-sigur í þriðja leik liðanna í Breiðholti í gær- kvöldi. ÍR-ingar voru með yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sjö mörkum, 20:13, í leikhléi. Dagur Sverrir Kristjánsson var markahæstur í liði ÍR með átta mörk og þar á eftir komu Viktor Sigurðsson með sex mörk og Kristján Orri Jóhannsson og Ey- þór Waage með fimm mörk hvor. Í liði Fjölnis var Björgvin Páll Rúnarsson markahæstur með sex mörk og Elvar Otri Hjálmarsson kom þar næstur með fimm mörk. Í umspilinu þarf þrjá sigra til þess að tryggja sér sæti í úrvals- deildinni og því getur ÍR tryggt það á ný með sigri í fjórða leik lið- anna í Grafarvogi á sunnudag. Fjölnismenn verða á hinn bóginn að vinna þann leik til þess að knýja fram oddaleik í Breiðholti á mið- vikudaginn í næstu viku. ÍR þarf einn sigur til viðbót- ar til að endurheimta sætið Morgunblaðið/Óttar Geirsson Barátta Viktor Sigurðsson og Elvar Otri Hjálmarsson í baráttunni í fyrsta leik ÍR og Fjölnis í umspilinu um laust sæti í úrvalsdeild á dögunum. Fylkir og HK, liðin sem féllu úr efstu deild karla í knattspyrnu á síðasta tímabili, áttu ólíku gengi að fagna í 1. umferð 1. deildar, Lengjudeildarinnar, í gærkvöldi. Fylkir fékk KV í heimsókn í Árbæinn og náði forystunni snemma leiks þegar Ásgeir Eyþórs- son skoraði á áttundu mínútu. Daði Ólafsson tvöfaldaði forystuna áður en Grímur Ingi Jakobsson minnk- aði muninn skömmu fyrir leikhlé. Seint í síðari hálfleik skoraði svo danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen í sínum fyrsta keppnisleik fyrir Árbæjarliðið og tryggði þann- ig 3:1-sigur. Í leik HK og Selfoss í Kórnum var staðan orðin 2:2 eftir aðeins 12 mín- útna leik. Gary Martin kom Selfossi í tveggja marka forystu eftir átta mínútur áður en Ásgeir Marteins- son og Hassan Jalloh svöruðu um hæl fyrir HK. Í síðari hálfleik tryggði Gonzalo Zamorano svo 3:2- sigur Selfoss. Morgunblaðið/Eggert Tvenna Gary Martin fer afskaplega vel af stað á nýju tímabil. Í gærkvöldi skoraði hann tvö mörk fyrir Selfoss í sterkum útisigri á HK í 1. deild. Ólíkt hlutskipti Fylkis og HK í fyrstu umferð FH vann öruggan 4:0-sigur á ná- grönnum sínum í Haukum í 1. um- ferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, á Ásvöllum í gærkvöldi. Kristin Schnurr kom gestunum í FH yfir strax á 7. mínútu mínútu og Shaina Ashouri bætti við öðru mark- inu eftir rúmlega hálftíma leik. As- houri skoraði annað mark sitt og þriðja mark FH á 64. mínútu og Telma Þrastardóttir bætti svo við fjórða markinu áður en yfir lauk. Á sama tíma vann Víkingur úr Reykjavík 3:2-sigur á Augnabliki á Víkingsvelli. Sara Jóhannsdóttir kom Augnabliki yfir strax í upphafi leiks áður en Christabel Oduro jafn- aði metin fyrir Víkinga um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé kom Hrafnhildur Halldórsdóttir gestunum yfir á ný en Oduro jafnaði metin öðru sinni um miðjan síðari hálfleikinn. Hún fullkomnaði svo þrennuna í uppbótartíma og tryggði nauman sigur Víkings. Öruggt hjá FH og þrenna hjá Oduro Morgunblaðið/Eggert Öruggt Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, rennir sér í boltann í öruggum fjögurra marka sigri liðsins gegn Haukum í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.