Morgunblaðið - 15.06.2022, Side 11

Morgunblaðið - 15.06.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Rússneskir embættismenn létu þau boð út ganga í gær að þeir hygðust gefa úkraínskum her- og öðrum and- spyrnumönnum sem hafast við í Azot-köfnunarefnisverksmiðjunni í borginni Severódónetsk tækifæri til að leggja niður vopn og gefast upp í dag. Borgin og verksmiðjan hafa hvor- ar tveggju á síðustu vikum orðið eins konar suðupunktar átaka rússneska innrásarhersins og Úkraínumanna og er talið að mörg hundruð manns, hermenn sem óbreyttir borgarar, dvelji nú í verksmiðjunni, þar á meðal í sprengjubyrgjum í kjöllurum henn- ar, og leiti þar skjóls fyrir linnulítilli stórskotahríð Rússa. Tólf stunda svigrúm Samkvæmt yfirlýsingu Rússa í gær bjóðast þeir til að leyfa óbreytt- um borgurum að yfirgefa verksmiðj- una í friði og spekt, en hvetja úkra- ínska hermenn til að „láta af glópslegri mótspyrnu sinni og leggja niður vopn“ á sama tíma. Kveðst rússneska varnarmála- ráðuneytið bjóða mannúðlega aðgerð til að koma borgurum af vígasvæðum Severódónetsk og muni leiðin verða greið í 12 klukkustundir í dag, frá klukkan átta að morgni að Moskvu- tíma til átta í kvöld, það er fimm til fimm að íslenskum tíma. Óbreyttu borgararnir verði fluttir til borgar- innar Svatóvó í Lúhansk-héraðinu. Með tilboðinu fylgdi sú ásökun af hálfu rússneska varnarmálaráðu- neytisins að úkraínskir hermenn not- uðu óbreytta borgara í Azot-verk- smiðjunni sem mannlega skildi, ekki í fyrsta sinn frá upphafi innrásarinnar sem slíkar aðdróttanir hafa heyrst frá Rússlandi og hefur þeim jafnóð- um verið andmælt frá Kænugarði. Skipi hermönnum uppgjöf Stjórnvöld þar í borg segja fleiri en 500 óbreytta borgara í felum í verk- smiðjunni sem erfitt sé að veita mik- inn stuðning í sprengjuregni Rússa á borgina en talið er að mun fleiri her- menn séu innan veggja hennar, jafn- vel allt að 2.500. Kveðst rússneska ráðuneytið hafa sent stjórnvöldum í Kænugarði tilboð sitt um rýmingu verksmiðjunnar og hvatt þau til að skipa hermönnum sínum að gefast upp. Kringumstæður í Severódónetsk þykja keimlíkar umsátri Rússa um Azovstal-stáliðjuverið í Maríupól í maí þar sem hundruð höfðu einnig leitað skjóls fyrir sprengikúlum. Lauk því með uppgjöf og handtóku Rússar þá sem út gengu. AFP/Aris Messinis Eimyrja Reykjarmökkurinn stígur til himins í Severódónetsk og byrgir sýn. Bjóða 12 stunda smugu - Hermenn í Azot-verksmiðjunni gefist upp og óbreyttir gangi á brott óáreittir - Úkraínskir hermenn láti af „glópslegri mótspyrnu“ og leggi niður vopn Í ranni netverslunarrisans Amazon er því gert skóna að drónar taki að færa varninginn heim, eigi síðar en á þessu ári, með þjónustu sem fyrir- tækið nefnir Prime Air. Verða það íbúar kaliforníska bæjarins Locke- ford sem fyrstir fá að reyna þessa nýjustu þjónustu sem Amazon hefur boðað um árabil en fram til þessa strandað á ýmsum tæknilegum at- riðum. Þá hafa tilskilin leyfi látið bíða eftir sér. „Fyrirheit um afhendingu með drónum hljóma eins og vísindaskáld- skapur,“ segir í tilkynningu frá Ama- zon, en nú sé engu að síður komið að því og muni upplifun íbúa Lockeford ríða baggamuninn um fyrstu skref þessarar nýstárlegu þjónustu fyrir- tækisins. Verða drónarnir forritaðir til að skila varningnum af sér í görð- um þessa 4.000 íbúa bæjar og mun flug þeirra byggjast alfarið á eigin skynjurum sem gera þeim kleift að forðast önnur flugför, fólk, gæludýr og aðrar hindranir. Markmiðið verður, að sögn Ama- zon, að koma innkaupavörum þess örugglega í hendur kaupenda á inn- an við klukkustund. Fyrirtækinu hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa- ítrekað gefið innistæðulaus loforð um upphaf þessarar þjónustu, í því augnamiði að vekja athygli á Prime- þjónustu sinni. Þannig hafi forstjór- inn, Jeff Bezos, lofað því árið 2013 að innan fimm ára skyldi Amazon fylla himinhvolfið heimsendingadrónum. Árið 2019 átti þjónustan að komast í gagnið „á næstu mánuðum“. Í apríl fjallaði Bloomberg-frétta- stofan um áhyggjuraddir tengdar öryggismálum svo umfangsmikilla vöruflutninga í lofti. Amazon svaraði fullum hálsi og fullyrti að verksvið dróna fyrirtækisins rúmaðist innan „allra reglugerða“ sem við ættu. Er því ekki örgrannt um að íbúar Lockeford bíði nú fyrstu vörusend- inga sinna með eftirvæntingu. Enn boðar Bezos drónasendingar - Smábær í Kaliforníu tilraunasetur Ljósmynd/MRT Drónasending Þetta gæti orðið al- geng sjón um loftin blá á árinu. Fjöldi íbúa Henan-héraðsins í Kína rekur sig nú á veggi víða, er ekki hleypt inn í almenningssam- göngutæki, verslanir og byggingar ýmsar. Er Covid-smáforrit stjórn- valda þar að verki sem fólk þarf að nota til að skanna QR-kóða sem opnar því dyr. Það sem meira er virðast þeir sem hremmingunum sæta allir skipta við sömu fjóra bankana en kröftug mótmæli við- skiptavina risu í maí þegar bank- arnir lentu í vanda sem gerði það að verkum að viðskiptavinir gátu ekki tekið út reiðufé. Ná ofsókn- irnar jafnvel til ættingja viðskipta- vina en smáforritið skikkaði dóttur eins þeirra í sóttkví að ósekju, segir hún. KÍNA AFP Maður veiruprófaður í Henan-héraði. Smáforrit stjórn- valda tyftir þegna Danska lög- reglan kveður nokkra breyt- ingu hafa orðið á stemmningunni í kringum lands- leiki í knatt- spyrnu upp á síð- kastið og telur ástæðu til að vara við inn- lendum fótbolta- bullum. Geri bullur þessar sér leik að því að mæta á vettvang, þar sem leikir eru sýndir á risaskjám, til dæmis í Fælledparken á föstudag þar sem landsleikur við Króata var sýndur, stofna þar til átaka, grýta flöskum og dósum og hegða sér almennt eins og umskiptingar. Kveður varð- stjóri ótækt að fólk noti leikina til að fá útrás fyrir slagsmálaþörf. DANMÖRK Lögregla varar við fótboltabullum Dósum grýtt við sýningu knattleiks í Kaupmannahöfn. Lögreglan í suðausturumdæminu í Noregi hefur birt upptökur úr tveimur öryggismyndavélum mat- vöruverslunarinnar Coop í bænum Kongsberg frá kvöldi 13. október í fyrra, sem öruggt er að fáum íbúum bæjarins líður úr minni í bráð. Myrti Espen Andersen Bråthen fimm manns og særði þrjá þetta kvöld, er hann fór um bæinn vopnaður boga og örvum auk eggvopns. Um er að ræða mannskæðustu árás í Noregi frá því 22. júlí 2011. Lögreglan hafði ekki hugsað sér að birta upptökurnar en að sögn Ola B. Sæverud, lögreglustjóra, var ákvörðun tekin um birtingu eftir að sérfræðingar við Lögregluháskól- ann höfðu farið yfir viðbrögð lög- reglu í Kongsberg þetta kvöld og skilað af sér skýrslu. Með ör í bakinu „Núna, þegar skýrslan liggur fyr- ir, höfum við engin rök fyrir því að birta ekki þetta efni. Við gerum okk- ur ljóst að almenningur er forvitinn um einmitt þennan hluta aðgerð- arinnar,“ segir Sæverud við norska ríkisútvarpið NRK. Lögreglunni var legið á hálsi fyrir að hafa misst af Bråthen eftir að hann hljóp út um neyðarútgang verslunarinnar og ekki fundið hann á ný fyrr en hann hafði orðið fólkinu að bana. Á hljóðrás annars myndskeiðsins má heyra í brunaviðvörunarkerfi verslunarinnar, sem Bråthen virkj- aði frá lager hennar. Annars staðar má sjá lögregluþjóninn Rigoberto Villarroel með ör í bakinu en Bråt- hen tók þegar að skjóta af vopni sínu er hann sá til lögreglu sem fór í fyrstu inn í verslunina án varn- arbúnaðar á borð við skotheld vesti. Hörfaði lögregla því undan örva- hríðinni og sætti árásarmaðurinn þá lagi, forðaði sér út um neyð- arútganginn og hvarf sjónum lög- reglu í um hálfa klukkustund. Birta upptökur frá Kongsberg-árásinni - Ekki rök fyrir leynd eftir að skýrsla sérfræðinga Lögregluháskólans barst Ljósmynd/Norska lögreglan Hæfður Villarroel með ör í baki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.