Morgunblaðið - 15.06.2022, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
_ Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn
Darwin Núnez er orðinn leikmaður Liv-
erpool. Hann kemur til félagsins frá
Benfica í Portúgal. Liverpool greiðir
portúgalska félaginu 85 milljónir punda
fyrir Núnez, sem er fyrir vikið dýrasti
leikmaðurinn í sögu enska félagsins.
Núnez er 22 ára sóknarmaður. Hann
skoraði tvö mörk fyrir Benfica gegn Liv-
erpool í átta liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar og hefur gert 32 mörk í
57 deildarleikjum með portúgalska lið-
inu.
_ Suðurkóreski knattspyrnumaðurinn
Jewook Woo hefur yfirgefið herbúðir
Þórs á Akureyri en hann kom til félags-
ins fyrir þessa leiktíð. Sóknarmaðurinn
skoraði eitt mark í fimm leikjum með
Þór í Lengjudeildinni í sumar.
_ Handknattleiksdeild Gróttu hefur
gert eins árs samning við Danann Theis
Koch Søndergård. Hann er tvítugur og
kemur til félagsins frá Álaborg í heima-
landinu. Róbert Gunnarsson, þjálfari
Gróttu, þekkir danska handboltann vel
því hann lék með og þjálfari Aarhus í
áraraðir.
_ Svíinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vé-
steins Hafsteinssonar, varð í gær
fyrstur kringlukastara til að þeyta
kringlunni yfir 70 metra á þessu ári.
Ståhl, sem keppti á Selfoss Classic í lok
maí, kastaði 70,62 metra í fyrsta kasti á
móti í Åbo í gær. Það er aðeins tæpum
metra frá sænska metinu sem hann á
sjálfur, 71,86 metrar, en hann er með
þeim árangri fjórði besti kringlukastari
sögunnar.
_ Handknattleiksdeild FH hefur samið
við Arnar Stein Arnarsson, efnilegan
hornamann, til þriggja ára. Arnar spil-
aði áður með Víkingum. Arnar Steinn,
sem á að baki leiki með yngri lands-
liðum Íslands, skoraði 36 mörk í 20
leikjum með Víkingi í úrvalsdeildinni í
fyrra en það dugði ekki þar sem Vík-
ingur féll.
_ Noregur og Ítalía tryggðu sér í gær-
kvöldi sæti á lokamóti EM karla í fót-
bolta landsliða sem skipuð eru leik-
mönnum 21 árs og yngri. Mótið fer fram
í Rúmeníu og Georgíu á næsta ári.
Ítalía tryggði sér efsta sæti F-riðils með
4:1-heimasigri á Írlandi. Þá tryggði Nor-
egur sér toppsæti A-riðils með 2:1-sigri
á Aserbaídsjan á heimavelli.
Sviss er einnig komið á EM. Sviss end-
aði í öðru sæti E-riðils en fer áfram með
því að vera með bestan árangur þeirra
liða sem enduðu í öðru sæti.
Ísland tryggði sér á laugardag sæti í
umspili. Þar getur liðið mætt Ísrael, Ír-
landi, Slóvakíu, Tékklandi,
Króatíu, Danmörku eða
Úkraínu. Þjóðirnar sem
dregnar verða saman
leika heima og að
heiman um sæti
á lokamótinu.
_ Portúgalski
miðherjinn La-
vina Da Silva hef-
ur framlengt
samning sinn við
körfuknattleiks-
deild Njarðvíkur um
eitt ár. Hún átti sinn
þátt í að Njarðvík
varð óvænt Íslands-
meistari á síðustu
leiktíð og skoraði 13
stig og tók níu fráköst
að meðaltali í leik.
Eitt
ogannað
Hlín Eiríksdóttir er orðin fjórða
markahæsta konan í sænsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu eftir að
hún skoraði tvö marka Piteå í 3:0-
sigri á Djurgården í fyrrinótt.
Fyrsta markið var til að byrja með
skráð á Hlín en síðan sem sjálfs-
mark. Leikið var í miðnætursól í
Norður-Svíþjóð og leiknum lauk
um klukkan eitt um nóttina. Hlín
hefur nú skorað sjö mörk í fjórtán
leikjum Piteå í deildinni, fjórum
minna en Amalie Vangsgaard sem
er markahæst með ellefu mörk fyr-
ir Linköping.
Fjórða marka-
hæst í deildinni
Ljósmynd/Piteå
Best Hlín Eiríksdóttir var heiðruð
sem maður leiksins í leikslok.
Golden State Warriors stendur vel
að vígi í einvíginu við Boston Celt-
ics um NBA-meistaratitilinn í
körfubolta eftir sigur í fimmta
leiknum, 104:94, í San Francisco í
fyrrinótt. Sjötti leikurinn fer fram í
Boston í kvöld og staðan er 3:2 fyrir
Golden State sem getur því tryggt
sér meistaratitilinn. Andrew Wigg-
ins var maðurinn á bak við sigurinn
en hann skoraði 26 stig fyrir Gold-
en State og tók 13 fráköst ásamt því
að vera lykilmaður í varnar-
leiknum. Jayson Tatum skoraði 27
stig fyrir Boston.
Golden State í
góðri stöðu
AFP/Ezra Shaw
Góður Andrew Wiggins var mað-
urinn á bakvið sigur Golden State.
FIMLEIKAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Fimleikakappinn Valgarð Rein-
hardsson úr Gerplu varð um síðustu
helgi fjórfaldur Íslandsmeistari á Ís-
landsmótinu í áhaldafimleikum, sem
fór fram í Versölum, heimavelli
Gerplu. Hann varð þá Íslandsmeist-
ari í fjölþraut í sjötta sinn á ferlinum
og reyndist sömuleiðis hlutskarp-
astur á þremur einstökum áhöldum;
í gólfæfingum, stökki og á svifrá.
„Það er bara geggjuð tilfinning,
þetta hefði eiginlega ekki getað farið
betur. Undirbúningurinn fyrir mótið
var búinn að ganga mjög vel, við
fengum tvö mót fyrir Íslandsmótið.
Fyrsta mótið var með smá mistök-
um hér og þar. Á næsta móti var að-
eins minna um þau og núna um
helgina var eiginlega ekki neitt sem
fór úrskeiðis þannig að það var
geggjað,“ sagði hinn 25 ára gamli
Valgarð í samtali við Morgunblaðið.
Hann keppti í þremur greinum til
viðbótar og komst einnig á verð-
launapall í þeim öllum. Varð Valgarð
annar á tvíslá og hringjum og þriðji
á bogahesti. Hefði hann viljað
krækja í fleiri gull? „Maður vill nátt-
úrlega alltaf fá meira en það að ná á
pall á öllum áhöldum fannst mér
allavega hrikalega flott og sýnir
bara hversu sterkur ég er á öllu,
ekki bara á einu eða tveimur áhöld-
um.
Ég er bara svipað góður á öllum
áhöldum þó að sum séu auðvitað að-
eins betri en hin. Ég er að byggja
mig upp á öllu. Ég gerði aðeins erf-
iðari rútínu, til dæmis á bogahesti,
sem er svona mín slakasta grein. Ég
bætti aðeins í erfiðleikana í úrslit-
unum og það gekk upp.
Maður er aðeins að prufa sig
áfram, hvað virkar og hvað gefur
góðar einkunnir. Það er fínt að fá að
keppa á nokkrum mótum áður en
Norðurlandamótið og Evrópumótið
hefjast og sjá hvaða seríur eru að
fara að gefa manni hæstu stigin,“
svaraði Valgarð.
Hefði getað verið verra
Í maí á síðasta ári, þegar Valgarð
var við keppni á Evrópumótinu í
Basel í Sviss, fótbrotnaði hann við
lendingu á slá. Eins undarlega og
það kann að hljóma reyndist fót-
brotið lán í óláni enda auðnaðist Val-
garði að gera það allra besta úr að-
stæðunum.
„Ég braut á mér sköflunginn og
sleit tvö eða þrjú liðbönd í ökklanum
á sama tíma. Ég gat ekki staðið í tvo
mánuði, ég mátti ekki láta neinn
þunga á fótinn. Á þeim tíma eyddi ég
bara tveimur mánuðum í að gera
eins miklar þrekæfingar og ég hugs-
anlega gat og borðaði eins mikið og
ég gat. Svo varð ég bara mun sterk-
ari fyrir vikið, kom eiginlega miklu
sterkari úr þessu en ég var fyrir.
Það er svolítið mikið af meiðslum í
þessari íþrótt og maður reynir alltaf
að taka eitthvað jákvætt úr þessu.
Ég lenti í hásinarmeiðslum 2016
og var eiginlega alltaf smá tæpur í
hásininni. Það var eiginlega ekki
fyrr en ég fótbrotnaði sem ég náði
alveg fullri endurheimt. Ég hef ekk-
ert fundið í hásininni síðan þá þann-
ig að ég hugsa alltaf um þetta þannig
að ef ég hefði ekki fótbrotnað þá
hefði ég hugsanlega slitið hásin, sem
hefði kannski getað verið verra. Ég
reyni alltaf að hugsa að það sé ein-
hver ástæða á bak við þessi meiðsli,
að þau komi í veg fyrir eitthvað
verra,“ útskýrði hann.
Gat loks hvílt fæturna
Í meiðslunum afréð Valgarð að
styrkja efri hluta líkamans sem mest
hann gat. „Ég reyni alltaf að vera
með jákvætt hugarfar þegar kemur
að einhverju svona. Þótt þú meiðist í
fótunum þá er efri líkaminn góður
og þá reyni ég að nýta þann tíma í
hann. Þetta eru náttúrlega sex
áhöld, það eru bara tvö þar sem þú
þarft að nota fæturna.
Því eyddi ég bara meiri tíma í hin
fjögur áhöldin og er að græða á því
núna. Ég fékk aldrei hvíld fyrir fæt-
urna en þarna fékk ég tvo mánuði
þar sem ég mátti ekki stíga í fótinn.
Þetta var á sama fæti og ég var með
níu millimetra rifu á hásininni 2016,
hún fór ekki alveg en var tæp á því,“
sagði hann.
Spurður hvort hann væri nú kom-
inn í sitt allra besta form sagði Val-
garð: „Ég myndi halda það. Ég var
vanur að fara frekar reglulega til
sjúkraþjálfara en ég er búinn að
vera í líkamlega besta formi sem ég
hef verið í, allavega í mjög langan
tíma. Ég hef eiginlega ekki neitt
þurft að fara til sjúkraþjálfara á
þessu ári og er búinn að vera á mjög
góðum stað bæði andlega og lík-
amlega.“
Gott að vera á heimavelli á NM
Líkt og hann hafði orð á eru
næstu mót fram undan hjá Valgarði
Norðurlandamótið, sem fer fram í
Versölum hér á landi í upphafi næsta
mánaðar, og svo Evrópumótið, sem
fer fram í München í Þýskalandi um
miðjan ágúst.
„Norðurlandamótið er á Íslandi
eftir þrjár vikur og verður í Gerplu.
Það er geggjað að fá tvö mót í röð
þar sem við erum að keppa í Gerplu
og venjast áhöldunum og uppsetn-
ingunni. Við æfum í Gerplu og fáum
að vera á þessum áhöldum þannig að
við ættum að vera í mjög góðu formi.
Það er alltaf smá öðruvísi að fara
að keppa einhvers staðar annars
staðar, að venjast áhöldunum þar
sem þetta er alltaf eitthvað aðeins
öðruvísi. Stundum eru öðruvísi teg-
undir af áhöldum, það tekur oft einn
eða tvo daga að venjast því en núna
komum við inn í flottum gír,“ sagði
hann.
Stefnir á Ólympíuleikana
Þrátt fyrir ungan aldur býr Val-
garð yfir mikilli reynslu enda marg-
sinnis verið valinn fimleikamaður
ársins hjá Fimleikasambandi Ís-
lands, margsinnis orðið Íslands-
meistari og tekið þátt í fjölda al-
þjóðlegra móta, þar á meðal
heimsmeistara- og Evrópumótum.
Framtíðarmarkmið Valgarðs er
hins vegar að tryggja sér sæti á Ól-
ympíuleikunum í París eftir tvö ár.
„Stefnan er sett á París 2024. Maður
reynir bara eins og maður getur að
komast þangað. Maður gefur alveg
150 prósent í þetta.
Ég var að fá styrk frá ÍSÍ, ólymp-
íustyrkinn hjá þeim, sem mun hjálpa
mér mjög mikið þar sem hann gerir
mér kleift að einbeita mér meira að
fimleikunum. Þetta er allt að smella
núna. Vonandi heldur það áfram og
skilar sér í góðum úrslitum á næst-
unni,“ sagði hann að lokum í samtali
við Morgunblaðið.
Jafnaði sig á fótbroti og
hefur aldrei verið sterkari
- Valgarð fjórfaldur Íslandsmeistari - Stefnan sett á Ólympíuleikana í París
Ljósmynd/Auður Sigbergsdóttir
Íslandsmeistari Valgarð Reinharðsson leikur listir sínar á svifránni á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í Versölum.