Morgunblaðið - 15.06.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Sandblástursfilmur
RollUp&
BannerUp
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Morgun-
spjall, heitt á könnunni milli 9:00-11:00 - Dans með Auði Hörpu
kl.10:30, kostar ekkert - Jóga með Grétu kl.12:15 & 13:30 -
Opin vinnustofa kl.13:00-15:30 - Kaffi kl.14:30-15:20 -
Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar 4 Útileikfimi kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.55. Pílukast kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-
15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 12:30-16:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Hádegismatur kl.
11:30-12:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10. Síðdegiskaffi kl.
14:30-15:30.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi. 10.00 Gönguhópur frá
Jónshúsi. 10.30 Skák og Scrabble í Jónshúsi. 11.00 Stóla-jóga í
Sjálandsskóla. 12.30-15.40 Bridds í Jónshúsi.13.00 Gönguhópur frá
Smiðju
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Döff, Félag heyrnarlausra frá kl. 12:30. Félagsvist frá
kl. 13:00. Allir velkomnir
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Framhalds-
saga kl. 10:30. Handavinna – opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl.
13:00. Spurningakeppni kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30,
panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Opin handverksstofa
9:00-12:00 - Bókband í smiðju kl.09:00-12:30 - Opin handverksstofa
13:00-16:00 - Bókband í smiðju kl.13:00-16:30 og síðdegiskaffið á
sínum stað frá 14:30-15:30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450.
Öll hjartanlega velkomin til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffi í króknum kl. 9:00. Boccia í salnum á Skólabraut
kl. 10:00. Frjáls stund; handavinna samvera og kaffi kl. 13:00.
Þriðjudaginn 21.júní verður farið í gönguferð í Hellisgerði og skráning
er hafin. Skráningarblöð liggja á Skólabraut og Eiðismýri. Hægt er að
skrá sig og nálgast allar frekari upplýsingar í síma 5959147/6626633.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf - alstaðar
mbl.is
✝
Anna Sveindís
Margeirsdóttir
fæddist í Sandgerði
10. nóvember 1950.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
2. júní 2022.
Anna var dóttir
hjónanna Margeirs
Sigurðssonar, f.
2.11. 1906, d. 7.8.
1986, og Elenoru
Þórðardóttur, f.
9.9. 1907, d. 3.6. 1987.
Anna ólst upp með átta systk-
inum, sem eru Sigurður, Ósk,
og Þórir giftu sig 13. september
1975 og börn þeirra eru: 1) Lúð-
vík V., f. 28.10. 1968, kvæntur
Kamilu Söndru Þórisson og
saman eiga þau Veroniku Rós
og Ísabellu Sól. 2) Jón Margeir,
f. 23.6. 1975, kvæntur Báru
Yngvadóttur og saman eiga þau
Yngva, Móeiði Önnu og Hrafn-
hildi Ýri. 3) Birna Ósk, f. 19.5.
1984, gift Halldóri Gylfasyni og
börn þeirra eru Hera Mist og Al-
exander Freyr.
Anna bjó í Sandgerði til 15
ára aldurs og flutti svo til
Reykjavíkur. Hún starfaði
lengst hjá Landsbankanum og
Valitor.
Útför Önnu fer fram frá
Seljakirkju í dag, 15. júní 2022,
klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Edda og Margrét,
sem eru látin, og
Friðjón, Kjartan,
Hreiðar og Birna.
Anna var yngst í
þessum systkina-
hópi.
Anna var gift
Þóri Lúðvíkssyni, f.
3.8. 1950, d. 5.12.
2019. Hann var son-
ur hjónanna Lúð-
víks Valdimarsson-
ar, f. 19.9. 1920, d. 31.8. 1990, og
Guðrúnar Þorgeirsdóttur, f.
28.6. 1918, d. 15.1. 1997. Anna
Mikið er erfitt að kveðja þig
elsku Anna mín. Ég áttaði mig
ekki á því hve stutt væri eftir,
ég hélt í vonina fram á síðasta
dag.
Við höfum verið nánar systur
frá blautu barnsbeini á Túngöt-
unni í Sandgerði. Minningar frá
æskuárunum eru margar og
ljúfar, en sem betur fer höfum
við gengið saman í gegnum lífið.
Frænkusaumaklúbburinn þar
sem mikið var hlegið og farið í
utanlandsferðir. Þá eru minnis-
stæðar hringferðirnar okkar um
Ísland með fjölskyldurnar og
sumarbústaðaferðir.
Það var svo hlýtt og notalegt
að koma í heimsókn til ykkar
Þóris, þið voruð gestrisin með
eindæmum, kræsingar á borð-
um og hlýja ykkar í garð okkar
var yndisleg. Þá þótti mér vænt
um símtölin okkar síðustu árin.
Á nánast hverjum degi spjöll-
uðum við saman og fórum yfir
þjóðfélagsmálin og hvað væri að
frétta af krökkunum okkar og
fjölskyldum þeirra. Við vorum nú
ekki alltaf sammála í pólitíkinni,
en það bara gerði símtölin
skemmtilegri.
Elsku litla systir, þú varst
ákveðin, húmorísk, söngelsk og
félagslynd. Þú hafðir svo mikla
ást og umhyggju að gefa og ég
verð ávallt þakklát fyrir allar
okkar stundir í blíðu og stríðu.
Við upplifðum báðar að missa
maka okkar og stóðum saman í
gegnum sorgina. Ég vona að
elskulegi Þórir þinn hafi tekið vel
á móti þér og er viss um að Árni
minn er búinn að heilsa upp á
þig. Ég kveð þig með söknuði og
sorg í hjarta, það er einmanalegt
að fá ekki símtölin frá þér, en ég
vona svo innilega að þér líði vel í
sumarlandinu.
Elsku Lúlli, Maggi, Birna og
fjölskyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín systir,
Birna.
Anna Margeirs vinkona okkar
er farin frá okkur allt of snemma.
Anna var ein af stofnfélögum í
Lionsklúbbnum Fold sem stofn-
aður var í maí 1990. Það var hóp-
ur kvenna í Reykjavík sem hafði
áhuga á að láta gott af sér leiða
sem ákvað að ganga til liðs við
Lions. Klúbburinn var stofnaður
af 27 konum víðs vegar úr þjóð-
félaginu og atvinnulífinu. Þetta
voru 27 konur með ólíka lífssýn,
reynslu og upplifanir en það tók
ótrúlega stuttan tíma að hrista
okkur saman og erum við enn
starfandi eftir 32 ár. Þar átti
Anna stóran þátt, þessi lífsglaða,
hressa, jákvæða og skemmtilega
kona, alltaf tilbúin að taka þátt í
allri vinnu, rétta alls staðar
hjálparhönd og alltaf með bros á
vör. Hún gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir klúbbinn; var
fjórum sinnum gjaldkeri, stallari,
siðameistari og formaður í flest-
um nefndum. Við fengum líka að
njóta vinnu Þóris mannsins
hennar Önnu, hann átti sendi-
ferðabíl og var ólatur að skutlast
fyrir okkur hvort sem það var
með plöntur upp í lundinn okkar
í Heiðmörk eða sækja sjúkrarúm
sem okkur voru gefin og við
þurftum að koma í gáma til út-
flutnings til vanþróaðra landa.
Anna missti Þóri sinn fyrir tæp-
um þremur árum og var hann öll-
um mikill harmdauði, ekki síst
Önnu, enda voru þau búin að
vera saman frá 15 ára aldri.
Árið 2016 var Anna sæmd
Melvin Jones-orðunni sem er
æðsta viðurkenning fyrir störf
innan Lions.
Við kveðjum þig með söknuði
kæra vinkona, við vitum að Þórir
þinn mun taka vel á móti þér.
Við sendum fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. Lionsklúbbsins Foldar,
Margrét Jónsdóttir,
Anna Kristín
Gunnlaugsdóttir.
Anna Sveindís
Margeirsdóttir
Kynni okkar Jó-
hönnu tókust fljót-
lega eftir að við
Edda systir hennar
kynntumst í Menntaskólanum á
Laugarvatni veturinn 1954 til ’55.
Þá fór ég að venja komur mínar
að Læk þar sem fjölskylda þeirra
bjó. Eftir að við stofnuðum heim-
ili og höfðum eignast hana Lilju
okkar var gott að eiga Jóhönnu
að þegar þurfti að passa barnið.
Hún var ólöt að koma þegar kall-
að var, þótt hún þyrfti að taka tvo
strætisvagna og ganga góðan
spöl.
Strætó varð reyndar vettvang-
ur örlagaríks atburðar í þessari
Jóhanna
Þorkelsdóttir
✝
Jóhanna Þor-
kelsdóttir
fæddist 13. október
1941 í Reykjavík.
Hún lést 18. maí
2022. Útför Jó-
hönnu fór fram 7.
júní 2022.
sögu. Eitt sinn vor-
um við Edda ásamt
Jóhönnu á leið inn
að Læk í Sogamýr-
arvagninum. Hitt-
um þá fyrir skóla-
bróður okkar
Magnús Bjarnason.
Og ég spurði hvort
ég mætti kynna
hann fyrir mágkonu
minni. Þau kynnu
urðu afgerandi því
þau hófu sambúð ekki löngu síð-
ar.
Eftirminnileg er ferðin sem við
fórum til Vesturheims árið 2002.
Í Winnipeg leituðu þær systur
uppi frændfólk, afkomendur
systkina Þorleifs föðurafa þeirra.
Þetta leiddi til gagnkvæmra
heimsókna og annarra sam-
skipta, en þarna stækkaði fjöl-
skylda þeirra svo um munaði.
Fleiri góðar ferðir fórum við fjög-
ur saman, og stundum í stærri
hópum.
Hún unni listum hún Jóhanna,
og var listfeng sjálf þótt hún flík-
aði því ekki. Lagði upp úr því að
hafa list og listhannaða hluti í
kringum sig. Las mikið og sótti
leikhús og tónleika. Hún lærði
vefnað í húsmæðraskólanum, og
lengi vel var vefstóllinn það hús-
gagn sem mest bar á í stofum
hennar.
Jóhanna var ekki heilsugóð.
Fyrsta áfallið fékk hún aðeins
fjögurra ára þegar hún smitaðist
af lömunarveiki sem hún varð
aldrei heil af. Hún hlífði sér samt
ekki við það sem gera þurfti eða
hana langaði að gera, bar jafnan
höfuðið hátt, fór ferða sinna jafnt
eða framar öðrum, en mér er nær
að halda að löngum hafi hún verið
þreyttari og þjáðari en manni
sýndist. Það var eðli hennar að
bera ekki tilfinningarnar utan á
sér.
En tilfinningar átti hún í ríkum
mæli, Hún bar mikla umhyggju
fyrir sínu fólki. Börn, barnabörn
og barnabarnabörn hafa öll notið
hennar og munu minnast hennar
með þakklæti. Þegar undan hall-
aði fyrir foreldrum hennar vegna
aldurs stóð ekki á henni að sinna
þeim eins og þurfti. Það er til
marks um ræktarsemi hennar að
fyrir um það bil mánuði stóð hún
fyrir samkomu til að minnast 115
ára afmælisdags Þorkels föður
þeirra systkina.
Mér er tregt tungu að hræra,
efast um að minningu kærrar
mágkonu minnar séu hér að ofan
gerð þau skil sem hún verðskuld-
ar. Í vanmætti sínum leitar mað-
ur þá á vit skálda, því að þau
kunna að haga orðum á þann veg
að þetta vildi maður einmitt sjálf-
ur sagt hafa.
Vilborg Dagbjartsdóttir kveð-
ur í ljóðinu Rof, sem birt var í
ljóðabókinni Síðdegi:
Að vakna á sólbjörtum morgni
Finna dyr opnast
djúpt í myrkrum sálarinnar
Birtan að ofan
streymir óheft niður
og hríslast um hverja taug
Þú verður ein heild
manst allt
skilur allt
– ert fær um að halda áfram
óttalaus
á leiðarenda.
Megi minningin um góða konu
lifa í hjarta okkar allra sem hún
var kær.
Jóhann Gunnarsson.
Fyrir rúmum
fjörutíu árum varð
ég þeirrar gæfu
aðnjótandi að
kynnast Guðríði E.
Guðmundsdóttur sem ávallt var
kölluð Lóa. Hún var móðir vin-
ar míns Guðmundar en við
strákarnir unnum saman í sum-
Guðríður E.
Guðmundsdóttir
✝
Guðríður Guð-
mundsdóttir,
Lóa, fæddist 17.
september 1934.
Hún lést 16. apríl
2022. Útförin fór
fram í kyrrþey.
arvinnu í Laugar-
dalnum í Reykja-
vík. Fljótlega eftir
að ég fór að venja
komur mínar á
heimili fjölskyld-
unnar á Fremr-
istekk heillaðist ég
af hversu skemmti-
leg, hreinskiptin og
uppörvandi Lóa
var. Hún lá ekki á
skoðunum sínum
en kom þeim til skila með var-
færnum og fallegum hætti. Það
sem einkenndi Lóu var hlýtt
hjartalag, lífsgleði, húmor sem
hún átti svo ríkulega af og orð-
heppni. Alltaf fór ég ríkari af
hennar fundi.
Á mínum yngri árum hringdi
ég stundum í Lóu sem gaf sér
tíma til að ræða við mig. Þá var
gjarnan slegið á létta strengi
en það var líka gott að leita til
hennar því hún var einstaklega
ráðagóð. Þegar ég dvaldi er-
lendis á mínum yngri árum og
heimþráin sótti á mig tók ég til
þess ráðs að skrifa foreldrum
mínum og líka Lóu stutt póst-
kort og þá leið mér strax betur.
Lóa var einstök gæfukona
sem gekk lífsins veg með sínum
yndislega manni Sigþóri. Það
var dýrmætt að fá að verða
vitni að þeirra fallegu vináttu
og þeim samtakamætti sem
einkenndi samband þeirra. Eft-
irminnilegt er hversu vel þau
hjón tóku á móti gestum á sínu
fallega og sannkallaða menn-
ingarheimili. Þar voru allir vel-
komnir og enginn mannamunur
gerður.
Lóa hafði vakandi áhuga á
lífinu og fylgdist alltaf jafn vel
með samfélagsumræðunni þó
árin færðust yfir. Í gegnum tíð-
ina missti hún ekki sjónar á því
sem við vinir Guðmundar tók-
um okkur fyrir hendur. Hún
hvatti okkur áfram og gladdist
þegar vel gekk. Þessi um-
hyggja einkenndi heimilið á
Fremristekk og því ekki að
undra að vinir barnanna yrðu
góðir vinir Lóu og Sigþórs.
Við fráfall minnar góðu vin-
konu verður tilveran sannar-
lega fátækari.
Elsku Sigþór og fjölskylda,
ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Missir ykkar er mikill.
Einar Örn.