Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
„ÉG HEF HEYRT AÐ FISKURINN HÉR
SÉ SÁ FERSKASTI SEM HÆGT ER AÐ
ÚTVEGA.“
„ÉG ÞARF AÐ VERA Í ÞESSUM SÉRSMÍÐAÐA
SKÓ ÞAR TIL BÓLGAN HJAÐNAR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bíða í
eftirvæntingu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER MEÐ
ÞÚSUND MYNDIR
Á SÍMANUM
MÍNUM
ÞÚ ERT SVO
VÆMINN
Í ALVÖRU? 999 MYNDIR
AFOSTUM…
OG EINA AF
MÖMMU
HVAÐ
GERIR ÞÚ?
HVERJU SKIPTIR ÞAÐ? ÞÚ HEFUR
ENGAN ÁHUGA Á MÉR HVORT EÐ ER.
HVAÐ GERIR
HANN?
HANN LES
HUGSANIR!
og um það varð góð samstaða. Ég sat
á kirkjuþingi í átta ár og þar af fjögur
í kirkjuráði. Og táknrænt fyrir kven-
ríkið sem hefur mótað mig, þá var
traust vinkona mín og skólasystir, sr.
Agnes M. Sigurðardóttir, kjörin
biskup Íslands, þegar ég sat í kirkju-
ráði.“
Í dag er Gunnlaugur aftur kominn
á bernskuslóðir í Hafnarfirði, en hann
skildi við Heydali og embætti 1.11.
2019. „Ég nýt frelsis og lífsins, ríð út
með góðu fólki, ferðast um heiminn,
stend á árbökkum á sumrin og kasta
flugu fyrir fisk. Ég er formaður
náttúruverndarsamtakanna Laxinn
lifir í sjálfboðnu starfi sem helgar sig
baráttunni gegn opnu sjókvíaeldi, er
einnig í stjórn Nýs takmarks, áfanga-
heimilis í Reykjavík, og í stjórn
Landssambands veiðifélaga.“
Fjölskylda
Gunnlaugur kvæntist 1.12. 1973
Sjöfn Jóhannesdóttur, f. 20.10. 1953,
prests við Kópavogskirkju og fv.
sóknarprests við Djúpavogs-
prestakall.
Sonur þeirra er Stefán Már, f.
25.5. 1973, héraðsprestur í Kjalar-
nesprófatsdæmi. Eiginkona hans er
Lilja Kristjánsdóttir hjúkrunar-
fræðingur og synir þeirra eru Gunn-
laugur Örn, tvíburarnir Hermann
Ingi og Kristján Hrafn, og Þorkell
Fannar.
Systkini Gunnlaugs: Finnur Torfi,
f. 1947, Snjólaug, f. 1951, d. 2004,
Guðmundur Árni, f. 1955, og Ásgeir
Gunnar, f. 1969. „Snjólaugar er sárt
saknað, en dætur hennar, Brynja
Dan og Líney Dan, bera henni lif-
andi vitni ásamt fjölskyldum sín-
um.“
Foreldrar Gunnlaugs voru hjónin
Stefán Sigurður Gunnlaugsson, f.
16.12. 1925, d. 23.3. 2016, bæjarstjóri
og alþingismaður, og Margrét Guð-
mundsdóttir ,f. 18.7. 1927, d. 13.3.
2013, húsfreyja og dómritari.
Gunnlaugur
Stefánsson
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Eyri, frá Norðurfirði í Árneshreppi
Guðmundur Arngrímsson
bóndi á Eyri við Ingólfsfjörð, frá
Reykjanesi í Árneshr., Strand.
Guðrún G. Guðmundsdóttir
húsfreyja á Ísafirði og í Reykjavík
Guðmundur Magnússon
skipstjóri og útgerðarmaður
á Ísafirði og í Reykjavík
Margrét Guðmundsdóttir
dómritari og húsfreyja í Hafnarfirði
Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja í Kálfavík, frá Hörgshlíð
í Reykjarfjarðarhreppi, N-Ís.
Magnús Bárðarson
bóndi í Kálfavík í Skötufirði, frá Kálfavík
Líney Sigurjónsdóttir
húsfreyja í Görðum, frá Laxamýri í Mývatnssveit
Sr. Árni Björnsson
prófastur í Görðum á
Álftanesi, frá Tjörn á Skaga
Snjólaug Guðrún Árnadóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Gunnlaugur Stefánsson
kaupmaður í Hafnarfirði og Reykjavík
Sólveig Gunnlaugsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði, frá
Veghúsum í Reykjavík
Stefán Sigurðsson
trésmiður í Hafnarfirði, frá Saurbæ í Áshreppi, A-Hún.
Ætt Gunnlaugs Stefánssonar
Stefán Sigurður Gunnlaugsson
bæjarstjóri í Hafnarfirði og alþingismaður
Guðmundur Arnfinnsson sagði á
föstudag „vori seinkar“ og
orti:
Norðanáttin næðir köld,
nístir inn að beini,
ennþá hefur vetur völd,
vorið dvelst í leyni
Á Boðnarmiði segir Davíð Hjálm-
ar Haraldsson að þetta hafi komið
upp úr kjörkassa á Akureyri:
Í framboði er fjöldi kattavina,
frekar vil ég styðja þá en hina
ef þeir senda kettina til Kína.
Kínverjarnir hafa étið sína.
Gunnar J. Straumland orti á
föstudag:
Frambjóðendum fagna skal,
farnir þeirra lestir.
Æ, hvað þetta er erfitt val,
allir virðast bestir.
Á kjördag orti hann:
Sitthvað er að vita og vilja,
vefst það fyrir kauðunum.
Helst við ættum hér að skilja
hafrana frá sauðunum.
Eyjólfur J. Eyjólfsson orti þegar
hann gekk frá kjörstað snemma
morguns, – þá flaug lítil limra inn í
reikulan huga hans:
Náhyggjan nístandi svarta?
eða draumhyggjan blíða og bjarta?
Nei, fleygiði nú
ykkar fjötrum og trú
og kjósið með heila og hjarta.
Kristján Gaukur Kristjánsson
kvað:
Ég kaus í dag, og kannski var það rétt,
en kjörseðillinn breytist ekki úr þessu.
Í kassann fór hann, kannski telst það
frétt:
á kjörstað fer ég oftar en í messu.
Anton Helgi Jónsson yrkir
„framboðsvísu dagsins“:
Ég vil lóðaframboð fá
því fólk þarf hús að byggja
en líka vil ég lista þá
sem ljóðaframboð tryggja.
Jón Jens Kristjánsson skrifar:
„E-listinn falsaði Birgittu Jóns-
dóttur á lista hjá sér og situr hún
þar gegn eigin vilja“:
Kasper, Jesper og Jónatan
sem jaga inn mannskap á E-listann
Soffíu frænku settu á hann.
Hún sofandi var á meðan.
Nú vill hún ekki vera um kjurt
og vælir um það að komast burt;
einhlítt er svar þegar að er spurt
„aldregi kemstu héðan“.
Hallmundur Guðmundsson tók úr
vísnabingnum sínum:
Nú reynir á réttlætisþolið
þó refirnir hámarki volið.
Því launa er þörf
fyrir lýjandi störf
þó launum sé jafnóðum stolið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Upp úr kjörkassanum UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
Umhverfisvæna ruslapokann má
nálgast í öllum helstu verslunum
Hugsum áður en við hendum!
Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju
sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess
að valda skaða í náttúrunni.
Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum
og passar vel í ruslatunnur á heimilum.