Morgunblaðið - 15.06.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
Börnin þín voru þér svo dýr-
mæt og þau voru gjörsamlega
allt þitt líf enda áttu mikið hrós
skilið fyrir hvað þú varst alltaf
með krakkana þína og varst svo
ótrúlega duglegur elsku Georg
minn.
Þú varst besti faðir í heimi
fyrir elsku börnin og gerðir allt
með þeim.
Ég er svo ánægð að hafa feng-
ið að vera frænka þín og hafa
fengið að þekkja þig í öll þessi ár
sem ég hef verið til.
Ég er ánægð með að hafa
fengið að búa til minningar með
þér, er svo ánægð með að hafa
getað fíflast með þér og ég er svo
endalaust ánægð fyrir allan tím-
ann sem við höfum átt saman
með fjölskyldunni, þú kenndir
okkur svo margt og mikið.
Þú ert sá allra fallegasti engill
sem er kominn upp til himna.
Ég skil ekki hvað þessi heim-
ur er ósanngjarn og af hverju
hann tók þig frá okkur.
Þessi heimur er gjörsamlega
óútreiknanlegur.
Ég vildi óska þess að við gæt-
um fengið einhver svör, af
hverju þú varst tekinn frá okkur.
Ég sætti mig bara ekki við að
þú sért farinn og að ég muni
aldrei sjá þig aftur en ég hef
mikla trú á að þú sért núna að
syngja og semja þessi fallegu
lög.
Ég mun alltaf sakna þín og
elska þig elsku besti yndislegi
Georg minn.
Fljúgðu eins hátt og þú
kemst, fallegi engill, og við
sjáumst þegar minn tími kemur.
Hvíldu í friði engillinn minn.
Þín frænka,
Lilja.
Elsku Goggi. Ég var svo
heppin að fá að kynnast þér 1998
þegar þú komst inn í líf okkar
fjölskyldunnar með bros á vör.
Þú áttir eftir að verða órjúfan-
legur hluti af fjölskyldunni og
því upplifði ég þig sem nokkurs
konar stóra bróður. Ég átti það
til að öfunda þig af athyglinni
sem þú fékkst en þú áttir hana
algjörlega skilið. Þú komst inn í
fjölskylduna sem púslið sem
vantaði og kláraðir púslið. Það
var alltaf gaman að vera í kring-
um þig og þú smitaðir alla með
gleðinni og drifkraftinum sem í
þér bjó. Mér þótti svo óskaplega
vænt um þig þótt leiðir okkar
skildi. Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu og ég mun muna all-
ar þær fallegu minningar sem ég
á um þig um ókomna tíð.
Fallinn er frá fallegur dreng-
ur með sterka sál og hjarta úr
gulli. Það er ekki réttlátt að hans
tími kæmi svona snemma, alltof
snemma. Lífið brosti við honum
á öllum vígstöðvum. Vinmargur
og vel liðinn hvar sem hann kom.
Ég á eftir að sakna þín en um
leið mun ég hugsa vel til þín og
hinna góðu minninga tengdra
þér, minninga sem ég mun
geyma og segja Halldóri frá.
Kær kveðja,
Sara Halldórsdóttir.
Það er bjartur þriðjudags-
morgunn og enginn á sér ills
von. Goggi er dáinn.
Hvernig getur það gerst að
maður í blóma lífsins, duglegur,
hæfileikaríkur og umfram allt
skemmtilegur félagi, sé farinn,
aðeins 42 ára gamall.
Okkar fyrstu kynni voru sum-
arið 1998 þegar þið Tinna okkar
fóruð að skjóta ykkur saman og
ekki leið á löngu þar til þú varst
orðinn einn af fjölskyldunni og
fluttir heim til okkar. Sex árum
seinna fæddist svo gullmolinn
ykkar hann Halldór Snær, heil-
brigður, yndislegur og fallegur
strákur sem nú er orðinn 18 ára
eða jafn gamall og þú varst þeg-
ar við kynntumst þér fyrst. Þá
varst þú stoltasti pabbi í heimi
og lést sko alla vita af því. Það
kom snemma í ljós hversu öfl-
ugur þú varst, fórst og lærðir
rafeindavirkjann og kláraðir það
með glans og seinna stofnaðir
þú þitt eigið fyrirtæki sem geng-
ið hefur mjög vel.
Hvar sem þú komst varstu
hálfgerður hvirfilbylur, orkan
og athafnasemin sem streymdi
frá þér virkaði á alla í kringum
þig. Þótt leiðir ykkar Tinnu hafi
skilið hélst vinskapur okkar alla
tíð. Hjálpsemi þín við okkur fjöl-
skylduna þegar eitthvað bjátaði
á í tæknimálum var einstök.
Hæfileikar þínir lágu víðar, ber
þá fyrst að nefna þína gullfal-
legu söngrödd, ekki má nú
gleyma hversu handlaginn og
hugmyndaríkur þú varst í öllu
sem viðkom að breyta, byggja
og bæta í húsinu þínu í Bæjar-
ási.
Elsku Goggi, með þessum fáu
orðum viljum við kveðja þig og
þakka fyrir allt það skemmti-
lega og góða sem þú komst með
inn í líf okkar.
Guð blessi þig og elsku börnin
þín þau Halldór, Valgeir, Indr-
iða og Katrínu og megi guð gefa
þeim styrk til að takast á við
missinn og sorgina.
Farðu í friði, elsku Goggi, við
vitum að pabbi þinn tekur þér
opnum örmum í sumarlandinu.
Halldór og Stefanía
Þóra.
Í dag fylgi ég þér til grafar
kæri vinur. Hver hefði trúað því
að svona hraustur maður sem
átti allt fram undan í lífinu færi
frá okkur, en hinn 30. maí 2022
varð til stórt skarð í hjörtum
margra, fjölskyldu, vina og ást-
vina. Þegar ég komst að því að
æskuvinur minn frá leikskóla-
aldri hefði orðið bráðkvaddur á
heimili sínu tók mig dágóðan
tíma að átta mig á slíkri frétt. Í
fyrstu tók ég þessum ömurlegu
fréttum sem afar lélegum hrekk
því hugur minn skildi ekki að
Georg væri farinn frá okkur.
Það var svo stutt síðan ég hitti
þig í blóma lífsins, svo margt
fram undan hjá þér og ekki tími
fyrir slíkt, að fara að kveðja
þetta líf.
Hugur minn leitaði strax til
fjölskyldu þinnar, barnanna
þinna ekki síst. Hvað hún nístir
hjarta mitt tilhugsunin um að
börnin hans Gogga séu orðin
föðurlaus, en það sem við sem
eigum minningar um þig, kæri
vinur, erum nú rík. Mikið vær-
um við öll til í að eiga fleiri
stundir mér þér elsku vinur
minn.
Við slíkar fréttir koma minn-
ingarnar sterkar upp á yfirborð-
ið og ég man þegar ég fékk leyfi
hjá bróður mínum að fara heim
til þín og við fórum að leika okk-
ur saman með dótið þitt. Þær
minningar munu varðveitast vel
ásamt mörgum öðrum minning-
um sem við höfum skapað okk-
ur, margar góðar og aðrar sem
væri ágætt að sleppa að rifja
upp hér.
Minningarnar hrúgast upp,
t.d. þegar þú gistir hjá mér í
fyrsta sinn, þegar við stálumst í
nammi hjá mömmu, bílaleikirn-
ir, He-man-tímabilið, þegar við
fengum pönnukökur hjá
mömmu þinni um helgar, hjól-
uðum saman í móanum sem nú
er Lindahverfi í Kópavogi, veiði-
ferðir sem pabbi þinn bauð mér
svo oft að fara í með þér.
Á táningsaldri fór að bera á
einhverri sýki hjá þér og þá er
ég ekki að tala um sykursýkina
sem þú varst með meiri hluta
ævi þinnar. Nei ég er að tala um
græjusýki, sem var stór hluti af
lífi þínu. Ég held þó að þú hafir
ekki verið mikið að berjast gegn
slíkri sýki, þvert á móti. Ég man
þegar þú sýndir mér nýju stóru
Pioneer-fermingarsteríógræj-
urnar með einhverri svaka stóri
geisladiskaplötu, sem var á
stærð við hljómplötu, sem hægt
var að horfa á bíómyndir í gæð-
um sem voru ekki mikið þekkt á
Íslandi. Þetta keyptirðu þér fyr-
ir fermingarpeninga þína og þú
sagðir mér frá því þegar þú fórst
í búðina og sölumaðurinn ætlaði
að selja þér þessar „týpísku“
fermingargræjur. Þá sagðir þú
nei takk, þú vildir ekki svoleiðis
heldur alvörugræjur. Farið var
með þig í annað herbergi í búð-
inni þar sem allar pro-vörurnar
voru og svo varð raunin að þú
keyptir þessar svakalegu hljóm-
flutningsgræjur, nágranna þín-
um til mikillar gleði í blokkinni
þar sem þú bjóst! Það er óhætt
að segja að þú hafir alltaf farið
dálítið mikið alla leið í græju-
kaupum enda var núverandi
heimili þitt fullt af slíkum djásn-
um.
Það eru svo margar minning-
ar sem hægt væri að skrifa hér,
svo ég nefni ekki sönginn sem
var stór hluti af lífi þínu en það
munu eflaust aðrir sjá um þau
skrif.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til allra fjölskyldumeð-
lima og einkum barna þinna
Georg minn.
Þinn æskuvinur,
Sindri Reyr.
Það er þyngra en tárum taki
að setjast niður og skrifa minn-
ingargrein um mann sem hrifinn
var burt í blóma lífsins alltof
snemma, hversu ósanngjarnt
getur lífið oft verið.
Georg vinur minn, þessi ein-
staklega ljúfi, skemmtilegi,
trausti og hæfileikaríki maður,
átti svo mikið inni.
Goggi eða gormurinn minn
eins og ég kallaði hann alltaf
kom inn í líf mitt þegar ég þurfti
sem mest á því að halda.
Frá okkar fyrstu kynnum
kom strax í ljós að við yrðum
alltaf miklir og góðir vinir, á
milli okkar ríkti traust, trúnaður
og skilningur.
Við töluðum um líf okkar
beggja frá því að við mundum
eftir okkur, það var ekkert sem
við vissum ekki hvort um annað.
Goggi hafði allt til brunns að
bera til þess að vera fullkominn
vinur.
Ég á honum svo mikið að
þakka, hann var í mínum allra
innsta hring og ég í hans, hann
var einn af mínum allra bestu.
Vináttan okkar er eitt af því dýr-
mætasta sem ég á og í hjarta
mínu geymi ég allar okkar sam-
ræður sem voru oft á tíðum mjög
djúpar um lífið og tilveruna, við
spáðum í allt milli himins og
jarðar, vorum alltaf að reyna að
skilja hismið frá kjarnanum.
Hans mesti ótti var að deyja
ungur frá börnunum sínum sem
hann elskaði mest af öllu.
Við töluðum saman á hverjum
degi og oftar en ekki voru sím-
tölin okkar nokkur á dag.
Goggi var mikill spjallari,
stríðinn með eindæmum, ótrú-
lega fyndinn og orðheppinn,
hann bjó líka yfir frásagnargáfu
og gátu því símtölin okkar orðið
ansi löng án þess að við áttuðum
okkur á því að tveir til þrír tímar
voru liðnir.
Goggi var einstaklega góður
pabbi og var afar stoltur af börn-
unum sínum fjórum.
Halldór, frumburðurinn hans,
er að gera það mjög gott í fót-
boltanum, þeir voru afar nánir
og alveg ótrúlega líkir.
Goggi hringdi í mig með frá-
bærar fréttir af Halldóri, stoltið
í röddinni hans heyrðist alla leið
til Akureyrar, hann var að kom-
ast í þann gírinn að vilja fræðast
um boltann því áhugi hans á
boltanum var ekkert sérstaklega
mikill en hann vildi vita alveg ná-
kvæmlega um hvað þessi bless-
aði bolti snerist. Á þessu sviði er
ég á heimavelli og því gat ég far-
ið yfir þetta allt með honum,
hann ætlaði sko að fylgja Hall-
dóri alla leið með því að virkja
áhuga sinn á þessu sviði.
Tónlistin var Gogga afar mik-
ilvæg og stór þáttur í hans lífi,
hann fæddist með náðargáfu,
röddin hans var vægast sagt
mögnuð.
Okkar síðasta samtal var
seinnipart dagsins sem hann
lést, hann sagðist hafa átt eina
bestu helgi í svo langan tíma því
öll fjölskyldan hans var hjá hon-
um í grilli og skemmtilegheit-
um, hann elskaði að hafa fólkið
sitt í kringum sig, hann var svo
glaður.
Hvíldu í friði, elsku hjartans
engillinn minn, ég mun aldrei
gleyma þér, elsku gormurinn
minn.
Ég mun þakka fyrir okkar
einstaka vinskap á hverjum
degi.
Megi almættið umvefja og
styrkja alla þá sem þótti vænt
um og elskuðu Gogga.
Megi almættið einnig halda
verndarhendi yfir börnunum
hans fjórum, Halldóri, Valgeiri,
Indriða og Katrínu.
Hugur minn er hjá fjölskyldu
Georgs og vinum.
Þín vinkona,
Ragnheiður Rut
Georgsdóttir.
„Hey ert þú ekki þessi 500-
kall?“ heyrðist kallað háum en
samt hlédrægum rómi þar sem
ég stóð í miðjum líkamsræktar-
salnum í Egilshöllinni. Ég sneri
mér við og þá blasti við mér
þessi stæðilegi ungi maður sem
brosti sínu breiða fallega brosi í
átt að mér með vinalegu flissi.
Þannig hófst einlægur, náinn
og ómetanlegur vinskapur okk-
ar Georgs Alexanders sem
spannaði vel á annan áratug.
Við Goggi eins og ég kallaði
hann náðum strax vel saman
enda lágu leiðir okkar á mörgum
sviðum í sama farvatninu, allt
frá áhuga á tónlist og sköpun yf-
ir í kaldhæðinn en hrikalega
góðan (að okkar mati allavega)
húmor.
Goggi kom til dyranna eins og
hann var klæddur, hann var ein-
lægur, ósérhlífinn, duglegur og
einkar laghentur en fyrst og
fremst góður vinur. Goggi lagði
mikið upp úr því að öðrum liði
sem best og vildi allt fyrir alla
gera og fór oft á tíðum mikill
tími og mikil orka hjá honum í
þessa hluti, jafnvel svo mikil að
hann gleymdi á köflum að sinna
sjálfum sér.
Það fóru ófáar stundirnar hjá
okkur í að sitja inni í litla upp-
tökuherberginu hans Gogga þar
sem við spiluðum, sungum,
kjöftuðum, hlógum og tókum
upp hin og þessi lög sem okkur
þótti geggjuð. Það er mér ómet-
anlegt að eiga í fórum mínum
nokkrar demó-upptökur þar
sem Georg er að syngja frum-
samin lög eftir mig, lög sem við
vorum farnir að stefna á að
keyra á fullt í að taka upp og
gefa út. Því miður er ljóst að
ekkert verður af því en ég er
staðráðinn í því að gefa eitthvað
af þessum lögum út sjálfur í
minningu um góðan vin.
Börnin hans Gogga voru fjár-
sjóðurinn hans og hann lifði fyr-
ir börnin sín. Það var bæði gef-
andi og gleðilegt að fylgjast með
honum bæði í gegnum sam-
félagsmiðla sem og þegar við
hittumst að sjá hvað börnin gáfu
honum mikið og hann klárlega
þeim. Ljóst er að missir þeirra
er mikill en það verður hlutverk
mæðra þeirra, fjölskyldu og
okkar vina Georgs að sjá til þess
að ljósi og minningu föður
þeirra verði haldið á loft um
ókomna tíð.
Ljóst er að við höfum misst
frá okkur einstakan, hæfileika-
ríkan, hjartahlýjan og duglegan
mann á besta aldri en eitt er víst
að hann er og verður með okkur
öllum um ókomna tíð.
Ég votta börnum Georgs,
þeim Halldóri Snæ, Valgeiri
Marinus, Indriða Aroni og Katr-
ínu Indu, fjölskyldu Georgs og
vinum mína dýpstu samúð. Megi
góður Guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Elsku Georg farðu í friði en
eitt máttu vita að leiðir okkar
eiga eftir að liggja saman aftur
þótt síðar verði.
Þinn vinur,
Jón Sigurðsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN REBEKKA EINARSDÓTTIR,
Didda Muggs,
frá Hnífsdal,
Árskógum 8, Reykjavík,
lést á Skógarbæ 5. júní.
Útförin fer fram frá Seljakirkju, fimmtudaginn 16. júní klukkan 13.
Guðmundur Tryggvi Sigurðsson
Bjarnveig Brynja Guðmundsdóttir
Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir, Jón Ingi Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐLAUG JÓNA SIGURÐARDÓTTIR,
Lilla í Mellandi,
Kirkjuvegi 6, Hvammstanga,
lést á HSV Hvammstanga föstudaginn
10. júní. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn
21. júní klukkan 14.
Baldur Ingvarsson
Sigurður Kr. Baldursson Sigríður Sigurðardóttir
Inga S. Baldursdóttir Stefán L. Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær bróðir okkar, frændi og mágur,
TÓMAS MAGNÚS GUÐGEIRSSON,
andaðist sunnudaginn 5. júní á
Landspítalanum.
Útförin verður gerð frá Fossvogkirkju
fimmtudaginn 23. júní og hefst athöfnin
klukkan 11.
Fyrir hönd aðstandenda,
systkini hins látna
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar dóttur okkar,
systur og frænku,
GUÐNÝJAR KRISTRÚNAR
DAVÍÐSDÓTTUR,
Hulduhóli 1, Eyrarbakka.
Ingibjörg Birgisdóttir
Davíð Kristjánsson Drífa Eysteinsdóttir
Margrét B. Davíðsdóttir Þórmundur Sigurðsson
Davíð Ingimar Þórmundsson
Birgir Þór Þórmundsson
Unnur Hekla Þórmundsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir og fjölskylda
Guðlaugur Karl Skúlason og fjölskylda
Gerður Sif Skúladóttir og fjölskylda.
Elsku móðir mín og fósturmóðir,
FJÓLA KRISTINSDÓTTIR
matráður,
Þórufelli 16,
andaðist á heimili sínu 9. júni.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
þriðjudaginn 21. júni klukkan 11.
Fyrir hönd aðstandenda,
Berglind Stefánsdóttir og Kristín Helgadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHILDUR KRISTJANA
GUNNARSDÓTTIR,
Vatnabúðum, Eyrarsveit,
lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli
mánudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju mánudaginn 20. júní klukkan 13.
Sævaldur Fjalar Elísson Hjördís Fríða Jónsdóttir
Ægir Berg Elísson Guðrún Vilborg Gunnarsdóttir
Gunnar Jóhann Elísson Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir
og fjölskyldur