Morgunblaðið - 17.05.2022, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
✝
Inga Aðal-
heiður Valdi-
marsdóttir hjúkr-
unarfræðingur
fæddist í Reykjavík
27. desember 1955.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við Hring-
braut 9. apríl 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Valdimar
Jónsson heildsali, f.
1921, d. 1989, og Dóra Ragn-
heiður Guðnadóttir húsmóðir, f.
1924, d. 2007. Systkini Ingu eru
Sigríður, f. 1946, Steinunn
María, f. 1948, Sara Regína, f.
1954, og Guðjón Viðar, f. 1961.
Inga ólst upp í Smáíbúða-
starfsferilinn ákvað hún að
bæta við sig námi og lauk BS-
prófi í hjúkrunarfræði frá Há-
skóla Íslands 1999. Hún lét ekki
þar við sitja heldur tók stúd-
entspróf frá FÁ árið 2012 og þá
viðbótardiplómunám í lýðheilsu-
vísindum frá Háskóla Íslands
árið 2014.
Inga giftist hinn 17. maí 1980
Ólafi Erni Klemenssyni hag-
fræðingi. Börn þeirra eru: 1)
Guðrún, f. 1982, maður hennar
er Bjarni Þór Gíslason, þau eiga
þrjú börn, Ingunni Erlu, Ólaf
Kára og Davíð Þór. 2) Valdís, f.
1986, maður hennar er Thomas
Lorentzen, þau eiga tvo syni, þá
Sölva og Sindra. 3) Valdimar
Klemens, f. 1989. Fyrir átti
Ólafur Örn soninn Sigurð Jökul,
f. 1973, kona hans er Kristbjörg
Hildur Guðmundsdóttir og börn
eru Alex Þór og Andrea Lúsía.
Útför Ingu Aðalheiðar fór
fram frá Neskirkju 22. apríl sl. í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
hverfinu og Laug-
ardalnum, gekk í
Breiðagerðis- og
Laugalækjarskóla,
þá í Lindargötu-
skóla til undirbún-
ings hjúkrunar-
námi, sem hún lauk
frá Hjúkrunarskóla
Íslands árið 1977.
Inga hóf störf við
Landspítalann 1975
sem hjúkrunarnemi
og síðan frá 1977 sem hjúkr-
unarfræðingur. Þá starfaði hún
einnig á Borgarspítalanum og
Landakotsspítala. Lengst starf-
aði hún á Landspítalanum við
Hringbraut, allt þar til hún lét
af störfum 2017. Þegar leið á
Elsku Inga systir, hversu erfitt
er að kveðja þig. Þú varst mér
yndisleg litla systir og óspör að
tjá mér væntumþykju þína.
Dýrmætar minningar rifjast
upp. Það var stór og spræk stelpa
sem mamma kom með heim af
fæðingardeildinni um hávetur og
allt á kafi í snjó. Þú hélst okkur
öllum við efnið á Sogaveginum,
vaknaðir alltaf fyrst af öllum og
lést alveg hafa fyrir þér. Ég var
tæplega 10 ára og fékk því oft
næstu árin á eftir að passa ykkur
Söru úti í kerru eða úti á róló.
Kannski ekki alltaf vinsælt hjá
elstu heimasætunni enda mátti
ekki líta af þér og þú snögg að
koma þér í klandur. Seinna meir
varð Inga mín mikil rólyndis-
manneskja eins og allir vita sem
þekktu hana.
Ég á minninguna um fallegu
ungu konuna í stofunni í Norður-
brún nýútskrifuð sem hjúkrunar-
fræðingur og líka sem ung brúð-
ur. Mikið vorum við öll stolt. Ég á
minningu sem mér er svo kær
þegar þú á fyrsta ári í hjúkrun
varst viðstödd fæðingu Raggýjar
minnar og ljómaðir af gleði með
litlu frænku. Minningar um ynd-
islegu börnin þín og hversu ynd-
isleg móðir, amma og eiginkona.
Alltaf á vakt. Minning um hversu
vænt þér þótti um foreldra þína,
systkini og frændgarðinn allan.
Þú varst límið sem hélt okkur
saman þegar með þurfti. Líka
minning um stórt faðmlag á sorg-
arstundu. Þú áttir svo auðvelt
með að sýna okkur endalausa ást.
Þú varst frábær hjúkrunar-
fræðingur og vannst allan þinn
starfsaldur við að hlúa að, hjúkra
og annast veikt fólk og gerðir það
af hógværð, virðingu og fag-
mennsku. Það eru búnar að vera
erfiðar stundir undanfarið að sjá
þig falla fyrir óvægnum sjúkdómi
og geta lítið gert. Þú krafðist ekki
neins og hugsaðir meira um að
allir hefðu það gott í kringum þig.
Minningar um yndislegar
systraferðir sem við fórum í með-
an heilsa þín leyfði eru mér svo
dýrmætar. Líka ferðir í Skaga-
fjörð til Söru og Mæju með ung-
ana okkar. Jólaferðin til BNA
með Raggý sem ekki bara flaug
með okkur út heldur keyrði með
okkur allt í fjóra daga svo við gæt-
um slappað af og notið lífsins.
Elsku Óli, Krúsa, Valdís, Valdi-
mar, tengdasynir og barnabörn,
minningar um ykkar ástkæru
Ingu lifir áfram. Tilveran verður
aldrei eins aftur en minningin um
hana mun lifa í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Sigríður (Sirrý) systir.
Við vinkonurnar ætluðum að
verða gamlar saman á elliheim-
ilinu. Nú sitjum við tvær og syrgj-
um hjartkæra vinkonu. Fátt er
dýrmætara en ævilöng vinátta.
Við erum lánsamar, þakklátar og
auðmjúkar að hafa átt vináttu
þína. Þú varst traustur og góður
vinur, þú varst allra best.
Við kynntumst í barnaskóla.
Síðan höfum við þrjár verið bestu
vinkonur. Unglingsárin voru ljúf
og liðu við hlátur, spil, tónlist og
góða samveru. Við unnum saman
í sjoppu og bárum út blöð. Allar
fengum við sumarvinnu sem
gangastúlkur á Landspítalanum
þegar við urðum 17 ára.
Inga ólst upp við góð kjör og
kunni alla tíð að njóta lífsins
gæða. Hún elskaði sólina, góðan
mat og gott dekur. Þegar hún var
17 ára hafði hún dvalið tvö sumur
í Lúxemborg og búin að eignast
rauðan Datsun.
Kærleikurinn á milli okkar hef-
ur haldið gegnum lífið og við
deildum gleði og sorgum saman
alla tíð, einnig eftir að við stofn-
uðum okkar eigin fjölskyldur.
Síminn óspart notaður og símtöl-
in voru mörg og löng.
Inga var stórglæsileg kona, há-
vaxin og dökk á brún og brá.
Smekkleg og fáguð, allir hlutir
valdir af kostgæfni, hvort sem var
fatnaður, húsmunir eða gjafir.
Allt sem hún gerði lék í höndun-
um á henni. Heimilið og fjölskyld-
an báru því vitni. Hún bakaði
dásamlegar kökur og brauðrétti
og prjónaði listavel. Margir í stór-
fjölskyldunni eiga fallega lopa-
peysu frá Ingu.
Inga var alla tíð hæglát og hóg-
vær og var mjög fróð og vel lesin
um menn og málefni. Hún unni
tónlist, lestri og góðu sjónvarps-
efni og henni leiddist ekki með
sjálfri sér. Inga þurfti stundum á
einveru að halda og þá biðum við
hinar rólegar á meðan.
Inga var með einstaklega
sterka og góða nærveru. Það
geislaði frá henni góðvild. Hún
hafði áhuga á fólki og var næm á
líðan þess. Fjölskyldan var henni
mjög dýrmæt og alltaf í fyrir-
rúmi. Hún var ættstór og bar
mikinn kærleik til systkina sinna
og niðja þeirra.
Hún var mikill dýravinur og
hlakkaði alltaf til að fara í sauð-
burðinn til systur sinnar í Skaga-
firðinum á vorin. Galdur, fjöl-
skylduhundurinn, var henni mjög
kær. Hún naut þess að passa og
dekra við hann og fylgdi hann
gjarnan með í heimsóknir til okk-
ar. Hún mundi líka eftir smáfugl-
unum yfir veturinn. Hún var allt-
af að hugsa um aðra. Við
stofnuðum ungar bridgeklúbb
ásamt tveimur vinkonum okkar.
Klúbburinn hefur verið mjög
virkur alla tíð og alltaf glatt á
hjalla og höfum við farið í ógleym-
anlegar ferðir erlendis og hér-
lendis ásamt mökum okkar.
Inga var hjúkrunarfræðingur
að mennt og starfaði alla tíð á
Landspítalanum. Hún naut mik-
illar virðingar og væntumþykju
meðal starfsfólks. Það var unun
að starfa með henni og skjólstæð-
ingarnir elskuðu hana. Hún var
fagleg, úrræðagóð, traust og blíð.
Elsku besta Inga, við erum
harmi slegnar. Í veikindunum
sýndir þú svo mikinn styrk, æðru-
leysi, þroska og umhyggju og þið
hjónin voruð svo samhent.
Harmurinn er mestur hjá fjöl-
skyldunni sem þú elskaðir svo
heitt. Elsku Óli, Krúsa, Valdís,
Valdimar og ömmubörn. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um hana Ingu okkar
lifir áfram í hjarta okkar.
Jórunn og Gunnjóna.
Söknuður er það sem hefur
einkennt þessa fallegu páskadaga
undanfarið.
Söknuður yfir því að geta aldr-
ei framar hringt í elsku Ingu syst-
ur mína og sagt: Hvað segirðu í
dag, Inga mín? Söknuður yfir að
sjá þau Óla aldrei framar renna í
hlaðið hér á Frostastöðum og
stinga sér inn í hús, ævinlega með
fulla innkaupapoka af alls kyns
góðgæti. Yfir að munu aldrei
framar sitja og spjalla við Ingu yf-
ir prjónaskapnum, horfandi öðru
auganu á sjónvarpið, meðan Óli
lokkar fram dýrlegan kvöldmat í
eldhúsinu og deilir góðlátlega um
pólitík við Tóta. Að geta aldrei
framar hlakkað til að fara með
þeim í sumarhús eða ferðalög inn-
anlands eða utan. Að eiga aldrei
eftir að deila með henni gleði-
stundum vegna afmælis, skírnar,
fermingar eða brúðkaupa í fjöl-
skyldunni. Að fá ekki fleiri hvers-
dagslegar en ljúfar samveru-
stundir sem gera tilveruna svo
innihaldsríka og nærandi. Við átt-
um eftir að gera svo margt saman
og það er svo sárt að svo verður
ekki.
Að missa systur mína sem ég
hef fylgt frá fæðingu er eins og að
missa hluta af sjálfum sér. Við
áttum þessa sameiginlegu barn-
æsku, lífssýn og gildismat úr upp-
eldinu, samband okkar við for-
eldra og systkini, öll þessi gengnu
spor sem eru og voru þáttur af
okkur, mótuðu okkur og gerðu að
þeim manneskjum sem við vor-
um. Sameiginleg reynsla og órjúf-
anleg bönd sem aldrei þurfti að
ræða en voru svo dýrmæt. Ég
finn svo sterkt fyrir þessum missi,
þessum hluta af mér sem er far-
inn.
Allt frá barnæsku vorum við
samrýndar systur, enda skildi
okkur aðeins að rúmt ár í aldri.
Hún var þessi góða og trausta,
ekki margmál en meinti það sem
hún sagði og var heiðarleg. Hún
var umhyggjusöm og lét sig líðan
og velferð annarra varða. Það var
engin tilviljun að hjúkrun varð
hennar ævistarf og hún naut sín
vel í því starfi. Þar birtist hennar
góða og hlýja nærvera auk sam-
viskusemi og nákvæmni. Það
sáum við líka í því hvernig hún
hugsaði um börnin sín þrjú og
seinna barnabörnin.
Þótt ég ætti heima fyrir norðan
en hún fyrir sunnan slitnuðu aldr-
ei þessi systrabönd. Hún var ein-
staklega dugleg að koma hingað
norður með fjölskylduna sína og
ég og mitt fólk áttum alltaf at-
hvarf og gistingu vísa hjá henni.
Ég get varla horfst í augu við að
þessar ljúfu og áreynslulausu
samverustundir okkar systranna
verði ekki fleiri en ég veit líka að
það sem vekur manni sorg hefur
líka verið gleði manns. Ég ætla að
ylja mér við minningarnar um
hjartkæra systur mína, hún var
svo gegnheil og góð manneskja og
hún horfðist sterk og óttalaus í
augu við það sem koma skyldi. Ég
ætla að minnast með gleði síðustu
heimsóknar hennar norður, sem
hún treysti sér í, það er dýrmæt
minning. Ég er svo þakklát fyrir
að ég fékk að vera við hlið hennar
og halda í höndina hennar þegar
hún kvaddi þetta jarðlíf.
Ég hugsa mér að hún sé hérna
einhvers staðar nálægt mér, aftur
orðin frísk og glöð eins og áður
fyrr og haldi áfram að vaka yfir
okkur öllum.
Sara Regína.
Ég horfi svona tuttugu ár aftur
í tímann. Inga frænka er í heim-
sókn fyrir norðan og hefur skotist
með okkur krakkana í sund í
Varmahlíð, hálfskýjaðan og mild-
an sumardag. Valdimar frændi og
Þóra Kristín eru þotin í grunnu
laugina, ég og hún tökum því ró-
lega í pottinum í smá stund áður
en við sláumst í hópinn. Kankvís
lítur hún á mig og með mjúku
ljósu fallegu röddinni sinni laum-
ast hún til að spyrja hvort ég sé
kannski skotin í einhverjum núna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti og
heldur ekki það síðasta sem hún
Inga frænka mín spyr að þessu,
og þó að ég, rétt rúmlega tíu ára
gömul, falli hálfpartinn í yfirlið af
feimni í hvert sinn þá verð ég líka
innst inni upp með mér að eiga
þessa góðu og skemmtilegu móð-
ursystur sem vill spjalla við mig
eins og fullorðna manneskju.
Þetta er með mínum fyrstu
skýru minningum af elsku Ingu
frænku og ein af þeim sem koma
upp í hugann þessa sorglegu daga
þar sem maður rifjar upp og tár-
ast til skiptis og reynir að með-
taka að hún Inga okkar hafi þurft
að kveðja í bili. Eftir situr minn-
ingin um yndislega konu. Ég
sakna hennar meira en ég get
með orðum lýst og missir stórfjöl-
skyldunnar, sem hún hugsaði svo
vel um og sá til að hittist reglu-
lega, er mikill.
Það eru ekki allir tilbúnir að
bæta við sig unglingi á heimilið en
það voru gæðafólkið Inga og Óli
haustið 2007 þegar ég fékk að búa
með þeim og Valdimar á Keilugr-
andanum fyrsta árið mitt í
Kvennó. Það má segja að hún og
þau hafi með því gefið mér borg-
arlífið sem hefur heillað sveita-
barnið síðan þá og Inga mín hvatti
mig til að njóta þess; hitta fólk,
fara í leikhús, kíkja á kaffihús og
hafa það gott. Ég er þeim ævin-
lega þakklát fyrir að þau tóku á
móti mér, það hefur skipt miklu í
hvernig allt varð seinna í lífinu.
Þegar ég síðan hélt áfram að
búa í borgum erlendis þá hefur
það síðustu árin verið fastur liður
að líta við í kaffi hjá Ingu og Óla
þegar ég er í bænum. Það er
huggun harmi gegn að ég fékk að
hitta hana Ingu mína núna síðast
um jólin, en það er svo sárt að
hugsa til þess að hún verði ekki
þar í næstu heimsókn. Ég gæfi
svo mikið fyrir að fá að sitja og
spjalla við hana einu sinni enn; af
henni stafaði svo mikil umhyggja,
djúpur mannskilningur og ein-
lægur áhugi og það var alltaf gott
að vera með henni.
Það er skrítið að kveðja ein-
hvern sem hefur þekkt mann og
þótt vænt um mann alla tíð en
mikið er ég þakklát fyrir þann
kærleik – ástin frá móðursystur
er gjöf sem gengur í arf og ég
held að Inga ásamt systkinum
sínum hafi kennt mér og mínum
systkinum svo margt um að eiga
og elska fjölskylduna sína.
Dreymi þig ljósið og sofðu rótt
elsku Inga frænka.
Við sjáumst aftur.
Þín frænka,
Brynhildur.
Fyrir mörgum árum tók ég
saman albúm af myndum, fyrir
fjölskyldumót á Frostastöðum.
Við vorum að minnast afa Valdi-
mars sem hefði átt afmæli um
þær mundir. Myndirnar rúlluðu
hver á eftir annarri á flatskjá
heima hjá foreldrum mínum; allt
saman myndir af móðurfjölskyld-
unni minni í gegnum árin. Ég
man eftir að við vorum á endanum
flestöll komin saman fyrir framan
skjáinn og hlógum dátt að göml-
um múnderingum og hár-
greiðslum (ég er að tala um þig á
fermingardaginn, Siddó), æjuð-
um og óuðum yfir myndum af ný-
fæddum systkinabörnum eða
barnabörnum, fór eftir því hver
átti í hlut – og brostum hvert til
annars yfir dýrmætum sameigin-
legum minningum um jól, áramót,
fermingar, afmæli, 17. júní-há-
tíðahöld og skírnarveislur. Öll til-
efnin þar sem við höfðum komið
saman.
Daginn sem Inga kvaddi settist
ég niður og skoðaði allar þessar
myndir aftur, í fyrsta skipti í lang-
an tíma. Inga var á svo mörgum af
þeim. Á eldri myndunum var hún
með skvísulæti með mömmu.
Seinna meir yfirleitt með barn í
fangi, mjög oft ekki að horfa í
myndavélina, heldur á barnið.
Stundum var það ég, Inga Dóra
eða Steinunn – en langoftast
Krúsa, Valdís eða Valdimar.
Ég er svo þakklát fyrir allar
minningarnar um Ingu móður-
systur mína. Hún var stór hluti af
barnæsku minni og hennar smit-
andi hlátur og róandi nærvera og
lágstemmda fallega röddin henn-
ar munu lifa í huga mínum að ei-
lífu. Núna í seinni tíð varð lengra
á milli þess sem við sáumst, haf á
milli okkar og ég upptekin við að
koma fjölskyldu á legg í annarri
heimsálfu. En ekkert hafði breyst
þar, Inga fylgdist grannt með litlu
börnunum í fjölskyldunni og
sendi mér reglulega skilaboð um
litlu strákana mína. Stundum á
dögum sem ég þurfti svo sannar-
lega að láta stappa aðeins í mig
stálinu. Kannski fann hún það á
sér.
Bið að heilsa Raggý, elsku
Inga mín. Dreymi þig ljósið og
sofðu rótt.
Þín
Guðný Ebba Þórarinsdóttir.
Árið 1995 tókum við Inga Vald.
saman við stjórn deildar 12G á
Landspítalanum. Við vorum ólíkir
persónuleikar en bættum hvor
aðra svo sannarlega upp. Hún
þessi rólega fagmanneskja sem
haggaðist ekki sama hvað gekk á,
en meiri fyrirgangur í mér. Við
Inga vorum kannski ekki alltaf
sammála, en náðum að vinna úr
hlutunum. Við ásamt hópi af góðu
samstarfsfólki unnum saman á
12G yfir 20 ár. Yfir þetta tímabil
kom fjöldi nema til okkar og nýtt
starfsfólk, sem Inga tók að sér og
leiðbeindi af sinni alkunnu snilld.
Hún einhvern veginn umvafði
fólk og lét því líða vel í öllum að-
stæðum. Allir bera henni vel sög-
una og eru slegnir yfir ótímabæru
andláti hennar. Hún var mikil fyr-
irmynd í hjúkrun og elskuð bæði
af samstarfsfólki og sjúklingum.
Inga með sín brúnu augu, fallega
brosið og alltaf svo blíð og góð.
Eins frábært og það var að
vinna með henni Ingu var ekki
síðra að gera sér glaðan dag fyrir
utan amstur dagsins. Við sem
hópur héldum partí í heimahús-
um, skelltum okkur í sumarbú-
stað eða hótel yfir nótt og þá
færðist nú fjör í leikinn, farið í
pottinn, mikið hlegið og spjallað.
Þetta eru ljúfar minningar, en
fjölskyldan var Ingu allt, mikið
sem hún var stolt af hópnum sín-
Inga Aðalheiður
Valdimarsdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og kær vinur,
KRISTJÁN JÓHANNESSON,
Austurvegi 51, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
fimmtudaginn 12. maí.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 1. júní
klukkan 14.
Jóhannes Kristjánsson Sólveig Sigurðardóttir
Brynja Kristjánsdóttir Örn Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn
Bertha Sigurðardóttir Tryggvi Karl Magnússon
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
PÁLÍNA HELGA KRISTJANA
THORVALDSDÓTTIR IMSLAND,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 7. maí.
Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju
föstudaginn 20. maí klukkan 10.
Thorvald Imsland
Guðrún Sigríður Hilmarsd. Haukur Guðjónsson
Helga Eygló Hilmarsdóttir Hreinn Ágúst Óskarsson
Hildur Hilmarsdóttir Imsland Ingi Þór Oddsson
Lars Jóhann Imsland Ósk Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN JÓNSSON,
Árbyrgi,
áður til heimilis á Heiðvangi 3, Hellu,
verður jarðsunginn frá
Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð
föstudaginn 20. maí klukkan 14.
Andrés Kristjánsson Ingveldur Pétursdóttir
Rúnar Kristjánsson Inga K. Sveinsdóttir
Kristjón L. Kristjánsson Guðríður Hauksdóttir
Magnús Kristjánsson Oddrún M. Pálsdóttir
Dýrfinna Kristjánsdóttir Þórir Björn Kolbeinsson
Hjálmar Trausti Kristjánsson Eygló Huld Jóhannesdóttir
Þorgerður Kristjánsdóttir Þorgeir Axelsson
Gréta Björk Þorsteinsdóttir Magnús Ingvarsson
og aðrir aðstandendur