Morgunblaðið - 17.06.2022, Side 13

Morgunblaðið - 17.06.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 Uffe Ellemann-Jensen, fv. utanrík- isráðherra Danmerkur og formaður Venstre-flokksins, liggur þungt haldinn á sóttarsæng og hefur hrakað ört síðustu daga af krabba- meini sem hann hefur glímt við um árabil. Þykir ástandið orðið svo ískyggi- legt að börn ráðherrans fyrrver- andi, Jakob Ellemann-Jensen, nú- verandi formaður Venstre, og Karen Ellemann, þingmaður fyrir flokkinn, hröðuðu sér í gær heim frá hinum árlega Þjóðfundi á Borg- undarhólmi til að sameinast fjöl- skyldunni á ögurstundu. „Faðir okkar var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið á mánudaginn,“ skrifaði sonurinn á Facebook-síðu sína í gær, „hann er alvarlega veik- ur af krabbameini sem hefur hrjáð hannum árabil. Því miður hefur honum elnað sóttin nú síðustu tím- ana.“ Að sögn systkinanna hafa næstu dagar úrslitaþýðingu í baráttu föð- ur þeirra, sem stendur á áttræðu um þessar mundir. Árið 2011 gekkst hann undir erfiða skurðað- gerð vegna meinsins og var á tíma- bili á góðum batavegi áður en ógæfan dundi yfir á nýjan leik. „Mér er ljóst að dagar mínir eru taldir og tíminn er af skornum skammti,“ sagði Ellemann-Jensen í viðtali í mars. atlisteinn@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ellemann-Jensen Ráðherrann fyrr- verandi glímir við heilsubrest. Ellemann-Jensen í tvísýnni rimmu við krabbamein - Börnin hröðuðu sér heim frá embættisverkum í gær Fjórir Bretar eru nú fyrir rétti í Grikklandi, grunaðir um að hafa ætlað að koma 300 kíló- grömmum af kól- umbísku kókaíni á markað í Ástr- alíu og Evrópu. Efnið földu þeir í bananasendingu, sem fór gegnum Calabria-héraðið á Ítalíu og þaðan áfram til Þessaloníku í Grikklandi, þar sem sameinuð sveit banda- rískra, grískra og ítalskra fíkni- efnalögreglumanna lagði hald á varninginn. Telur gríska lögreglan að tveir Bretanna séu innstu kopp- ar í búri alþjóðlegs fíkniefnahrings. GRIKKLAND Bretar gripnir með 300 kg af kókaíni Brot af kókaíninu. Stjórnendur Åna-fangelsisins í Rogalandi í Noregi standa ráðþrota gagn- vart þeirri hátt- semi fanganna að tína ofskynj- unarsveppi, svo- kallaða trjónu- peðlu, í fangelsis- garðinum, en hver fangi á rétt á daglegum útivistartíma. „Það er með öllu ótækt að fangar sitji inni fyrir afbrot sem framin voru í vímu og fíkniefni vaxi í fangelsisgarð- inum,“ segir Eskil Vik Urdal hjá norsku Fangelsismálastofnuninni og kveður það þunnan þrettánda að eina úrræði fangelsisstjórnenda sé þriggja daga útivistarbann, séu fangar gripnir með sveppi. NOREGUR Tína sveppi í fang- elsisgarðinum Trjónupeðla, Psilo- cybe semi- lanceata. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin að láni úr þýðingu séra Matthíasar Jochumssonar á Friðþjófs sögu eft- ir sænska skáldið Esaias Tegnér. Myndin sýnir hins vegar svokall- aðan gleiðmána yfir þorpinu Tal Sallur í Aleppo-héraðinu í Sýrlandi fyrr í vikunni. Segja má að gleið- máninn hafi verið eins konar for- máli að jarðarberjatunglinu svo- kallaða sem vakti athygli daginn eftir. Jarðarberjatungl er fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og verða má. Frá Evrópu kemur hins vegar hugtakið hunangstungl sem tengist hunangstekju og er enn fremur tal- ið kveikjan að hugtakinu „honey- moon“ yfir ferðalög nýgiftra og vinsældir júnímánaðar til brúð- kaupa. atlisteinn@mbl.is Jarðarberja- eða hunangstungl vakti athygli jarðarbúa vítt og breitt í vikunni Blóðgan mána bar við tind AFP/Rami al Sayed Stjórnvöld í Washington hafa breytt nafni göt- unnar sem sádi- arabíska sendi- ráðið stendur við í Jamal Khas- hoggi Way, eftir sádi-arabíska blaðamanninum sem komið var fyrir kattarnef í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl ár- ið 2018. Khashoggi var gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu, einkum krónprinsinn valdamikla Moham- med bin Salman, sem flestir telja að hafi fyrirskipað ódæðið. WASHINGTON Sendiráðsgata nefnd eftir Khashoggi Nýja götunafninu fagnað ákaft. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu hétu stuðningi sín- um við umsókn Úkraínumanna að Evrópusambandinu (ESB), er þeir heimsóttu Volodimír Selenskí Úkra- ínuforseta í Kænugarði í gær. Emmanuel Macron Frakklands- forseti, Olaf Scholz Þýskalandskansl- ari og Mario Draghi, forseti Ítalíu, ferðuðust saman til Úkraínu með lest. Þeir héldu til Irpín, nágranna- bæjar Kænugarðs, en Rússar hafa verið sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi meðan þeir réðu yfir bænum. Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, slóst svo með í för til Kænugarðs. Fjórmenningarnir funduðu þar með Selenskí og ræddu hvernig ríki Evr- ópusambandsins gætu stutt Úkraínu betur. Macron sagði á blaðamannafundi eftir fund þeirra að allir fjórir leiðtog- arnir styddu að Úkraína fengiþegar í stað stöðu umsóknarríkis. Scholz bætti við að Úkraína ætti heima í „evrópsku fjölskyldunni.“ Sagði Scholz enn fremur að ríki Evrópu styddu við Úkraínu með sendingum á hergögnum. „Við gerum það eins lengi og þörf er á.“ Selenskí sagði að Úkraínumenn væru reiðubúnir til að gera það sem þyrfti til þess að tryggja að ríkið gæti orðið fullgildur aðili að Evrópusam- bandinu, og að það hefði þegar sann- að að það væri þess verðugt að vera umsóknarríki. Framkvæmdastjórn sambandsins fundar í dag til þess að ræða afstöðu sína til umsóknar Úkraínu að sam- bandinu. Öll ESB-ríkin 27 verða að samþykkja umsóknina til að landið fái inngöngu. Það gæti hins vegar tekið nokkur ár fyrir landið að ljúka aðild- arviðræðum við Evrópusambandið áður en það getur gerst fullgildur að- ili að því. Von á frekari vopnasendingum Selenskí sagði að hann hefði út- skýrt þarfir Úkraínumanna fyrir vopnasendingar og bætti við að von væri á þungavopnum, stórskotaliði og loftvarnarkerfum til viðbótar við það sem Vesturveldin hafa þegar sent. Macron Frakklandsforseti bætti við að Frakkar hygðust senda sex há- byssur af Caesar-gerð, en Úkraínu- menn hafa nú þegar tekið tólf slíkar í notkun. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórn- valda í Kreml, vildi hins vegar ekki gera mikið úr heimsókn leiðtoganna fjögurra eða vopnasendingum Vest- urveldanna. Sagði Peskov að slíkar sendingar yrðu „algjörlega gagns- lausar.“ Pólitískar ástæður að baki Alexei Miller, framkvæmdastjóri rússneska orkufyrirtækisins Gaz- prom varði í gær ákvörðun fyrir- tækisins um að takmarka sendingar sínar á jarðgasi til Þýskalands og Ítalíu. „Okkar afurð, okkar reglur. Við spilum ekki eftir reglum sem við sömdum ekki,“ sagði Miller. Bætti hann við að bilun í þéttistöð hjá Siemens-fyrirtækinu þýska hefði orsakað skerðingarnar. Ítölsk stjórn- völd sögðu að fulltrúar Gazprom hefðu sagt að „tæknilegar ástæður“ lægju að baki skerðingunum til sín. Draghi Ítalíuforseti sagði hins veg- ar að bæði Ítalir og Þjóðverjar teldu það vera hreinar lygar hjá Gazprom. Sakaði Draghi fyrirtækið um að nýta sér sterka stöðu sína í pólitískum til- gangi. Sagði hann einnig að Ítalir ætl- uðu að hætta að reiða sig á rússneskt jarðgas og að ríki Evrópu þyrftu að berjast gegn þessum lymskubrögð- um Rússa. Styðja umsókn Úkraínu - Leiðtogar fjögurra ESB-ríkja heimsóttu Kænugarð - Sex Caesar-hábyssur á leiðinni til Úkraínu - Gazprom ver skerðingar sínar á gasi til Þýskalands og Ítalíu AFP/Sergei Supinsky Leiðtogafundur Olaf Scholz, Emmanuel Macron, Volodimír Selenskí, Mario Draghi og Klaus Iohannis funduðu í gær um gang stríðsins í Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.