Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
Þótt fótbolti verði ávallt
uppáhaldsíþrótt undirritaðs er
engin íþróttakeppni hér á landi
sem hefur roð við úrslitakeppn-
inni í körfubolta.
Valur og Tindastóll buðu
upp á enn eina ótrúlegu skemmt-
unina þegar þau mættust í fjórða
sinn í úrslitaeinvígi á sunnudag.
Bæði lið héldu eflaust að þau
væru búin að vinna leikinn sjö
sinnum áður en lokaflautið gall
loksins og Tindastóll fagnaði.
Það er ekki aðeins úrslita-
einvígið sem hefur verið magnað
í ár heldur hefur úrslitakeppnin í
heild verið stórkostleg skemmt-
un, allt frá átta liða úrslitunum.
Á meðal hápunkta keppn-
innar til þessa er ótrúlegur
86:85-sigur Grindavíkur á Þór
frá Þorlákshöfn í átta liða úrslit-
um þar sem sigurkarfan kom í
blálokin. Magnaður 92:90-
útisigur Vals á Stjörnunni í tví-
framlengdum leik var einnig
stórkostleg skemmtun, sem og
öll sería Tindastóls og Keflavíkur
sem endaði í oddaleik.
Tindastóll gerði glæsilega í
að vinna upp stórt forskot Njarð-
víkur í fyrsta leik liðanna í und-
anúrslitum og vinna að lokum í
framlengingu. Einvígi Þórs frá
Þorlákshöfn og Vals var því mið-
ur ekki eins spennandi og fóru
Valsmenn örugglega áfram.
Úrslitarimma Vals og Tinda-
stóls hefur verið stórglæsileg og
dramatíkin í hámarki, nema
kannski í leik tvö sem Tindastóll
vann örugglega. Úrslitin réðust á
síðustu sekúndunni í fyrsta og
fjórða leik og Valur sneri töp-
uðum þriðja leik sér í vil og vann
glæsilegan sigur. Hvað gerist í
oddaleik á morgun?
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
ÞÝSKALAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur
Victor Pálsson var í lykilhlutverki
hjá þýska stórliðinu Schalke á ný-
liðnu keppnistímabili þegar liðið
fagnaði sigri í þýsku B-deildinni og
tryggði sér um leið sæti í efstu deild
Þýskalands.
Guðlaugur Victor, sem er 31 árs
gamall, var einn af fyrirliðum
Schalke á tímabilinu og kom við
sögu í 28 leikjum í B-deildinni en
hann gekk til liðs við Schalke fyrir
keppnistímabilið frá Darmstadt þar
sem hann hafði leikið frá árinu 2019.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn
þá fylgdi þessu tímabili mikill haus-
verkur og maður er hálfbúinn á því
andlega eftir þessa miklu rússíban-
areið,“ sagði Guðlaugur Victor í
samtali við Morgunblaðið.
„Félagið féll úr efstu deild á síð-
ustu leiktíð og það var mikið sjokk
fyrir alla í kringum klúbbinn, bæði
þá sem starfa innan hans og stuðn-
ingsmennina líka. Fallinu fylgdi mik-
il neikvæðni í kringum félagið og
flestir gerðu ráð fyrir því að við
myndum svo gott sem pakka þýsku
B-deildinni saman.
Alls fóru 45 félagaskipti í gegnum
félagið síðasta sumar og hópurinn og
liðið sem lék í B-deildinni í ár var
nánast glænýr, að undanskildum
einhverjum tveimur til þremur leik-
mönnum. Þjálfarinn Dimitrios
Grammozis, sem tók við liðinu í mars
á síðasta ári, var með nýjar áherslur
og það tók tíma að púsla þessu öllu
saman,“ sagði Guðlaugur Victor en
hann á að baki 29 A-landsleiki fyrir
Ísland.
Pressan reyndist erfið
Schalke er eitt sögufrægasta félag
Þýskalands en liðið hefur sjö sinnum
orðið Þýskalandsmeistari og fimm
sinnum bikarmeistari.
„Það vantaði mikið upp á stöð-
ugleikann hjá okkur fyrri hluta tíma-
bilsins enda með nánast nýtt lið sem
var bara að reyna finna taktinn.
Fjölmiðlar hérna í Gelsenkirchen
eru mjög grimmir og það fór ekki
fram hjá neinum þegar við töpuðum
stigum í deildinni. Stuðningsmenn-
irnir hafa líka mikil völd hérna og
pressan sem fylgir því að spila fyrir
þetta félag reyndist okkur oft og tíð-
um erfið.
Í mars var þjálfaranum Grammoz-
is sagt upp störfum og Mike Bü-
skens, sem hafði verið aðstoðarþjálf-
ari Grammozis, var fenginn til þess
að stýra liðinu út keppnistímabilið.
Hann breytti aðeins um taktík og
náði upp ákveðnum stöðugleika. Við
unnum sjö leiki af átta undir hans
stjórn og enduðum tímabilið því frá-
bærlega sem var mjög ánægjulegt.“
Guðlaugur Victor hefur komið
víða við á ferlinum en hann hefur
meðal annars leikið á Englandi, í
Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi,
Svíþjóð, Danmörku og Sviss.
Reynslunni ríkari
„Ég lærði ótrúlega mikið á þessari
leiktíð, bæði um sjálfan mig og líka
sem knattspyrnumaður. Ég gerði
mér ekki almennilega grein fyrir því
hversu stór klúbbur þetta er fyrr en
ég kom hingað. Heimavöllurinn okk-
ar tekur rúmlega 62.000 manns í
sæti og það er nánast uppselt á alla
leiki hjá okkur. Það er ekkert annað
í boði en sigur og ef þú tapar eða
gerir jafntefli þá ertu bara jarðaður
af bæði stuðningsmönnum og fjöl-
miðlum.
Það tók mig dágóðan tíma að venj-
ast pressunni hérna. Leikmenn liðs-
ins eru stöðugt undir smásjánni og
það er fylgst mjög vel með öllu sem
maður gerir, bæði innan og utan
vallar. Maður var orðinn hálfgrá-
hærður seinni hluta tímabilsins
enda áreitið stöðugt. Við vorum að
elta toppliðin nánast allt tímabilið
og það var stanslaust verið að fjalla
um það að við myndum springa á
limminu og misstíga okkur í loka-
leikjunum. Það var því fyrst og
fremst léttir að ná að að klára þetta
undir restina.“
Stoltur og spenntur
Guðlaugur Victor gæti orðið eini
Íslendingurinn í þýsku 1. deildinni á
komandi keppnistímabili en samn-
ingur Alfreðs Finnbogasonar, sem
leikur með Augsburg, rennur út í
sumar.
„Schalke mun alltaf styrkja hóp-
inn eitthvað í sumar og bæta við sig
nýjum leikmönnum. Efsta deild
Þýskalands er allt annar leikur en
þýska B-deildin en flestir leikmenn
liðsins eru samningsbundnir og ég á
von á því að meirihlutinn verði
hérna áfram. Félagið hefur hins
vegar verið í ákveðnum fjárhags-
vandræðum og það er því viðbúið að
einhverjir muni hverfa á braut.
Þegar ég kom hingað þá var ég
settur í nánast nýja stöðu og ég spil-
aði mikið einn í sexunni, eitthvað
sem ég hafði ekki gert áður. Ég hef
þurft að stíga upp og bæta mig á
sviðum sem hafa kannski ekki alltaf
verið minn helsti styrkleikur, eins
og sóknarleikurinn, en ég er sáttur
við mína frammistöðu á tímabilinu.
Ég verð áfram í Schalke á næstu
leiktíð og er mjög spenntur að spila
í efstu deild Þýskalands á komandi
keppnistímabili. Ég er hef gengið í
gegnum ýmislegt á mínum ferli og í
lífinu en það að fá tækifæri til þess
að spila með Schalke í efstu deild er
eitthvað sem ég er mjög stoltur af
og hlakka mikið til,“ bætti Guð-
laugur Victor við í samtali við
mbl.is.
Hálfgráhærður
eftir erfitt tímabil
- Guðlaugur Victor Pálsson leikur í þýsku 1. deildinni á komandi keppnistímabili
Ljósmynd/Schalke
Meistarar Guðlaugur Victor fagnar sigri í þýsku B-deildinni um helgina.
4. umferð
í Bestu deild kvenna 2022
3-5-2
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Íris Dögg Gunnarsdóttir
Þróttur
Brenna Lovera
Selfoss
Mist Edvardsdóttir
Valur
Christina Clara Settles
Afturelding Arna Sif Ásgrímsdóttir
Valur
Danielle Marcano
Þróttur
Ásdís Karen
Halldórsdóttir
Valur
Sólveig J. Larsen
Afturelding
Taylor Ziemer
Breiðablik
Hildur
Antonsdóttir
Breiðablik
Karitas
Tómasdóttir
Breiðablik
2
2
23
Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður Þróttar var besti leikmaðurinn í
fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Íris
lék mjög vel í marki Þróttar þegar liðið lagði ÍBV á Hásteinsvelli í Vest-
mannaeyjum á laugardaginn, 2:1.
Hún var eini leikmaður deildarinnar sem fékk tvö M fyrir frammistöðu
sína í fjórðu umferðinni og er að sjálfsögðu í liði umferðarinnar sem sjá má
hér að ofan. Brenna Lovera framherji Selfyssinga er í úrvalsliðinu í þriðja
sinn og þær Ásdís Karen Halldórsdóttir og Arna Sif Arngrímsdóttir úr Val
og Danielle Marcano úr Þrótti eru valdar í annað skipti.
Íris best í fjórðu umferðinni
Arsenal missteig sig enn á ný þeg-
ar liðið heimsótti Newcastle í
ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu á St. James’s Park í New-
castle í gær.
Leiknum lauk með 2:0-sigri
Newcastle þar sem Ben White,
varnarmaður Arsenal, varð fyrir
því óláni að skora sjálfsmark á 55.
mínútu áður en Bruno Guimaraes
innsiglaði sigur Newcastle með
marki á 85. mínútu.
Arsenal er með 66 stig í fimmta
sæti deildarinnar, tveimur stigum
minna en Tottenham sem er í
fjórða sætinu.
Arsenal tekur á móti Everton í
lokaumferðinni og verður að vinna
til þess að eiga möguleika á því að
enda í fjórða sætinu en Tottenham
heimsækir botnlið Norwich sem er
fallið úr deildinni.
Tottenham er með mun betri
markatölu en Arsenal og því þarf
Arsenal að treysta á að Norwich
vinni Tottenham til þess að eiga
möguleika á sæti í Meistaradeild-
inni á næstu leiktíð.
AFP
5 Arsenal þarf að treysta á að Tottenham misstígi sig í lokaumferðinni.
Arsenal að missa af
Meistaradeildarsæti
Danmörk
Úrslitakeppnin:
GOG – Ribe-Esbjerg............................ 33:29
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í
marki GOG sem er komið áfram í undan-
úrslit.
$'-39,/*"
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, undanúrslit:
Phoenix – Dallas ................................. 90:123
_ Dallas vann 4:3 og mætir Golden State í
úrslitum.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar kvenna, 2. umferð:
Kaplakrikavöllur: ÍH – FH ...................... 19
Kópavogsvöllur: Augnablik – Haukar..... 19
Í KVÖLD!
England
B-deild, umspil, seinni leikur:
Huddersfield – Luton .............................. 1:0
_ Huddersfield vann samanlagt 2:1 og
mætir annaðhvort Notthingham Forest
eða Sheffield United í úrslitum.
Tyrkland
Galatasaray – Adana Demirspor........... 3:2
- Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Adana Demirspor.
Danmörk
Úrslitakeppnin:
Silkeborg – Midtjylland .......................... 1:4
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 73
mínúturnar með Silkeborg.
- Elías Rafn Ólafsson hjá Midtjylland er
frá keppni vegna meiðsla.
4.$--3795.$