Morgunblaðið - 06.05.2022, Page 28

Morgunblaðið - 06.05.2022, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við höfum mjög mikinn áhuga á því að vinna með fólki sem er kannski ekki oft sýnilegt á sviðinu, við viljum leyfa ólíka röddum að heyrast. Við höfum gert mikið af því að vinna með ólíkum hópum fólks, sérstaklega ungu fólki en líka fólki á öllum aldri sem á eitthvað sameiginlegt, Við kynntumst fyrir tíu árum og fórum að vinna saman og höfum síðan þá unnið saman að ólíkum verkefnum sem öll tengjast dansi og kóreógrafíu á einhvern hátt,“ segja þau Ásrún Magn- úsdóttir og Alexander Roberts, höf- undar nýs dansverks sem frumsýnt verður í kvöld. Ball heitir verkið þeirra sem sýnt er í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. „Þegar okkur var boðið að koma og gera verk fyrir Íslenska dans- flokkinn, sem okkur fannst frábært tækifæri, fórum við strax að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til að stækka þann flokk. Við fengum frjálsar hendur og því var tekið vel þegar við vörpuðum fram þeirri hugmynd að leiða saman á dans- sviðið fólk á ólíkum aldri með ólík- an bakgrunn sem ætti sameiginlega ástina á dansi, alls konar dansi. Í hópnum sem dansar saman á Ball- inu eru nokkrir atvinnudansarar úr Íslenska dansflokknum en líka ges- tadansarar sem koma úr allt öðrum áttum; Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, tólf ára samkvæmis- dansstjarna, freestyle-goðsögn, bollywood-dansari, street-dansari, gógódansari, dansnemandi og nútímadansari sem elskar að dansa við tónlist Bobs Marleys. Þetta eru því danselskendur á öllum aldri með ólíka líkama og reynslu sem stíga upp á svið og dansa. Við vildum hafa hópinn sem breiðastan bæði í aldri og dans- bakgrunni og við höfum ekki unnið áður með flestu þessu fólki, af því við vildum einmitt setja saman hóp af fólki sem væri nýr fyrir okkur og með reynslu og sérhæfingu í döns- um sem við þekktum ekki svo mik- ið.“ Á böllum dansa allir saman Þau segja að æfingaferlið hafi verið skemmtilegt og aldursbil hópsins spanni næstum heila mannsævi. „Okkur finnst það einmitt svo skemmtilegt. Sá yngsti í hópnum er samkvæmisdansari sem er tólf ára og elsta manneskjan er um áttrætt, fyrrverandi ballerína. Við buðum gestadönsurunum að koma einn í einu og hitta okkur tvö og dansara dansflokksins, þar sem hver gesta- dansari var með danstíma, kenndi okkur og dönsurum dansflokksins sinn dans. Þannig var fyrsta skref- ið; að fá hvern og einn inn í ferlið og seinna hittust svo allir. Þannig komumst við að niðurstöðuna með dramatúrgíuna, þar sem hver og einn stígur fram, kynnir sig og sinn dans og dansar sóló, en fær svo hópinn til að dansa með sér. Hóp- urinn stekkur inn í og dansar með sínum hætti þótt þau kunni ekki ná- kvæmlega dans viðkomandi. Þannig deilir sólódansarinn ást sinni á ákveðnum dansi með hópnum sem á sama tíma lærir eitthvað um nýj- an dansstíl. Kannski ekki ósvipað því þegar fólk hittist á venjulegu balli og dansar saman, hver og einn með sinn dansstíl. Þaðan kemur einmitt titill verksins, Ball, af því að á böllum brestur fólk á ólíkum aldri í alls konar dansa við alls konar tónlist. Á böllum kemur fólk úr ólíkum áttum saman á dansgólfi, fólk frá ólíkum svæðum, skólum, störfum o.s.frv. en það nær saman á dansgólfinu því þar verða allir jafnir. Hugsunin hjá okkur með þessari sýningu er að dans eigi ekki aðeins að snúast um afburðatækni eða ómælda hæfileika, heldur þá upplifun að dansa alla þessa dansa saman.“ Bjó með Íslendingum í London Danshöfundarnir Alex og Ásrún hafa oft starfað saman áður við kóreógrafíu og uppsetningu dans- verka, en Alex er fæddur og uppal- inn á Bretlandi. „Tengsl mín við Ísland eiga upp- haf sitt í því að ég bjó í London með nokkrum Íslendingum og árið 2008 setti ég þar upp sýningu með einum þeirra sem við komum svo með til Íslands. Í framhaldinu fór ég að starfa hér á landi sem sýning- arstjóri við ýmis sjálfstæð verkefni. Auk þess er kærastan mín ís- lensk, Ásgerður G. Gunnarsdóttir, og það er auðvitað hluti af því að ég hélt áfram að koma hingað. Árið 2012 fluttum við Ásgerður hingað til lands frá Hollandi, þar sem við bjuggum þá. Ég hitti svo Ásrúnu í fyrsta sinn það sama ár þegar við þvældumst saman um Reykjavík dansfestival. Ári seinna spurðu Erna Ómarsdóttir, núverandi list- dansstjóri Íslenska dansflokksins, og Valdimar Jóhannsson hvort við Ásgerður vildum vera meðstjórn- endur á Reykjavík dansfestival sem við tókum að okkur með glöðu geði og gerðum í nokkur ár, frá 2014 til 2020,“ segir Alex og bætir við að þar fyrir utan hafi hann sett upp sín eigin verk, unnið að ýmsum verkum með Ásrúnu og verið með verkefni í Háskóla Íslands. Frumsýning á dansverkinu Balli er í kvöld, föstudagskvöldið 6. maí, á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Dansverkið BALL Þar dansa sóló og saman danselskandi einstaklingar á ólíkum aldri og með ólíka líkama, sá yngsti er 12 ára en elsti um áttrætt. Fólk á ólíkum aldri dansar saman - Ball, glænýtt dansverk, frumsýnt í kvöld - Breikdans, bollywood, gó-gó-dans, ballett, samkvæmis- dans, freestyle, nútímadans og streetdans - Ást á dansi er sameiginleg öllum sem koma fram Alexander Roberts Ásrún Magnúsdóttir Ljósmyndir/Víðir Björnsson Nína Óskarsdóttir opnar sýningu sína Iðkun/Practice í Listvali á Hólmaslóð 6 úti á Granda í dag, föstudag, kl. 17. Nína sýnir röð nýrra skúlptúra þar sem hún veltir fyrir sér hugmyndum um heil- agleika í menningarlegum skiln- ingi, eins og segir í tilkynningu. „Hvernig er heimili okkar heil- agt ef það er það yfirhöfuð og hvaða merkingu hefur heilagleiki fyrir okkur í nútímasamfélagi?“ spyr Nína. Skúlptúrana vinnur hún í keramík og er hver og einn hand- mótaður og unninn út frá þeirri hönnun og fagurfræði sem birtist í trúarlegri iðkun. Handverkið er þannig tvinnað saman við hug- myndir okkar um menningarlegan uppruna og trú, hinn efnislega heim og þá iðkun sem sjálft hand- verkið felur í sér, segir í tilkynn- ingu. Hugmyndir um heilagleika Einkasýning Nína Óskarsdóttir opnar sýningu á skúlptúrum í Listvali í dag. Vorsýningin okkar nefnist samsýn- ing Sólveigar Dagmarar Þóris- dóttur og Grétu Berg Bergsveins- dóttur sem opnuð verður í dag kl. 17 í Galleríi göngum í Háteigs- kirkju og er gengið inn frá safn- aðarheimilinu. Sólveig og Gréta sýna málverk og segir í tilkynningu að þær séu báðar listagyðjur og tengdar dáleiðslumeðferðum og náttúru en samt ólíkar á áhuga- verðan hátt. Þær eiga báðar langan feril að baki sem listakonur. Sólveig Dagmar tengir listsköp- un sína við sköpunarkraft í ró og flæði í náttúrunni og málar oftast á staðnum. Verkin eru flest unnin síð- astliðin fjögur ár. Hún er jafnframt eigandi Creative Iceland- Travel ehf. Gréta málar, teiknar sögur og hlustar á innsæið, að því er segir í tilkynningu og hennar sköp- unarþrá er andleg tenging við fólk. Sýningin verður opin til 1. júní. Vorsýning Sólveigar og Grétu Vinkonur Sólveig Dagmar og Gréta. SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til og með 9. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 13. maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.