Morgunblaðið - 15.06.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 15.06.2022, Síða 21
sé antisportisti, sem auðvitað er ekki satt. Ég elska íþróttir en þær verða að koma á eftir öllu hinu. Engu að síð- ur hef ég nú framleitt tvær myndir um knattspyrnu, meira að segja um einn besta fótboltamann og þjálfara allra tíma, Zinedane Zidane, og eru þær báðar meðal þeirra mynda sem mér þykir vænst um. En heilsurækt og andleg málefni eru mér hugstæð. Ekki síst innhverf íhugun og jóga. Hvort tveggja hefur bjargað lífi mínu ef svo má segja.“ Fjölskylda Maki Sigurjóns er Sigríður Jóna Þórisdóttir, f. 2.2. 1950, sérkennari og sálfræðingur. Foreldrar Sigríðar voru Hanna Björg Felixdóttir, f. 23.7. 1929, d. 12.1. 2020, húsmóðir og versl- unarmaður, og Þórir Jónsson, f. 22.8. 1926, d. 1.7. 2017, forstjóri. Börn Sigurjóns og Sigríðar eru 1) Þórir Snær Sigurjónsson, f. 12.8. 1973, kvikmyndaframleiðandi, bú- settur í Kaupmannahöfn. Maki: Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri; 2) Sig- urborg Hanna Sigurjónsdóttir, f. 7.12. 1994, söngkona og lagasmiður, búsett í Reykjavík. Barnabörnin eru Lúkas Lind Þórisson, f. 16.5. 2004; Saga Sigurveig Þórisdóttir, f. 5.9. 2019; Maya Jóna Sigurborgardóttir, f. 20.2. 2020, og stúlka Þórisdóttir, f. 22.3. 2022. Bróðir Sigurjóns var Karl Jóhann Sighvatsson, f. 8.9. 1950, d. 2.6. 1991, tónlistarmaður. Foreldrar Sigurjóns voru Sigur- borg Sigurjónsdóttir, f. 5.11. 1933, d. 28.1. 1986, skrifstofumaður á Akra- nesi og í Reykjavík, og Sighvatur Karlsson, f. 16.1. 1933, d. 22.7. 1997, matreiðslumaður á Akranesi. Sigurjón Sighvatsson Vilborg Benediktsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Sigfinnur Sigurðsson útgerðarmaður í Neskaupstað Jóhanna Sigfinnsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Sigurjón Ingvarsson skipstjóri og bæjarfullrúi í Neskaupstað Sigurborg Sigurjónsdóttir skrifstofumaður á Akranesi og í Reykjavík Margrét Guðmundína Finnsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Ingvar Pálmason útgerðarmaður í Neskaupstað og alþingismaður Ágústa Sigfúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sighvatur Bjarnason bankastjóri Íslandsbanka Ásta Sighvatsdóttir vefnaðarkennari á Akranesi Karl Helgason símstöðvarstjóri á Akranesi Ingibjörg Friðriksdóttir húsfreyja í Gautsdal Helgi Helgason bóndi í Gautsdal í Geiradal, A-Barð. Ætt Sigurjóns Sighvatssonar Sighvatur Karlsson matreiðslumaður á Akranesi DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 „MEST AF FJÁRFRAMLÖGUNUM FÓR BARA Í AÐ REYNA AÐ HALDA OKKUR Á FLOTI.“ „HVERJAR ERU LÍKURNAR Á AÐ ÉG SLEPPI FYRR VEGNA GÓÐRAR HEGÐUNAR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... oft jafnrómantísk og atriði í kvikmynd. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÆTTA! EINMITT ÞJÓNN, MÆTTUM VIÐ FÁ BOX UNDIR LEIFARNAR? SJÁLFSAGT, HERRA ÚTGJÖLD Ingólfur Ómar sendi mér póst: „Halldór, datt í hug að lauma að þér í gamni einni laufléttri vísu sem mér finnst passa ágætlega við þeg- ar nóttin er björt og ung“: Vekur glæta vonarbál vakað gætum saman. Eykur kæti öls við skál einnar nætur gaman. Ólafur Stefánsson skrifar á Boðnarmjöð: „Er að lesa fræga bók, Sapiens, mannkynssögu í stuttu máli (500 síður). Þar er t.d. fjallað um tvíhyggju innan kristni og fleiri trúarbragða, þar sem tilvist hins illa er haldið fram og það sé „hold- ið“ sem er skaðvaldurinn en andinn sé Guðs. Dálítið loðið en mætti hugsa sér svona“: Í heimsins solli er holdið veikt, helgarnar útsettar stuði. Hjá Kölska verður svo kjöt okkar steikt, en kúrir þá andinn hjá Guði. Enn skrifaði Ólafur og nú á sunnudag: „Það var ekki mikið um- stangið með hvítasunnuna, hvorki í útvarpinu né annars staðar. Ekki einu sinni talað um ferðahelgi. Kirkjan var þó stofnuð á hvíta- sunnudag, en það er svo langt síð- an. Svo kom sjómannadagurinn og þá hrúgast inn heillaóskir og heið- urskveðjur og fjálglegt hjal um hetjur hafsins. – P.s. fiskur er tákn kirkjunnar“: Hvítasunnan hljóðlát kom og fór, heiðruð lítt á Boðnarmiði snjöllum, en sjómennina skáldin skjalla í kór, og skeytum rignir til dýrðar þessum köllum. Höskuldur Búi Jónsson svaraði: Sjómennina sumir þekkja vel, og sýna það í ljóði og í verkum. En himnafaðir horfinn er úr skel og heldur gegnsær birtist aðeins klerkum. Tryggvi Jónsson óskar sjómönn- um til hamingju með daginn. – „Þar sem ég hef bæði migið í saltan sjó og ælt nánast úr mér innyflunum í tæplega tvö ár til sjós, tel ég mig hafa tilheyrt stétt sjómanna en ég verð seint talinn tilheyra þeim hópi sem kenndur er við hetjur hafsins“: Á hafinu með síkátum sjómannspungum sárþjáður ældi ég lifur og lungum. Þá bað ég hann guð að gleyma mér ekki. grænn í framan, í brælu uppá dekki. Davíð Hjálmar Haraldsson orti í tilefni dagsins: Vetrarlangt forðum þá var ég á sjó. Vogmeri, hrognkelsi, styrju, fuðryskil, bláháf og flundru ég dró og forsetalega ég ældi og spjó. „Fuðryskill“ er fiskur af mar- hnútaætt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vonarbál en veikt er holdið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.