Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 ALMERÍA 11 DAGAR SAMAN Í SÓL 27. JÚNÍ - 07. JÚLÍ NEPTUNO HOTEL 4* TVÍBÝLI MEÐ MORGUNVERÐI VERÐ FRÁ82.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN MEÐ AFSLÁTTARKÓÐA VERÐ FRÁ 122.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA MEÐ KÓÐA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS ALLT AÐ 60.000 KR. AFSLÁTTUR10.000 KR. AFSLÁTTURÁ FARÞEGA MEÐ KÓÐANUM ALMERIA22GILDIR ÚT 20. JÚNÍÁ FERÐIR TIL ALMERÍA 27. JÚN. -05. JÚL.KÓÐI GILDIR ÚT 20. JÚNÍ H A G K V Æ M T Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Enn hefur ekki verið skipað í tvö embætti aðstoðarlög- reglustjóra sem auglýst voru laus til umsóknar í febrúar. Lög- reglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu auglýsti annars vegar eftir aðstoðarlögreglustjóra á ákæru- sviði og hins vegar á löggæslusviði. Umsóknarfrestur rann út 16. febr- úar og var í kjölfarið skipuð ráðgef- andi hæfisnefnd. Ráðningarferlinu er þó enn ekki lokið, að sögn Fjal- ars Sigurðarsonar, upplýsingafull- trúa dómsmálaráðuneytisins. Segir hann ekki vitað hvenær niðurstaða um ráðningu í embættin muni liggja fyrir. Alls sóttu sjö um emb- ætti aðstoðarlögreglustjóra, tvö á ákærusviði og fimm á löggæslu- sviði. Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu. Sjö bíða svara um ráðningu í embætti Fjölmenni kom saman í nýja mið- bænum á Selfossi í gær. Þar var afhjúpuð stytta af Agli Gr. Thor- arensen, fyrsta kaupfélagsstjóra Kaupfélags Árnesinga. Grímur Arnarson, barnabarn Egils, sá um afhjúpunina ásamt þeim Anitu Ósk Ægisdóttur, Grími Erni Ægissyni, Elísabetu Söru Ægisdóttur, Irenu Dröfn Arnardóttur og Aldísi Orku Arn- ardóttur, en þau eru nokkur af barnabarnabarnabörnum Egils. Lúðrasveit Selfoss spilaði við athöfnina og Karlakór Selfoss söng, ásamt Kristjáni Jóhanns- syni óperusöngvara. Þá fluttu þau Guðni Ágústsson, Fjóla Krist- insdóttir, nýráðinn bæjarstjóri Árborgar, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Ís- lands, ávörp. Styttan af Agli afhjúp- uð á Selfossi Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Ég myndi segja að Ísland sé komið í meistaradeildina þegar kemur að framleiðslu kvikmynda,“ segir Leifur Björn Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri TrueNorth. „Núna er Ísland orðið samkeppnishæft við bestu löndin í aðstöðu fyrir kvikmyndagerð vegna þess að hróður Íslands hefur vaxið gríð- arlega undanfarið, sérstaklega er varðar vinnuaðstöðu, vinnuafl, hæfileika og hæfni fólks hér á landi.“ Leifur segir að með hækkuðum endur- greiðslum til kvikmyndaiðnaðarins séu loksins forsendur til þess að auka fjárfestingar í at- vinnugeiranum og setja uppheilsárskvik- myndaver á landinu. Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, um hækkun á endurgreiðslum á framleiðslukostn- aði vegna kvikmyndagerðar hér á landi, upp í þrjátíu og fimm prósent, var samþykkt á Al- þingi aðfaranótt fimmtudags. Morgunblaðið ræddi við Leif seint í gær, tæpum sólarhring eftir að frumvarpið var samþykkt. Ríkisstjórnin sýnt ótrúlegan kraft „Það eru mikil tækifæri í að byggja undir stúdíóaðstöðu á Íslandi, þannig að hægt sé að mynda verkefni, hvort sem að það eru sjón- varpsþáttaraðir eða kvikmyndir, í heild sinni á Íslandi. Það þýðir, fyrir hagkerfið á Íslandi, að í stað þess að einhver komi hingað í viku eða tíu daga að mynda og eyði kannski í kringum 600 milljónum, þá erum við að horfa á allt að átta- tíu til níutíu daga tökur. Það gæti skilið eftir sig fimm til átta milljarða fjárfestingu í land- inu. Það er stóri munurinn í þessu,“ segir Leif- ur og útskýrir enn fremur að með aukinni end- urgreiðslu upp á tíu prósent gætu verkefnin tífaldast. „Þar af leiðandi sköpum við miklu fleiri heilsársstörf, svo ekki sé minnst á öll af- leiddu störfin sem þetta hefur í för með sér.“ Leifur segir fjögur stór verkefni vera á sínu teikniborði, eins og staðan er núna. Þau koma frá erlendum kvikmyndaverum sem hafa áhuga á að taka upp á Íslandi í ljósi tíðindanna af hækkuðu endurgreiðsluhlutfalli. „Það hefur hjálpað gríðarlega að ríkis- stjórnin, sem hefur sýnt ótrúlegan kraft og vel- vilja, hafi klárað málið á vorþingi. Þannig verð- ur hægt að koma með þessi verkefni, sem nú eru á teikniborðinu hjá okkur, til Íslands strax á þessu ári og hefja vinnuna.“ Leifur segir að lagasetningin hafi vakið mikla athygli erlendis og þann sólarhring sem liðið hefur frá samþykktinni á Alþingi, aðfara- nótt fimmtudags, hafi síminn mikið hringt. „Þetta hefur spurst út. Það eru heillaóskir og mikill spenningur. Það eru allir sammála um að þetta séu vatnaskil fyrir kvikmyndaiðn- aðinn á Íslandi og má segja íslenskt hagkerfi. [...] Bara í dag hafa margir áhugasamir hringt og sent tölvupósta og hlerað þetta, hvort að þetta sé satt og rétt og eru að hugsa til fram- tíðarinnar um hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Í rauninni: hvenær er laust pláss fyrir mig?“ Leifur metur lauslega að iðnaðurinn á Ís- landi gæti sinnt um tveimur til þremur stórum verkefnum í einu eins og staðan sé í dag. Hann sér þó einnig fram á mikinn vöxt og að í fram- tíðinni eigi að vera hægt að þjónusta allt að fimm til átta stór verkefni á sama tíma. „Gríðarlega stór flóra af ungu og hæfileika- ríku fólki er að koma inn á markaðinn. Núna er tækifærið til að efla þau og gefa þeim tækifæri til að vaxa í sinni starfsgrein og koma meiri ábyrgð á íslenskt vinnuafl.“ Fjögur stór verkefni á teikniborðinu - Líklegt að tífalt stærri verkefni en áður verði að veruleika - 5 til 8 milljarðar inn í hagkerfið Framkvæmdum, sem staðið hafa yfir á Lækjargötu nú í um þrjú ár, er nú að mestu lokið og gatan opnuð á ný fyrir umferð í gær. Vegfarendur gátu þá loksins virt fyrir sér nýja og glæsilega hótelbyggingu, sem risin er á reitnum þar sem áður stóðu Iðn- aðarbankahúsið og hús séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups sem brann 1967. Tekið verður við fyrstu gest- unum á Hótel Reykjavík Saga nú í sumar, í 130 herbergjum sem eru fjölbreytt að lögun og stærð, en það verður fjögurra stjörnu hótel. Á jarðhæð opnar svo veit- ingastaðurinn Fröken Reykjavík. Morgunblaðið/Hákon Lækjargata Hótelið er nú loksins sýnilegt vegfarendum. Lækjargata laus úr viðjum framkvæmda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.