Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 „Verulega eftirminnilegt í minni æsku er ljóðalestur prófessors Richards Becks sem fékk far með Loftleiðum frá Ameríku til að flytja kveðju frá Vestur-Íslendingum hinn 17. júní. Þórarinn Eldjárn gat ekki á sér setið að yrkja hálfgert níð um Rikka Bekk og Megas söng þetta svo seinna með viðeigandi ekkasog- um og slurpi. Þú dóst á Arnarhóli eins og róni gæfusnauður, var ort,“ segir Finnbogi Her- mannsson rithöfundur. Sem barn segist Finnbogi hafa skynjað 17. júní sem skilyrðislausan. Ábyrgðarmenn hafi séð sig til knúna til að minna á frelsishetjuna. „Stjórnmálamenn og uppalendur urðu að hafa frelsishetju sem væri unga Íslandi til fyr- irmyndar. Eigi skal víkja, að vísu frekar snubbótt slagorð. Fjölmenningarsamfélagið á Íslandi, sem er auðvitað ekkert eitt samfélag, er jafn utangátta og innfæddir þegar kemur að ritúalinu. Á tímabili hét þetta „jibbí jei“- dagurinn og kannski enn. Þjóðin sér í sjón- varpinu þegar nýstúdent leggur liljukransinn að líkneski Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og fyrirfólk landsins og útlendir sendimenn hafa mublur til að sitja á en ekki sauðsvartur al- múginn. Samt er það svo um mörg okkar sem fædd erum eftir seinni heimsstyrjöld að það er eins og þessi uppþembingur hafi skriðið undir húðina á okkur eins og kúabólusetningin, jafn- vel tekið sér bólfestu í bakheilanum. Ég stend mig til dæmis að því að vera að skrautmála hjá mér flaggstöngina og setja á hana forkunn- legan hún. Og á hún auðvitað að vera komin upp fyrir 17. júní með blaktandi fána.“ Stöngin með blaktandi fána „Mannkynið er alltaf að verða tengdara og margvíslegir menningarheimar kynnast sífellt betur fyrir vikið. Ör þróun stafrænna innviða og samningar um frjálsa för fólks á milli landa hafa haft mikla samþjöppun milli þjóða og landsvæða í för með sér svo nú í fyrsta sinn í sögu mannkynsins er í reynd mögulegt að tala um alþjóðasamfélag,“ segir Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdótir þingkona Pírata. „Þann 17. júní fylkist fólk niður í bæ að kaupa gasblöðrur og kandífloss, veifa íslenska fánanum, sum jafnvel íklædd búningum og skotthúfum. Fjallkonan flytur ávarp þjóðinni til heilla og saman syngjum við svo óð til ætt- jarðarinnar. Hvaða merkingu hefur slíkur þjóðlegur hátíðardagur í alþjóðavæddum heimi; er 17. júní orðinn úrelt þjóðremba sem á ekkert erindi við nútímann? Nei, erindið er nokkru flóknara. Tilefni hátíðahaldanna er nefnilega ekki bara þjóðernisstolt. Við höldum daginn hátíðlegan vegna stofnunar lýðveld- isins árið 1944. Táknar hátíðin fyrst og fremst sjálfstæðan rétt íslensku þjóðarinnar til þess að ákveða eigin örlög. Hér hefur íslenska þjóð- in skapað samfélag sem við getum að mörgu leyti verið stolt af – og er vonandi einhverjum þjóðum til fyrirmyndar. Þessi lýðræðishugsjón er aðlaðandi – og fólk kemur til Íslands til þess að fá að taka þátt í henni. Þess vegna ætti þjóðhátíðardagurinn að minna okkur á verð- mætin sem fólgin eru í virðingunni fyrir mann- réttindum, jöfnum tækifærum og sjálfsákvörð- unarrétti; verðmæti sem gera fólki kleift að auðga samfélagið á sinn eigin einstaka hátt.“ Hugsjónin er aðlaðandi „Íslendingar eru orðnir miklu fjölbreyttari hópur en þeir voru fyrir nokkrum áratugum. Erlendir ferðamenn streyma líka til landsins og fólk kemur til starfa úr öllum heims- hornum. Innfæddir fylgjast ákafir með heimsmálum og lesa útlendar bækur um fjöl- breytt efni. Æ fleiri flytjast þar að auki til út- landa í nokkur ár eða jafnvel alfarið, fyrir utan öll styttri ferðalög. Það má því ætla að alþjóðavæðing og fjölmenning eigi vel við þjóðina. Sú þróun er jákvæð, að mínu mati,“ segir Már Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. „Ég tel alveg um að gera að halda í ýmsar þær hefðir sem hafa mótast í landinu á löngum tíma. Allir geta haft gaman af eða nýtt þær til að hugleiða lífið á þessari eyju sem óneitanlega er skringilega staðsett en þeim mun áhugaverðari. Slíkt gildir um nátt- úrufar og ekki síður menningu þessara örfáu sem hér búa og hafa búið. Þjóðhátíðardag- urinn er ein af þessum hefðum og jafnvel þótt tómahljóð sé í ræðum ráðamanna er ekki vert að það spilli fyrir því að boðskapurinn er góð- ur. Inntak hans er sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu landi sem býr við góðan efnahag og frelsi til orða og athafna, hvað sem líður vanköntum og vandræðagangi á ýmsum vettvangi og hljóta alltaf að verða til staðar. Þetta geta all- ir sem búa í landinu nýtt sér til að vera í góðu skapi yfir því sem gengur vel og er gleðilegt. Sama gildir um Íslendinga erlendis og bara tilhugsunin um þennan dag hlýtur að kalla fram bros.“ Hugleiða lífið á þessari eyju „Þjóðhátíðardagurinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held hann hátíðlegan með fjölskyldu minni. Það hefur verið rík hefð hérna hjá Hafnarfjarðarbæ að hafa glæsilega skemmtidagskrá úti um allan bæ. Það verður engin undantekning á því nú í ár og einnig verður kvölddagskrá endurvakin með tón- leikum á Thorsplani,“ segir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarð- arbæjar. „Hafnfirðingar eru duglegir að taka þátt í hátíðahöldunum og við fáum einnig fjölmarga gesti frá öðrum sveitarfélögum í kring. Sjálfs- mynd okkar Íslendinga ber þess merki að við erum ungt lýðveldi og hefðir okkar eru ennþá í mótun. Við eigum auðvelt með að taka við öðr- um vestrænum siðum og tileinka okkar, en 17. júní er einn af fáum dögum þar sem allir lands- menn koma saman og fagna Íslandi. Það er vert að rifja upp söguna og hversu stutt er síðan við urðum sjálfstæð og hversu vel okkur hefur gengið að byggja upp landið þar sem lífsgæði eru með þeim mestu í heim- inum. 17. júní er mikilvægur dagur fyrir okkur Íslendinga til að fagna sjálfstæði okkar, sér- stöðu í hinum alþjóðlega heimi og einnig tæki- færi til að kynna söguna fyrir nýjum Íslend- ingum. Það er ábyrgðarhluti fyrir okkur að taka vel á móti nýjum Íslendingum og setja þá inn í siði okkar, hugarheim og hvernig það hef- ur mótað okkar að alast upp á Íslandi. Fögnum deginum saman, íslenskum hefðum, tungu og landi.“ Dagurinn er mikilvægur Hvaða boðskap flytur þjóðhátíðardagurinn 17. júní fyrir Íslendinga á tímum alþjóðavæðingar og fjölmenningar? Spurningin er stór og áleitin. Tækifæri til að kynna söguna fyrir nýjum Íslendingum, sagði einn aðspurðra. Alþjóðavæðing á vel við íslensku þjóðina svaraði ann- ar og þingmaður minnir á jöfn tækifæri fólks. Rithöfundurinn nefnir „jibbí jei“, slagarann sem sautjándinn er stundum kenndur við. Dagskrá verður víða um land í dag í tilefni þjóðhátíðar. Athöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli í Reykjavík kl. 11.10 og verður henni sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra flytur hátíðarræðu. Tvær skrúðgöngur Klukkan 13 leggja af stað skrúð- göngur frá Hagatorgi og Hallgríms- kirkju og í báðum tilvikum er fólki stefnt í Hljómskálagarðinn. Þar og í nágrenni verður ýmislegt skemmti- legt í boði; tónlist og sprell. – Þjóð- hátíðardeginum 17. júní verður fagnað með fjölbreyttri dagskrá í Árbæjarsafni. Þá bregður svo við að efnt verður til hátíðahalda í út- hverfum. Í frístundagarðinum við Gufunesbæ verður hátíð milli kl. 14 og 17 en í lokin eru tónleikar þar sem fram kom Espólín, 5K á kortið, Dóra og döðlurnar og Jón Jónsson. Í Breiðholti verður hátíðardagskrá með leikjum og ýmsu skemmtilegu á Leiknisvellinum við Austurberg milli kl. 13 og 16. Á fimm stöðum í Kópavogi Í Kópavogi verða hátíðahöld í til- efni þjóðhátíðardagsins á alls fimm stöðum; við menningarhúsin í Borg- arholti, Fífuna við Dalsmára, í Fagralundi í Fossvogsdal, við Sala- laug og Kórinn í Vatnsendahverfi. Skemmtidagskrá er á öllum stöðum. Svæðin verða opnuð kl. 12 sem varir til 17.00. Hátíðardagskrá hefst svo klukkan 14, nema við Menningar- húsin þar sem hún hefst kl. 13.30. Þar flytur ávarp Ásdís Kristjáns- dóttir, sem nú fyrir nokkrum dögum tók við sem bæjarstjóri í Kópavogi. Tvær skrúðgöngur verða í tengslum við 17. júní í Kópavogi. Önnur sem leggur af stað frá MK klukkan 13.00 og gengur sem leið liggur að Menn- ingarhúsunum. Hin leggur af stað frá Hörðuvallaskóla kl. 13.30 og gengur í Kórinn. Hátíð í Lystigarði Á Akureyri leggur skrúðganga af stað kl. 12.45 frá Gamla húsmæðra- skólanum við Þórunnarstræti og fer í Lystigarðinn þar sem hátíðahöld hefjast um kl. 12. Þar mun Kammer- kór Norðurlands syngja þjóðsöng- inn og fjallkonan ávarpar gesti garðsins, en hún er Hildur Lilja Jónsdóttir, nýstúdent frá MA. Í framhaldinu verður dagskrá í Minja- safninu í Innbænum frá kl. 14-16 – og um kvöldið verður skemmtun og spilverk á Ráðhústorginu. Þjóðhátíðardegi fagnað - Austurvöllur árdegis - Grafarvogshátíð og Breiðholtið - Fimm staðir í Kópavogi - Nýstúdent fjallkona nyrðra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sautjándinn Skátarnir fara gjarnan fremstir í hátíðahöldum dagsins. Til hamingju Ísland!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.