Morgunblaðið - 17.05.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
✝
Gróa Jóels-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 6. jan-
úar 1925. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 7.
maí 2022. For-
eldrar hennar voru
Jóel Friðrik Ingv-
arsson, f. 3. nóv-
ember 1889, d. 9.
júní 1975, og Val-
gerður Erlends-
dóttir, f. 17. september 1894, d.
8. apríl 1986.
Systkini Gróu: Ingibjörg, f.
26. mars 1919, d. 29. maí 2008;
Geir, f. 17. desember 1920, d.
13. júlí 2003; Friðrik, f. 15. apr-
íl 1922, d. 2. júní 2013 og Her-
dís, f. 25. ágúst 1930, d. 16.
febrúar 1941.
Hinn 1. nóvember 1947 gift-
ist Gróa Jóni Pétri Jónssyni, f.
21. ágúst 1922, d. 10. júní 1992.
Börn þeirra eru: 1) Valgerður,
f. 4. apríl 1949. 2) Jóel Friðrik,
f. 2. janúar 1952, maki Þuríður
Steinþórsdóttir, f. 5. september
1958. Synir Jóels frá fyrra
2012. 3) Jón Magnús, f. 9. apríl
1954, maki Stefanía Gunn-
arsdóttir, f. 30. júlí 1956. Börn
þeirra eru a) Hjördís, f. 13.
apríl 1974, maki Ole Raskmark
Rönne, f. 13. ágúst 1970. Synir
þeirra eru Magnús, f. 22. sept-
ember 2002, og Daníel, f. 7.
desember 2007. b) Jón Pétur, f.
16. júlí 1979, maki Gerður Guð-
mundsdóttir, f. 10. júní 1979.
Dætur þeirra eru Sigríður
Petra, f. 9. ágúst 2011, og Arn-
gunnur Vala, f. 6. október
2016.
Gróa ólst upp í Hafnarfirði.
Hún sótti húsmæðraskóla og
vann ýmis störf, t.a.m. í Kald-
árseli með foreldrum sínum og
á Ljósmyndastofu í Hafnarfirði
en var mestan hluta ævinnar
húsmóðir. Heimili Gróu og Jóns
Péturs var lengst af í Hegra-
nesi 28 þar sem Gróa naut sín
vel að sinna garðinum þeirra.
Hún var virk í félagsstarfi
KFUM og KFUK. Þau hjónin
stunduðu einnig saman hesta-
mennsku um tíma. Gróa hafði
ætíð mikinn áhuga á tónlist og
var dugleg að sækja tónleika.
Gróa verður jarðsungin frá
Garðakirkju í dag, 17. maí
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
hjónabandi eru a)
Ólafur Þór, f. 1.
nóvember 1972,
maki Margrét Sif
Hákonardóttir, f. 9.
mars 1968. Sonur
Ólafs frá fyrra
hjónabandi er Frið-
rik Þór, f. 6. ágúst
2001. b) Jón Pétur,
f. 30. maí 1978.
Börn Jóns eru
Freyja, f. 26. júlí
2009, Iðunn, f. 2. janúar 2011,
og Krummi Þór, f. 6. október
2010. Dóttir Jóels og Þuríðar
er Gróa Sif, f. 16. mars 1988,
sambýlismaður Sigurmon Hart-
mann Sigurðsson, f. 30. ágúst
1989. Börn þeirra eru Karítas
Björk, f. 1. janúar 2015, og Jóel
Hartmann, f. 31. október 2019.
Stjúpdóttir Jóels og dóttir Þur-
íðar er Alma Björk Ástþórs-
dóttir, f. 13. september 1977,
maki Einar Pétursson, f. 22.
mars 1976. Börn þeirra eru
Pétur Þór, f. 1. júní 2000,
Gabríela, f. 2. apríl 2002, og
Jón Emil, f. 15. september
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(Sálmur 23)
Í dag kveð ég ömmu Gróu í
hinsta sinn og um leið þakka ég
fyrir dýrmætar og góðar sam-
verustundir í gegnum tíðina.
Minningar eru dýrmætar og ég
deili þeim mörgum með ömmu
Gróu. Ég hugsa hlýlega til
hennar og afa Jóns sem voru
bæði mér miklar fyrirmyndir í
lífinu.
Amma var fagurkeri og list-
unnandi. Alltaf svo vel tilhöfð og
glæsileg. Hún átti fallegt heim-
ili og þar vorum við strákarnir
mínir alltaf velkomin. Hún kom
reglulega til okkar í heimsókn í
Hafnarfjörðinn og það var alltaf
gaman að fá hana í mat.
Amma hafði upplifað miklar
breytingar á þeim tæpu 100 ár-
um sem hún lifði. Hún ólst upp
við guðsótta og góða siði í Hafn-
arfirði og að alltaf ætti að hjálpa
náunganum. Hún eignaðist þrjú
börn og hjónaband hennar og
afa var langt og hamingjuríkt.
Ömmu þótti líka afar vænt um
barnabörnin og langömmubörn-
in sín.
Það sem amma Gróa kenndi
mér í gegnum tíðina mun lifa
með mér til æviloka.
Takk elsku amma mín fyrir
samfylgdina í gegnum lífið.
Minning þín lifir.
Þín
Hjördís.
Í dag kveðjum við góða konu
sem ég var svo heppinn að hafa
fengið sem ömmu mína. Konu
sem upplifði margt á langri ævi
og náði að sigrast á alls kyns
áskorunum með jákvæðni að
vopni.
Ein mikilvægasta gjöfin sem
amma Gróa gaf mér er að sjá
það góða í hlutunum og vera
með jákvætt viðhorf til lífsins
og þeirra áskorana sem þar
liggja. Þetta gerði hún með því
að sýna gott fordæmi í eigin
raunum. Mér er minnisstætt
samtal sem við áttum þegar
sjónin hjá henni var verulega
farin að daprast. Í stað þess að
grafa sig í neikvæðni út af sjón-
leysi talaði hún um hvað hún
væri heppin með dagskrána í
útvarpinu á Rás 1 sem væri ein-
staklega góð og áhugaverð og
einnig hvað úrval af hljóðbókum
væri gott hjá Blindrabókasafn-
inu. Þannig að ég þyrfti ekki að
hafa neinar áhyggjur af sjón-
leysinu.
Annað dæmi er í kringum
símtölin okkar. Stundum þegar
langt var á milli þeirra, þá
skammaði hún mig aldrei fyrir
hversu sjaldan ég hringdi, held-
ur byrjaði hún símtalið alltaf á
það segja: „Gaman að heyra í
þér“ og setti þar tóninn fyrir já-
kvæð og góð samskipti.
Amma var einstaklega dug-
leg að bjarga sér og sást það
best eftir að afi dó og eftir að
sjónin fór að versna. Helsta
vandamálið sem sneri að mér í
seinni tíð var þegar hún óvart
ýtti á rangan takka á fjarstýr-
ingunni og breytti einhverju í
sjónvarpinu, þá mætti ég á stað-
inn til að skoða málin með
henni, fá kaffi og spjalla í leið-
inni. Þessar stundir ylja mér í
dag og er ég stoltur að hafa
fengið þetta hlutverk og þessar
stundir.
Amma Gróa átti stóran hlut í
mínum uppvexti, en frá mínum
fyrstu árum átti ég einstakar
stundir með henni og afa Jóni í
Hegranesinu, stundir sem ég
minnist með einstakri hlýju og
ást. Til dæmis þegar þau komu
heim frá sínum fjölmörgu utan-
landsferðum með fangið fullt af
gjöfum og sögum fyrir okkur
barnabörnin, en amma Gróa og
afi Jón gerðu alltaf sitt besta í
að gleðja okkur og gefa okkur
allskyns, meðal annars „Toble-
rone“ úr fríhöfninni sem var
auðvitað algjör munaðarvara á
þessum tíma.
Þegar ég hitti hana í síðasta
skipti á spítalanum sátum við á
rúminu hennar og ræddum um
daginn og veginn og rifjuðum
upp góðar stundir. Meðal þeirra
stunda var ferðin okkar til
Benidorm með Gamla kompaní-
inu þar sem amma bjó til marg-
ar ógleymanlegar upplifanir.
Ein slík var til dæmis þegar all-
ir ferðafélagarnir voru í góðum
gír hér og þar, þá settist hún
með mér út á svalir á hótelinu
og spilaði „Emil í Kattholti“-
spilið. Þetta lýsir vel hvernig
okkar samband var og hversu
natin hún var við okkur barna-
börnin og barnabarnabörnin.
Mér er þakklæti efst í huga á
þessari kveðjustund. Þakklæti
fyrir allar góðu stundirnar, fyr-
ir allan lærdóminn og alla
hlýjuna sem amma Gróa veitti
mér.
Guð geymi þig, elsku amma
mín, áhrifin sem þú hafðir á
okkur öll munu vara um langa
tíð.
Ólafur Þór Jóelsson.
Gróa Jóelsdóttir
✝
Guðmundur
Andrésson
fæddist 28. nóv-
ember 1947 á Ak-
ureyri. Hann lést 6.
maí 2022 á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Foreldrar hans
voru hjónin Ásta
Sigríður Williams-
dóttir, f. 8. okt.
1927, d. 5. feb.
2016, og Andrés Þ. Guðmunds-
son, f. 29. maí 1925. Hann var
elstur barna þeirra hjóna.
Systkini hans eru Inga Jóna,
f. 7. jan. 1949. Ásta, f. 2. okt.
1950. Andrés, f. 9. maí 1954, og
Jón William, f. 10. mars 1959, d.
26. júlí 2016.
Guðmundur kvæntist Ásthildi
Davíðsdóttur, f. 12. nóv. 1951
þann 1. sept. 1973.
Foreldrar hennar
voru Davíð Her-
mann Þorsteinsson,
f. 13. apríl 1918, d.
24. nóv. 1971, og
Katrín Oddsdóttir,
f. 12. des. 1917, d.
18. apríl 1966.
Börn þeirra eru:
1) Eva Katrín, f. 17.
maí 1973. 2) Erla
Björk, f. 26. okt.
1975. Sambýlismaður hennar er
Eiríkur Ingi Kristinsson, f. 17.
okt. 1970. Börn þeirra eru Sara,
f. 26. júlí 1997, Eyþór, f. 22.
mars 2001, og Lilja, f. 13. nóv.
2005.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Digraneskirkju í dag, 17.
maí 2022, og hefst athöfnin kl.
11.
Elsku pabbi ég vil þakka þér
og mömmu fyrir allt það góða
sem þið hafið skapað á ykkar 50
árum saman.
Þið hafið með óeigingirni,
dugnaði og hlýju skapað okkur
fjölskyldunni gott líf.
Þær eru ófáar góðu stundirnar
sem við áttum heima hjá ykkur,
við vorum nefnilega svo heppin
að búa öll í göngufæri hvert við
annað svo samgangurinn var
mikill og heimili ykkar var aðal-
staðurinn til þess að hittast.
Ég sé þig svo oft fyrir mér sitj-
andi á móti mér við eldhúsborðið
heima hjá ykkur brosandi.
Minninguna um þig hraustan,
brosandi út að eyrum og heima
með mömmu þar sem þér leið
best ætla ég að varveita um
ókomna tíð.
Þið mamma sýnduð hversu
samrýnd og sterk þið voruð í
gegnum þessi erfiðu veikindi.
Þið voruð svo heppin hvort
með annað.
Mamma hugsaði svo vel um
þig alveg fram á síðustu stundu.
Saman í blíðu og stríðu tókust
þið á við þau verkefni sem féllu í
ykkar hendur.
Pabbi takk fyrir allt, alla
hlýjuna, öryggið, ástina sem þú
sýndir manni alla tíð.
Þú hefur alltaf stutt mann og
verið til staðar fyrir mann sama
hversu erfið veikindi þín voru.
Það er stórt skarð sem mynd-
ast í lítilli fjölskyldu þegar eitt
okkar kveður, þín verður sárt
saknað elsku pabbi.
Þó sólin nú skíni á grænni
grundu er hjarta mitt þungt sem
blý, því burt varst þú kallaður á
örskammri stundu, í huganum
hrannast upp sorgarský
Fyrir mér varst þú ímynd hins
göfuga og góða svo fallegur, ein-
lægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur
hljóða, við hittumst samt aftur á
ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Erla Björk Guðmundsdóttir.
Elsku afi það er skrýtið að
eyða ekki meira tíma með þér en
núna ertu kominn á betri stað.
Við munum sakna þín og sakna
þess að ræða við þig um lífið og
tilveruna , og þá sérstaklega um
stjórnmál þar sem skoðanir þínar
voru sterkar.
Sögurnar sem amma segir
okkur af þér veita okkur hlýju og
gleði á þessum erfiðu tímum en
við erum afskaplega þakklát fyrir
að hafa átt þig sem afa.
Minningarnar eru margar og
góðar og munu þær fylgja okkur í
gegnum lífið.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
samfylgdina. Við erum rík að
hafa átt þig.
p.s. Bangsi er loksins farinn að
borða matinn sinn almennilega
því hann fær ekki lengur svona
mikið hundanammi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Þín barnabörn,
Sara, Eyþór og Lilja.
Elsku pabbi nú hefur þú kvatt
okkur.
Eftir löng og erfið veikindi veit
ég að þú ert á betri stað og þjáist
ekki.
Þú sýndir mikinn styrk og
dugnað í veikindum þínum, en
þrátt fyrir allt varstu alltaf að
hugsa um að það væri í lagi hjá
okkur.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar.
Takk fyrir stríðnina og þinn
góða húmor, gott að brosa af og
til.
Í dag kveð ég þig með söknuði
og sorg í hjarta en er svo þakklát
fyrir þig.
Elsku pabbi, ást og þakkir fyr-
ir hlýju, kærleika og bjartar
minningar.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Elska þig pabbi.
Eva Katrín Guðmundsdóttir.
Guðmundur
Andrésson
Elsku litla syst-
ir mín, mitt uppá-
halds eilífðar
trippi. Ég trúi
ekki að ég sitji hér
og skrifi minningarorð um þig.
Ég sem hélt að við ættum
framtíðina saman. Mikið vildi
ég óska þess að ég gæti spólað
tímann til baka og gripið þig,
gripið sársaukann þinn og þá
byrði sem þú burðaðist með
alein. Ég vildi óska að ég hefði
vitað hversu illa þér leið því ég
hefði gert allt til að bera þig
áfram.
Þegar þú komst í þennan
heim þá fyrst byrjaði partíið.
Þú varst hávær og glaðlynd og
það lék ekki vafi á því þegar
þú varst á staðnum. Hlátur
þinn og stríðni einkenndu þig
frá því að þú varst lítil enda
hafðir þú sérstakt dálæti á því
að hrekkja okkur systkinin.
Ég er auðvitað sjö árum eldri
Svanhvít
Harðardóttir
✝
Svanhvít Harð-
ardóttir fædd-
ist 7. nóvember
1984. Hún lést 23.
apríl 2022. Útför
Svanhvítar fór
fram 4. maí 2022.
en þú og ég verð
að viðurkenna að
dálæti þitt á þín-
um dúkkum var
ekkert endilega
minn tebolli en ég
lét mig hafa það
að leika við þig
því það var mér
lífsins ómögulegt
að segja nei við
þig. Þegar þú
varðst unglingur
þá var minna partí þar sem þú
toppaðir gelgjuna fyrir okkur
öll. En enn á ný gastu notað
fallega brosið þitt og þína fal-
legu útgeislun sem bræddi
hjarta mitt alltaf og allur okk-
ar ágreiningur hvarf eins og
dögg fyrir sólu.
Ég flutti svo til Danmerkur
með litlu Rakel okkar, dóttur
mína sem þú sagðist alltaf
eiga með mér. Þegar þú komst
í heimsókn til okkar áttum við
alltaf ómetanlegan tíma saman
og þegar yndislega María
Lind dóttir þín kom í heiminn
fékk hún að fylgja með í
stelpuferð á meðan gaurinn
okkar hann Hörður Ingi,
frumburðurinn þinn, varð eftir
hjá pabba sínum og átti
strákatíma með honum. Þegar
ég mætti á klakann áttum við
frábærar stundir saman og
alltaf var mikið hlegið. Auðvit-
að pirraðir þú mig oft enda fá-
ir sem þekktu mína punkta
jafn vel og þú en aftur notaðir
þú brosið og útgeislun þína til
að bræða hjartað mitt, það var
bara ekki hægt að vera lengi
pirraður út í þig, hjartans litla
systir mín.
Húmorinn þinn var einstak-
lega svartur og ég á eftir að
sakna hans óendanlega mikið.
Oft gastu komið mér í vand-
ræði með því sem þú lést út úr
þér en þér var alveg sama og
hlóst þínum dásemdarhlátri og
þeir sem í kringum þig voru
gátu ekki annað en hlegið með
þér. Þú varst dásamleg mann-
eskja og með eindæmum góð-
hjörtuð.
Ég sit eftir með mölbrotið
hjarta og sáran söknuð sem
mun fylgja mér það sem eftir
er eða þar til við hittumst
næst. Ég veit að þú ert komin
á betri stað og geymir þar
sæti fyrir okkur, fólkið þitt,
sem munum ylja okkur við
minningu þína alla daga um
ókomna tíð.
Það er svo erfitt að vera án
þín elsku Svanhvít mín, en
þangað til næst: Góða ferð og
megi hið æðra passa þig á
meðan. Ég elska þig af öllu
mínu hjarta. Þín systir,
Erica María.
Kæri afi.
Þú ert eflaust
kominn á betri stað
núna. Mikið er ég
þakklátur fyrir allar
minningar sem ég á með þér og
ömmu Ástu.
Ég er svo heppinn að hafa átt
Sveinn
Aðalbergsson
✝
Sveinn Að-
albergsson
fæddist 2. sept-
ember 1936. Hann
lést 26. apríl 2022.
Útför Sveins fór
fram 5. maí 2022.
þessa dýrmætu
stund með þér á þín-
um síðustu dögum
rétt áður en ég fór
út á sjó. Ég verð á
sjónum þegar þú
verður jarðsunginn.
Það er leitt að missa
af jarðarförinni en
þú gamli sjóarinn
skilur vel mína að-
stöðu.
Þú varst flottast-
ur, afi.
Hjalti Sveinn
Viktorsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög.
Minningargreinar