Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
FAXAFEN 14, 108 REYKJAVÍK
WWW.Z.IS
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Nú stefnir í að þú hittir þá sem
þú umgekkst í æsku. Eitthvað er að
pirra makann, komstu að því hvað það
er.
20. apríl - 20. maí +
Naut Ef þú eyðir tímanum með ein-
hverjum sem þú vilt alls ekki vera með,
þá ertu í raun að eyða tíma til einskis.
Gættu þess að fá næga hvíld.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fall er fararheill. Gott mannorð
þitt mun gera þér auðveldara að tengja
við fólk sem þig langar til að kynnast.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert nú að taka til í eigin garði
og sérð hvað undir býr. Vei sé þeim sem
voga sér að komast undan samkomulagi
sem þeir hafa gert við þig.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Að elska og vera elskaður er það
sem máli skiptir í lífinu. Þér kann að
takast að lægja deilur ef þú leggur þig
fram.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Aðstoð þín við aðra getur leitt til
þess að mikilvægur árangur náist. Eitt-
hvað mun taka miklum breytingum
næstu vikur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þér er að takast að koma skikki á
hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það
erfiði sem þú hefur lagt á þig. Spilaðu
hlutina eftir eyranu.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er lofsvert að láta sig
varða um annarra vandamál. Einhver
reynir að selja þér eitthvað sem þú þarft
alls ekki. Ekki láta freistast.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er hægt að leiða öðrum
sannleikann fyrir sjónir án þess að beita
klækjum. Ekki ganga of langt í skipulag-
inu heima.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þér finnst það skylda þín að
deila vitneskju þinni með öðrum. Þér
finnst þú ósigrandi þessar vikurnar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þeir eru margir sem líta til
þín í von um ráð og leiðsögn. Hvers kon-
ar hópvinna ætti að ganga sérlega vel
næstu mánuði.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sýndu öðrum tillitssemi og um-
burðarlyndi og þú munt fá þá framkomu
endurgoldna þúsundfalt. Þú færð fréttir
af fjölgun í fjölskyldunni.
verið aðaleigandi og stjórnar-
formaður Scanbox Entertainment frá
2005. Þórir Snær, sonur hans, tók ný-
lega við því fyrirtæki sem er kvik-
myndadreifingarfyrirtæki á Norð-
urlöndum. „Í seinni tíð höfum við
verið meðframleiðendur fjölda
mynda. Þar er sænska myndin Gaml-
inginn líklega þekktust en hún sló í
gegn um allan heim.“
Núna er Sigurjón að framleiða
leikna mynd á ensku með sænska
leikstjóranum Lasse Hallström.
formaður Palomar Pictures frá 2002
og til dagsins í dag. „Ég hef mest ver-
ið í sjálfstæðum kvikmyndum en
Lakeshore var með samning við
Paramount og var auðvitað full-
komnun á ferlinum að hafa skrifstofu
í einu frægasta kvíkmyndastúdíói í
heimi. Svo hef ég líka verið svo hepp-
inn að framleiða kvikmyndir út um
allan heim, á íslensku, dönsku,
norsku, sænsku og frönsku og unnið í
ótal löndum.“
Sigurjón hefur verið enn fremur
S
igurjón Sighvatsson er
fæddur 15. júní 1952 á
Landspítalanum í Reykja-
vík en ólst upp á Akranesi
frá fæðingu og fram til 12
ára aldurs. Hann átti síðan heima í
Álfheimum í Reykjavík þar til hann
hóf búskap með konu sinni, Sigríði
Jónu Þórisdottur, á Hagamelnum.
Sigurjón hefur verið búsettur í
Bandaríkjunum frá 1978.
Frá barnaskólaaldri spilaði Sigur-
jón í hljómsveitum, m.a. Lúðrasveit
Barnaskóla Akraness og popp-
hljómsveitinni Kjörnum frá Akranesi.
Hann var síðan í hljómsveitunum
Falcon, Mods, Ævintýri, Flowers og
Brimkló. Sigurjón var einn af stofn-
endum Hljóðrita, fyrsta hljóð-
upptökuvers á Íslandi, 1975.
Sigurjón gekk í Barnaskóla Akra-
ness, Vogaskóla og lauk stúdents-
prófi frá Verzlunarskóla Íslands
1973. Hann lauk BA-gráðu í bók-
menntafræði og íslensku frá HÍ 1978,
hlaut Fulbright-styrk og lauk MFA-
námi í kvikmyndagerð frá University
of Southern California 1981. Hann er
jafnframt „directing fellow“ frá Am-
erican Film Institute 1982. „Ég hafði
alltaf haft áhuga á kvikmyndum, mér
fannst ég vera of mikill sveimhugi til
að verða rithöfundur og fór því að
reyna fyrir mér með kvikmyndirnar.“
Kvikmyndaferillinn
Sigurjón stofnaði Propaganda
Films 1985, sem fyrst í stað einbeitti
sér að tónlistarmyndböndum. „Fyrir-
tækið óx mjög hratt, MTV var stofn-
að 1981 og við komum inn á réttum
tíma. Í rúman áratug vorum við lang-
stærsta tónlistarmyndbandafyrir-
tæki heims, með 50 leikstjóra á okkar
snærum. Við fórum síðan út í sjón-
varpsauglýsingar, eitt leiddi af öðru
og við vorum farnir að gera sjón-
varpsþætti og kvikmyndir.“ Fyrir-
tækið framleiddi m.a. þættina Twin
Peaks, Beverly Hills 90210 og kvik-
myndina Wild at Heart, sem vann
gullpálmann í Cannes. Allt kom þetta
út á sama árinu, 1990.
Sigurjón seldi síðan Propaganda
og stofnaði Lakeshore Entertain-
ment Los Angeles 1995. Hann varð
síðan meðeigandi og stjórnar-
Myndin fjallar um sænsku listakon-
una Hilmu af Klint, sem var einn af
frumkvöðlum abstraktlistar í heim-
inum. „Svo vorum við að byrja tökur
á myndinni Kulda, eftir bók Yrsu Sig-
urðardóttur, en ég var framleiðandi
myndarinnar Ég man þig. Svo er ég
meðframleiðandi á nokkrum mynd-
um. Mér finnst gaman að vera í
mörgu, bæði stórum myndum og
minni myndum. Það var gaman að
framleiða stórar myndir eins og
K19,“ en hún kostaði 90 milljónir dala
og er frá 2002. „Margar af mínum
bestu myndum eru samt minni mynd-
ir. Ætli mér þyki ekki vænst um
myndina Brothers, sem var endur-
gerð á danskri mynd. Hún var mitt
hugarfóstur og heppnaðist ótrúlega
vel á allan hátt. Þar small allt saman.“
Aðspurður segist Sigurjón vera að
hugsa um að hægja á sér og minnka
vinnuna. „Barnabörnin eru orðin
fjögur og kominn tími til að setja fjöl-
skylduna og ættingja i forgang. Ég er
þá að spá í að vera oftar meðframleið-
andi en aðalframleiðandi, en ég er
ekkert að fara að hætta.“
Sigurjón hefur tekið virkan þátt í
viðskipta- og menningarlífinu á Ís-
landi. Hann var einn af stofnendum
Hins leikhúsins sem setti upp Litlu
hryllingsbúðina 1986. Hann var með-
eigandi Stöðvar 2 1994-2004 og með-
eigandi og stjórnarformaður
Sjóklæðagerðarinnar, 66°Norður og
Rammagerðarinnar 2004-2013.
Sigurjón hefur sinnt mörgum
félagsstörfum. Hann var í stjórn
Music Video Producers Association
1987-1995, Association of Television
Commercial Producers 1990-1995,
formaður American Cinematheque
1994-1999, kjörræðismaður Íslands í
Suður-Kaliforníu 1987-2022 og hefur
verið formaður Kvikmyndaráðs
Íslands frá 2020.
„Áhugamál mitt er list af öllum
toga, tónlist, myndlist, ljósmyndun,
bókmenntir og leikhús,“ en Sigurjón
var með sína fyrstu sýningu á ljós-
myndaverkum sínum árið 2021. „Ég
tel ekki kvikmyndaást mína sem
áhugamál þar sem kvikmyndafram-
leiðsla og -dreifing hefur verið og
verður mitt aðalstarf.
Margir sem þekkja mig halda að ég
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi – 70 ára
Morgunblaðið/Kristinn
Frumsýning Sigurjón og Sigríður ásamt syni sínum, Þóri Snæ, og tengda-
dóttur, Elsu Maríu. Á leiðinni á frumsýningu á einni af myndum Sigurjóns,
Only God Forgives, í leikstjórn Danans Nicolas Winding Refn, árið 2013.
Alltaf með mörg járn í eldinum
Afinn Sigurjón og elstu barnabörnin, Saga Sigurveig og Maya Jóna.
50 ÁRA Halldór er Skagstrendingur, ólst
upp á Skagaströnd og býr þar. Hann er
sjávarútvegsfræðingur frá HA. Hann er
framkvæmdastjóri Sjávarlíftæknisetursins
Biopol og er oddviti sveitarstjórnar á
Skagaströnd. Hann er í kirkjukór Hóla-
neskirkju á Skagaströnd og er bráðaliði í
Björgunarsveitinni Strönd. „Áhugamál mín
eru allt sem viðkemur veiðiskap. Svo eyði
ég sumarfríinu mínu við strandveiðar, á
trillu sem ég er að leika mér á á sumrin.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Halldórs er
Sigríður Stefánsdóttir, f. 1968, hjúkr-
unarfræðingur við heilsugæslu HSN í
A-Húnavatnssýslu. Börn þeirra eru Guðrún Anna, f. 1996, Páll, f. 1999, og
Ólafur, f. 2003. Foreldrar Halldórs eru Ólafur H. Bernódusson, f. 1951, kenn-
ari, og Guðrún Pálsdóttir, f. 1952, fv. skrifstofumaður. Þau eru búsett á
Skagaströnd.
Halldór Gunnar Ólafsson
Ásdís Ríkarðsdóttir átti 100 ára af-
mæli í gær, 14. júní. Myndin er tekin 9.
þessa mánaðar í herbergi hennar á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Árnað heilla
100 ára
Til hamingju með daginn