Morgunblaðið - 17.05.2022, Qupperneq 21
um. Við samstarfsfólkið hennar til
margra ára söknum hennar, en
missir fjölskyldunnar er mestur,
og votta ég Óla, Krúsu, Valdísi,
Valdimar og fjölskyldum innilega
samúð. Blessuð sé minning Ingu
Valdimarsdóttur.
Elín María.
„Njótið lífsins stelpur mínar og
drífið ykkur til Tene.“ Þetta voru
síðustu orðin hennar Ingu til okk-
ar vinkvennanna eða Saumó-
systra eins og við köllum okkur.
Orðin voru dæmigerð fyrir hana;
alltaf að hugsa um velferð ann-
arra og veita góð ráð um það sem
hún vissi að hefði góð áhrif á lík-
ama og sál. Sjálfri fannst henni
svo gott að fara í sólina og hitann
yfir dimmasta og kalda tímann á
Íslandi og hvatti okkur óspart til
að gera það sama.
Það er ekki erfitt að finna orð
sem lýsa Ingu en fyrst koma upp í
hugann orð eins og gegnheil góð-
mennska, ósérhlífni, staðfesta og
dugnaður sem og vilji til að gera
það besta úr því sem lífið færir
okkur. Alls þessa fengum við vin-
konurnar að njóta í samvistum við
Ingu. Væntanlega einnig allir
sem hún hjúkraði og vann með öll
árin sem hún starfaði sem hjúkr-
unarfræðingur á Landspítalan-
um.
Minningarnar um Ingu eru svo
ótal margar; allt frá litlu fallegu
systur hennar Söru menntaskóla-
systur okkar til ungu lífsglöðu
stúlkunnar sem leigði fyrstu íbúð-
ina með vinkonum sínum, fallegu
brúðarinnar sem giftist honum
Óla sínum í Dómkirkjunni og
barnanna þeirra sem hún elskaði
svo óendanlega mikið.
Svo minningarnar um öll ferða-
lögin sem við fórum í saman; með
og án sameiginlega barnaskarans
okkar – og með og án eiginmann-
anna. Það hefur nefnilega verið
siður að fara einu sinni á ári í hús-
mæðraorlof einhvers staðar á
landinu, án barna og maka. Þar
elduðum við góðan mat, borðuð-
um mikið nammi og spiluðum
langt fram eftir nóttu. Ingu þótti
mjög gaman að spila og var líka í
spilaklúbbi þar sem vinkonur
hittust reglulega og spiluðu brids.
Við söfnuðum svo peningum í
ferðasjóð sem við nýttum til að
fara saman til útlanda. Þessar
samkomur voru ómetanlegur
gleðigjafi í tilverunni og minning-
arnar yndislegar, ekki síst núna
þegar við minnumst þess hversu
vel Inga naut sín í ferðunum okk-
ar.
Inga hafði líka yndi af því að
prjóna og var iðulega með fallega
lopapeysu á prjónunum. „Hver á
að fá þessa?“ spurðum við – og
svarið var oft: „Æ, ég veit það
ekki – einhver.“ Hún prjónaði
peysur á alla í fjölskyldunni, vini
og fjarskylda ættingja einhverra
– og gaf! Svona var Inga.
Inga var yngst okkar og aldrei
hefði okkur grunað að hún yrði sú
fyrsta til að kveðja og það svona
fljótt. Hún háði langa og hetju-
lega baráttu við krabbamein og
við fylgdumst með þegar lyfin
virkuðu vel og allir fögnuðu. Svo
komu bakslögin. Á sama tíma
geisaði Covid svo við gátum ekki
hitt hana eins oft og við hefðum
viljað. En um leið og færi gafst
héldum við okkar reglulega
saumó og Inga var með þegar
heilsan leyfði – líka á zoom. Hún
vildi ekki verja tímanum í að tala
um veikindi sín en sagði okkur þó
alltaf frá meðferðunum sem hún
var að fá og hvernig þær virkuðu.
Allir héldu í vonina um að nú væri
hún að fá kraftaverkalyfið sem
eyddi vágestinum – en svo fór
sem fór. Orð eins og „þeir deyja
ungir sem guðirnir elska“ hugga
ekki neitt á þessari stundu.
Við vottum Óla og allri fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð
vegna fráfalls hennar Ingu okkar.
Missirinn er svo mikill.
Anna Vilborg, Bryndís,
Helga Lilja, Jórunn,
Kristjana, Rannveig,
Soffía, Sara Regína,
Vala og makar.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
✝
Ásgeir Jónsson
hljómlistar-
maður fæddist á
Akureyri 22. nóv-
ember 1962. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 3. maí
2022.
Ásgeir var
yngstur fjögurra
barna Jóns Kristins
Vilhjálmssonar, f.
1929, d. 1998, og
Sigrúnar Ernu Ásgeirsdóttur, f.
1932, d. 1992. Eldri systkini
hans eru Fríða Margrét, f. 1952,
Vilhjálmur, f. 1953, og Val-
gerður, f. 1959.
Ásgeir ólst upp á Akureyri og
þar byrjaði hann
tónlistarferil sinn.
Hann var einn af
stofnendum hljóm-
sveitarinnar Bara-
flokksins, sem
gerði garðinn
frægan í byrjun átt-
unda áratugarins.
Seinna meir fluttist
Ásgeir til Reykja-
víkur og bjó þar
ævilangt. Hann
vann sem hljóðmaður í mörg ár
og vann með mörgu góðu fólki
við þá grein.
Ásgeir verður jarðsunginn í
Fossvogskirkju í dag, 17. maí
2022, klukkan 13.
Söngvari Baraflokksins, Ásgeir
Jónsson, féll frá núna 3. maí.
Hann var 59 ára. Baraflokkurinn
stimplaði Akureyri rækilega inn í
rokksöguna á nýbylgjuárunum
upp úr 1980, árunum sem kennd
eru við „Rokk í Reykjavík“.
Ásgeir var laga- og textahöf-
undur hljómsveitarinnar og allt í
öllu. Frábær söngvari og frábær
tónlistarmaður. Hann var gaurinn
sem allt vissi og kunni í músík.
Hljómsveitin átti sinn auðþekkj-
anlega hljóm; blöndu af pönkuðu
nýróman-kuldarokki.
Ég kynntist Ásgeiri þegar
hann var hljóðmaður Broadway á
Hótel Íslandi um aldamótin
(þekkti hann reyndar lítillega áð-
ur til margra ára). Ég bjó í næsta
húsi. Þar á milli var hverfispöbb-
inn Wall Street. Þegar færi gafst
frá hljóðstjórn brá Ásgeir sér yfir
á Wall Street. Þar var bjórinn
ódýrari og félagsskapurinn
skemmtilegri.
Vegna sameiginlegrar músík-
ástríðu varð okkur vel til vina.
Stundum slæddist Ásgeir heim til
mín eftir lokun skemmtistaða. Þá
hélt skemmtidagskrá áfram. Það
var sungið og spilað. Einnig
spjölluðum við um músík tímun-
um saman. Einstaka sinnum fékk
Ásgeir að leggja sig heima hjá
mér þegar stutt var á milli vinnu-
tarna hjá honum, skjótast í sturtu
og raka sig.
Ásgeir var snillingur í röddun.
Sem slíkur kom hann við á mörg-
um hljómplötum. Hann var einnig
snillingur í að túlka aðra söngv-
ara. Það var dálítið merkilegt.
Talrödd hans var hás (að hans
sögn „House of the Rising Sun“).
Engu að síður gat hann léttilega
sungið nákvæmlega eins og
„ædolin“ David Bowie og Freddie
Mercury.
Eitt sinn fór Bubbi Morthens í
meðferð. Upptaka af hluta úr
söng hans á plötunni „Konu“ glat-
aðist. Búið var að bóka pressu í
Englandi en ekki mátti ræsa
Bubba út. Ásgeir hljóp í skarðið.
Söng það sem á vantaði. Það er
ekki séns að heyra mun á söngv-
urunum. Þetta er vel varðveitt
leyndarmál.
Ásgeir var einstaklega ljúfur
og þægilegur náungi. Eftir að
Broadway var lokað vann Ásgeir
á Bítlapöbbnum Ob-La-Di. Það
var alltaf gaman að heimsækja
hann þar. Hann lék ætíð við hvurn
sinn fingur.
Fyrir nokkrum árum urðum
við Ásgeir samferða í geislameð-
ferð vegna krabbameins. Ég
vegna blöðruhálskirtils. Hann
vegna krabbameins í raddbönd-
um og síðar einnig í eitlum. Við
kipptum okkur lítið upp við það.
Við töluðum bara um músík. Ekki
um veikindi. Enda skemmtilegra
umræðuefni.
Jens Kristján
Guðmundsson.
Ásgeir Jónsson, söngvari í
Baraflokknum, er fallinn frá. Ég
kynntist honum fyrst á Akureyri
1978. Ég var þá að ljúka mennta-
skóla. Meðal áhugamála minna
var tónlist, og árið áður fór að
bera á tónlistarstefnu sem ég
hafði áhuga á að kynna mér betur,
pönktónlist. Ég hitti nokkra pönk-
ara á förnum vegi á Akureyri,
meðal þeirra Braga Halldórsson
og Ólaf Magnússon. Þeir Óli og
Ásgeir, eða Geiri eins og hann var
oft kallaður, voru miklir vinir og
tónlistaráhugamenn. Seinna
bættust fleiri í hópinn, eins og
Steinþór heitinn Stefánsson.
Við héldum okkur í miðbæ Ak-
ureyrar. Ég bjó í Hafnarstræti 79.
Geiri var ásamt með Steinþóri og
Braga einn af þeim sem komu oft-
ast í Hafnarstrætið. Staðurinn var
fjölsóttur og m.a. af því að við
vissum að Einingarsamtök
kommúnista (m-l) höfðu haft
þarna skrifstofu, og líka vegna
þess að ég var í þeim samtökum,
þá fékk staðurinn nafnið Rauða
torgið. Þó var þar lítið um lestur á
ritum kommúnista, en þeim mun
meira um róttækar tónlistar- og
menningarpælingar. Við spáðum
mikið í útlit og fatnað, hvernig
ætti að vera pönkari, finna sinn
stíl. Steinþór og ég vorum líklega
hörðustu pönkararnir, en Bragi
og þó sérstaklega Ásgeir voru
hallari undir örlítið aðra tónlist-
arstefnu. Ásgeir var mikill aðdá-
andi Davids Bowies, en líka
kynntu þeir félagar Geiri og
Bragi mér tónlist sem ég þekkti
ekki áður, eins og ensku hljóm-
sveitina Japan. Ásgeir kunni líka
vel að meta poppaðri partinn af
pönki, eins og Manchester-hljóm-
sveitina Buzzcocks. Ásgeir
kenndi mér fleira, hann kenndi
mér gítargrip, og leiddi mig
fyrstu skrefin í að fara að semja
tónlist. Hann var þá sextán ára,
en ég átján.
Það er margt minnisstætt frá
þessum tíma í Hafnarstrætinu.
Einhvern tímann var mara-
þondiskó í Dynheimum, fé-
lagsmiðstöð unga fólksins á Ak-
ureyri. Þá datt okkur fjórum í
hug að fara á diskóhátíðina
klæddir upp sem pönkarar, hver í
sinni persónu, eins og lítill leik-
hópur. Þetta vakti verulega at-
hygli hjá diskóliðinu.
Ásgeir var í hljómsveit. Hún
var í mótun og bauð Ásgeir okkur
Steinþóri að koma á æfingu.
Skömmu síðar var þó ákveðið að
við Steinþór færum suður og
freistuðum gæfunnar í höfuð-
borgarpönkinu. Ásgeir og Bragi
urðu eftir fyrir norðan. Við höfð-
um lítinn tíma til að fylgjast með
því sem var í gangi fyrir norðan,
pönktíminn var í hámarki í höf-
uðborginni og mikið fjör. Vorið
1981 birtist svo Ásgeir í bænum
með hljómsveitina sína, Bara-
flokkinn. Hljómsveitin var frá
upphafi alveg frábær og jók mjög
á breiddina í þeirri miklu pönk-
og rokkbylgju sem þá var í gangi.
Svipað og hjá hljómsveitinni Jap-
an var grunnurinn í glysrokki en
bæði Japan og Baraflokkurinn
urðu langþekktastar sem ný-
bylgju- og kannski nýrómantísk-
ar hljómsveitir. Bragi hannaði
umslagið á LP-plötu þeirra, Lizt.
Ásgeir var ljúfur og húmorísk-
ur í viðkynningu. Við héldum
sambandi löngu eftir að pönk-
tímabilinu var lokið, m.a. á þeim
ágæta stað Grand Rokk. Vertu
sæll, kæri vinur, bið að heilsa
David, Lou og Steinþóri.
Árni Daníel Júlíusson.
Ásgeir Jónsson
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar,
fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang
að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið
hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningargreinar,
skrifa minningargrein og æviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða
þegar andlát ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendur við fráfall ástvina.