Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 32
Edinborg er ein fegursta borg Skotlands og
vagga skoskrar menningar. Það er mikil upplifun
að heimsækja borgina og skoða sig um í „Old
Town“ sem og nýrri borgarhlutanum. Gist
er á hinu glæsilega Inter Continental Hotel
við George Street, sem margir hafa kallað
„Champs-Élýsée“ Edinborgar þar sem kaffihús,
veitingastaðir og glæsilegar verslanir skarta sínu
fegursta. Farið verður í skoðunarferðir um borg-
ina og utan hennar og heimsóknir í Edinborgar-
og Stirling kastala ásamt siglingu á Loch
Katrine og heimsókn til Whisky-framleiðanda auk
kvöldskemmtunar „Spirit of Scotland Show“.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Glasgow báðar leiðir,
skattar og bókunargjald. 4ra nátta gisting á Inter Continental
ásamt morgunverði og kvöldverði. Allur akstur ásamt
skoðunarferðum og aðgangi að þeim stöðum sem heimsóttir
verða. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson.
• Aukagjald fyrir einbýli er kr. 85.000
Edinborg
fegursta borg
Skotlands
Sérferð fyrir eldri borgara
18.-22. september
Verð 239.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli*
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Leikgerð af bókinni Mun-
aðarleysingjahælinu eftir
úkraínska höfundinn Serhij
Zadhan verður leiklesin á
pólsku í leikstjórn Karolinu
Szczypek í Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld, þriðju-
dagskvöld, kl. 20, í meðförum
leikara frá Stefan Zeromski-
leikhúsinu í Kielce í Póllandi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðleikhúsinu markar leik-
lesturinn upphafið á tveggja ára samstarfi leikhúsanna
tveggja, sem felur í sér „gestasýningar í báðum leik-
húsum, gagnkvæmar heimsóknir og samstarf á sviði
þekkingarmiðlunar og síðast en ekki síst þróun nýs
leikverks sem skrifað verður um stöðu Pólverja sem bú-
settir eru á Íslandi“, eins og segir í tilkynningu frá
Þjóðleikhúsinu. Þar kemur fram að Stefan
Zeromski-leikhúsið sé meðal elstu leikhúsa Póllands og
njóti mikillar virðingar. Lesturinn verður textaður á
ensku og er aðgangur ókeypis.
Leiklestur á pólsku öllum opinn
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Breiðablik er með fullt hús stiga á toppi efstu deildar
karla í knattspyrnu, Bestu deildarinnar, en liðið vann
afar sannfærandi sigur gegn Íslands- og bikarmeist-
urum Víkings úr Reykjavík á Víkingsvelli í 6. umferð
deildarinnar í gær. »26
Breiðablik með fullt hús stiga
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hilmar B. Jónsson var kjörinn
heiðursfélagi Klúbbs mat-
reiðslumeistara og Magnús Örn
Friðriksson og Magnús Örn Guð-
marsson voru sæmdir Cordon
Bleu-orðunni á nýliðinni árshátíð
klúbbsins í kjölfar aðalfundarins á
Akureyri. „Þetta er algjör til-
viljun,“ segir Þórir Erlingsson,
forseti KM, um að nafnar hafi ver-
ið heiðraðir með orðunni á sama
tíma.
„Cordon Bleu-orðan er veitt fyr-
ir framúrskarandi starf í þágu
matreiðslufagsins á Íslandi og er
aðeins veitt félagsmönnum,“ held-
ur Þórir áfram. Laga- og orðu-
nefnd óski eftir tilnefningum og að
þessu sinni hafi nafnarnir orðið
fyrir valinu.
Magnús Örn Guðmarsson eða
Maddi, eins og hann er kallaður,
lærði hjá Skúla Hansen og Guð-
mundi Guðmundssyni á veitinga-
húsinu Arnarhóli, byrjaði í sept-
ember 1985 og útskrifaðist frá
Hótel- og veitingaskóla Íslands
1989. Að námi loknu hélt hann til
Amsterdam í Hollandi þar sem
hann var matreiðslumaður hjá
franska meistaranum Jean-Paul
Simon á Pulitzer-hótelinu til 1991,
þegar hann varð yfirmatreiðslu-
maður Flughótels í Keflavík.
Hann lauk meistaranámi í Hótel-
og matvælaskólanum 1999 og hef-
ur starfað víða sem yfir-
matreiðslumaður á veitingahúsum
og hótelum auk þess að hafa verið
í mötuneytisrekstri, meðal annars
hjá 365 miðlum 2006-2012. Nú er
hann matreiðslumeistari og verk-
stjóri matsala hjá Landspítal-
anum, sinnir m.a. þjónustu í mat-
sölu til starfsfólks og aðstandenda
sjúklinga.
Heiður og klapp á öxlina
„Viðurkenningin er mikið klapp
á öxlina,“ segir Maddi. Snemma
hafi hann ákveðið að verða mat-
reiðslumaður og eftir að hafa unn-
ið við fagið og sinnt félagsmálum
því tengdum í rúma þrjá áratugi
geti hann ekki annað en verið
stoltur. „Hún hvetur mig til þess
að vinna áfram í sjálfboðavinnu í
þágu fagsins á allan hátt og stuðla
að framgangi og styrkingu fags-
ins.“
Magnús Örn Friðriksson, eða
Maggi eins og hann er kallaður,
bendir á að klúbburinn sé um 50
ára og innan við 70 manns hafi
verið heiðraðir með þessum hætti.
„Þetta er ótrúlegur heiður.“
Faðir Magga er bakari að
mennt og hann segir að áhuginn á
matreiðslunni hafi kviknað í bak-
aríinu. Hann hafi lært á Hótel
Loftleiðum og útskrifað í maí
2005. „Ég starfaði samtals sem
nemi og matreiðslumaður á Hótel
Loftleiðum í um 11 ár, var á Hótel
Rangá í nokkra mánuði áður en ég
fór til Noregs og vann þar í eitt
ár, var síðan yfirmatreiðslumaður
á Gistihúsinu Egilsstöðum í eitt ár
og hef verið yfirmatreiðslumeist-
ari hér á Hlíð á Akureyri í um níu
ár.“
Maggi er ánægður í vinnunni.
„Hér er gott að vera, dásamlegt
starfsfólk og enn þá yndislegri
íbúar. Hér líður mér vel.“ Faðir
hans er frá Patreksfirði og móðir
hans er Dalvíkingur. Hann fædd-
ist í Reykjavík, ólst upp á Pat-
reksfirði og á milli snjóflóðanna á
Flateyri og í Súðavík flutti fjöl-
skyldan til Akureyrar. „Þegar ég
fullorðnaðist fór ég á flakk en kom
svo aftur hingað norður.“
Cordon Bleu-orðan var fyrst
veitt 1986 og áður en kom að
nöfnunum höfðu 67 manns fengið
hana. Hilmar B. Jónsson er þriðji
heiðursfélagi KM en hinir eru
Bragi Ingason og Ib Wessman.
Magnús Örn og Magn-
ús Örn heiðraðir saman
- Hilmar B. Jónsson kjörinn heiðursfélagi KM
Ljósmyndir/Brynja Kristinsdóttir
Cordon Bleu Magnús Örn Guðmarsson og Magnús Örn Friðriksson.
Heiðursfélagi Hilmar B. Jónsson
og Þórir Erlingsson.