Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
Vorverkin Það er vor í lofti og ýmislegt sem þarf að dytta að eftir veturinn og undirbúa fyrir sumarið. Á Frakkastígnum í Reykjavík var þetta fólk að mála hús í vorblíðunni í gær.
Eggert
Út er komin á veg-
um Landsnets skýrsl-
an „Frontier Econo-
mics: Töpuð tækifæri
vegna takmarkana í
flutningskerfinu.
Greining á samfélags-
legu tapi sem stafar af
takmarkaðri afhend-
ingargetu rafmagns“.
8. apríl 2022.
Ætla ég að minnast
á nokkur atriði sem koma fram í
skýrslunni og mér þykir vert að
nefna.
Eitt finnst mér skipta máli á
þessu stigi, en það er að fyrirtækið
Frontier Economics er ráðið til
verksins sem málsvari Landsnets í
að sverta ástand núverandi flutn-
ingskerfis til að búa í haginn fyrir
frekari framkvæmdir í flutnings-
kerfinu. Sem sagt huglæg nálgun á
viðfangsefnið, sem gæti verið vegna
vanreynslu af málefninu.
Orkugeta og dreifing
Orkugeta raforkukerfisins er
áætluð 21.175 GWh/ári og er þar
tekið tillit til takmarkana í flutn-
ingskerfi Landsnets, samanber
grein mína í Morgunblaðinu 1. apríl
sl. Þetta er sá markaður sem hægt
væri að anna með ákveðnu viðmiði
um hagkvæmni, meðvitaðri áhættu
í rekstri og öðrum al-
mennum rekstr-
arviðhorfum. Í rekstri
gæti annars vegar
áhættufælni rekstr-
araðila skipt miklu
máli og hins vegar
gætu sumir jafnvel
verið áhættusæknir.
Ef skoðuð eru ein-
stök ár af 55 sögu-
legum vatnsárum og
gert ráð fyrir fullum
miðlunum í upphafi
hvers vatnsárs, þá
rokkar orkugeta einstakra vatnsára
á bilinu [18.825: 22.950] GWh/ári
eftir framboði vatnsorku við virkj-
anir og miðlanir. Frávik frá með-
altali eru allt að [-2.350; +1.775]
GWh/ári eða [-11,0%; +8,4%].
Yfirstandandi vatnsár er svipað
og versta ár í sögulegum rennsl-
isröðum en það telst því hafa haft
orkugetu upp á 18.825 GWh/ári.
Umfjöllun í skýrslu Frontier
Economics virðist mótuð af þessu
eina slæma ári, sem væri þá röng
aðkoma.
Raforkunotkun á Íslandi hefur
verið að aukast aftur lítillega eftir
Covid-farsóttina. Samkvæmt Orku-
stofnun reyndist raforkunotkun ár-
ið 2021 vera 19.614 GWh, sem er
1.561 GWh lægra en skilgreind
orkugeta og getur því landskerfið
varla talist aðþrengt eins og sumir
hafa haldið fram að undanförnu í
ljósi lakrar stöðu vatnsmiðlana. Sú
staða hefur reyndar skánað mikið
síðustu daga og vikur. Samkvæmt
Landsvirkjun hefur fyrirtækið talið
kerfi sitt vera fullnýtt og því knýj-
andi þörf á að setja í gang byggingu
næstu vatnsaflsvirkjunar, en þar
hefur Hvammsvirkjun í Neðri-
Þjórsá verið nefnd.
Samkvæmt fyrrgreindum nið-
urstöðum er kerfið ekki enn fullnýtt
og töluverður möguleiki á að það
muni ráða við aukinn markað á
næstu árum sem nemur liðlega
tveimur Hvammsvirkjunum. Nema
þá að til komi sérstök markaðs-
aukning, t.d. vegna fyrirhugaðra
orkuskipta, sem reyndar enn hafa
ekki verið fastsett tæknilega séð.
Skilgreining orkugetu
Hin hefðbundna skilgreining á
hugtakinu „orkugeta“ raforkukerfis
er sú stærð raforkumarkaðar sem
kerfið er talið geta annað að með-
altali, með ásættanlegri arðsemi og
áhættu.
Vert er að geta þess að hér á
landi hefur jafnan verið notuð að-
ferð sniðgöngukostnaðar sem ég
hef kallað svo (á ensku „Avoided
Cost of Energy“), en aðrir mögu-
leikar eru framleiðslukostnaður
(„Cost of Production“) og miðl-
unarkostnaður („Cost of Storage“).
Með því að nota sniðgöngukostnað
er hægt að verðleggja bæði ein-
ingakostnað virkjunar þar sem
framleiðsla á sér stað og einnig að-
gerðir í flutningskerfinu sem leiða
til framleiðsluaukningar í öðrum
virkjunum kerfisins. Aðferðin hefur
verið notuð allt frá byggingu Búr-
fellsvirkjunar á sjöunda áratug síð-
ustu aldar.
Flutningstakmarkanir
Þá segir í skýrslunni: „Sam-
kvæmt Landsvirkjun hefði verið
mögulegt að framleiða og selja í
kringum 500 GWst til viðbótar árið
2021 úr virkjunum sem nú þegar
eru í notkun ef flutningskerfið væri
sterkara.“ Þessi tala ein sér segir
ekki mikið enda er hún með mikilli
dreifingu. Lítil eða jafnvel núll í
vatnsmiklum árum og hærri í
vatnsrýrum árum eða þegar mis-
mikið er í miðlunum, en þá gæti
verið þörf á að stjórna notkun
þeirra öðruvísi en þeim sem nátt-
úrulegar aðstæður bjóða upp á.
Þessu hefði mátt gera betri skil í
skýrslunni, t.d. fjalla um dreifingu á
nefndum 500 GWst eftir vatnsárum,
hvort sem sú greining kæmi frá
Landsvirkjun, Landsneti eða Fron-
tier Economics. Ein svona stakstæð
tala er út í bláinn, en þó eru í
skýrslunni heilmiklar ályktanir
dregnar af henni, m.a. reiknað út
tap þjóðfélagsins með einföldum
margföldunum og ég veit ekki hvað.
Er þá Landsvirkjun með sínum
matstölum að meina mesta eða
meðalorkutap? Það þarf að útskýra.
Annað mál er að ég skoðaði
minnkun orkugetu vegna þrenginga
í flutningskerfinu fyrir nokkrum ár-
um og áætlaði þá töluvert minni
lækkun orkugetu kerfisins en nið-
urstaða Landsvirkjunar núna gefur
í skyn.
Almennt
Við lestur skýrslunnar virðist
sem flutningskerfið ráði öllu í
ákvörðunum um byggingu virkj-
unar og tilheyrandi tengingu. Þann-
ig er þetta bara alls ekki. Þar ræð-
ur virkjunarkostnaður langmestu,
en vitaskuld þarf að vera hægt að
tengja virkjunina við stofnkerfi
Landsnets. Það liggur í augum
uppi.
Þess vegna hefði átt að styðjast
við fullkomnari skilgreiningu á töp-
uðum tækifærum vegna takmark-
ana í flutningskerfinu en fram kem-
ur í skýrslunni.
Eftir Skúla
Jóhannsson » Fyrirtækið Frontier
Economics beitir
huglægri nálgun á við-
fangsefnið, sem gæti
verið vegna vanreynslu
af málefninu.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Takmarkanir í flutningskerfi Landsnets