Morgunblaðið - 17.06.2022, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | vefverslun | aprilskor.is
Ný sending frá
Opið í dag
frá 12-16
13.990 kr.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég var á hesti sem ég hef átt í mörg
ár. Ég var búinn að ákveða að ef
okkur gengi vel, næðum tíma til að
komast á landsmótið á Hellu, þá yrði
það endirinn á mínum landsmóts-
ferli,“ segir Erling Ó. Sigurðsson
hestamaður. Hann keppti á Hnikari
frá Ytra-Dalsgerði í 150 metra skeiði
á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks í
fyrrakvöld með það að markmiði að
ná lágmarkstíma fyrir landsmótið en
það tókst ekki.
Erling var þó ánægður með kvöld-
ið. Sagði að hesturinn hefði legið í
skeiðinu í báðum sprettum. Hins
vegar væri hesturinn búinn að glíma
við helti sem hann hélt að hann væri
búinn að ná sér af en það hefði háð
honum. Hann hefði ekki haft þann
kraft sem hann er vanur en þeir hafa
náð í marga titla saman. „Ég er hálf-
spældur, er alltaf mikill keppnis-
maður, en get ekki kvartað. Hest-
urinn er 23 vetra og ég er að verða
80 vetra,“ segir Erling en hann verð-
ur sem sagt áttræður í næsta mán-
uði. Fyrst svona fór segist hann
verða í brekkunni á landsmótinu.
Hann segist þó halda áfram að
keppa, enda enn kornungur.
Stærsta hestamannamótið
Rúmlega 900 skráningur eru í
Reykjavíkurmeistaramótið og á bak
við þær eru um 400 knapar. Þetta er
langstærsta hestamót sem hér er
haldið í ár, og þótt víðar væri leitað.
Hilda Karen Garðarsdóttir móts-
stjóri segir að mótið hafi gengið
mjög vel, ekki hafi komið til neinna
alvarlegra seinkana á dagskrá. Hún
segir að undirbúningur og fram-
kvæmd jafn stórs móts krefjist mik-
ils skipulags og reynslu og segir að
Fákur búi yfir fjölda fólks sem kunni
þetta.
Veðrið hefur ekki sett alvarlegt
strik í reikninginn þótt vissulega
hafi verið skúrir og nokkur vindur.
Segir Hildur að knaparnir séu öllu
vanir, séu úti alla daga ársins.
Í gær var fjórði dagur mótsins en
því lýkur á sunnudag. Eins og á öðr-
um hestamannamótum eykst spenn-
an eftir því sem líður á enda úrslit í
helstu greinum síðustu dagana.
Verðlaun á fyrsta mótinu
Erling er gamalreyndur knapi og
hrossaræktandi. Hann segist hafa
byrjað fimm ára, setið þá hest fyrir
föður sinn, Sigurð Ólafsson, söngv-
ara og hestamann, á landbúnaðar-
sýningu í Reykjavík. Hann segist
hafa byrjað að keppa á hestamótum
og verið að keppa eða sýna á flestum
lands- og fjórðungsmótum frá árinu
1958. Á fyrsta landsmótinu hans sem
haldið var á Skógarhólum á Þing-
völlum náði Erling þeim árangri að
verða annar í stökki, aðeins sjónar-
mun á eftir þeim sem vann.
Í kappreiðunum var kostur að
hafa létta knapa og hleypti Erling
fyrir Ólaf Þórarinsson, þekkta
kempu í hestamennskunni. Veitt
voru peningaverðlaun eins og þá
tíðkuðust og Ólafur sagði honum að
hesturinn fengi einn þriðja, eigand-
inn einn þriðja og knapinn einn
þriðja. Þar fékk hann því sín fyrstu
laun fyrir hestamennsku. Á bak við
þau var ekki aðeins að taka þátt í
kappreiðunum því hann reið hest-
inum frá Hólmi fyrir ofan Reykjavík
til Þingvalla fyrir mótið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Víðidalur Keppt er fram á kvöld á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og gengur vel. Knaparnir láta veðrið ekki á sig fá.
Keppti 80 vetra á 23
vetra gömlum hesti
- Reykjavíkurmeistaramót gengur vel - Lýkur á sunnudag
Skeið Hnikar frá Ytra-Dalsgerði lá hjá Erling Sigurðssyni en báðir sprettir
Ylfu frá Miðengi misheppnuðust hjá Sigríði Ingibjörgu Einarsdóttur.
Hitað upp hjá
ungu kynslóðinni
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður Stemning var í miðbænumí gær er krakkar úr leikskólum Ísa-
fjarðarbæjar sameinuðust ásamt starfsmönnum í mikilli sólskinsgöngu.
Sautjándi júní er jafnan gleðidagur hjá krökkunum
sem erfa landið. Skemmtanir, blöðrur, kandífloss og ís
komast aftur á dagskrá eftir samkomubann síðustu
tveggja ára. Í mörgum leikskólum landsins var tekið
forskot á sæluna í gær með dagskrá í anda 17. júní.
Morgunblaðið/Hákon
Reykjavík Líf og fjör var á skólalóðinni í leikskólanum Bakkaborg í gær.
Morgunblaðið/Hákon
Kópavogur Krakkar í leikskólanum Kór í Kópavogi gátu farið á hestbak í
gær og var það mjög vinsælt, einkum meðal krakkanna í eldri deildinni.