Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 10

Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 16. maí 2022, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2022 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 16. maí 2022, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 17. maí 2022 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Dagur. B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur afhenti í gær Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur, fulltrúa Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, mannréttinda- verðlaun Reykjavíkurborgar 2022. Samtökin Pepp Ísland berjast gegn fátækt og verja hagsmuni þeirra sem við hana búa. Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600 þúsund krónur en verð- launin eru veitt árlega til ein- staklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannrétt- indi. Þá fékk Liðsauki í sjálfstæðri bú- setu hvatningarverðlaun mannrétt- inda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og tók Þóra Kristín Reinharðs- dóttir við verðlaununum Liðsauki í sjálfstæðri búsetu er sólarhringsþjónusta á vegum vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyr- ir ungt fólk með flóknar þjón- ustuþarfir. Verðlaun Fulltrúar verðlaunahafa og Reykjavíkurborgar við Höfða. Mannréttindaverð- laun til Pepp Ísland - Liðsauki fékk hvatningarverðlaun Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Björgun hf. hefur fest kaup á nýju sanddæluskipi og er afkastageta þess mun meiri en skipsins Dísu, sem m.a. hefur annast dýpkun í Landeyjahöfn síðustu ár. Ráðgert er að nýja skipið haldi af stað frá Cadiz á Spáni til Íslands síðari hluta vikunnar. Það ber nafnið Gig- ante og var smíðað á Spáni árið 2011. Eysteinn Dofrason, fram- kvæmdastjóri hjá Björgun, segir að afkastageta nýja skipsins sé 15-20 þúsund rúmmetrar á sólarhring við kjöraðstæður. Auk afkastagetu sé munurinn á skipunum meðal ann- ars fólginn í því að nýja skipið sleppi efni í gegnum botnloka. Um borð í Dísu þurfi að dæla efninu út- byrðis, sem sé seinlegra ferli. Vegagerðin birti í síðust viku for- auglýsingu vegna viðhaldsdýpkunar í Landeyjahöfn 2022 til 2025. Þar kemur m.a. fram að bjóðandi skal leggja til dýpkunarskip sem upp- fyllir m.a. skilyrði um minnst 15 þúsund rúmmetra hámarksafkasta- getu á dag. Dýpkunarskipið þarf að geta dýpkað í hafnarmynninu á litlu dýpi í ölduhæð undir 1,7 m. Stjórn- hæfni skips skal vera mjög góð og þarf að gera ráð fyrir að nýta stutta veðurglugga yfir vetrartím- ann til dýpkunar í hafnarmynninu. Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og verða útboðs- gögn aðgengileg frá 27. maí. Eysteinn segir ekki liggja fyrir hvort Dísa verði seld eða fari í brotajárn. Hún var upphaflega smíðuð í Álaborg 1968, en keypt hingað til lands 2011 og voru verk- efnin m.a. í Landeyjahöfn. Fram kom í Morgunblaðinu í vetur að Dísa getur dælt 3-5.000 rúmmetr- um á sólarhring við bestu aðstæð- ur. Árin 2015-2018 var skipið Gali- lei 2000 notað í Landeyjahöfn á vegum Jan De Nul, belgísks fyrir- tækis sem starfar víða um heim. Það skip gat afkastað um tólf þús- und tonnum á dag við kjöraðstæð- ur. Eysteinn segir að verkefnastaða Björgunar sé góð, nefnir meðal annars dælingu á 500 þúsund rúm- metrum á Ísafirði og regluleg verk- efni fyrir Kalkþörungafélagið í Arnarfirði. Björgun kaupir nýtt sanddæluskip á Spáni - Vegagerðin kynnir útboð þar sem gerðar eru auknar kröfur Gigante Ráðgert er að skipið haldi frá Spáni til Íslands í lok vikunnar. DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Viðreisn kaus að efna til viðræðu- bandalags með Samfylkingu og Pí- rötum að afloknum kosningum til borgarstjórnar til þess að minnka líkurnar á því að flokkurinn yrði jað- arsettur í meirihlutaviðræðum sem nú eru í farvatninu. Þetta má lesa úr orðum Pawels Bartoszeks, fráfar- andi borgarfulltrúa, en flokkur hans, Viðreisn náði ekki að tryggja stöðu sína með tvo borgarfulltrúa í kosn- ingunum. „Ef talningin hefur ekki klikkað hjá mér þá erum við bara með einn borgarfulltrúa og það er talsvert auðveldara að hundsa okkur ef við stöndum ein heldur en ef við stönd- um með öðrum,“ segir Pawel í sam- tali í Dagmálum en hann er gestur þáttarins ásamt Katrínu Atladóttur sem senn hverfur af vettvangi borg- arstjórnar. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins fyrir kosningarnar nú í vor. Pawel segir að hann hafi að loknum kosningum lesið kosn- ingastefnuskrá Framsóknarflokks- ins og að það hafi ekki tekið langan tíma. Þar komi hins vegar í ljós að ekki beri mikið í milli hjá þeim flokk- um sem misstu meirihluta sinn í kosningunum á laugardag og sig- urvegurunum í Framsókn. Katrín segir að Einar Þor- steinsson, oddviti Framsókn- arflokksins, hafi farið fram undir slagorðum um breytingar. Hann muni illa geta staðið við slíkt loforð, ákveði hann að falla í faðm Dags B. Eggertssonar, ekki síst í ljósi þess að oddvitinn sjálfur, auk þeirra þriggja frambjóðenda sem náðu kjöri á lista með honum sé óreynt fólk á vettvangi borgarstjórnar. Katrín er nú komin að nýju í tæknigeirann, þaðan sem hún kom inn í pólitíkina. Hún er sátt við tím- ann í borgarstjórn en viðurkennir að henni hafi ekki orðið um sel á fyrsta fundi á þessum vettvangi. „Ég hugsaði. Ég er búin að eyði- leggja líf mitt.“ Annað hafi þó komið á daginn. Morgunblaðið/Kristófer Eftirleikurinn Katrín Atladóttir og Pawel Bartoszek mættu í Dagmálasettið og ræddu um stöðuna sem uppi er í kjölfar kosninganna á laugardaginn. Segir að Viðreisn njóti samflotsins - Reynsluleysi gæti háð Framsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.